Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUF Denktash, leiðtogiKýpur-Tyrkja, hefur ver-ið gagnrýndur harðlegaheima fyrir vegna and- stöðu hans við áætlun Sameinuðu þjóðanna um sameiningu Kýpur og andstæðingar hans úr röðum Kýp- ur-Tyrkja hafa krafist þess að hann segi af sér samþykki hann ekki sameininguna. Þrýstingurinn á Denktash jókst enn í fyrradag þegar leiðtogi stjórnarflokksins í Tyrk- landi hafnaði stefnu hans og sakaði hann um að virða vilja Kýpur- Tyrkja að vettugi. „Ég er ekki hlynntur því að þeirri stefnu sem fylgt hefur verið á Kýpur síðustu 30–40 árin verði haldið áfram,“ sagði Rekep Tayyip Erdog- an, leiðtogi Réttlætis- og þróun- arflokksins, sem komst til valda í þingkosningunum í Tyrklandi í nóv- ember. Yfirlýsing Erdogans bendir til róttækrar stefnubreytingar af hálfu tyrkneskra ráðamanna sem hafa hingað til stutt Denktash dyggilega. Við völd í tæp 30 ár Denktash, sem er 78 ára, komst til valda eftir innrás tyrkneska hersins á norðurhluta Kýpur árið 1974, fimm dögum eftir valdarán herforingja úr röðum Kýpur-Grikkja sem hugðust sameina Kýpur Grikklandi. Herfor- ingjarnir nutu stuðnings herfor- ingjastjórnar í Grikklandi sem framdi valdarán árið 1967. Innrás tyrkneska hersins varð til þess að Kýpur, sem er með alls 800.000 íbúa, skiptist í tvennt. Um 160.000 Kýpur-Grikkir flúðu til suð- urhluta eyjunnar og 50.000 Kýpur- Tyrkir fluttust til norðurhlutans um ári síðar. Hermenn á vegum Sam- einuðu þjóðanna halda uppi eftirliti á „grænu línunni“ svokölluðu sem skiptir eyjunni. Tyrkir lýstu yfir stofnun tyrk- nesks ríkis í norðurhluta Kýpur í febrúar 1975 og Denktash varð for- seti þess. Átta árum síðar lýstu Kýp- ur-Tyrkir yfir sjálfstæði og stofnuðu Tyrkneska lýðveldið Norður-Kýpur, en Tyrkland er eina ríkið sem hefur viðurkennt það. Íbúar Tyrkneska lýðveldisins eru 170.000 og þeir njóta verndar 35.000 tyrkneskra hermanna. Denktash hefur verið forseti Tyrkneska lýðveldisins frá stofnun þess. Umsókn um ESB-aðild kom skriði á viðræðurnar Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt án árangurs að sameina eyjuna að nýju frá árinu 1980. Evrópusam- bandið setti viðskiptabann á Norð- ur-Kýpur vegna deilunnar árið 1994 og það – ásamt 200% verðbólgu – olli mikilli efnahagskreppu á eyjarhlut- anum. Ári síðar hótaði Denktash að sam- eina Norður-Kýpur Tyrklandi ef Evrópusambandið samþykkti um- sókn stjórnar Kýpur-Grikkja um að- ild að sambandinu. Umsókn Kýpur- Grikkja og tilraunir Tyrklands til að fá inngöngu í Evrópusambandið urðu til þess að skriður komst loks á viðræðurnar um sameiningu eyj- unnar. Denktash og Glafkos Klerides, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, hófu viðræð- urnar árið 2001 og vonast var til að þeir myndu ná samkomulagi á fundi sem ráðgerður var í Kaupmanna- höfn í tengslum við leiðtogafund ESB í desember. Denktash mætti hins vegar ekki á fundinn og bar við veikindum eftir að hafa gengist und- ir hjartaskurðaðgerð fyrr á liðnu ári. Kýpur var boðin aðild að Evrópu- sambandinu árið 2004 á leiðtoga- fundinum í Kaupmannahöfn og sam- bandið vill að samið verði um sameiningu eyjunnar fyrir 28. febr- úar. Náist ekki samkomulag fær að- eins gríski hluti eyjunnar aðild að Evrópusambandinu. Tyrknesk stjórnvöld hafa hótað að innlima Norður-Kýpur í Tyrkland fái Kýpur-Grikkir aðild að Evrópu- sambandinu án þess að deilan verði leyst. Grikkir hafa aftur á móti hótað að hindra stækkun Evrópusam- bandsins til austurs verði inngöngu Kýpur frestað. Stjórnvöld í Tyrk- landi og Grikklandi hafa þó mildað afstöðu sína að undanförnu og batn- andi samskipti ríkjanna á síðustu ár- um hafa vakið vonir um að hægt verði að leysa deiluna. Kýpur-Grikkir og vestrænir stjórnarerindrekar hafa sagt árum saman að samkomulag náist ekki um Kýpur nema tyrknesk stjórnvöld beiti Denktash miklum þrýstingi. Erdogan hefur nú krafist þess að Denktash fallist á áætlun Samein- uðu þjóðanna í von um að sameining Kýpur verði til þess að hraða inn- göngu Tyrklands í Evrópusam- bandið. Erdogan var harðorður í yfirlýs- ingu sinni og hún var talin til marks um mikla óánægju nýju ráðamann- anna í Ankara með þrákelkni Denkt- ash. Erdogan sagði að Kýpur-deilan væri ekkert einkamál Denktash og hann ætti ekki að virða vilja Kýpur- Tyrkja að vettugi. Erdogan skír- skotaði til mótmæla á Norður- Kýpur í vikunni sem leið þegar um 30.000 Kýpur-Tyrkir kröfðust þess að Erdogan féllist á áætlun Samein- uðu þjóðanna eða segði af sér. Voru þetta fjölmennustu mótmæli sem stuðningsmenn aðildar að Evrópu- sambandinu hafa efnt til á Norður- Kýpur. Denktash hefur sætt vaxandi gagnrýni meðal Kýpur-Tyrkja sem óttast að andstaða hans við áætlun Sameinuðu þjóðanna verði til þess að Norður-Kýpur fái ekki aðild að Evrópusambandinu. Norðurhluti eyjunnar er miklu fátækari en suð- urhlutinn og margir Kýpur-Tyrkir óttast að þeir dragist enn meira aft- ur úr efnahagslega fái aðeins Kýpur- Grikkir aðild að Evrópusambandinu. Herinn talinn styðja Denktash Óljóst er þó hversu langt tyrknesk stjórnvöld eru tilbúin að ganga til að knýja Denktash til að gefa eftir. Ráðgjafi Denktash, Momtaz Soys- al, fyrrverandi utanríkisráðherra Tyrklands, gerði lítið úr ummælum Erdogans og benti á að herinn og forseti Tyrklands hafa mikil áhrif á stefnumótunina í Ankara. Tyrkneski herinn hefur alltaf verið andvígur sameiningu Kýpur og talið er líklegt að hann styðji enn afstöðu Denkt- ash. Erdogan hefur verið bannað að gegna opinberum embættum vegna þess að hann hefur verið dæmdur fyrir að kynda undir „trúarlegu hatri“ en hann er mjög áhrifamikill á bak við tjöldin og búist er við að hann verði forsætisráðherra Tyrk- lands á næstu mánuðum þar sem þingið hefur samþykkt stjórn- arskrárbreytingu til að afnema bannið. „Upphafið að falli Denktash“ Kýpur-Grikkir fögnuðu yfirlýs- ingu Erdogans og spáðu því að Denktash yrði annaðhvort að láta undan eða segja af sér. „Þetta er upphafið að falli Denktash,“ sagði utanríkisráðherra stjórnar Kýpur- Grikkja, Yiannakis Kassoulides. Samkvæmt áætlun Sameinuðu þjóðanna á meðal annars að fækka tyrknesku hermönnunum á Norður- Kýpur, þannig að þeir verði jafn- margir og hermenn Kýpur-Grikkja. Helsti ásteytingarsteinninn í við- ræðunum er tillaga Sameinuðu þjóð- anna um að Kýpur-Grikkir fái aftur landsvæði sem þeir flúðu af eftir inn- rás tyrkneska hersins. Denktash hefur lýst henni sem „endemis vit- leysu“. Sameinuðu þjóðirnar leggja einn- ig til að Kýpur verði skipt í kantónur að svissneskri fyrirmynd og að þjóð- arbrotin deili með sér völdunum í sameiginlegri ríkisstjórn. Denktash óttast að slíkt fyrirkomulag verði til þess að gríski meirihlutinn fái meiri völd en Kýpur-Tyrkir. Talið er við að niðurstaða samn- ingaviðræðnanna ráðist að miklu leyti af því hvort tyrknesk stjórn- völd haldi áfram þrýstingnum á Denktash og hvort andstaðan við hann meðal Kýpur-Tyrkja magnist á næstu vikum. Þrýstingurinn á leiðtoga Kýpur-Tyrkja eykst Reuters Kýpur-Tyrkir krefjast þess að eyjan verði sameinuð á fjölmennum mót- mælafundi í Nicosiu í vikunni sem leið. Reuters Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja. ’ Óttast að Norður-Kýpur dragist aftur úr efnahagslega fái aðeins Kýpur-Grikk- ir aðild að ESB. ‘ Tyrkneskir ráðamenn leggja nú fast að leið- toga Tyrkja á Kýpur að fallast á sameiningu eyj- unnar og hann hefur sætt vaxandi gagnrýni meðal Kýpur-Tyrkja sem óttast að andstaðan hans við sameiningu verði til þess að aðeins Kýpur-Grikkir fái aðild að Evrópusambandinu. TUGÞÚSUNDIR óbreyttra borgara hafa hrakist af heim- ilum sínum í Kongó undan- farna daga, þrátt fyrir vopna- hlé sem fulltrúar flestra stríðandi fylkinga í landinu undirrituðu í Suður-Afríku í desember. Alþjóðlegar hjálp- arstofnanir dreifa mat og lyfj- um meðal flóttamannanna sem hafast við í búðum á vegum kirkjunnar eða hjá fólki sem hefur veitt þeim húsaskjól. Um 50 milljónir manna búa í Kongó sem er stærsta land Afríku. Samkvæmt vopnahlés- samningnum áttu tvær fylk- ingar, annars vegar hreyfing Jean-Pierre Bemba, MLC, er barist hefur gegn stjórninni í höfuðborginni Kinshasa og samstarfsmenn Bemba í ann- arri fylkingu, RCD-N, að hverfa frá borgunum Komanda og Mambasa í norðausturhér- uðunum. Hið sama átti RCD- ML, er stutt hefur ríkisstjórn- ina, að gera. Var ætlunin að eftirlitsmenn á vegum Samein- uðu þjóðanna tækju sér stöðu á hlutlausu svæði milli deilu- aðila. En RCD-ML sakaði á fimmtudag Bemba um að brjóta gegn ákvæðum samn- ingsins með því að ráðast á stöðvar andstæðinga sinna í borginni Beni. „Þeir gerðu árás um klukkan fjögur og enn er barist. Skot- hríðin er hörð,“ sagði talsmað- ur RCD-ML, David Lusenge, í samtali við fréttamann AFP- fréttastofunnar á fimmtudag. Ráðist á eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Bemba sökuðu andstæðinga sína um að hafa átt upptökin og hvatti Bemba til þess að eftirlitsmenn SÞ færu sem fyrst á staðinn. Erf- iðleikum veldur að svonefndir Mai Mai-herflokkar, sem sum- ir eru í bandalagi við RCD-ML, undirrituðu ekki vopnahlés- samninginn og á þriðjudag réð- ust liðsmenn þeirra á hóp eftir- litsmanna SÞ sem var á ferð skammt frá Beni. Veruleg hætta er talin á því að vopnahléið fari út um þúfur. Borgarastyrjöldin í landinu síðustu þrjú til fjögur árin er talin hafa með beinum eða óbeinum hætti kostað um tvær og hálfa milljón manna lífið, að- allega óbreytta borgara. Stefnt er að því að bráðabirgðastjórn taki við völdum fram að kosn- ingum innan 30 mánaða. Vopna- hléinu í Kongó ógnað Tugþúsundir flóttamanna flýja heimili sín vegna átaka við borgina Beni Beni í Kongó. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.