Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NORÐUR-Kóreumenn sögðust í gær vilja viðræður án skilyrða og griðasáttmála við Bandaríkjamenn til að leysa deiluna um kjarnavopna- tilraunir kommúnistastjórnar Kim Jong-ils. Kínverjar hvöttu til þess í ritstjórnargrein í blaðinu China Daily að jafnt Norður-Kóreumenn sem Bandaríkjamenn sýndu „heil- brigða skynsemi“ og gagnrýndu það sem þeir kölluðu hugsunarhátt risa- veldisins í stefnu stjórnvalda í Wash- ington. Bandaríkjamenn ættu að leggja af óbilgirni og hætta að hóta N-Kóreu viðskiptalegum refsingum en koma fram við ríkið á jafnrétt- isgrundvelli. Bandaríkjamenn hafa um 37.000 manna herlið á landamærum Kóreu- ríkjanna. Kínverjar hafa lengi verið bandalagsþjóð N-Kóreumanna og studdu þá með miklu herliði í Kóreu- stríðinu fyrir hálfri öld gegn Banda- ríkjamönnum og Suður-Kóreumönn- um. N-Kóreumenn viðurkenndu fyrir nokkrum vikum að þeir væru að gera tilraun til að smíða kjarn- orkuvopn en þar með hafa þeir brot- ið samning sem gerður var við Bandaríkjamenn árið 1994. Einnig hafa þeir brotið alþjóðasamning sem ríkið á aðild að um bann við út- breiðslu, svonefndan NPT-sáttmála. Bandaríkjamenn segjast ekki reiðu- búnir að eiga beinar viðræður við N-Kóreumenn fyrr en þeir stöðvi umræddar tilraunir. Aðstoðarutanríkisráðherrar Kína og Suður-Kóreu héldu fund á fimmtudag til að bera saman bækur sínar en ekki hefur verið látið uppi hver niðurstaðan varð. Fundur í næstu viku Að sögn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins munu fulltrúar Banda- ríkjanna, Japans og S-Kóreu ræðast við í Washington í næstu viku um leiðir til að leysa deiluna um n-kór- esku kjarnavopnin. Að þeim loknum mun James Kelly, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, fara til fundar við leiðtoga í nokkrum Austur-Asíulöndum, þar á meðal Roh Moo-Hyun, nýkjörinn forseta S-Kóreu sem tekur senn við völdum af flokksbróður sínum, Kim Dae Jung. Kim hefur á síðustu árum reynt að bæta samskiptin við grann- ann í norðri með svonefndri „sól- skinsstefnu“, þ.e. áherslu á friðsam- leg samskipti og viðræður. Stefnan varð fyrir nokkru áfalli í fyrra er í ljós kom að norðanmenn höfðu á laun haldið áfram að reyna að smíða kjarnorkuvopn, þrátt fyrir bætt samskipti. Aðstoðarmaður Roh sagði í gær að forsetinn tilvonandi myndi á næst- unni birta tillögur um málamiðlun þar sem kveðið væri á um tilslakanir af hálfu jafnt N-Kóreu sem Banda- ríkjanna til að draga úr spennu vegna kjarnavopnatilraunanna. Kínverjar saka Banda- ríkjamenn um óbilgirni Hvetja þá og N-Kóreumenn til að sýna „heilbrigða skynsemi“ Washington, Seoul, Peking. AP, AFP. ÍBÚAR á Kyrrahafseyjunni Tikopia, sem tilheyrir Salómonseyjaklasanum, komust líkega allir af er mikill hvirfilbylur gekk yfir hana fyrir viku. Var því haldið fram í áströlsku dagblaði, sem sagði, að fólk- ið hefði borgið lífi sínu með því að leita skjóls í hellum. Fréttamenn dagblaðsins The Australian komust til Tikopia í gær með þyrlu og höfðu eftir íbúunum, sem eru um 1.300 talsins, að þeir hefðu flúið inn í hella á eyjunni er hvirfilbylurinn Zoe fór yfir hana. Var vindhraðinn þá meira en 300 km á klukkustund auk þess sem mikill sjór gekk á land. Eru flest þorp á eynni rústir einar og fyrstu myndir af eyðilegg- ingunni, sem teknar voru úr lofti, ollu því, að óttast var, að flestir hefðu farist. Eyjarskeggjarnir sögðu fréttamönnunum, að þeir hefðu verið varaðir við fárviðrinu og því haft sama háttinn á og foreldrar þeirra og forfeður og leitað skjóls í hellum. Eyjarnar á þessum slóðum eru margar mjög af- skekktar og oft margra daga sigling á milli þeirra. Ekki hafa enn borist áreiðanlegar fréttir af því hvernig íbúum á annarri Salómonseyju, Anuta, reiddi af, og heldur ekki á eyjunni Mota Lava, sem tilheyrir Vanuatu. Vistaskip á leiðinni Yfirvöld á Salómonseyjum hafa lýst yfir neyðar- ástandi á eyjunum en skip með vistir, lyf og annan búnað var ekki væntanlegt til eyjanna, sem urðu verst úti, fyrr en nú um helgina. Ekki er heldur bú- ist við, að yfirvöldin geti veitt mikla aðstoð því að ríkið má heita gjaldþrota og komið upp á náð og miskunn annarra ríkja. Er ástandið svo slæmt, að það dróst nokkuð, að vistaskipið legði úr höfn vegna þess, að ekki voru til peningar fyrir olíu og launum áhafnarinnar. Leituðu skjóls í hellum að fornum sið Íbúar Kyrrahafseyjar- innar Tikopia lifðu af hamfarir hvirfilbylsins Sydney. AFP. ♦ ♦ ♦ TÍMAMÓT urðu í sögu Rolls- Royce-lúxusbílaverksmiðjanna sögufrægu í gær, er hulunni var svipt af fyrsta bílnum sem hann- aður hefur verið frá grunni eftir að BMW-verksmiðjurnar þýzku keyptu framleiðsluréttindin að Rolls-Royce-bílum. Í Goodwood, um 110 km suður af Lundúnum, var í gær blaða- mönnum sýndur hinn nýi Rolls- Royce Phantom, en í Goodwood hefur BMW látið byggja splunku- nýja verksmiðju fyrir sem svarar um níu milljarða króna. Þar verða allir Rolls-Royce-bílar settir sam- an og séð um frágang þeirra eftir óskum hinna vel fjáðu kaupenda, en álboddí og vélar eðalvagnanna eru smíðaðar í heimaverksmiðju BMW í Dingolfing við München í Bæjaralandi. Á bak við gamalkunnugt kantað og risavaxið „grillið“ – með hinni vængjuðu glæsimey sem kölluð hefur verið „Alsæluandinn“ (Spir- it of Ecstasy) og prýtt hefur Rolls- Royce-bíla í yfir 90 ár – vinnur 6,8 lítra tólf strokka vél, sem skilar 460 hestöflum og 720 Newton- metra togi. Þetta afl á að duga til að hraða hinum tveggja og hálfs tonns þunga, 5,83 m langa eð- alvagni úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 5,9 sekúndum. Rolls-Royce-merkið hefur verið í þýzkri eigu frá því árið 1998, þegar Volkswagen-verksmiðj- urnar buðu betur en BMW í Rolls- Royce- og Bentley-verksmiðj- urnar í Crewe á Englandi. Hins vegar keypti BMW framleiðslu- réttinn á Rolls-Royce-bílum af Rolls-Royce-flugvélatæknifyr- irtækinu. VW og BMW sömdu síð- an um að VW héldi afnotarétt- inum að Rolls-Royce-tegundar- merkinu fram til ársloka 2002. Það var því fyrst nú eftir áramótin sem BMW-fyrirtækið gat kynnt fyrsta Rollsinn sem þróaður hefur verið á þess vegum. Almenningi mun gefast tæki- færi til að skoða nýja Rollsinn á al- þjóðlegu bílasýningunni í Detroit, sem hefst á mánudaginn. Tals- menn Rolls-Royce vonast til að geta selt um 1.000 bíla á ári, þar af um 400 í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að verðið fyrir eitt stykki Rolls-Royce Phantom verði í kringum 28 milljónir ísl.kr. Nýi Rolls-Royce Phantom-eðalvagninn er 5,83 m að lengd og 2.485 kg. Afturhurðirnar opnast „öfugt“, þ.e. upp í akstursstefnuna. Hulunni svipt af nýjum Rolls-Royce Reuters Tony Gott, forstjóri Rolls-Royce, kynnir nýja Rollsinn í Goodwood í gær. BRESKA lögreglan kallaði í gær til frænku manns sem hefur síðan á öðrum degi jóla haldið manni í gísl- ingu í Hackney-hverfinu í Austur- London. Var vonast til að konan gæti talið manninn á að gefast upp, en umsátur lögreglunnar um hús hans hefur nú staðið í tíu daga. Um er að ræða eitt lengsta umsát- ur sem um getur í Bretlandi. Fimm- tíu lögreglumenn eru á staðnum og hefur rafmagn m.a. verið tekið af húsinu, sem stendur við Graham Road í Hackney. Lögregla hefur hins vegar séð mönnunum tveimur fyrir mat. Um 16 íbúar nærliggjandi húsa hafa þurft að rýma þau vegna umsát- ursins sem hófst þegar maðurinn, sem er á þrítugsaldri, tók að skjóta á lögreglumenn sem 26. desember sl. reyndu að ráðast til inngöngu í húsið. Þá komast á fimmta tug manna, sem búa í nágrenninu, ekki ferða sinna vegna þess að fólkið er í skotlínu mannsins. Umsátur í A-London Frænka mannsins kölluð til London. AFP. TVEIR hópar bandarískra líf- fræðinga segjast hafa fundið ótvíræð merki um, að ýmsar tegundir dýra og plantna hafi á undanförnum áratugum verið að bregðast við hærra hitastigi með því færa sig til, aðallega norður á bóginn og til svæða, sem liggja hærra en þeirra vanalegu heimkynni. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Vísindamennirnir, sem skýrðu frá rannsóknum sínum á meira en 1.700 tegundum í tíma- ritinu Nature, segja, að þær styðji fyrri spár margra sér- fræðinga. Margar tegundir hafi fært sig norður á bóginn um 6,1 km til jafnaðar á áratug. Þá hafi varptími og koma farfugla færst fram um 2,3 daga á áratug. Vísindamennirnir leggja áherslu á, að ekki séu allir á einu máli um ástæður þess, að hlýn- að hefur í veðri, og þeir taka fram, að breytingar á hegðun einstakra tegunda séu sjaldan mjög afgerandi. Þær séu þó þeim mun greinilegri sem norð- ar dregur og hærra yfir sjó. Ekki fari samt á milli mála, að um breytingar sé að ræða og al- veg ljóst, að þær geti haft alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir einstakar tegundir. Vistkerf- in flýja hærra hitastig LAURENT Gbagbo, forseti Fíla- beinsstrandar, hét því í gær að binda enda á vopnuð átök í landinu og senda heim erlenda málaliða, sem barizt hafa við hlið stjórnarher- manna gegn sveitum uppreisnar- manna undanfarna mánuði. Þessi yf- irlýsing forsetans var mikilsverðasti árangurinn af fundi hans með Dom- inique de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands, í Abidjan, stærstu borg þessarar fyrrverandi frönsku ný- lendu. Talsmenn stærstu hreyfingar uppreisnarmanna sögðust þó strax gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. De Villepin sagði að frönsk stjórn- völd byðu að skipuleggja friðarvið- ræður í París frá miðjum janúar nk. Friður á Fíla- beinsströnd? Abidjan. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.