Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 39 DANSKENNSLAN hefst að nýju eftir áramótin í ÍR-heimilinu við Skógarsel 12 í Reykjavík. Kennslan er á vegum dansdeildar ÍR (Íþrótta- félags Reykjavíkur). Boðið verður upp á danskennslu fyrir alla aldursflokka og öll getu- stig, frá 3 ára aldri og upp í full- orðna. Skráning og nánari upplýs- ingar eru gefnar í ÍR-heimilinu. Danskennsla hjá ÍR í vetur Íslandsmót barna í skák, og jafnframt undankeppni Norð- urlandamótsins 2003, hefst laug- ardaginn 4. janúar klukkan 13.00 og heldur áfram á sama stað og sama tíma sunnudaginn 5. janúar. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur , Faxafeni 12. Inn- ritun fer fram á skákstað laug- ardaginn 4. janúar frá klukkan 12.30. Tveir efstu keppendur í mótinu vinna sér inn rétt til þátttöku í Norðurlandamótinu sem fram fer í Þórshöfn í Færeyjum dagana 14.– 16. febrúar. Opinn fundur um virkjanafram- kvæmdir Laugardaginn 4. janúar verður haldinn opinn upplýsinga- og baráttufundur um virkj- anaframkvæmdir á hálendi Ís- lands á efri hæð Grand Rokk, Smiðjustíg 6. Á fundinum koma fram Guðbergur Bergsson rithöf- undur og Þorvarður Árnason nátt- úrufræðingur sem flytur erindið Siðfræði og náttúra. Fundurinn hefst klukkan 15.00 og dagskráin stendur yfir til klukkan 17.00. Í DAG Opið hús hjá Dansfélaginu Hvönn í Danshúsinu Kópavogi, HK-húsinu, Digranesi, við Skálaheiði, sunnudag- inn 5. janúar kl. 14:00–17:00. Dans- sýningar, danskennsla, kynning á starfsemi félagsins og innritun á námskeið, allir velkomnir. Öll all- menn kennsla hefst laugardaginn 11. janúar. Innritun stendur fra 5. til 12. janúar i tölvupósti: danshus- id@islandia.is. Á MORGUN Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands byrjar aftur eftir jólafrí þriðjudag- inn 7. janúar og eru allir velkomnir að vera með. Í boði eru mismun- andi hópar. Má þar nefna létta leikfimi, vefjagigtarhópa, bakleik- fimi fyrir karlmenn og vatns- leikfimi. Auk þess er boðið upp á jóganámskeið, sem aðlagað er ein- staklingum með gigt og nýjung sem kallast „Jóga fyrir betra bak“ og er ætlað fólki með bakvandamál. Markmiðið er að bjóða upp á leik- fimi fyrir alla, bæði fólk með gigt og aðra fullorðna sem vilja leikfimi án hamagangs. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags í húsi GÍ í Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfs- bjargarlaug í Hátúni 12. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrif- stofu GÍ, Ármúla 5. Á næstunni verður haldið yoga- námskeið undir heitinu „æsku- brunnurinn. “Á námskeiðinu verður farið yfir nokkrar lykilæfingar yoga og í hverjum tíma verður tek- in fyrir öndun og hugleiðsla. Kennt verður tvisvar sinnum í viku í átta vikur. Fyrsta námskeið hefst 6. janúar kl. 19–20, kennari er Erla Hrund Gísladóttir. Námskeiðið er haldið að Laufásvegi 22. Skráning er á erlahrund@hotmail.com Á NÆSTUNNI ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Búfjáreftirlit Starfskraftur óskast til starfa við búfjáreftirlit í Rangárvallasýslu. Samkvæmt lögum um bú- fjárhald o.fl. nr. 103 frá 15. maí 2002 og reglu- gerð um búfjárhald o.fl. frá 28. okt. 2002. Krafa er gerð um að viðkomandi hafi búfræðimennt- un og starfsreynslu í landbúnaði. Um er að ræða starf á verktakagrunni og þarf umsækj- andi að hafa bifreið til umráða. Umsóknir sendist til Búfjáreftirlitsnefndar Rangárvallasýslu, Berustöðum 2, 851 Hellu. Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2003. Nánari upplýsingar gefur Egill Sigurðsson í síma 487 5068 eða 897 6268. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Sýndu heiminum að þú getir hætt að reykja! Reyklaus að eilífu 2003. Guðjón Bergmann heldur aðeins eitt námskeið dagana 7., 9. og 14. janúar 2003 á Grand Hóteli. Skráning á www.gbergmann.is og í síma 690 1818. Ný Söngnámskeið — kvöldnámskeið hefjast í næstu viku Einsöngur / Samsöngur / Tónfræði Kennsla fer fram tvö kvöld í viku, eftir venju- legan vinnutíma. Getum einnig bætt við nokkrum nemendum í unglingadeild fyrir 14 og 15 ára unglinga. í grunndeild fyrir byrjendur frá 16 ára. í æfingadeild æfinganemar söngkennaraefna (á grunn- og miðstigum). Upplýsingar á skrifstofu skólans Snorrabraut 54, sími 552 7366 kl. 10—17 daglega. Skólastjóri. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 8. janúar kl. 15.00 á eftirfarandi eignum í Bolungarvík: Holtabrún 4, þingl. eig. Guðlaug Bernódusdóttir, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Holtastígur 11, þingl. eig. Ingibjörg Vagnsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Bolungarvíkur. Ljósaland 3, þingl. eig. Helgi Birgisson, gerðargeiðandi Íbúðalána- sjóður. Mávakambur 2, þingl. eig. Byggðastofnun og Vélsmiðjan Mjölnir ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Bolungarvík. Traðarland 8, þingl. eig. Snorri Hildimar Harðarson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Uggi ÍS 404 sk.skr.nr. 1785 þingl. eig. Fjárhaldsfélagið Miðborg ehf., gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf. og Tollstjóraembættið. Völusteinsstræti 30, þingl. eig. Þorgils Gunnarsson, Sigrún Elva Ingvarsdóttir og Bolungarvíkurkaupstaður, gerðarbeiðendur Trygg- ingamiðstöðin hf. og Viðar Konráðsson. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 3. janúar 2003. Jónas Guðmundsson. STYRKIR Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2003 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um breytingu á skipu- lagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð, er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varð- veislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opin- ber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2003. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Nálgast má umsóknareyðublöð í Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upp- lýsingar gefur ritari sjóðstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 569 9600. Reykjavík, 27. desember 2002, Þjóðhátíðarsjóður. Kallað eftir erindum á UT2003 Dagana 28. febrúar og 1. mars stendur mennta- málaráðuneytið fyrir ráðstefnu um upplýsinga- tækni í skólastarfi undir heitinu UT2003, í hús- næði Verkmenntaskólans á Akureyri. Slagorð ráðstefnunnar er „Er ekki tími til kominn?“ og undir það falla setningarnar ...að byggja á reynslunni, ...að allir njóti tækifæranna, ... að taka til hendinni. Þema erinda þurfa að falla undir viðfangsefnin „Reynslan“, „Jafnrétti“ og „Framtíðin“. Öllum erindum er ætlað að horfa fram á veginn og skoða hvernig byggja eigi upplýsingatækni upp markvisst og skilvirkt þannig að hún verði reglulegur og órjúfanlegur hluti af daglegu skólastarfi á öllum skólastigum. Ráðstefnan verður að töluverðu leyti byggð upp á mál- stofum. Frestur til að skila inn tillögum að erindum fyrir ráðstefnuna rennur út 10. janúar nk. Tillögum ber að skila til Gyðu Drafnar Tryggvadóttur á skrifstofu Menntar, Laugavegi 51, í síma 511 2660 eða á netfang gyda@mennt.is . Á sama stað eru veittar nánari upplýsingar. TILKYNNINGAR Bókaveisla Hin rómaða janúar-útsala hjá Gvendi dúllara verður helgina 4.—5. janúar. 50% afsl. af öllum bókum Opið á Klapparstígnum kl. 10-18 og í Kolaportinu kl. 11-17. Munið að mæta tímanlega. Ath. Útsalan verður aðeins þessa helgi. Gvendur dúllari - á nýju ári Klapparstíg 35 og Kolaportinu Sími 511 1925 UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Borgarbraut 2, Stykkishólmi fimmtudaginn 9. janúar 2003 kl. 14.30 á eftirfarandi eignum: Hlíðarvegur 21, Grundarfirði, þingl. eig. Jóhanna Kristín Kristjáns- dóttir og Oddur Magnússon, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hraunprýði, Snæfellsbæ, þingl. eig. Benedikt Sveinbjörnsson, gerð- arbeiðandi Innheimtumaður ríkissjóðs. Sýslumaður Snæfellinga, 3. janúar 2003. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 6003010415 I Rh. kl. 14.00. Sunnudaginn 5. janúar. Dagsferð: Kirkjuferð. Létt 2— 3 klst. gönguferð sem lýkur með viðkomu í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Kirkjan var vígð 1893 og er ein reisulegasta sveitakirkja landsins. Kjörin ferð fyrir fjölskylduna. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1700/1900. Fararstjóri er Gunnar H. Hjálm- arsson. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Trúboðarnir frá YWAM Susi og Paul Childers kenna og deila úr ferðum sínum um heiminn kl. 10:00. Opið öllum. Sameiginleg bænaganga Fíla- delfíu, Krossins og Vegarins frá Hlemmi kl. 15:00. Allir hvattir til að taka þátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.