Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 31 NÚ rétt eftir nýárið, hinn 3. og 4. janúar, verður efnt til 11. ráðstefn- unnar um rannsóknir í læknadeild, lyfjafræðideild og tannlæknadeild Háskóla Íslands. Starfsmenn deild- anna þriggja og samstarfsfólk þeirra á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, í heilsugæslunni, í öðr- um háskóladeildum, í lyfja- og líf- tæknifyrirtækjum og á innlendum og ekki síður erlendum vettvangi kynna þar afrakstur mjög fjöl- breyttra rannsókna í líffræði, lyfja- fræði, lífefna- og lífeðlisfræði, erfða- fræði, læknisfræði og tannlæknis- fræði, svo nokkrar megingreinar séu nefndar. Alls eru þetta um 270 verkefni, sem þó er alls ekki tæm- andi úttekt á þeim rannsóknaverk- efnum sem unnið er að í þessum geira háskólastarfsins. Þessar há- skóladeildir teljast ekki stórar eða vel fjármagnaðar á mælikvarða ná- grannalandanna, en samt er þar að finna grósku sem er vel umfram meðallag og oft í hæsta gæðaflokki. Í tvo daga ætla vísindamennirnir að ræða og kynna hver fyrir öðrum þau verkefni sem þeir eru að fást við og nota tækifærið til faglegrar umræðu og treysta samstarfið. Dæmi um það sem fjallað verður um eru sýkingar í mönnum og dýrum, ofát og hjarta- og æðasjúkdómar, lífeðlisfræði- breytingar jöklafara, rannsóknir á bóluefnum og ónæmiskerfinu, heila- sjúkdómar og brjóstakrabbamein, ný íslensk lyfjaform, öldrunarrann- sóknir, erfðafræðirannsóknir á mörgum sjúkdómum, vandamál barna og þungaðra kvenna og vinnu- vernd. Það er úr slíkum jarðvegi sem margar nytsamar hugmyndir spretta, hugmyndir sem þjóðfélagið hefur oftar en ekki beinan og óbein- an fjárhagslegan ávinning af. Þar getur verið um að ræða forvarnar- aðgerðir, sem skila sér í betri heilsu og þar með meiri framleiðni, í betri meðferð og skilningi á sjúkdómum, sem leiðir af sér betri nýtingu fjár- muna og í rannsóknum sem lýkur með markaðssetningu á aðferðum, lyfjum og tækjum, sem þjóðin græð- ir á. Það er brýnt að þjóðin styðji vel við bakið á starfsemi sem gefur af sér arð sem þennan. Svona öflug rannsóknavirkni byggist upp innan vébanda rannsóknaháskóla eins og Háskóla Íslands. Starfsmenn hans, með fjölþættan bakgrunn, tæki og aðstöðu, á traustum reynslugrunni nær hundrað ára háskólastarfs, eru forsenda sóknar innan lands og ut- an. Til vitnis um það er vaxandi samstarf íslenskra og annarra evr- ópskra vísindamanna og sókn í vís- indasjóði Evrópusambandsins. Við eigum marga virta og metn- aðarfulla vísindamenn innan deild- anna þriggja og í hópi hérlends sam- starfsfólks. Góð vísindastarfsemi skapar reisn og verðmæti sem verða í askana látin. Almenningur og stjórnvöld þurfa hér eftir sem hing- að til að styðja vel við uppbyggingu Háskóla Íslands og efla hann sem rannsóknaháskóla. Eftir Reyni Tómas Geirsson „Almenn- ingur og stjórnvöld þurfa hér eft- ir sem hing- að til að styðja vel við uppbyggingu Háskóla Ís- lands og efla hann sem rannsóknaháskóla.“ Höfundur er prófessor og yfirlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands. Um rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda hraðbraut milli tveggja staða. Þegar farið var að skoða málið betur kom í ljós að þeir sem myndu nota hrað- brautina væru 80% karlmenn og 20% konur. Þá var farið í að kanna af hverju þetta væri svona og þá kom í ljós að við hraðbrautina hafði láðst að tengja skóla, leikskóla og aðra þjón- ustu sem konur leita meira til á leið milli þessara staða. Því yrði mun meira af opinberu fé í þessu tilfelli VAXANDI krafa hefur verið und- anfarin ár um að kynja- og jafnrétt- issjónarmið verði notuð í opinberri fjárhagsáætlunargerð. Með því er verið að leiða saman tvo aðskilda málaflokka í stjórnsýslunni, þ.e. fjár- málageirann og jafnréttisgeirann, til að vinna saman. Erlendis hefur þetta verið kallað „gender budgeting“. Víða um heim er slík vinna vel á veg komin svo sem í Ástralíu, Bretlandi og Suð- ur-Afríku. Þegar farið er að skoða notkun á opinberu fé á ofangreindan hátt kem- ur ýmislegt óvænt í ljós. Opinberum fjármunum er oft misjafnlega varið eftir kynferði. Í þessu getur reynst vera dulið misrétti milli kynjanna. Dæmi um þetta er t.d. frá Ástralíu en þar var farið að hugleiða að gera notað í þágu karlmanna. Til að jafna þennan mun voru gerðar breytingar á upphaflegu framkvæmdinni. Málið getur að sjálfsögðu einnig verið þann- ig að mun meira af opinberu fé í ákveðnu máli væri varið í þágu kvenna en karla. En með þessu er hægt að taka meðvitaðri ákvarðanir um notkun og dreifingu á opinberu fé. Sumarið 2001 ákváðu norrænu fjármála- og jafnréttisráðuneytin í norrænu ráðherranefndinni að koma á fót sameiginlegu norrænu fjármála- og jafnréttisverkefni, með það að markmiði að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í norræna fjár- málastefnu. Tilgangur þessa var að koma á fót samstarfi milli ofan- greindra aðila og þróa tæki og aðferð- ir, þannig að kynja- og jafnréttissjón- armið yrðu notuð við opinbera fjárhagsáætlanagerð. Með þessu átti að tryggja að sjónarmiðin yrðu sýni- leg í norrænu velferðarsamfélagi. Frá því í janúar síðastliðnum hefur verið starfandi norrænn vinnuhópur vegna þessa. Í hópnum er einn fulltrúi frá fjármálaráðuneyti og annar frá jafnréttisyfirvöldum í hverju þátt- tökulandi, en þau eru, auk Íslands, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finn- land. Hópur þessi hefur hist reglu- lega, unnið að stefnumótun, viðað að sér upplýsingum og fleira. Nú liggur fyrir skýrsla vegna þessa. Hugmyndin um réttlæti og jafn- rétti á sér djúpar rætur í vitund fólks hér á landi og á Norðurlöndum. Því er viðbúið að næstu árin verði í auknum mæli farið að skoða opinbera fjár- málastjórnun með hliðsjón af kyn- ferði og þannig tryggja betri og sann- gjarnari dreifingu á opinberum fjármunum til hagsbóta fyrir sam- félagið í heild. Eftir Margréti Maríu Sigurðardóttur „Hugmyndin um réttlæti og jafnrétti á sér djúpar rætur í vit- und fólks hér á landi og á Norðurlöndum.“ Höfundur er lögfræðingur Jafnréttisstofu. Kynja- og jafnréttissjónarmið í opinberri fjárhagsáætlunargerð? ÁGÆTI Össur. Mig langar að biðja þig að hug- leiða eftirfarandi hugleiðingar mín- ar, sem hafa vaknað undanfarna daga. Göngum út frá þeirri alþekktu staðreynd að valdsmenn eru tregir til að hverfa af stóli; Davíð ætlar að auka við met sín og Halldór vill meiri völd en ekki minni. Það bendir flest til þess, að jafnvel þótt Framsókn tapi töluverðu fylgi í kosningunum að vori muni þeir núverandi herrar halda áfram meirihlutasamstarfi. Til að koma í veg fyrir það þarf stórsigur Samfylkingarinnar, þvílík- an stórsigur að til undantekninga heyrir í íslenskri stjórnmálasögu. Þú veist jafn vel og allir aðrir, að þú nýt- ur ekki svo mikils kjörfylgis að þér gæti tekist þetta, þótt þú hafir staðið þig með ágætum í starfi þínu fyrir flokkinn og aukið fylgi hans nokkuð. Og hefur þú þó haft meira en áratug til að skapa þér slíkt fylgi, og meira að segja ráðherrastól um tíma. Hitt veistu líka að svilkona þín nýtur nú það mikilla vinsælda, og pólitískar aðstæður eru þannig í landinu ein- mitt núna, að hún gæti jafnvel náð því langþráða takmarki margra jafn- aðarmanna, sem fáa hefur dreymt um að væri mögulegt, að mynda rík- isstjórn félagshyggjuflokka án þátt- töku Framsóknarflokksins. Þess vegna hvet ég þig til að kalla saman á fund alla þingmenn Sam- fylkingarinnar og frambjóðendur, uppstillingarnefnd og fleiri áhrifa- menn, og leggja fram þá tillögu, sem formaður og efsti maður á lista í Reykjavík norður, að fimmti mað- urinn verði útnefndur forsætisráð- herraefni flokksins. Sú tillaga mun áreiðanlega verða samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum. Eftir mundir þú standa sem mikill hugsjónamaður, er tekur hag jafn- aðarmanna og fólksins í landinu fram yfir eigin frama, og hlytir áreiðanlega fyrir vikið virðingarsess í Íslandssögunni. En ef þú ætlar að taka frá sætið fyrir sjálfan þig, þá verður þín minnst fyrir heldur lúa- legan leik, að lokka svilkonu þína á listann til að hjálpa þér við atkvæða- smölun, svo Reykvíkingar tapa borgarstjóra sínum fyrir bragðið – allt til einskis. Gleymdu því ekki, að þær aðstæð- ur sem nú ríkja eru einstakar, og hæpið að skapist aftur á meðan við lifum. Er þetta nokkur spurning? Opið bréf til Össurar Eftir Gunnar Þorstein Halldórsson Höfundur er íslenskufræðingur. „En ef þú ætlar að taka frá sætið fyrir sjálfan þig, þá verður þín minnst fyr- ir heldur lúalegan leik …“ NÚ eru áramót nýliðin. Mörgum vafalaust kærkomin hvíld eftir póli- tískt óróatímabil. Áramótaávarp forsætisráðherra á gamlárskvöld var í léttum tón, þar sem hann minntist bernsku sinnar og hve vel hann stóðst mál afa síns mældur á vegg og síðan mál þjóðarinnar á stærri kvarða. Við getum öll sam- glaðst Davíð sem er sannlega ást- mögur þjóðarinnar og verið svolítið hreykin með honum yfir þessum góðu mælingum. Eftir þessa mildu byrjun fór hann mörgum orðum um traust. Traust er hverjum manni nauðsynlegt og stjórnmálamanni sérstaklega og hefur Davíð notið verðskuldaðs trausts í stórum hópi. Af orðum Davíðs mátti skilja, þótt nærfærin væru, að ekki væru allir þeirrar gæfu aðnjótandi og ekki síst hefðu einstaklingar sem trausts hefðu not- ið misst það skyndilega. Allir hlust- endur vissu að þarna átti hann við tilvonandi pólitískan andstæðing, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, og sannarlega ekki seinna vænna að berja á henni á þessu hátíðarkvöldi þegar þjóðin hugsar til framtíðar eins og einn hugur og eitt hjarta og hlustar andaktug á forsætisráð- herra sinn. Ég ætla ekki að mæra Ingibjörgu Sólrúnu enda mjög mótsnúinn per- sónudýrkun. En í fáum orðum er sannleikurinn þessi eins og hann snýr að mér: Ingibjörg Sólrún sam- einaði vinstrimenn og framsóknar- menn í borginni. Þetta lið tók ekki við sérlega glæsilegu búi af sjálf- stæðismönnum. Rekstur þessa stóra fyrirtækis hefur verið færður til betra horfs og hefur gengið eins og smurð vél. Jafnréttis hefur verið gætt við ráðningar, fyrirtæki borg- arinnar hafa verið gerð sjálfstæðari og rekstur þeirra batnað. Orkufyr- irtækin eru þarna reyndar sérkapí- tuli og eru sem betur fer engir til- burðir til þess að selja þau, ef hlutur borgarinnar í umskiptingnum Landsvirkjun er undanskilinn. Eftir tveggja kjörtímabila setu sem borgarstjóri er Ingibjörg Sól- rún vammlaus manneskja. Enginn af samstarfsmönnum hennar, af báðum kynjum, hefur heldur orðið uppvís að misferli. Góð verkstjórn hennar hefur ekki verið vefengd, þótt flestum sé ljóst að þar hefur ekki verið auðunnið eða vandalaust verkefni. Traust hefur verið ríkjandi tónn í samstarfi þessara annars ólíku hópa og pólitísku við- horfa. En hvað með Davíð? Hefur hann verið jafnheppinn? Hefur traust verið einkennandi í hans liði? Hafa allir af hans nánu fylgdarmönnum staðist mál? Ég vil ljúka þessum vanbúna pistli, sem er skrifaður á nýársdag, rétt áður en ég fer í göngutúr í Heiðmörk til þess að varðveita mis- trausta heilsu mína, með trausts- yfirlýsingu á Össur Skarphéðinsson. Össur virðist hafa heilbrigðara sjálfsmat en algengt er um þá, sem vinna í pólitík og nánast er óþekkt meðal forystumanna. Hann hefur fundið að flokk hans skortir fleiri öfluga leiðtoga til þess að leiða vinstrimenn til þess sigurs, sem gæti verið í sjónmáli. Hann veit að Ingibjörg Sólrún er mörgum þeim kostum búin, sem hann skortir. Hann veit líka að hún nýtur trausts. Ég sem þetta rita er hvergi flokksbundinn og kem hvergi nærri pólitík, en ég er viss um að Össur hefur á réttu að standa. Ingibjörg nýtur trausts. Eftir Jóhannes Eiríksson „Traust hef- ur verið ríkjandi tónn í samstarfi þessara annars ólíku hópa og pólitísku viðhorfa.“ Höfundur er prentari. Hvenær drepur maður ekki mann? Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.