Morgunblaðið - 04.01.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VELTA og fjöldi kaupsamninga í
fasteignaviðskiptum á höfuðborg-
arsvæðinu jókst um nærri 20% á
síðasta ári frá árinu 2001. Sam-
anburðurinn er byggður á úr-
vinnslu Fasteignamats ríkisins á
þinglýstum kaupsamningum fast-
eigna í Landsskrá fasteigna á höf-
uðborgarsvæðinu.
„Liðið ár var mjög gott ár í fast-
eignaviðskiptum. Þessar tölur
staðfesta það,“ segir Guðrún Árna-
dóttir, formaður Félags fasteigna-
sala.
Heildarupphæð kaupsamninga
rúmir 100 milljarðar
Hún bendir einnig á að fast-
eignamarkaðurinn er þrátt fyrir
þessa aukningu í meira jafnvægi
en t.d. á árunum 1999 og 2000.
„Framboð á eignum hefur verið að
aukast þrátt fyrir þessa miklu sölu.
Ástandið á fasteignamarkaðinum
hefur verið mjög gott,“ segir hún.
Á árinu 2002 var heildarupphæð
kaupsamninga um fasteignir sem
þinglýst var við sýslumannsemb-
ættin á höfuðborgarsvæðinu
100.573 milljónir króna milljónir
króna en var 84.133 milljónir króna
árið 2001. Aukning veltunnar var
því 19,5% milli ára, skv. upplýs-
ingum Fasteignamats ríkisins.
Á árinu 2002 var 7.189 kaup-
samningum um fasteignir þinglýst
en 6.141 kaupsamningi árið 2001.
Aukning milli ára var 1.048 kaup-
samningar eða 17,1%. Meðalupp-
hæð á kaupsamning var 14 millj-
ónir króna árið 2002 en var 13,7
milljónir króna árið 2001.
Bjartsýn á þróunina
á nýju ári
Guðrún segist vera mjög bjart-
sýn á nýbyrjað ár og segir ákveð-
innar bjartsýni gæta í þjóðfélag-
inu. Verð á fasteignum var í
sögulegu hámarki í árslok 2000 og
að sögn Guðrúnar er fasteigna-
verð enn mjög hátt þótt ekki hafi
verið um hækkanir að ræða að
undanförnu.
„Verðið hefur ekki alveg fylgt
byggingarvísitölunni, þannig að
það er raunlækkun á einhverjum
tegundum eigna, sem á þó ekki
við um allar stærðir fasteigna.
Það er ekkert sem bendir til ann-
ars en að þetta verði svipað í ár,“
segir hún.
Fasteignaviðskipti jukust um nærri 20% á höfuðborgarsvæðinu
Meira jafnvægi á mark-
aðinum en áður var
! "#
$%
!
&
'&
(
'
"#
'
)
SUM störf krefjast þess að menn
hangi óhræddir utan á húsum og
öðrum mannvirkjum til einhverra
verka.
Hér er ekki spurt um loft-
hræðslu heldur unnið fumlaust
við gluggaumhirðu eða svo er að
sjá í það minnsta. Enda kannski
ekki ástæða til ótta þegar tryggi-
lega er frá öllu gengið.
Morgunblaðið/Golli
Engin lofthræðsla
HINN 1. janúar 2003 tók gildi ný
reglugerð um vörugjöld bílaleiga
sem telst að mati Samtaka ferða-
þjónustunnar, SAF, viðunandi
lausn í deilu sem uppi hefur verið
síðan fjármálaráðherra breytti
umræddri reglugerð í nóvember
sl.
„Samtök ferðaþjónustunnar
höfðu gert alvarlegar athugasemd-
ir við þá reglugerðarbreytingu
sem þrengdi svo mjög að starfsemi
bílaleigna að ekki var við hana bú-
andi. Með þessari nýju reglugerð
hefur verið tekið tillit til athuga-
semda SAF þannig að áfram er
hægt að veita jafnt ferðamönnum
sem fyrirtækjum eðlilega þjón-
ustu.
Nýmæli er að veitt er heimild til
að flytja bíla úr landi aftur innan 6
mánaða frá skráningu án þess að
greiða upp vörugjöld og er það
áhugaverð tilraun til þess að draga
úr því mikla offramboði notaðra
bifreiða á hverju hausti, sem vald-
ið hefur sívaxandi vandræðum fyr-
ir bæði bílaleigur og bílaumboð,“
segir í frétt frá SAF.
Viðunandi
lending í bíla-
leigumálinu
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir var
valin maður ársins af hlustendum
Rásar tvö, Stefán Karl Stefánsson
leikari var valinn maður ársins á
Bylgjunni og Stöð tvö og vefritið
Deiglan.com valdi Árna Sigfússon,
bæjarstjóra í Reykjanesbæ, mann
ársins.
Ingibjörg Sólrún hafði yfirburði á
Rás tvö og fékk um 1.280 atkvæði en
næstur á eftir henni kom Stefán Karl
Stefánsson leikari með 207 atkvæði.
Í þriðja sæti varð Sigmar Atli Guð-
mundsson, tíu ára drengur sem glímt
hefur við alvarlegan nýrnasjúkdóm.
Stefán Karl var valinn maður árs-
ins á Stöð tvö og Bylgjunni fyrir bar-
áttu sína gegn einelti. Valið fer þann-
ig fram að gerð er könnun á meðal
starfsmanna sem koma að fréttum
og þáttagerð og hafði Stefán nokkra
yfirburði í því.
Árni Sigfússson var einróma val-
inn maður ársins í íslenskum stjórn-
málum af ritstjórn vefritsins Deigl-
an.com, m.a. vegna glæsts sigur
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
auk þess sem vefritið taldi Árna hafa
sýnt það á árinu að hann sé öflugur
talsmaður einstaklingsfrelsis og
mannréttinda.
Hlustendur
Rásar 2 völdu
Ingibjörgu
Sólrúnu
mann ársins
ALLS tilkynntu 150 erlend fiskiskip
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um
afla á síðasta ári sem nam rúmlega
206 þúsund tonnum. Landhelgis-
gæslan hefur eftirlit með veiðum er-
lendra fiskiskipa innan íslensku fisk-
veiðilögsögunnar og er skipunum
yfirleitt gert að hafa um borð fjar-
eftirlitsbúnað sem tilkynnir stað-
setningu þeirra sjálfvirkt um leið og
þau sigla inn í íslenska efnahags-
lögsögu.
Mestan afla veiddu færeysk skip
eða tæplega 106 þúsund tonn en
norsk skip eru í öðru sæti með rúm
56 þúsund tonn. Þá veiddu græn-
lensk skip 42 þúsund tonn, bresk
1.141 tonn og þýsk 522 tonn.
Mest af afla færeysku skipanna
eða um 70 þúsund tonn var kol-
munni en af loðnu veiddu Færeying-
ar tæp 32 þúsund tonn. Þeir eru ekki
búnir með loðnukvóta sinn á vertíð-
inni. Þá var færeyskum skipum
heimilt að veiða 5 þúsund tonn af
botnfiski í íslenskri lögsögu en þau
tilkynntu alls um 4.022 tonna afla.
Norsku skipin veiddu svo til ein-
göngu loðnu eða 56 þúsund tonn en
norskum skipum sem höfðu leyfi til
línuveiða var heimilt að veiða sam-
tals 500 tonn af keilu, löngu og blá-
löngu auk 125 tonna af öðrum teg-
undum. Tilkynntu línuskipin um 399
tonna afla.
Skipum frá Evrópusambandinu
var heimilt að veiða 3 þúsund lestir
og tilkynntu bresk og þýsk skip alls
um 1.663 tonna afla.
Norskum, færeyskum og rúss-
neskum skipum var heimilt að veiða
144 þúsund tonn af síld innan ís-
lenskrar fiskveiðilögsögu í fyrra en
engar tilkynningar um síldarafla
hafa borist Landhelgisgæslunni.
Upplýsingar vegna Schengen
Þá annast Landhelgisgæslan að
beiðni dómsmálaráðuneytisins mót-
töku tilkynninga frá skipum vegna
Schengen upplýsingakerfisins. Er
tekið á móti tilkynningum frá öllum
skipum og bátum sem koma erlendis
frá á leið til Íslands. Á síðasta ári
voru afgreiddar 1.500 tilkynningar
en þær snúast um áhöfn og farþega
og eru upplýsingar sendar Ríkislög-
reglustjóranum.
Í frétt frá Landhelgisgæslunni
segir að mikil vinna hafi farið í að
leiðbeina skipstjórum og fá leiðrétt-
ingar frá þeim eða umboðsmönnum
þeirra. „Í sumum tilfellum eru þess-
ar tilkynningar mjög viðamiklar
enda hafa komið hingað farþegaskip
með yfir 3.000 manns um borð.“
150 erlend skip
veiddu í lögsögu
Íslands í fyrra
VEIRUSÝKING kom upp á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH)
um jólin. Að sögn Guðmundar Þor-
geirssonar, sviðstjóra á lyflækn-
ingasviði, var þetta umgangspest
sem hefur verið í gangi út í sam-
félaginu og virtist vera um mjög
smitandi vírus að ræða. Hann olli
þó ekki alvarlegum veikindum og
gekk fljótt yfir en skapaði ýmis
óþægindi, m.a. tafir á útskrift
sjúklinga.
Guðmundur sagði að nauðsyn-
legt hefði verið að gera sérstakar
ráðstafanir og var m.a. opnaður
sérstakur gangur á sjúkrahúsinu
sem þurfti að manna sérstaklega á
meðan veikin var að ganga yfir.
Náði hún hámarki milli jóla og ný-
árs og fór þá saman við mikið ann-
ríki á sjúkrahúsinu, að sögn Guð-
mundar.
Veirusýking
kom upp á LSH
FÆRRI reyktu hér á landi árið
2002 en nokkurt annað ár frá því að
reglulegar reykingakannanir hóf-
ust árið 1985 og dregið hefur úr
reykingum í öllum aldurshópum á
nýliðnum árum.
Samkvæmt könnunum sem
IBM Business Consulting Services
á Íslandi ehf. (áður Hagvangur og
PricewaterhouseCoopers) hefur
gert fyrir Tóbaksvarnarnefnd
sögðust um 24% landsmanna á
aldrinum 18 til 69 ára hafa reykt
daglega árið 2002, en hlutfallið var
26% árið 2001 og 40% árið 1985.
21% landsmanna á aldrinum 15 til
89 ára sagðist hafa reykt daglega á
nýliðnu ári en hlutfallið var 23%
2001 og 30% 1991. Niðurstöðurnar
fyrir árið 2002 byggjast á þremur
könnunum. Fram kemur að lítill
munur er á reykingum karla og
kvenna, en því lengri sem skóla-
gangan er, þeim mun minna er um
reykingar. Þeir sem starfa við sjáv-
arútveg og iðnað reykja mest, þeir
sem sinna þjónustustörfum reykja
minna og minnst er um reykingar
meðal þeirra sem fást við landbúnað.
Minnst er um reykingar í dreifbýli,
en meira er reykt í þéttbýli á lands-
byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Kannanirnar sýna að tæpur
helmingur fullorðinna Íslendinga
hefur aldrei reykt og rúmur fjórð-
ungur er hættur að reykja.
Dregur úr reykingum
í öllum aldurshópum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
INNLENT