Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR MÁLEFNI Selfossflugvallar eru í nokkru uppnámi eftir að kaup á landinu undir honum og í kringum hann voru bundin fastmælum og nýir eigendur gera ráð fyrir að skipuleggja íbúðarbyggð á svæð- inu. Skipulagsmál svæðisins í kringum flugvöllinn og næsta ná- grenni hans hafa verið í óformlegri athugun og hefur byggingarfulltrúi Árborgar haft umsjón með henni. Í þeirri athugun hefur verið litið til ýmissa þátta svo sem fyrri ákvarðana í tengslum við svæð- isskipulag í Flóa, hávaða út frá flugvellinum og síðan þess hvernig núverandi staðsetning flugvallarins hefur áhrif á þróun byggðarinnar á Selfossi. Þessi vinna er nú í bið- stöðu eftir að eigendur landsins vestan Eyravegar, suður af Haga- landi, tóku tilboði um kaup Foss- manna ehf. og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á 80 hekturum af landinu. Ekki á lögformlegu skipulagi Selfossflugvöllur er inni á núver- andi svæðisskipulagi í Flóa. Það skipulag var staðfest af sveitar- stjórnum og þáverandi skipulags- stjórn en aldrei af ráðherra og hef- ur þar af leiðandi ekki lögformlegt gildi. Þetta skipulag er því, að sögn byggingafulltrúa Árborgar, aðeins viljayfirlýsing og er þar mögulega komin ein ástæða þess að ríkisvaldið hefur ekki viljað kaupa land undir flugvöllinn þar sem hann hafi ekki stoð í skipulagi. Ein af niðurstöðum hinnar óformlegu athugunar á skipulags- málum flugvallarins var að heppi- legast væri að taka völlinn inn á aðalskipulag Selfoss. Var sú vinna komin á það stig að hefja viðræður við landeigendur um að setja völl- inn inn á það lögformlega skipulag. Um leið var ætlunin að skoða hvaða áhrif völlurinn hefði á íbúða- byggðina á Selfossi í nágrenni við völlinn. Of nálægt fyrirhugaðri byggð Fyrir liggur skýrsla sem Línu- hönnun gerði að beiðni Flugmála- stjórnar í ágúst 2001. Niðurstöður hennar eru að núverandi byggð sé öll í nægjanlegri fjarlægð frá vell- inum miðað við núverandi flug og byggðin sé að langmestu leyti utan við mesta hávaðann þó að æfinga- og kennsluflugi sé bætt við. Hins vegar er fyrirhuguð byggð of nálægt vellinum og er þar átt við svæði sem hugmyndin er að skipuleggja sem byggingasvæði, syðsta hluta Fosslands og Haga- landið. Þá er ljóst af skýrslunni að aukning á flugumferð um völlinn hefur veruleg áhrif. Skýrsluhöfundar segja fyrst eðlilegt að hugsa sér byggð utan við 55 dB mörkin en þau liggja svo dæmi sé tekið með Eyraveginum og niður í hálft Fosslandshverfið en á neðri hluta þess er hljóðstyrk- urinn 56–59 dB. Þessi niðurstaða mun vera meginástæða þess að kaupendur landsins undir flugvell- inum, Fossmenn ehf. og Ræktun- arsamband Flóa og Skeiða, gerðu eigendum tilboð en Fossmenn ehf. hafa skipulagt og byggt upp Foss- landið vestan Eyravegar á Selfossi og Ræktunarsambandið vinnur að deiliskipulagi Hagalandsins undir íbúðarbyggð. Skerðir þróun byggðarinnar Ljóst er að staðsetning flugvall- arins hefur mikil áhrif á þróun byggðarinnar á Selfossi. Hann tek- ur upp svæði undir flugbrautir og áhrifasvæði utan brautanna vegna hávaða. Síðan segir bygginga- fulltrúi Árborgar að aðflug að vell- inum hafi áhrif á þróun íbúða- byggðarinnar því hæpið sé að staðsetja íbúðarbyggð undir að- flugsstefnunni inn á flugbrautirn- ar. Nú liggur aðflugsstefna braut- anna skammt sunnan við núver- andi byggð í Suðurhverfi á Selfossi og aðflug úr suðri er yfir bæina í Sandvíkurtorfunni. Verði völlurinn kyrr er ljóst að byggðin á Selfossi þróast í suður eins og aðalskipulag gerir ráð fyrir en byggingafulltrúi segir nauðsynlegt að bærinn geti einnig þróast niður með Eyravegi, beggja vegna við hann. Það svæði sé auðveldara og léttara að skipu- leggja og koma þar fyrir íbúðar- hverfum, einkum vegna nálægðar við stofnræsi og vegna greiðara gatnakerfis. Flugvöllur þarf alltaf að vera fjarri byggð Selfoss MÉR líst vel á þetta hótel. Hér er á ferðinni krefjandi og skemmtilegt verkefni. Hótelið er byggt af stórhug og metnaði,“ sagði Sigurður Skúli Pálmason sem tók við starfi hótel- stjóra á Hótel Selfossi um áramótin. Sigurður hefur síðastliðin þrjú ár starfað hjá samgönguráðuneytinu. Hann hefur reynslu af hótel- og veit- ingarekstri frá því að vera hótel- stjóri á Hótel Stykkishólmi og sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel Holti. „Ég hef verið í hótel- og veitinga- starfsemi frá 17 ára aldri og þetta er fjórði staðurinn sem ég kem til. Verkefnið hér liggur í því að vinna þessu hóteli öruggan sess rekstrar- lega og markaðslega. Suðurland hef- ur mikla möguleika og ákveðið for- skot á aðra landshluta og svo er hér mikið framboð af þjónustu við ferða- fólk ásamt nálægð við markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Ég sé mikla möguleika í þessu húsi, ekki síst þeg- ar menningarsalurinn kemst í gagn- ið, en hann gefur húsinu aukin tæki- færi,“ sagði Sigurður Skúli. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sigurður Skúli Pálmason hótel- stjóri framan við innganginn að hinu nýja Hótel Selfossi. Nýr hótelstjóri til starfa á Hótel Selfossi Selfoss ÞEGAR komið er með jólagjaf- irnar í verslanir til að skipta nú þegar útsölur eru hafnar eru eng- ar samræmdar reglur hjá versl- unum um skil á vörum. Margar búðir bjóða einungis útsöluverð fyrir þær. Dæmi eru um að ekki sé hægt að fá inneignarnótur og í öðrum verslunum gilda inneign- arnótur ekki á útsölum. Þá eru einnig dæmi um að viskiptavinir fái fullt verð fyrir jólagjafirnar fram á vor. 14 daga skilaréttur Að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur veita verslanir sem hafa tileinkað sér verklagsreglur frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu við- skiptavinum sínum bestu þjón- ustuna hvað skilaréttinn varðar. Viðskiptavinurinn veit þá strax í upphafi hver skilaréttur hans er en samkvæmt verklagsreglunum er skilaréttur 14 dagar frá kaup- um, enda sé kassakvittun eða sam- bærilegri sönnun framvísað. „Ef um jólagjafir er að ræða miðast kaupin við 24. desember en hægt er að fá sérstök gjafmerki því til sönnunar hjá þeim verslunum sem skilareglunum fylgja. Samkvæmt verklagsreglunum skal við skil vöru miða við upprunalegt verð hennar en þó má miða við út- söluverð ef vöru er skilað eftir að útsala hefst og varan var keypt innan 14 daga frá upphafi útsöl- unnar. Skili neytandi vöru eins og að framan greinir á hann þó alltaf rétt á að fá inneignarnótu og skal þá miðað við upprunalegt kaup- verð vörunnar.“ Helstu vandamálin sem Neyt- endasamtökin verða vör við á þess- um árstíma tengjast því að réttur fólks gagnvart seljendum er óljós. „Allt of fáar verslanir hafa tekið upp verklagsreglur um skilarétt og fyrir vikið er réttur neytenda oft lítill þegar mesti jólahasarinn er afstaðinn. Vilja þá seljendur takmarka skilarétt t.d. við þröng tímamörk eða lágt útsöluverð, og kannast ekkert við ljúflega gefin loforð um að það verði "ekkert mál" að skila gjöf eftir jól.“ Að lokum vill Sesselja taka fram að Neytendasamtökin hafa ákveð- ið að gera lista yfir þær verslanir sem tileinkað hafa sér verklags- reglur um skilarétt sem að framan greinir og hvetja Neytenda- samtökin þær verslanir sem verk- lagsreglunum fylgja að láta sam- tökin vita. Hægt að bíða fram yfir útsölu Skífan auglýsti allt að 90% af- slátt af nýjum geisladiskum í gær. Haraldur Jónsson framkvæmda- stjóri verslunarsviðs Norðurljósa segir að ef fólk komi með kassa- kvittun þá fái það verðið sem þar komi fram. Sé það ekki með kassa- kvittun fái það verðið sem er í versluninni þegar komið er með diskinn og það á við um útsöluverð líka. Hann segir að ef fólk sé ósátt við að fá útsöluverð fyrir geisladisk- inn sem það er að skila geti það beðið fram yfir útsölu en henni lýkur 19. janúar. Meðalverð fyrir bækur og geisladiska Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir að fólk skili jólagjöfunum strax eftir jólin. Hann segir að töluvert sé um það að fólk skili bókum og hljóm- diskum. Sé fólk með kassakvittun fyrir bókinni eða diskunum fær það innleggsnótu samkvæmt því verði. Sé það ekki með kassakvitt- un er gefin út innleggsnóta í sam- ræmi við ákveðið meðalverð á vör- unni, sem tekur mið af sölu og þeim afslætti sem veittur var á vörunni í kringum jólin. Hafi var- an t.d. verið keypt á 2.300 kr. get- ur innleggsnótan verið í kringum 1.800 kr. fylgi kassakvittun ekki vörunni sem skilað er. Hann bend- ir á að nú geti fólk keypt hvaða vörur sem er í Hagkaupum fyrir innleggsnótur sem það fær þegar bókum er skilað en áður var sú regla að fólk gat einungis fengið bækur þegar það skilaði bókum. Finnur segist aðspurður ekki hafa orðið var við neina óánægju með þetta fyrirkomulag. „Ég hef ekki heyrt að fólk sé óánægt með það,“ segir hann. Útsöluverðið gildir Nú er útsala hafin í Hagkaupum og vörur seldar með allt að 90% af- slætti. Finnur segir að ef við- skiptavinur sé með kassakvittun þá gildi það verð sem kemur fram á henni. Sé viðskiptavinur ekki með kvittun þá fær hann vöruna á því sem verði sem hún er á í búð- inni þegar komið er með hana. Hann segir að það sé aðallega fatnaður sem sé á útsölu og sá fatnaður hafi því fallið í verði ann- an janúar. Hann bendir hins vegar á að í fyrsta skipti hafi Hagkaup nú verið með opið lengur milli jóla og nýárs til að koma til móts við þá viðskiptavini sem vildu skila áður en útsala hæfist. Engar innleggsnótur Karen Rúnarsdóttir versl- unarstjóri hjá Zöru í Smáralind segir að ef fólk sé með kassakvitt- un þá hafi það 30 daga skilafrest. „Fyrir jólin var settur miði á flíkur sem ætlaðar voru til jólagjafa þar sem kom fram að hægt væri að skila þeim til 31. desember. Ekki eru gefnar út innleggsnótur hjá Zöru svo fram til 31. desember var hægt að fá vörurnar end- urgreiddar og einnig ef við- skiptavinir eru með kassakvitt- anir. Sé fólk að skila vörum núna þeg- ar útsalan er hafin og það hefur ekki kassakvittun þá gildir út- söluverð og fólk þarf að taka aðra flík í staðinn fyrir þá sem skilað er.“ Fullt verð fyrir jólagjafirnar Hjá Dressman hófst útsalan 27. desember. Þar getur fólk skilað jólagjöfum á fullu verði fram á vor ef því er að skipta.og að sögn Grétu Karlsdóttur starfsmanns hjá Dressman getur fólk fengið aðra vöru í staðinn eða fengið innleggs- nótu sem gildir á útsölu og næstu sex mánuðina. Innleggsnótur gilda á útsölu Hjá bison í Kringlunni fengust þær upplýsingar hjá Styrmi Goða- syni að skili fólk vöru nú þegar út- salan er hafin gildi útsöluverðið. Hafi viðskiptavinir hins vegar skil- að vörunni fyrir útsölu og fengið innleggsnótu fyrir fullu verði er þeim frjálst að nota hana á útsöl- unni. Réttur neytenda lítill þegar skila á vörum eftir jólin Jólagjafirnar teknar til baka á útsöluverði Morgunblaðið/Jim Smart Þeir sem ekki eru þegar búnir að skila jólagjöfunum geta ekki gengið að því vísu að fullt verð fáist fyrir þær nú þegar útsölur eru hafnar. Útsölur eru hafnar en enn eiga einhverjir eftir að skila jólagjöfum. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir segir að að mati Neytenda- samtakanna hafi of fáar verslanir tekið upp verklagsreglur um skilarétt. gudbjorg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.