Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 32
MINNINGAR
32 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín Helga-dóttir fæddist á
Eskifirði 4. nóvem-
ber 1920. Hún lést á
fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað
28. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Helgi
Ólason verkamaður
og Oddný Þóra
Magnúsdóttir hús-
móðir. Kristín ólst
upp hjá móðurbróð-
ur sínum Þórði
Magnússyni og konu
hans Sólveigu Sig-
björnsdóttur frá þriggja ára
aldri en þau bjuggu á Einars-
stöðum í Stöðvarfirði. Kristín
var ein sjö systkina en átti auk
þeirra átta fóstursystkin.
Kristín giftist
Björgólfi Sveins-
syni verkstjóra (f.
1913, d. 1967) 6.
ágúst 1945. Hann
var sonur hjónanna
Sveins Björgólfs-
sonar útvegsbónda
á Bæjarstöðum í
Stöðvarfirði og
Láru Svanhvítar
Sigríðar Péturs-
dóttur húsfreyju.
Kristín og Björgólf-
ur eignuðust þrjár
dætur: Svanhvíti (f.
18.3. 1946), Kol-
brúnu (f. 18.3. 1952) og Berg-
lindi (f. 8.1. 1961).
Útför Kristínar verður gerð
frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Elsku amma í Ártúni, við verðum
að skilja í bili. Ég vildi óska að þú
hefðir fengið lengri tíma hérna hjá
okkur en þó veit ég að þú kveður
sátt. Fyrir stuttu töluðum við um
afa og ég tók eftir því að í stað þess
að tala um afa með söknuði, talaðir
þú með tilhlökkun í röddinni um að
stutt væri í að þið mynduð hittast.
Það var eins og þú vissir að þinn
tími væri kominn. Því gleðst ég yfir
því að bið þinni sé lokið.
Hvernig er hægt að gráta þegar
bros fylgir sérhverri hugsun um
þig. Stína systir sagði mér að síð-
ustu dagana sem þú lifðir hefðir þú
sagt kærastanum hennar oftar en
einu sinni að hann skyldi passa sig
ef hann reyndist henni ekki vel. Við
hlógum að tilhugsuninni, ég og
Stína, að þú þyrftir að elta hann á
göngugrindinni þinni, kallandi: „Ég
skal ná þér þótt síðar verði.“
Síðustu daga hef ég talað við
marga um minningar þeirra um þig.
Minningar þeirra eru mínar minn-
ingar í þeim skilningi að svo margt
sem þú gafst mér gafst þú öllum
sem kynntust þér. Ég man eftir þér
heima í Ártúni við litlu Rafha-elda-
vélina að steikja kleinur á meðan ég
og vinir mínir sátum við eldhús-
borðið og borðuðum kleinurnar
heitar úr stóru vaskafati. Kleinun-
um skoluðum við niður með kaldri
mjólk ásamt vel völdum orðum um
rétt og rangt. Lífssýn mín og þeirra
sem stóðu þér næst mótaðist af því
sem þú stóðst fyrir. Virðing fyrir
náunganum og náttúrunni var þar
ofarlega á baugi en þú hvattir okkur
einnig til að vera vinnusöm, en
kannski umfram allt heiðarleg. Án
orða kenndir þú okkur öllum að var-
ast sjálfsvorkunn þegar illa gengur.
Ég veit að líf þitt var erfitt;
kannski erfiðara en nokkurt okkar
getur gert sér í hugarlund. En þú
varst elskuð af öllum sem þekktu
þig og þegar minn tími kemur vona
ég að það verði einnig mín graf-
skrift.
Þangað til næst, amma litla,
Svavar, Björgólfur og Kristín.
Elsku amma Stína. Okkur þótti
afar leiðinlegt að heyra að þú værir
farin frá okkur og við trúðum því
ekki í fyrstu.
Okkur fannst líka leiðinlegt að fá
ekki að sjá þig í langan tíma og svo
sjá þig ekkert meir.
Og hann Runólfur kynntist þér
varla en honum þótti líka vænt um
þig eins og mér.
Mig langar að þakka fyrir allar
góðu gjafirnar sem þú gafst okkur
bræðrunum, þær voru aldrei van-
metnar.
Og allar vísurnar sem þú kenndir
mér og við munum kenna Runólfi
þegar hann getur lært þær.
Mér fannst líka alltaf notalegt að
koma inn þegar ég var búinn að
vera á fullu að leika mér úti þá
varstu stundum tilbúin með pönnu-
kökurnar góðu sem þú bjóst svo oft
til.
Svo eru það ekki ófáir hlýir vett-
lingar og ullarsokkar sem þú hefur
gefið okkur, þeir hafa ekki verið og
verða ekki lítið notaðir.
Og núna þegar maður kemur inn
í Ártún finnst okkur vera tómlegt
og eitthvað vanta og maður veit
náttúrulega strax hvað það er og ég
og hin brotnuðum alveg niður innst
inni og þegar ég fór að sofa þá fann
ég svona ,,ömmulykt“ af rúmfötun-
um.
Mér fannst líka vanta að núna
þegar maður kemur inn í Stöðv-
arfjörð og inn í Ártún kemur engin
með opið fangið að taka á móti
manni, það hefur alltaf verið svo-
leiðis.
Við söknum þín, amma.
Óðinn Kári Karlsson,
Runólfur Þórbergur
Hrafn Hafþórsson.
Elsku amma. Einu sinni varstu
hjá mér og ég man það enn þegar
ég var svo lítill og við undum okkur
svo vel saman. En svo varð ég
stærri og stækka enn, en nú ert þú
farin og ég sakna þín. Ég mun
minnast þín um ókomna framtíð.
Guðbrandur Magnússon.
Elsku Stína. Mér brá þegar
Berglind sagði mér látið þitt. En
þegar ég hugsa um hvað þú varst
búin að hafa fyrir lífinu undanfarin
mörg ár er ég ekki hissa þótt árin
yrðu ekki fleiri hér. En þótt þú vær-
ir oft sárþjáð gastu alltaf slegið á
létta strengi.
Ég á þér skuld að gjalda, þar sem
þú tókst töluverðan þátt í uppeldi
mínu.
Þegar ég var smástelpa elti ég
þig eins og hvolpur og þú rakst mig
aldrei frá þér. Eitt var það, sem ég
aldrei mátti gera, og það var að
koma við hárið á þér. Það var alltaf
upprúllað og vel greitt, en þú þóttir
hafa óvenjufallegt hár.
Ekki man ég hvað ég var gömul
þegar ég spurði þig af hverju þú
kallaðir pabba alltaf frænda, en
mömmu mömmu. Þá sagðir þú að
það væri vegna þess að þau ættu
þig ekki alveg. Þá varð ég leið, því
ég hélt við værum systur, en þú
varst systurdóttir pabba.
Bína var ári eldri en þú. Þið vor-
uð óaðskiljanlegar. Allt það sama
gekk yfir ykkur báðar heima, og
nöfnin ykkar alltaf nefnd saman af
öllum, Bína og Stína.
Foreldrum mínum þótti ekki síð-
ur vænt um þig en okkur hin. Sögðu
aldrei styggðaryrði við þig, enda
launaðir þú þeim uppeldið með góð-
vilja og hjálpsemi.
Eitt var það sem einkenndi þig
sérstaklega og það var hvað þú
varst barngóð.
Að lokum votta ég börnum þínum
samúð mína og óska þér velfarnaðar
í framandi heimkynnum.
Borghildur.
KRISTÍN
HELGADÓTTIR
✝ Gunnar MagnúsDavíðsson fædd-
ist í Efra-Skálateigi
23. júlí 1923. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 27. desem-
ber síðastliðinn.
Gunnar er sonur
hjónanna Davíðs Her-
mannssonar, f. 30.8.
1885, d. 9.10. 1963, og
Ragnhildar Petru
Jónsdóttir frá Rann-
veigarstöðum, f. 8.8.
1892, d. 28.12. 1929.
Gunnar ólst fyrst
upp með foreldrum en eftir lát
móður sinnar fór hann, 6 ára gam-
all, að Neðra-Skálateigi sem fóst-
urbarn hjónanna þar, Guðrúnar
Benjamínsdóttur og Magnúsar
Guðmundssonar. Systkini Gunnars
eru: Hermann, f. 18.5. 1912, d. 9.1.
1991, Jón, f. 7.12. 1915, Valgeir, f.
17.11. 1917, d. 25.6. 1971, Sigríður,
f. 5.3. 1920, Sveinn, f. 7.7. 1925, d.
20.12. 1974, Soffía, f. 9.12. 1926, d.
30.10. 1986, og Lúðvík, f. 20.3.
1929.
Gunnar kvæntist 28.10. 1946
Nikulínu Halldórsdóttur frá Heið-
arbýli í Norðfirði, f. 9.12. 1926.
Börn Gunnars og Nikulínu eru: 1)
Lilja Dóra, f. 22.5. 1948, gift Ingi-
bergi Elíassyni, f.
6.11. 1943. Barn
þeirra; Katrín, f.
1987. 2) Rúnar Már,
f. 16.3. 1957, sam-
býliskona Aldís Stef-
ánsdóttir, f. 30.5.
1963. Börn hans frá
fyrri sambúð; Hulda
Rún, f. 1988 og Gunn-
ar Yngvi, f. 1990. 3)
Víglundur Jón, f.
29.12. 1959, kvæntur
Jónu Björgu Óskars-
dóttur, f. 25.10. 1959.
Börn þeirra; Díana
Dögg, f. 1980, og
Óskar Ingi, f. 1982. 4) Dagný
Petra, f. 23.12. 1961, sambýlismað-
ur Magni Björn Sveinsson, f. 6.2.
1959. Börn þeirra; Ragna Nikulína,
f. 1981, og Gullveig Ösp, f. 1989. 5)
Gunnur Björk, f. 17.8. 1969.
Gunnar var í Héraðsskólanum á
Eiðum 1941–1943. Var til sjós til
1947 er hann hóf störf sem bif-
reiðastjóri sem hann stundaði óslit-
ið til 1980, við verslunarrekstur til
1991, rak fyrirtækið Plastbönd frá
1992 til 1998, samhliða vann hann
hjá Viggó hf., síðar Eimskip til jan-
úar 2002.
Útför Gunnars verður gerð frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Tengdafaðir minn Gunnar Davíðs-
son er látinn 79 ára að aldri eftir
stutta sjúkdómslegu. Fram til þessa
hafði honum ekki orðið misdægurt
það best ég veit.
Gunnar missti móður sína sex ára
gamall, heimilið leystist upp og faðir
hans treysti vinafólki sínu Magnúsi
og Guðrúnu í Skálateigi í Norðfjarð-
arsveit til að taka drenginn að sér og
ala hann upp. Gunnar var fáorður
maður en ég heyrði hann fara hlýjum
orðum um fósturforeldra sína.
Mér er ekki nógu kunnugt um lífs-
hlaup Gunnars en veit þó að hann var
sjálfs síns herra nánast alla sína
starfsævi. Framan af eða frá árinu
1947 var Gunnar atvinnubifreiða-
stjóri og rak hann bæði eigin vöru-
bifreið og leigubifreið. Annálað var
hve Gunnar sinnti atvinnutækjum
sínum vel með reglubundnu viðhaldi
og snyrtilegri umgengni. Það var
honum metnaðarmál að eiga bestu
ökutæki sem buðust á hverjum tíma.
Til marks um þetta er að hann kom
með fyrstu dísilknúnu vörubifreiðina í
byggðarlagið, þetta var nýr Volvo ár-
gerð 1961. Gunnar var með vörubif-
reiðar fram á árið 1980 en þá hafði
hann og eiginkona hans rekið mat-
vöruverslunina Melabúðina í Nes-
kaupstað um þriggja ára skeið. Versl-
unina stofnuðu þau árið 1977 og ráku
hana við góðan orðstír þar til þau
seldu hana árið 1991.
Ekki vildi Gunnar setjast í helgan
stein enda starfsþrekið óbugað.
Ásamt sonum sínum Rúnari og Víg-
lundi stofnað hann fyrirtækið Plast-
bönd sem framleiddi plastborða til
umbúða, seldu þeir fyrirtækið úr
bænum árið 1998. Nú var komið að
því að hinn sjálfstæði maður færi í
vinnu hjá öðrum. Starfskraftana
helgaði hann vettvangi sem hann
þekkti vel frá fyrri tíð, á afgreiðslu
vöruflutningafyrirtækisins Viggós hf.
sem flutti varning á milli Reykjavíkur
og Neskaupstaðar um lengstu akst-
ursleið landsins. Eftir að Eimskipa-
félagið tók yfir flutningana vann
Gunnar á vöruafgreiðslu þeirra fram í
janúar sl.
Þrátt fyrir ósérhlífni til vinnu átti
Gunnar sér ýmis áhugamál. Þau hjón-
in áttu sumarbústað „inni í sveit“ þar
sem þau undu flestar sínar frístundir
og stundaði Gunnar þar trjárækt með
góðum árangri. Þá fóru þau víða inn-
anlands hin seinni ár og lagði Gunnar
sérlega eftir sér að þekkja vel til stað-
hátta hvar sem hann kom. Gunnar
tók þátt í félagslífi í heimabæ sínum
bæði í skógræktarfélaginu og svo var
hann Lionsmaður um áratugaskeið.
Þetta ágrip sem hér gefur að lesa
er í mínum huga dæmigert fyrir þá
menn sem viðhalda byggðum lands-
ins og eiga þökk og virðingu okkar
sem starfa þeirra njótum. Ég vil sjálf-
ur þakka Gunnari fyrir vinarþel og
allar góðu stundirnar sem við áttum
heima og heiman og hollráð við
marga praktíska hluti. Línu tengda-
móður minni votta ég samúð og óska
þess að almættið gefi henni styrk við
missi síns góða maka.
Ingibergur Elíasson.
Nú er komið að því að kveðja
Gunnar mág minn og vin okkar sem
nú er látinn eftir skyndileg veikindi.
Þrátt fyrir háan aldur kom þetta okk-
ur í opna skjöldu því Gunnari hafði
vart orðið misdægurt svo lengi sem
ég minnist. Hann var lipur og liðtæk-
ur til hinstu stundar og gekk til vinnu
fram á síðasta ár. Heldur hef ég aldr-
ei séð hann bregða skapi, svo mikið
var hans jafnlyndi og ljúfmennska.
Gunnar var fyrst og fremst heima-
kær fjölskyldumaður. Hann og Lína
systir mín voru samhent hjón, eign-
uðust fimm mannvænleg börn og
stóðu þétt um þau. Síðan hefur bæst
við fjöldi barnabarna og allt er þetta
mannkostafólk. Þau hjónin höfðu
mikið yndi af alls kyns ræktun og
komu sér upp sumarbústað í gróður-
sælum reit þar sem þau dvöldu tíðum
og sinntu áhugamálum sínum. Oft
hefur þar verið gestkvæmt þegar fjöl-
skyldan og vinir hittast á góðviðris-
dögum og helgum.
Hann var góður félagi og vinur og
jafnan reiðubúinn að aðstoða þegar
þörf var á. Hann hafði t.d. daglega
gætur á húseign okkar í Neskaupstað
sem einkum er ætluð til sumarnota og
er það eitt af mörgu sem við viljum
þakka honum nú en þar á hún systir
mín vissulega einnig hlut að máli. Það
er svo ótal margt að þakka þegar
maður lítur til baka og minnist þess
hve gott var að koma til þeirra hjóna
og njóta gestrisni þeirra og hlýju og
alls kyns góðs atlætis. Síðast í vor
þegar ég dvaldist þar eystra um hríð,
var þess m.a. ætíð gætt að mig vant-
aði ekki við matarborðið hjá þeim.
Elsku Lína systir, Lilja Dóra, Rún-
ar, Víglundur, Dagný og Gunnur. Við
vitum að mikill missir og eftirsjá er að
slíkum manni sem Gunnar var og
sendum við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Víglundur og fjölskylda.
Kæri afi, við eigum öll eftir að
sakna þín. Ég mun geyma í huga mín-
um góðar minningar af skemmtileg-
um samverustundum okkar í Birki-
hvammi, sumarbústaðnum ykkar
ömmu, og gönguferðum í Seldal. Ég
minnist veiðiferðanna sem þú hafðir
svo gaman af þegar við fórum saman
á sjó með pabba á Emily og ég reyndi
að fiska meir en þú en tókst ekki.
Það verður virkilega tómlegt að
hafa þig ekki í fermingunni minni í
vor en þú verður þar samt í hjarta
mínu.
Elsku afi, takk fyrir alla snún-
ingana með mig og allt annað. Megir
þú hvíla í friði. Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku amma, og aðrir, megi guð
veita okkur öllum styrk.
Gullveig Ösp Magnadóttir.
Elsku afi minn, mér brá svo þegar
mér var sagt að þú værir á sjúkrahús-
inu. Þú sem alltaf varst svo hress og
aldrei lasinn. Ég kom austur daginn
áður og átti alveg eftir að heimsækja
ykkur ömmu. Það hvarflaði ekki að
mér að þú mundir verða veikur svona
snöggt. Það var ekki fyrr en fyrir
nokkrum árum að ég vissi að þú værir
eldri en amma þú varst bara svo ung-
legur og alltaf að.
Ég man eftir því þegar þið amma
áttuð Melabúðina, það var alltaf svo
gaman að koma og versla. Þið laum-
uðuð alltaf að mér og Óskari smá
nammi, en mamma mátti ekki sjá.
Ég man líka eftir því þegar ég og
Lína vorum litlar, þá kepptumst við
alltaf við að vera fyrri til að stökkva í
fangið á þér um leið og þú komst inn
úr dyrunum. Rifumst svo um það
hvor okkar hefði knúsað þig lengur,
endalaus metingur, en þú hlóst bara
og knúsaðir okkur jafnlengi.
Þegar ég var 5 ára og nýflutt til
Neskaupstaðar bjuggum við í kjall-
aranum hjá ykkur í u.þ.b. ár. Þá var
ég vön að hlaupa upp til ykkar og fela
mig undir skrifborðinu þínu, í hvert
skipti sem ég var skömmuð og allt var
ómögulegt. Þá hugguðuð þið mig og
gáfuð mér kex og þá var allt orðið
gott aftur.
Svo var það líka voða sport að fá að
fara á snjósleða með þér þegar við
vorum inni í sumarbústað á veturna.
Þið amma gerðuð líka alltaf svo mikið
saman, unnuð saman í garðinum og
gróðurhúsinu og okkur þótti alltaf svo
gaman að koma í heimsókn til ykkar,
hvort sem það var inni í sumarbústað
eða heima, alltaf tókuð þið vel á móti
okkur.
Elsku afi minn, ég sakna þín.
Hversu góður og rólegur þú varst
alltaf.
Guð veri með þér að eilífu.
Þín sonardóttir
Díana Dögg Víglundsdóttir.
GUNNAR MAGNÚS
DAVÍÐSSON