Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR reiknar með að þriðja hvert lán til íbúðakaupa sem afgreitt verður á þessu ári verði svokallað viðbótarlán, en það þýðir að sjóðurinn lánar 90% kaupverðsins. Í fyrra voru afgreidd 2.592 viðbótarlán að fjár- hæð 4.836 milljónir króna. Það er fjölgun um 48%, en árið 2001 voru afgreidd 1.747 lán. Fjárhæð viðbótarlána hefur hins vegar hækk- að um 65% þar sem heildarfjárhæð viðbótar- lána árið áður var 2.929 milljónir króna. Almennt er miðað við að þeir sem taka hús- bréfalán fái að hámarki 65–70% kaupverðsins lánuð. Kaupendur verða sjálfir að fjármagna þau 30–35% sem upp á vantar. Þeir sem ekki getað fjármagnað þessi 30–35% geta sótt um viðbótarlán. Ein ástæðan fyrir aukinni ásókn í viðbótar- lán er sú að viðmiðunarmörk viðbótalrána voru rýmkuð fyrir einu ári. Tekjumörk miðast við mennu lánin miðast við. Þetta er gjarnan fólk sem er að koma úr langskólanámi, en þessi hópur féll gjarnan á milli kerfa hér áður fyrr. Hann komst ekki inn í félagslega kerfið, en gat ekki keypt vegna þess að hann uppfyllti ekki kröfur um 30% eigin fjármögnun,“ sagði Hall- ur Magnússon, sérfræðingur hjá Íbúðalána- sjóði. Á síðasta ári afgreiddi sjóðurinn 10.039 um- sóknir um húsbréfalán og 2.592 umsóknir um viðbótarlán. Hallur sagði að Íbúðalánasjóður reiknaði með að á þessu ári fengi um þriðj- ungur þeirra, sem fá húsbréfalán, jafnframt viðbótarlán. Það þýðir að sjóðurinn lánar þess- um hóp 90% kaupverðsins. Þegar íbúð með áhvílandi viðbótarláni er seld þarf annaðhvort að greiða lánið upp eða kaupandi að uppfylla öll skilyrði fyrir veitingu viðbótarláns. meðaltekjur síðustu þriggja ára samkvæmt skattframtali, þ.e. heildartekjur umsækjenda, maka hans og barna sem eru 20 ára og eldri og búa á heimilinu. Meðaltekjur mega nema allt að 2.213.000 krónur fyrir hvern fullorðinn ein- stakling á heimilinu og 370.000 krónur fyrir hvert barn innan tvítugs. Viðmiðunartekjur hjóna og fólks í sambúð eru 3.099.000. Eignamörk miðast við heildareign að frá- dregnum heildarskuldum samkvæmt síðasta skattframtali. Eignamörk við veitingu viðbót- arlána eru 2.390.000 krónur vegna ársins 2002. Eignamörkin eru endurskoðuð árlega. Mikið um ungt fólk „Við sjáum það á aldursdreifingu lántak- enda að þessi viðbótarlán eru farin að virka eins og upphafslán fyrir ungt fólk sem hefur ekki þessi 30% í eigin fjármögnun sem al- Mikil eftirspurn eftir viðbótarlánum hjá Íbúðalánasjóði Þriðjungur fær 90% lán STRENGJAKVARTETTINN Pacifica, sem fiðluleikarinn Sigurbjörn Bernharðsson leikur með, er nefndur þegar tónlistar- gagnrýnendur New York Times líta yfir tíu einstaka viðburði á síðasta ári. Blaðið nefnir meðal annars lát banda- ríska tónskáldsins Ralphs Shapeys og for- föll tenórsins Lucianos Pavarottis, sem ekki fór með hlutverk sitt í Tosca í upp- færslu Metropolitan-óperunnar í New York í maí. Á jákvæðari nótum er þó um- fjöllun blaðsins um tónleika Pacifica- kvartettsins. Að sögn blaðsins var flutn- ingur hans á strengjakvartettum Elliotts Carters í Miller-leikhúsinu í New York sannkölluð „uppljómun“, enda hressandi líkt og fjöldi annarra ævintýralegra út- færslna á nútímatónlist í leikhúsinu á þessu tónlistarári. Einstaklega ánægjulegt Morgunblaðið náði tali af Sigurbirni þar sem hann var staddur við æfingar í Los Angeles með kvartettinum, en hann heldur tvenna tónleika þar í borg í kvöld. „Það er mikill heiður að þessu,“ sagði hann, „og gaman að þetta skyldi gerast. Vinur okkar sem hafði séð greinina í blaðinu hringdi í okkur og lét okkur vita og þetta kom okk- ur skemmtilega á óvart. Eins og með öll yf- irlit, byggist þetta fyrst og fremst á smekk viðkomandi blaðamanns. Engu að síður er þetta auðvitað mikil og jákvæð auglýsing fyrir okkur og einstaklega ánægjulegt í alla staði.“ Fleiri viðurkenningar eru á döfinni hjá Pacifica-kvartettinum. Má þar nefna að um miðjan þennan mánuð tekur hann við The Cleveland Quartet-verðlaununum í New York, sem veitt eru bandarískum kvartett sem þykir hafa skarað fram úr. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Einnig stendur til að Pacifica hljóðriti alla kvartetta Mendelssohns til útgáfu á þremur geisladiskum. Tónlistargagnrýnendur New York Times Tónleikar Pacifica einn helsti viðburð- ur síðasta árs „ÞETTA er mjög hentugur vinnufatnaður,“ segir Haraldur Ásmunds- son vinnuvélastjóri, sem klæðist stuttbuxum nú í janúarbyrjun við vinnu sína, en hann vinnur við að búa til varnargarð við Stokkseyri. Haraldur segir að starfið hafi hafist um miðjan desember og áætluð verklok séu í apríl. „Þetta hefur gengið ágætlega og það er mjög þægilegt að vera léttklæddur,“ segir hann. Vinnutíminn er frá um klukkan átta á morgnana til sjö á kvöldin en frí um helgar. „Þetta er alveg nóg svona í skammdeginu,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/RAX Á stuttbuxum í stórgrýti við Stokkseyri VITNESKJAN um hollustu hreyfingar dugir ekki til að fólk drífi sig af stað og byrji að stunda líkamsrækt. Þetta eru niðurstöður íslenskrar rannsóknar Svandísar J. Sigurðardóttur og Þórarins Sveinssonar, dósenta við sjúkra- þjálfunarskor, sem kynnt var á Vísindaráðstefnu Háskóla Íslands í gær. Segir í ágripi um rannsóknina að markmið hennar hafi verið að kanna hversu meðvitaðir Íslend- ingar væru um heilsubætandi áhrif hreyfingar og kanna hvaðan vitneskja þeirra kemur og hvort hún skili sér í aukinni hreyfingu fólks. 1.650 Íslendingum úr þjóðskrá, á aldrinum 20–80, var sendur spurningalisti árin 1997 og 2000. Svörun var 51% árið 1997 og 49% árið 2000. Af þeim sem svöruðu árið 2000 höfðu 1,6% aldrei orðið vör við hvatningu til almennings til að hreyfa sig. Langflestir, eða 95% svarenda, höfðu í fjölmiðlum orðið varir við hvatningu til að hreyfa sig, 17% á vinnustað, 4% hjá vinum og vandamönnum og 2% hjá heilbrigðisstarfsfólki. 26% svarenda kyrrsetufólk Rúmur fjórðungur, eða 26% svarenda, var kyrrsetufólk eða stundaði aðeins hæga og rólega hreyfingu og það sjaldnar en fjór- um sinnum í viku. Þá höfðu 23% ekki áhuga á að stunda almenn- ingsíþróttir. Þrátt fyrir að fólk verði vart við hvatningu til að stunda hreyfingu sér til heilsubótar séu margir sem ekki verði við þeim tilmælum. Nauðsynlegt sé að rannsaka frek- ar hvers vegna fólk hreyfi sig ekki meira þrátt fyrir að það verði vart við hvatningu til þess. Tæpur fjórðungur hafði ekki áhuga á að stunda íþróttir ÞEIR sem eiga eftir að skila jóla- gjöfunum geta ekki gengið að því vísu að fá fyrir þær fullt verð. Marg- ar verslanir taka einungis við gjöf- unum á útsöluverði nú þegar útsölur eru hafnar og þekkist að verslanir gefi ekki út inneignarnótur og borgi ekki vöruna til baka þannig að við- skiptavinur verður að finna aðra vöru í verslun í skiptum fyrir hina. Víða aðeins hægt að skila gegn útsöluverði  Jólagjafirnar/22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.