Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 23
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 23 Brautarholti 4 46. starfsár Social Foxtrott Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á venjulegum dansleik eftir 10 tíma. Samkvæmisdansar - barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir þér bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna 14 vikna námskeið fyrir börn Dansleikur í lokin Tjútt Við kennum gamla góða íslenska tjúttið. 10 tíma námskeið. Gömlu dansarnir 10 tíma námskeið og þú lærir þá alla Keppnisdansar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir, frábærir þjálfarar í keppnisdönsum. 14 vikna námskeið - Mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Línudans Auðveldir og skemmtilegir. Bók fylgir með lýsingu á dönsunum. Salsa Dansinn sem fer sigurför um heiminn. 10 tíma námskeið Erlendur gestakennari Freestyle Erla Haraldsdóttir kennir. 10 vikna námskeð. Mæting 2x í viku Brúðarvalsinn Kenndur í einkatíma. Barnadansar Kennum yngst 4 ára. Innritun og upplýsingar í síma 551 3129 milli kl. 16 og 22 daglega til laugardagsins 11. janúar. Kennsla hefst í Reykjavík mánudaginn 13. janúar. Mosfellsbær og Suðurnes - Innritun og upplýsingar í sama síma. KENNSLA HEFST Í REYKJAVÍK MÁNUDAGINN 13. JANÚAR TILFELLUM vöggudauða hefur fækkað í Danmörku á undanförnum árum, að því er segir í nýrri frétt á netútgáfu Berl- ingske Tidende. Frá árinu 1991 hefur foreldrum þar í landi verið ráðlagt af heilbrigðisyfirvöld- um að leggja nýfædd börn sín alltaf til hvílu á bakið og er það talin skýring þess að tilfellum vöggudauða hefur fækkað mjög og er nú aðeins sjötti hluti þess sem áður var. Læknirinn Karin Helweg-Larsen frá Statens Institut for Folksundhed, stað- festir að í fyrra dóu 20 ungabörn vöggu- dauða í Danmörku en árið 1991 voru þau 190. Fáar herferðir á heilbrigðissviði hafa sýnt betri árangur, að mati hennar, meðal annars þar sem ljósmæður, hjúkrunar- fræðingar og læknar hafa tekið höndum saman við að upplýsa nýbakaða foreldra um hvernig megi draga úr hættu á vöggu- dauða. Vöggudauði fátíðari í Danmörku Sæll Björn, nú eru áramót og enn eitt tækifærið til að gera átak gegn ósiðum. Ég hef áður prófað að breyta lífsmynstrinu um áramót, til dæmis að hætta að reykja, drekka minna, borða minna og hreyfa mig meira. Fljótlega fer ég samt aftur í sama farið. Getur sálfræðin komið að gagni við að hjálpa manni að ná árangri? SVAR MARGIR ætla sér að gera átakog breyta um betur með því að losa sig við ósiði eða minnka einhverja hegðun sem virðist vera að fara eða er farin úr bönd- unum. Sú hefð hefur myndast um áramót að strengja þessi heit en því miður verður oft lítið úr verki og margir gefast fljótt upp. Áramótin eru í sjálfum sér ágætis tímamót til breytinga. Ekki er nægilegt að strengja heitin sjálf, því mikilvægt er að eyða töluverðum tíma í að skoða allt í kringum þá hegðun sem við ætlum að breyta; hvað viðheldur henni, hvernig er best að breyta eða með öðrum orðum hugsa forvinnuna að breytingunum mjög vel. Fólk ákveður oft að léttast og kaupir sér árskort í líkamsrækt, fer síðan einu sinni eða tvisvar en eftir það liggur kortið óhreyft uppi á ísskáp og er ekki notað meir; eða sá sem ætlar að hætta að reykja og er mjög ákveðinn og kaupir allra- handa hjálpartæki til þessa, fer svo í eitt partý, reykir og hugsar ekki meira um að hætta það árið. Þú spyrð hvort sálfræðin geti komið að gagni í að gera betur. Engin spurning um að hún getur hjálpað því eitt af því sem margir sálfræðingar gera mikið af er einmitt að hjálpa fólki að breyta hegðun sinni og viðhalda ár- angrinum. Þegar ætlunin er að breyta hegðun eins og að reykja, drekka, borða og eyða, erum við í flestum tilfellum að tala um mjög fastmót- að hegðunarmunstur sem oft hefur verið hluti af lífsstíl einstaklingsins mjög lengi. Við, mannfólkið, erum miklar „vanaverur“ og því eðlilegt að það krefjist töluverðrar vinnu í upp- hafi að breyta hegðunarmynstri sínu. Það sem gerir átakið ennþá erfiðara er að hegð- unarmynstrið hefur náð að tengjast ákveðnum tilfinningum eins og afslöppun, auknu öryggi, losun á spennu o.s.frv. Þessi tenging er stund- um ómeðvituð en samt oft eitthvað sem fólk hefur sagt við sig lengi, eins og „ég þarf á áfengi að halda til að geta skemmt mér og tal- að við hitt kynið“; „ég þarf á nammi að halda á kvöldin eftir erfiðan dag“, „ég slaka á með kaffi og sígó“ o.s.frv. Þar af leiðandi er, eins og áður sagði, um mjög fastmótað hegðunar- mynstur að ræða sem okkur, mannfólkinu, finnst erfitt að breyta. En þegar ákveðið hefur verið að gera átak þá er það fyrsta sem þarf að hafa í huga að setja sér hæfilegt markmið, sem mögulegt er að geti náðst. Að því búnu er mikilvægt að skipta markmiðum niður í undirmarkmið, í hæfilegum þrepum, svo við getum kerfis- bundið reglulega hrósað okkur fyrir árang- urinn. Til að sem bestur árangur náist er betra að gera langtímaáætlun, sem þróar nýtt hegð- unarmynstur og verður þarafleiðandi hluti af lífsstíl viðkomandi, en að velja skammtíma- lausnir. Megrunarkúrar eru dæmi um skamm- tímalausnir sem fólk oft og tíðum velur sér í þeirri von að ná skjótum árangri. Því miður eru skammtímalausnir ekki líklegar til lang- tímaárangurs og þar af leiðandi „springur“ stór hluti fólks á kúrunum og/eða fer í sama farið eftir kúrinn. Heildarlífsstílsbreyting, sem einkennist af að fastmóta nýtt heilsusamlegt og ánægjulegt hegðunarmynstur, er líklegust til árangurs. Stór hluti af vinnunni við að breyta hegðun er ekki breytingin sjálf heldur aðferðir og tækni til að viðhalda breytingunni til lengri tíma. Margir kannast við setningu sem hljóm- ar eitthvað á þessa leið: „Gefðu manni fisk og hann á mat út daginn, kenndu honum að veiða og hann á í matinn það sem eftir er af lífinu.“ Sú tækni, sem margir sálfræðingar hafa til- einkað sér, er að kenna fólki að nota svokallaða bakslagsvörn (relapse prevention). Þessi að- ferð byggist á því að kenna fólki ákveðna tækni sem það getur síðan nýtt sér til að við- halda árangrinum. Upphaflega var þessi að- ferð þróuð í tengslum við vímuefni. Hún hefur síðan reynst árangursrík við að breyta flestum tegundum neikvæðrar hegðunar (t.d. vímuefn- anotkun, matarvenjum, hreyfingu, stjórn á fjármálum, kynferðishegðun og öllum gerðum fíknar). Hún byggist að hluta til á því sem ég hef nefnt hér að ofan auk þess sem ákveðin tækni er þróuð, mjög kerfisbundið, til að læra að þekkja hvenær, hvar og hvernig ein- staklingur er líklegur til að misstíga sig og lenda aftur í gamla hegðunarmynstrinu. Síðan er einstaklingnum kennd tækni til að þekkja þessar aðstæður og nýta sér aðferðir til að forðast bakslag. Ef bakslag skyldi verða er mikilvægt að einstaklingurinn noti þessa tækni til að ná sér strax upp úr bakslaginu og læri af því, í stað þess að það þróist í fastmótað „fall“ (sama gamla hegðunarmynstrið) og allt fari í sama farið og áður, eins og verður oft um áramótaheitin. Gangi þér vel með áramótaátakið. Áramótaheit eftir Björn Harðarson Hæfilegt markmið sem möguleiki er að geti náðst. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.