Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhannes Krist-jánsson fæddist í Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði 8. des- ember 1911. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Ísafjarðar 24. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján S. Jóhannesson, f. 14. sept 1880 á Hesti í Önundarfirði, d. 10. okt. 1963, og Helga Guðmunds- dóttir, f. 22. okt. 1874 á Kirkjubóli í Valþjófsdal, d. 17. maí 1918. Voru þau hjón bæði af grónum önfirsk- um ættum. Seinni kona Kristjáns sem gekk Jóhannesi í móður stað var María Steinþórsdóttir. Al- bróðir Jóhannesar var Guðmund- ur M. Kristjánsson, f. 26. sept. 1907, d. 14.maí 1991, og hálfbróð- ir Steinþór B. Kristjánsson, f. 6. desember 1926, d. 19. júní 1959. Jóhannes var í sambúð með Ingibjörgu Jóhannesdóttur, f. 27. des 1913 á Ísafirði. Hún átti fyrir einn son sem Jóhannes gekk í föð- urstað. Hann er: 1) Eiríkur Ás- geirsson, f. 7. nóv. 1933, k. Guðný Þorvaldsdóttir, f. 24. jan. 1929. Þau búa í Reykjavík. Hún átti fyr- ir þrjár dætur: a) Kristjönu Þór- arinsdóttur, f. 1952, m. Sigurður Gunnarsson, f. 1951, búsett á Akranesi og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn, b) Kolbrúnu Þór- dóttur, d) Margrét Kristjánsdótt- ir, f. 1968, býr á Flateyri og e) Hlynur Kristjánsson, f. 1981, bú- settur á Flateyri. 3) Elín S. Jó- hannesdóttir, f. 22. apríl 1942, m. Gísli Þorsteinsson, f. 15. des. 1935, búa á Hvassafelli í Borgarfirði. Þeirra börn eru: a) Þorsteinn Gíslason, f. 1966, k. Anna B. Sig- urðardóttir, f. 1967, búsett í Eyja- fjarðarsveit, þau eiga tvö börn, b) Sigurlaug Gísladóttir, f. 1967, býr í Kópavogi og c) Ingibjörg M Gísladóttir, f. 1969, m. Einar S. Kjartansson, f. 1962, d. 1996, einnig búsett í Kópavogi, hún á tvö börn. 4) Drengur, f. 25. sept. 1945, d. 13. febr. 1946. 5) Helga M. A. Jó- hannesdóttir, f. 2. apríl 1951, m. Arnór G. Jósefsson, f. 7. nóv. 1944, búsett í Reykjavík. Þeirra börn eru: a) Guðrún Ó. Arnórs- dóttir, f. 1979 búsett í Reykjavík, og Þorsteinn Arnórsson, f. 27. nóv. 1981, unnusta hans er Karen Jóhannsdóttir, f. 1984. Þau búa í Reykjavík. Jóhannes og Ingibjörg bjuggu í Ytri-Hjarðardal nánast allan sinn aldur utan örfárra ára er þau bjuggu á Vöðlum í sömu sveit. Þau brugðu búi í kringum 1990 og fluttu til Ísafjarðar. Jóhannes gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var hreppstjóri, átti sæti í hreppsnefnd og sat í stjórnum bæði Búnaðarfélags Mosvallahrepps og Kaupfélags Önfirðinga svo eitthvað sé nefnt. Þá söng hann í kirkjukór Holts- kirkju í mörg ár og var organisti um tíma. Útför Jóhannesar verður gerð frá Holtskirkju í Önundarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. arinsdóttur, f. 1953, býr í Reykjavík og á tvær dætur og c) Báru Þórarinsdóttur, f. 1955, m. Kristján R. Kristjánsson, f. 1953, búa í Reykjavík og eiga fjórar dætur og fimm barnabörn. Saman eiga Eiríkur og Guðný þrjú börn. Þau eru: d) Guðmund- ur Á. Eiríksson, f. 1957, k. Elínborg V. Halldórsdóttir, f. 1956, þau búa í Hafn- arfirði og eiga tvo syni. e) Ingibjörg J. Eiríksdóttir, f. 1962, m. Sigurður Sigurðsson, f. 1961, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjár dætur og f) Anna S. Eiríksdóttir, f. 1969, m. Einar K. Gíslason f. 1964, búa á Akranesi og eiga tvær dætur. Einar átti fyrir þrjú börn. Saman áttu Jó- hannes og Ingibjörg fjögur börn. Þau eru: 2) Kristján, f. 20. sept. 1938, k. Guðrún Jónsdóttir, f. 7. sept 1940. Þau búa á Flateyri og eiga fimm börn: a) Jóhannes Kristjánsson, f. 1961, k. Hulda B. Baldvinsdóttir, f. 1956, búsett í Kópavogi. Þau eiga tvö börn, b) Jón Jens Kristjánsson, f. 1963, k. Kolbrún Guðbrandsdóttir, f. 1963, búa í Ytri-Hjarðardal og eiga tvo syni, c) Steinþór B. Kristjánsson, f 1966, k. Hildur Halldórsdóttir, f. 1965, búa á Flateyri. Þau eiga tvær dætur, fyrir átti Hildur eina Í dag verður til moldar borinn frá Holtskirkju í Önundarfirði Jóhannes Kristjánsson, fyrrum bóndi frá Hjarðardal Ytri í Önundarfirði. Fundum okkar Jóhannesar bar fyrst saman á vordögum 1965, er ég ásamt Elínu dóttur hans kom að Hjarðardal. Þau stóðu á hlaðinu í kvöldsólinni, Inga og Jói, og tóku á móti okkur með mikilli hlýju. Þó fann ég að það gætti nokkurs hiks hjá Jóa gagnvart þessum manni, sem hér tróð sér inn í fjölskylduna sem verð- andi tengdasonur. Um kvöldið var margt spjallað og þar var lagður grunnur að þeirri vináttu sem hélst æ síðan og styrktist við hvern samfund og þó mest er þau Inga dvöldu hjá okkur á Hvassafelli veturinn eftir að þau hættu búskap. Á þennan vinskap hefur aldrei bor- ið neinn minnsta skugga. Jóhannes í Hjarðardal var glæsi- legur maður, mikill að vallarsýn og allt hans fas bar með sér rósemi sem aldrei haggaðist á hverju sem gekk. Aldrei sá ég hann skipta skapi. Hans einstaka lundarfar einkennd- ist af velvilja og góðlátlegri kímni, sem engan særði, en létti andrúms- loftið kringum hann og það sem meira var, að þrátt fyrir háan aldur og árslanga dvöl á sjúkrastofnun varð hann aldrei geðstirt gamal- menni, en hélt reisn sinni, góðvild og glettni til síðasta dags. Síðustu fundir okkar voru í nóvem- ber síðastliðnum. Hann hafði dottið og lærbrotnað og var fluttur á Borg- arspítalann í Reykjavík til þess að gert yrði að brotinu. Við Ella komum þar til hans, áður en aðgerðin var gerð og voru þá liðnir tveir sólar- hringar frá því hann brotnaði. Þótt honum liði ekki vel, gerði hann að gamni sínu og þótti verst að hafa ekki getað setið uppi í flugvélinni á leiðinni suður til að sjá yfir landið. Jóhannes var bóndi af guðs náð, einstakur dýravinur, fjárglöggur og hafði yndi af öllum skepnum. Hafði af bústofni sínum gott gagn, en hugur hans stóð aldrei til mikilla umsvifa, en undi glaður við sitt og sinnti því af al- úð og natni. Ekki er hægt að minnast Jóhann- esar án þess að geta um tvennt, sem voru stórir þættir í lífi hans, en það er trúin og söngurinn. Við ræddum að vísu aldrei mikið um trúmál, en mér duldist ekki að hann var mikill trú- maður og raunar fléttuðust þessir þættir saman því að í Holtskirkju söng hann frá ungum aldri til þess að hann flutti til Ísafjarðar. Hann kunni flest eða öll lögin í sálmasöngsbókinni og bassana líka. Hann hafði djúpa og þétta bassarödd, sem hljómaði sterkt og fallega. Þegar aldur færðist yfir og amstur daganna minnkaði, fannst það betur og betur hve söngur og tónlist voru stór þáttur í tilveru hans. Hann hlust- aði mikið á söng og aðra tónlist og var sísyngjandi, tók þátt í öllu söngstarfi á Hlíf, sér til mikillar ánægju. Hann söng til síðasta dags. Nú að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir allar þær góðu stundir, sem við átt- um saman. Ég veit þín heimkoma verður góð. Við Elín viljum þakka starfsfólki á Hlíf II. og á öldrunardeild Sjúkra- hússins á Ísafirði fyrir góða umönnun þann tíma, sem hann þurfti hennar við. Ég veit að hann var þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert og bar hlýjan hug til allra sem veittu honum aðstoð. Elsku Inga, ég veit að í lífi þínu hefur myndast tómarúm. Það tóm munu allar góðu minningarnar fylla þar til samfundir verða að nýju. Ég bið þér, öllum niðjum ykkar, ættingj- um og vinum blessunar Guðs um alla framtíð. Gísli Þorsteinsson. Mig langar í örfáum orðum að kveðja hann afa minn og alnafna en hann lést að morgni aðfangadags. Afi ól allan sinn aldur í Ytri Hjarðardal í Önundarfirði, fæddist þar og ólst upp og bjó þar alla sína búskapartíð ásamt ömmu utan nokkur ár sem þau bjuggu að Vöðlum í sömu sveit. Reyndar var hann til sjós á yngri ár- um og við nám í orgelleik í Reykjavík hluta úr vetri. Þau amma ráku bú- skap í Hjarðardal til ársins 1990 þó lítill hafi bústofninn verið orðinn síð- ustu árin. Lengst af var tvíbýli í Hjarðardal og bjuggu foreldrar mínir á jörðinni á móti afa og ömmu frá árinu 1961 til 1985. Tel ég mig hafa verið mikinn gæfumann að fá að alast upp í svo nánu sambýli við afa og ömmu. Afi var bóndi af guðsnáð. Fjár- glöggur var hann með afbrigðum. Hann þurfti til dæmis aldrei að merkja neitt lamb heldur þekkti þau á fjárbragðinu. Afi var mikill ákafa- maður til verka. Ef mikið lá við var hamast eins og kraftarnir leyfðu og ætlast til að allir í kringum hann gerðu slíkt hið sama. Það gladdi hann mikið þegar Nonni bróðir minn og Kolla tóku við búi í Ytri Hjarðardal. Þar með hélst jörðin í ábúð ættarinn- ar en fá ár vantar upp á að hundrað ár séu síðan Kristján langafi eignaðist hana og hóf þar búskap. Í búskapartíð afa og ömmu urðu meiri tækniframfarir í landbúnaði en næstu þúsund ár þar á undan. Afi fylgdist vel með þróuninni þótt óhætt sé að segja að hann hafi verið íhalds- samur að eðlisfari og ekki gjarn á að fleygja gömlum og góðum gildum fyrir róða af tómri nýjungagirni. Hann eignaðist dráttarvél fljótlega eftir að þær komu til sögunnar og urðu almennings eign. Einnig tók hann bílpróf og eignaðist bíl þegar hann var kominn á fimmtugsaldur- inn. Afi var mikill félagsmálamaður og var trúað fyrir mörgum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. Má þar til dæmis nefna hreppsnefndarstörf, í stjórn Búnaðarfélags Mosvalla- hrepps var hann, en þar var hann gerður að heiðursfélaga er hann hætti búskap. Ennfremur var hann hreppstjóri sveitarinnar í mörg ár. Þá var hann lengi í stjórn Kaupfélags Önfirðinga og vildi jafnan veg þess félags sem mestan. Þá má ekki gleyma því að afi var mikill tónlist- armaður. Hann lærði orgelleik hjá Páli Ísólfssyni og söng bassa í kirkju- kór Holtskirkju í mörg ár. Afi og amma brugðu búi og fluttu til Ísafjarðar fyrir rúmum tólf árum en þar keyptu þau íbúð á Hlíf 2. Held- ur varð afi að láta í minni pokann fyr- ir elli kerlingu síðustu árin. Síðustu JÓHANNES KRISTJÁNSSON Það koma tímar á lífsleiðinni er við neyð- umst til að endur- hugsa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um lífið. Eitthvað sem áður var og við trúum, þrátt fyrir betri vitund, að alltaf verði óbreytt. Þannig er það núna, þegar ég hugsa til ömmu. Þrátt fyrir að ég hafi vitað að lífið endaði einn dag- inn hjá okkur öllum, þá hef ég allt- af hugsað um hana ömmu að hún sé svo sterk, svo skýr og svo þrótt- mikil að ekkert sigri hana … ekki hana ömmu mína. Við frændsystkinin höfum verið svo lánsöm að vaxa úr grasi í ná- lægð við ömmu okkar Auði. Mínar fyrstu minningar af ömmu eru inni í eldhúsinu í Eskihlíðinni, amma, Auður frænka og ég sitjum við borðið og spilum veiðimann eða rommí. Við litlu stelpurnar horfum aðdáunaraugum á ömmu okkar þar sem henni tekst að halda á spil- unum og prjóna samtímis – án þess að missa lykkju, flottara gat það ekki verið. Svo vann hún líka oftast í þokkabót. Svo þegar kvölda tók hljómaði setningin sem við barna- AUÐUR BRYNÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR ✝ Auður BrynþóraBöðvarsdóttir fæddist á Laugar- vatni 13. júlí 1915. Hún lést á Landspít- ala í Fossvogi 19. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 2. janúar. börnin biðum alltaf eftir: „Besta barnið sem er fyrst að sofna,“ þá kom upp í okkur mikill keppnisandi því öll vildum við vera besta barnið, reyndum eins og við gátum að sofna en vorum svo spennt að við áttum í mestu vandræðum með að springa ekki úr hlátri. Amma var svo hjá mér oft í lengri tíma þegar ég var komin á unglings- aldur og þá fannst mér alltaf jafnskemmtilegt þegar hún vakti mig, mamma og pabbi nýfarin með morgunvélinni, Lukka, heimilishundurinn, henni við hlið dillandi skottinu og amma kveikti smáljós í herberginu mínu og sagði: „Jæja, þá er fullorðna fólkið farið, Gufan í botn og partí upp um alla veggi.“ Þessi brandari gekk í mörg ár og mér þykir hann ennþá jafn- fyndinn. Í stað afaklukku heyrði ég svo tifið í prjónunum sem voru aldrei langt undan svo lengi sem ég hef þekkt ömmu mína. Á fullorðinsárum mínum hefur heimsókn í Eskihlíðina til ömmu verið fastur liður í lífi mínu, fátt betra í amstri dagsins að skella sér í kaffisopa og e.t.v. nýja jólaköku til ömmu, heyra alvöru fréttir úr þjóðlífinu, hvernig þessu öllu gæti verið betur háttað og að sjálfsögðu fá fróðleik um bókmenntir, en amma og afi voru sannur visku- brunnur um merkar bókmenntir. Við röbbuðum oft tímunum saman um Laxness, en hann var í miklu uppáhaldi og sagði hún margar sögurnar af uppþotinu í þjóðfélag- inu þegar þessi róttæki rithöfundur lét fyrst í sér heyra. Þótt afaklukkan í stofunni hafi alltaf haldið sínum takti var ekki laust við það að tíminn gengi jú ör- lítið hægar þar en annars staðar í heiminum. Ég átti sannkallaðan griðastað hjá ömmu, lýsi, appelsín í flösku og grænkálsjafningur – og ekkert lagaði kveisurnar eins og glæný soðin ýsa með bræddu smjöri. Allt gat ég sagt ömmu minni því hún var frábær sálfræð- ingur í eðli sínu, hlý, fordómalaus og með þessa sterku réttlætis- kennd. Hún vildi aldrei segja mér hvað ég átti að gera, heldur hlust- aði vel og einhvern veginn eftir stutt samtal þá vissi ég vel hvað var hið rétta í málinu. En amma mín var ekki einungis til að þurrka tárin og gefa pönnukökur heldur var hún einnig frábær kennari, hún kenndi mér það sem henni þótti mestu máli skipta; að hafa réttlæt- iskennd að leiðarljósi í lífinu og í ákvörðunum sem því fylgja og að bera virðingu fyrir náttúrunni og dýrunum. Það er ef til vill meira en tilviljun að síðasta samtal okkar ömmu, á dimmum eftirmiðdegi í desember, snerist um það að hún var ósátt við að geta ekki mótmælt Kárahnjúkavirkjun á Austurvelli sökum heilsuleysis. Ein hugmyndin var að við frænkurnar myndum mæta á næstu mótmæli í áletruðum bolum þar sem stæði: „Ég er hér fyrir hönd Auðar Böðvarsdóttur.“ Þessi atriði og óteljandi fleiri munu fylgja mér allt mitt líf og mun ég kalla á hana í hjarta mínu þegar ég þarfnast ráða og vitna í heimspeki hennar um ókomin ár. Með röðli dagsins rís ég upp af svefni, er rauður loginn gyllir stafn og þil. Með söng í hjarta nafnið þitt ég nefni og nýt þess eins og guð að vera til. Þú lýstir mér að ströndum stórra sæva. Þótt storma hreppti ég og veður hörð. Þín sorg er mín, þín gleði öll mín gæfa, þinn guð er minn, þitt land mín fósturjörð. (Davíð Stefánsson.) Elsku amma mín, fyrir einhverj- um árum fékkstu í gjöf frá barna- barni skjöld sem á stóð „Ömmur eru englar í dulargervi“. Sannari orð hafa sjaldan verið mælt. Núna ertu ekki lengur í dulargervinu amma mín, heldur engill í ríki Guðs og það er enginn vafi í hjarta mínu að þú munt áfram fylgjast með okkur þaðan, lýsa okkur leiðina og styrkja. Guð blessi þig, elsku amma mín. Kristín Agnarsdóttir. Amma mín er farin frá mér. Það er erfitt og sárt að þurfa að kveðja hana og söknuðurinn er mikill en nú er hún komin til afa og ég veit að þau vaka yfir okkur börnunum. Ég man tímana þegar við vorum saman á Laugarvatni. Á hverju sumri fórum við börnin með ömmu þangað þar sem við fórum í sund á hverjum degi, en reglan var sú að við máttum ekki fara ein í sund fyrr en við gátum synt hraðar en amma, það gerðist seint því amma var virkilega fær sundmaður. Síðan sátum við í stofunni í kjallaranum, spiluðum veiðimann og slöppuðum af. Þegar við fórum að sofa á kvöld- in sagði amma alltaf: „Hver er besta barnið að fara að sofa?“ Þá flýttum við okkur í rúmið því öll vildum við vera bestu börnin henn- ar ömmu. Það er erfitt að sitja hér í ull- arsokkunum sem amma prjónaði handa mér og vera að skrifa minn- ingargrein um hana. Minningin um hana og allt það góða sem hún var og það góða sem hún kenndi mér. Að koma í Eski- hlíðina hefur verið fastur punktur í tilverunni allt mitt líf, Ingvi litli bróðir tók sín fyrstu skref heima hjá ömmu og afa og fengum við alltaf að gista hjá þeim þegar við vildum. Amma sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvatti okkur áfram og kenndi okkur það að engin hindrun er of stór til að yfirstíga. Ég kom reglulega í heimsókn til ömmu þar sem gufan var í gangi og klukkan í stofunni sló, allt eins og það átti að vera. Þá sátum við í eldhúsinu, drukkum kaffi eða malt og spjöll- uðum um list eða pólitík, en amma lét ekki sitt eftir ósagt í þeim efn- um frekar en öðrum málum sem hún lét sig varða. Elsku ömmu mína kveð ég nú í sorg og söknuði og mun minning ömmu ætíð lifa með mér. Hún kenndi mér að vera stolt af sjálfri mér og bera höfuðið hátt og nú veit ég að við erum öll bestu börnin hennar ömmu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Auður Jónasdóttir. Auði Böðvarsdóttur frá Laugar- vatni kveðjum við vinkonur og spilafélagar með söknuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.