Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFA kosninganóttina eftir síðustu borgarstjórnarkosningar lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir því yfir að hún væri ekki á leiðinni í þingframboð á næsta ári. Með þessu staðfesti hún þau fyrirheit sem hún hafði gefið í kosningabar- áttunni. Í septembermánuði á síð- asta ári sá Ingibjörg Sólrún sér- staka ástæðu til þess að leggjast undir feld í nokkra daga áður en hún staðfesti þetta heit sitt að nýju. Hinn 18. desember sl. lýsti Ingibjörg Sólrún því hins vegar yf- ir að hún ætlaði sér að taka 5. sæt- ið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Var Ingibjörg Sólrún þá ekki að svíkja gefin fyrirheit með því að taka þetta sæti? Því hafnar Ingi- björg sjálf í viðtali við Morgun- blaðið hinn 31. desember sl., þar sem hún segir orðrétt: „Þegar við erum að tala um þingframboð, í þeirri stöðu sem ég er, þá held ég að engum blandist hugur um að þá er fólk að tala um það að taka ákveðna forystu í framboði. Það stefndi ég ekki á í kosningunum, það stefndi ég ekki á í haust og það stefndi ég heldur ekki á núna.“ Nú ber að hafa í huga að Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, lýsti því yfir um leið og hann tilkynnti fjölmiðlum framboð Ingibjargar að hún myndi skipa baráttusæti Samfylkingar- innar. Össur er raunar gjarn á slíkar yfirlýsingar. Hann lýsti því t.d. yfir fyrir kosningarnar 1999 að 10. sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík væri sambærilegt bar- áttusæti. Úrslit kosninganna urðu þau að Samfylkingin fékk fimm þingmenn í Reykjavík. Eigi að síður er erfitt að sjá hvernig það gengur upp að bar- áttusætið sé ekki í þingframboði. Hver er annars merking þess að vera í þingframboði? Er orðið „þingframboð“ ekki eitt af þessum gegnsæju orðum sem íslenskan er svo rík af? Er það ekki annars augljóst að orðið merkir einfald- lega að bjóða sig fram til setu á þingi? Fer fólk ekki annars í fram- boð til Alþingis með því að taka sæti á listum stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningar? Eru þeir sem sitja á framboðslistum fyrir alþingiskosningar þá ekki komnir í „þingframboð“? Ekki finnst Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur það. Hún segir að seta hennar í 5. sæti Samfylkingarinnar sé ekki þingframboð í „þeirri stöðu sem ég er“, svo vitnað sé aftur til áðurnefnds viðtals við Morgun- blaðið. Hverju getur staða Ingi- bjargar Sólrúnar breytt um þá ein- földu staðreynd hvort hún býður sig fram til þings eða ekki? Þá seg- ir Ingibjörg Sólrún jafnframt í við- talinu að þegar talað er um þing- framboð sé verið að tala um að „taka ákveðna forystu í framboði“. Hvað meinar Ingibjörg Sólrún með „forystu í framboði“? Ber að skilja það svo að aðeins þeir sem skipa 1. sætið séu í þingframboði? Ef sá skilningur er réttur eru þau Bryn- dís Hlöðversdóttir, Guðrún Ög- mundsdóttir og Helgi Hjörvar (sem skipa 2.–4. sætið á lista Sam- fylkingarinnar í kjördæmi Ingi- bjargar) ekki í þingframboði? Eða eru þau í þingframboði vegna þess að þeirra „staða“ er önnur en Ingi- bjargar? Augljóslega var markið sett ansi hátt – og líklega of hátt – þegar formaður Samfylkingarinnar ákvað að 5. sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður yrði baráttusæti flokksins. En það er einfaldlega sjálfskap- arvíti Samfylkingarinnar að for- ystumenn hennar magna í sífellu upp væntingarnar til eigin frammi- stöðu, sem síðar reynist ómögulegt að standa undir. Ekkert af þessu breytir merkingu orðsins „þing- framboð“. Ástæðan fyrir þessari nýstárlegu skilgreiningu Ingi- bjargar á þessu annars sakleys- islega orði er einfaldlega sú að borgarstjórinn hafði málað sig út í horn með eigin yfirlýsingum. Nú skal bjarga sér úr klípunni með orðhengilshætti og útúrsnúning- um. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálamaður rekur flótt- ann undan eigin loforðum með því að fara undan í flæmingi og reyna þanþol tungumálsins til hins ýtr- asta. Það hefði verið meiri reisn yfir framboði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefði hún haft kjark til þess að viðurkenna að þar með væri hún að ganga á bak orða sinna. Hún átti jafnframt að gera sér grein fyrir því að hún gæti ekki bæði staðið í fylkingarbrjósti Sam- fylkingarinnar fyrir alþingiskosn- ingar og verið borgarstjóri í um- boði Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Raunar verða orð hennar ekki skil- in á annan veg en að hún geri sér sjálf grein fyrir þessu. Þannig seg- ir Ingibjörg Sólrún í áðurnefndu viðtali við Morgunblaðið að það hafi ekki verið nokkur vafi í henn- ar huga að hún gæti ekki gegnt starfi borgarstjóra tæki hún fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar. En hún virðist hafa haldið að um fimmta sætið giltu allt önnur lög- mál, jafnvel þótt við blasi að á þessu er aðeins bitamunur, en ekki fjár. En 5. sætið var jú ekki þing- framboð í huga Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Og í hennar huga virðist það engu breyta hvaða skilning bæði kjósendur og hennar nánustu samstarfsmenn hlutu að leggja í orð hennar. Þingframboð – eða ekki? Eftir Finn Þór Birgisson „Það hefði verið meiri reisn yfir framboði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefði hún haft kjark til þess að viðurkenna að þar með væri hún að ganga á bak orða sinna.“ Höfundur er lögfræðingur og situr í ritstjórn þjóðmálavefjarins Kreml. NÝTT ár er gengið í garð. Við lút- um Guði í þökk fyrir liðið ár og horf- um til þess nýja með eftirvæntingu og von í hjarta. Í upphafi árs mótum við verk okkar og ákvarðanatöku í bæn til Guðs. Laugardaginn hinn fjórða í nýju ári gangast ýmis kristin trúfélög fyrir bænagöngu niður Laugaveginn. Bænagangan hefst á Hlemmi kl. 15 og endar síðan á Austurvelli með bænastund kl. 16. Við sem stöndum að þessari bænagöngu teljum afar mikilvægt að leggja komandi ár í hönd Guðs. Við viljum með þessum hætti auð- mýkja okkur fyrir Guði og leita Hans auglitis til þess að verk okkar og vegir verði betri á nýju ári. Við leitum Guðs í bæn fyrst og fremst vegna okkar sjálfra. Við sjáum að okkur skortir á og það er hægt að gera miklu betur en okkur hefur auðnast á liðnu ári. Það er ýmislegt hjá okkur sjálfum sem við þurfum að snúa frá og taka á móti því sem er betra og sannarlega fætt af Guði sjálfum. Auglit Guðs hefur ekki nauðsynlega lýst yfir allt sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Við viljum gera betur og við ætlum að gera betur. Nokkrir leiðtogar kristinna trú- félaga komu saman fyrir skemmstu og ræddu hver áhersla okkar þyrfti að vera í bæninni á nýju ári. Nið- urstaðan er þessi: Við viljum biðja um vakningu á Ís- landi. Við viljum biðja Guð um að vekja menn til umhugsunar um eilíf gildi. Bæn okkar er að menn hyggi að sálu sinni og sjái þar verðmæti sem yfirskyggja allt annað sem mönnum er á hendur falið. Menn verða að höndla af festu og ákveðni þann eilífa sannleika að Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemst til Föðurins nema fyr- ir Hann. Við viljum biðja fyrir fjölskyldum á Íslandi. Því miður stendur fjöl- skyldan höllum fæti í landi okkar í dag. Stefna stjórnvalda er ekki nægilega „fjölskylduvæn“ að okkar mati. Okkur þykir afar miður að fólk skuli finna hag sínum betur borgið með hjónaskilnaði. Við getum ekki sætt okkur við að þannig sé búið að hjónabandinu og fjölskyldunni að þrengt sé að fólki fjárhagslega sem vill hafa sín mál í þeim farvegi sem bæði Orð Guðs og velsæmi býður. Umframfjárfesting heimilanna vegna gylliboða er einnig sorgleg staðreynd sem ber að andæfa. Við viljum biðja Guð um breytta stefnu í þessum málum. Við viljum biðja Guð um varð- veislu og liðveislu í baráttunni gegn áfengis- og eiturlyfjafíkninni. Við sjáum allt of marga verða þessum öflum að bráð og við erum sannfærð um að hægt er að gera betur. Við þökkum Guði fyrir vaxandi skilning stjórnvalda, en við gerum okkur ljóst að Guð þarf að grípa í taumana og það er bæn okkar. Við viljum sjá ný úrræði á nýju ári. Við sjáum stóran hóp af ungu fólki kalla yfir sig harmkvæli vegna þess að það kann ekki fótum sínum forráð í peningamálum. Mikil skuld- setning og gjaldþrot ungmenna í hundraðavís kann ekki góðri lukku að stýra. Við viljum biðja Guð um að gefa ungu fólki raunsætt mat í þess- um efnum. Við viljum einnig biðja Guð þess að unga fólkið sem kemur úr námi út í atvinnulífið verði búið undir að í peningamálum er ekki allt sem sýnist. Við viljum að þarna verði lækning. Við viljum að ein ríkasta þjóð í heimi og sú hamingjusamasta finni sér traustari grunn undir hamingju sína og velferð. Þann grunn sem að- eins er hægt að finna í kletti aldanna – Kristi Jesú. Yfirskrift bæna okkar á nýju ári er að finna í síðari Kroníkubók 7:14, en þar segir: „… og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.“ Guð vill græða land okkar Eftir Gunnar Þorsteinsson „Við viljum biðja um vakningu á Íslandi.“ Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. U m hvað snúast ís- lensk stjórnmál? Snúast þau um hvers konar sam- félag við viljum byggja upp til framtíðar? Snúast þau um hvort við eigum að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu og þá hvers konar breytingar? Snúast þau um uppbyggingu í menntakerfinu? Snúast þau um hvers konar skattakerfi við vilj- um hafa? Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálaumræðu síðustu daga eiga sjálfsagt auðvelt með að svara þessum spurningum. Að sjálfsögðu skipta þessar spurn- ingar engu máli. Íslensk stjórn- mál snúast um persónur og leik- endur. Þessa stundina snú- ast íslensk stjórnmál að- eins um eina spurningu. Átti Ingi- björg Sólrún Gísladóttir að bjóða sig fram til þings? Þegar formenn stjórn- málaflokkanna komu til að ræða saman um stjórnmál og atburði líðandi stundar í þættinum „Kryddsíld“ á Stöð tvö á gaml- ársdag var um fátt annað rætt en þá ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar að fara í þingframboð. Þegar Davíð Oddsson for- sætisráðherra var spurður um þetta mál svaraði hann: „Ég sem gamall borgarstjóri til níu ára, ég trúi því ekki að einhver borg- arstjóri hlaupi frá verkinu með allt liðið grátandi og vælandi í kringum sig, öskrandi hvað upp í annað, til þess að verða vara- maður á einhverjum þinglista. Þetta virkar á mig eins og hver önnur vitleysa. Svo eru allir fjölmiðlarnir í því að upphefja þennan ágæta frá- farandi borgarstjóra sem alveg himinháan snilling sem allir eru skíthræddir við. Hvaða endemis þvæla er þetta? Svo kemur minn ágæti Össur og segir, við fáum einhvern öfl- ugasta, sterkasta og merkasta liðsmann sem allir skjálfa fyrir og við ætlum að setja hann beint í fimmta sætið! Þetta er eins og ég væri að stjórna Fram og ég fengi Eið Guðjohnsen og segði að ég væri svo ánægður með að fá hann Eið að ég ætlaði bara að setja hann 40 metra fyrir aftan markið. Það mun styrkja stöðu okkar gríðarlega. Hvaða endem- is vitleysa er þetta? Það sem stendur upp úr er þetta, að borgarstjórinn asnast upp úr borgarstjórastólnum. Það verður bara að segja það eins og er. Hann kann engar skýringar á því nema að menn séu vondir við sig og hún ætli ekki að láta beygja sig frá þeirri mikilvægu ákvörðun að fá að vera varamað- ur í þingliðinu. Hún var þing- maður einu sinni og hvað gerði hún þegar hún varð borg- arstjóri? Sagði af sér þing- mennskunni af því að hún taldi það ekki fara saman að vera þingmaður og borgarstjóri. Sagði af sér. Síðan er hún búin að fara heilan hring og það eiga bara allir að skjálfa og nötra. Ég hef ekki skipt mér af þessu máli í átta eða tíu daga …“ Össur Skarphéðinsson: „Ef ég má aðeins …“ Davíð: „Ætlar þú kannski, Össur, að halda því fram að ég sé hræddur við þetta fólk?“ Össur: „Þú verður kannski hræddur við þetta viðfangsefni ef þú þarft að skrifa nýtt leikrit. Ég er ekki viss um að þú getir alveg höndlað það. Vegna þess að mér sýnist að þú skiljir þetta ekki alveg til fulls. Þú sérð út úr þessu einhverja aulabrandara. Þið sitjið hérna flestir og segið, við erum ekki hræddir, við erum ekki hræddir. Orðin sem þú not- ar Davíð, ég verð að segja, að eru forsætisráðherra til van- sæmdar; að tala með þessum hætti um öflugan stjórnmála- mann … „Nei, heyrðu Össur. Þú ert slíkur dóni. Þú ert bara dóni.“ „Þú ert sjálfur dóni. Þú ert sjálfur dóni með þeim hætti sem þú talar …“ Nú væri kannski við hæfi að segja eins og séra Sigvaldi: „Ja, hér gæti komið amen eftir efn- inu.“ Því verður ekki á móti mælt að umræðan í „Kryddsíldinni“ var fjörug og hún hélt athygli þeirra sem fylgdust með. Samt var eitthvað dapurlegt við þessa umræðu. Það var eitthvað sem vantaði. Nú fer að líða að kosningum og þá hefst vertíð hjá fyrir- tækjum sem sjá um að litgreina stjórnmálamenn og pakka „stefnumálum“ þeirra inn í fal- legar umbúðir. Flestir kjósendur taka feginshendi við þessum pökkum og halda áfram að ræða um hvað hann Steingrímur sé nú með fallegt bindi og hvort Davíð sé búinn að fara í klippingu. Kannski leggur einhver kjósandi það á sig að taka umbúðirnar ut- an af kosningapökkunum til að gá hvað er í þeim. Vonandi finn- ur hann eitthvað. Eitt getur hann þó verið viss um. Það er það sama í þeim öllum. Þegar ég var búinn að horfa á dónaþáttinn á Stöð tvö tók ég mér bók í hönd sem var í mínum jólapakka. Þetta var bók sem Einar Kárason skrifaði um tón- listarmanninn KK. Hún fjallar um viðburðaríkan æviferil Krist- jáns Kristjánssonar tónlistar- manns. Kristján ólst upp með foreldrum sínum í Kaliforníu vestur í Bandaríkjunum. Allt virtist ganga fjölskyldunni í hag, en svo tekur heimilisfaðirinn óskynsamlega ákvörðun í fjár- málum og skyndilega er fjöl- skyldan á götunni. Móðirin hrekst með börnin til Íslands og þar taka við ný ævintýr. Einar er í bókinni að skrifa um lífsbaráttu fólksins í landinu og örlög þess. Þetta er eitthvað sem skiptir máli. Oft á tíðum fann ég innilega til með sögu- persónunni og ég vonaði að hag- ur hennar færi nú að vænkast. Ég er hins vegar hættur að finna til með stjórnmálamönn- unum. Ég vona bara að þeir fari ekki slást með hnúum og hnef- um. Þú ert bara dóni! Því verður ekki á móti mælt að umræð- an í „Kryddsíldinni“ var fjörug og hún hélt athygli þeirra sem fylgdust með. Samt var eitthvað dapurlegt við þessa umræðu. Það var eitthvað sem vantaði. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.