Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 35 ✝ Anna Björg Jóns-dóttir fæddist í Geitavík á Borgar- firði eystra 13. júlí 1920. Hún lést á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Austurlands á Egils- stöðum 30. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Björnsson bóndi í Geitavík, f. 2. jan. 1885, d. 11. mars 1930, og Geirlaug Gunnfríður Ár- mannsdóttir, f. 18. apríl 1885, d. 26. okt. 1926. Anna Björg var yngst sex barna þeirra hjóna. Hin voru: Emil, f. 13. maí 1907, d. 1. des. 1974; óskírður drengur, f. 15. maí 1908, d. 16. maí 1908; Svava, f. 24. apríl 1909, d. 4. jan. 2001; Ólína, f. 6. júní 1914, d. 21. mars 1995; Björn, f. 6. júlí 1916, og er hann einn eftirlif- andi þeirra systkina. Anna Björg var gift Sveini Bjarnasyni búfræðingi, f. 3. okt. 1917, frá Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Eignuðust þau tíu börn. Þau eru: 1) Geirlaug, f. 11.10. 1942, tryggingafulltrúi á Egilsstöðum, gift Sveini Jóhannssyni, eiga þau þrjú börn: Jóhann, kvæntur Hafdísi Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú 1954, bókari, búsett í Reykjavík, gift Inga Eyjólfi Friðþjófssyni. Slitu þau samvistir. Börn þeirra eru Harpa Sif og Ívar Hlynur. 7) Karl, f. 9.4. 1956, útgerðarmaður á Borg- arfirði eystra, sambýliskona hans er Sigurlaug Margrét Bragadóttir. Dætur þeirra eru Kolbrún og Hall- veig. 8) Bóthildur, f. 21.1. 1958, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, gift Bernard Gerrisma, sem eiga börnin Berglind og Bjarka. 9) Guð- rún Hvönn, f. 15.10. 1959, grunn- skóla- og jógakennari í Reykjavík. 10) Skúli, f. 22.1. 1962, stýrimaður og rekur ferðaþjónustu á Borgar- firði. Anna Björg ólst upp í Geitavík. Fyrst undir handleiðslu foreldra sinna en þau létust langt um aldur fram er Anna Björg var aðeins sex og níu ára gömul. Tóku þá elstu systkinin við búi og uppeldi yngri barna þótt sjálf væru ung að árum. Anna Björg stundaði nám tvo vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. Vann á ýmsum heimilum auk búsins í Geitavík. Anna Björg og Sveinn hófu bú- skap á heimili Sveins árið 1943. Jafnhliða því byggðu þau upp eyði- býlið Hvannstóð. Þangað flytur fjölskyldan árið 1946. Árið 1999 bregða þau búi og flytja að Víkur- nesi í Bakkagerði. Í upphafi árs 2001 flytur Sveinn á sjúkradeild á Egilsstöðum en Anna Björg hélt heimili í Víkurnesi til dauðadags. Útför Önnu Bjargar verður gerð frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. börn: Svein Þorgeir, Guðmund Gauta og Brynjar Loga; Anna Björg, sambýlismaður er Ólafur Helgi Ólafs- son, þeirra börn eru: Þórdís og Ólafur Geir; Bjarni Ágúst, sam- býliskona Gréta Björk Ómarsdóttir, börn þeirra eru: Elísa Björt og Alexander Ágúst. 2) Ágústa, f. 31.12. 1943, starfsstúlka á Seyðis- firði, gift Helga Eyj- ólfssyni, eiga þau fjög- ur börn: Þorkell, kvæntur Lukku Sigríði Gissurardóttur. Þeirra börn eru Eyjólfur og Elínrós; Magnús Bjarni, kvæntur Ásdísi Snjólfsdótt- ur. Þau skildu. Þeirra börn eru Hugrún Birna og Sveinn. Barn Hugrúnar er Adam Ingi, fyrsta langalangömmubarn Önnu Bjarg- ar; Ósk gift Stefáni Tryggvasyni sem eiga Hannes Garðar, Sævar Pál og Sigurbjörgu Örnu; Anna gift Guðna Sigmundssyni, þeirra börn eru Helgi og Vilborg. 3) Bjarni, f. 12.7. 1945, líffræðingur, búsettur á Borgarfirði eystra. 4) Páll, f. 17.7. 1947, lengst af bóndi en gegndi fleiri störfum, d. 20.10. 1986. 5) Jón, f. 2.7. 1949, bóndi á Grund á Borg- arfirði eystra. 6) Ingibjörg, f. 2.5. Mig langar til að minnast ömmu minnar í nokkrum orðum. Í mörg sumur fékk ég að vera í sveit hjá ömmu og afa í Hvann- stóði og lærði ég margt af ömmu sem hefur nýst mér seinna meir á lífsleiðinni. Mér verður oft hugsað til hennar nú þegar ég er orðin bóndakona eins og hún var alla sína starfstíð. Þau voru mörg handtökin sem amma þurfti að sinna sem húsmóðir á stóru heim- ili. Tíu börn er stór hópur og hefur örugglega oft verið glatt á hjalla. Í vetur þegar við amma vorum að spjalla saman spurði ég hana hvort ekki hefði verið erfitt að ala upp allan þennan krakkahóp. Sagði hún það ekki hafa verið, þau hefðu passað hvert annað og að hún hefði fljótlega fengið rennandi vatn þeg- ar hún flutti inn í Hvannstóði. Mér fannst þetta lýsa því vel hversu nægjusöm hún var. Amma hafði gaman af náttúru- fræði eins og allir í Hvannstóði. Þær voru fáar plönturnar sem hún ekki þekkti í íslenskri náttúru og reyndi hún að kenna mér nöfnin á þeim. Amma var mér alltaf góð en ég man þó eftir að hún skammaði mig tvisvar, það var þegar ég sneri skilvindunni of hratt og þegar ég kom inn illa lyktandi eftir að hafa verið að hengja upp hákarl með Kalla frænda. Mér leið alltaf vel í Hvannstóði og fannst ég eiga þar heima. Ég vil þakka ömmu fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. Bless gæska, þín nafna Anna Björg. Það var sumarið 1968 að ég fyrst barði að dyrum í Hvannstóði, innsta bæ í Borgarfirði eystra. Þar réðu þá húsum hjón á miðjum aldri, Sveinn Bjarnason og Anna Björg Jónsdóttir, bæði Borgfirð- ingar sem höfðu byggt upp jörðina úr eyði við lok heimsstyrjaldarinn- ar síðari og bjuggu þar við margt fé og ómegð. Þetta var góðviðr- isdagur, börn í varpa og hundar heilsuðu gestum með mikilli gá. Túnið var hvítskellótt þótt komnar væru heyannir, eitt versta kalár aldarinnar á Norðausturlandi í al- gleymingi, bóndi með sonum ung- um af bæ að reyta saman hey, mig minnir suður í Loðmundarfirði. Anna húsfreyja tók mér og sam- fylgdarmanni hlýlega og sýndi strax áhuga því erindi okkar að ganga inn á Hvannstóðsdal til að líta á fágætar plöntur. Börn fylgdu okkur áleiðis og Borgarfjörður ljómaði í sumarblíðunni. Í bakaleið var sest yfir kaffi og meðlæti og fylgdi ómældur fróðleikur um fjallageiminn inn af Borgarfirði, áhugi húsfreyju þó mestur á fugl- um himins og liljum vallarins. Börnin hlýddu á tal móður sinnar og gesta og höfðu greinilega áhuga á fleira en kleinunum. Það kom í ljós að systkinin voru tíu talsins, komin í heiminn á 20 ára tímabili og þau elstu orðin laus við heima. Eftir góðgjörðir fylgdi Anna okkur úr hlaði til að vísa í túnfæti á slæð- ingsplöntu sem hún hafði gefið gætur um tíma. Anna í Hvannstóði hvarf ekki úr huga gestsins við túnhliðið. Fjör- mikil augu hennar og létt lund þrátt fyrir erfiðan hversdag greyptu sig í huga minn eins og ef- laust flestra sem henni kynntust. Hún og Sveinn höfðu þá þegar af- kastað fullgildu ævistarfi, en héldu þó búskapnum áfram í hartnær aldarfjórðung í viðbót, samhent með stuðningi barna sinna. Leiðir okkar lágu alloft saman fram á síð- ustu ár, meðal annars á vettvangi Náttúruverndarsamtaka Austur- lands sem þau hjón studdu dyggi- lega frá stofnun 1970. Þegar syn- irnir voru orðnir þátttakendur í búskapnum gafst foreldrunum loks færi á að létta sér upp stöku sinn- um og skoða annað en heimahag- ana. Mér er minnisstæð fjölmenn ferð að Snæfelli sumarið 1985 þar sem Anna var í hópi þátttakenda og Skúli yngsti sprotinn með henni. Þá dró hún úr pússi sínu þurrkaða plöntu sem sonurinn Páll hafði þá um vorið veitt athygli í Brúnuvík og fært móður sinni. Þetta reyndist vera ljósalyng, fram að þessu óþekktur borgari í flóru Íslands. Sá mannvænlegi hópur sem ólst upp í litla steinhúsinu í Hvann- stóðstúni fékk gildan heimanmund frá foreldrum sínum í því sem möl- ur og ryð ekki granda. Þar fer saman næmleiki fyrir umhverfinu, þekkingarleit og virðing fyrir því sem náttúran gefur af sér. Nokkur barnanna fóru í langskólanám og öll hafa þau tengst átthögunum órjúfanlegum böndum, sum hver nú meðal gildustu stoða í borg- firsku samfélagi. Gömlu hjónin frá Hvannstóði hafa um skeið notið góðrar að- hlynningar á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum. Þar hitti ég Önnu síðast nú í vetrarbyrjun æðrulausa og hýra í bragði. Nú hefur hún kvatt með skjótum hætti til að yrkja ódáinsakra, ein af þessum hetjum 20. aldar sem hollt er að minnast. Hjörleifur Guttormsson. ANNA BJÖRG JÓNSDÓTTIR ✝ Fanney LovísaGuðnadóttir, saumakona á Eski- firði, fæddist 7. júlí 1917. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 29. des- ember síðastliðinn. Hún var elst fjög- urra barna foreldra sinna, Guðna Þor- leifssonar kaup- manns og konu hans Maríu Tómas- dóttur. Systkini Fanneyjar eru Sig- urborg, húsmóðir í Stóra-Sand- felli í Skriðdal, f. 11. janúar 1921, Ölver, stýri- maður og fisk- vinnslufræðingur á Eskifirði, f. 1. sept- ember 1925, og Elís, kaupmaður á Eskifirði, f. 13. júní 1929. Fanney giftist 30. apríl 1960 Vil- bergi Guðnasyni, ljósmyndara á Eskifirði, f. 4.12. 1924. Útför Fanneyjar verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar fréttin um andlát Fanneyjar frænku minnar barst mér yfir Atl- antshafið kom hún kannski ekki á óvart. Engu að síður fylltist ég trega og söknuði sem tíminn einn fær lækn- að. Það eru óteljandi minningar sem runnið hafa í gegnum hugann þá daga sem liðnir eru frá því Fanney kvaddi samferðafólk sitt í jarðnesku lífi. Það er sérstakt við þær hugrenningar að hver einasta er tengd einhverju já- kvæðu og oftast líka glettni. Það var alltaf stutt í brosið hjá frænku. Þótt Fanneyju og Vilberg Guðna- syni, eiginmanni hennar, hafi ekki orðið barna auðið væri synd að segja að heimili þeirra hafi verið barnlaust. Við vorum fimm systkinin í Sunnu- túni og annar eins skari í Guðnahúsi, bræðrabörn Fanneyjar sem oft litu við og dvöldu jafnvel daglangt hjá Fanneyju og Vibba. Þá var oft mikið fjör og fyrirgangur því húsið þeirra bauð uppá ótrúlega spennandi leik- svæði á tveimur hæðum. Toppnum var náð þegar frændsystkinin frá Stóra-Sandfelli í Skriðdal, með ald- ursforseta frændsystkinanna, Bjarna Hagen í fylkingarbrjósti, voru einnig mætt á svæðið. Glaðværðin náði þá hámarki. Þó að kastaðist í kekki með einhverjum í hópnum, eins og gjarnan gerist þar sem fimmtán rollingar á öllum aldri hópast saman, var frænka fljót að koma á sáttum. Aldrei minnist ég þess að hún skipti skapi við okkur krakkana. Það fór að sjálfsögðu ekki hjá því að hún vandaði um við okkur þegar á þurfti að halda. En það gekk algerlega hávaðalaust fyrir sig. Ég hef gjarnan gortað af því að ég hafi kostað skólagöngu mína að öllu leyti sjálfur og hvorki þegið fé frá for- eldrum eða öðrum. Þetta er þó ekki allskostar rétt þegar betur er að gáð. Fljótlega eftir að ég hóf nám í Kenn- araskólanum barst mér bréf að aust- an. Innihaldið var tilskrif frá Fann- eyju og Vibba sem lýstu ánægju sinni með ákvörðun mína um að ganga menntaveginn eins og öll menntun fram yfir gagnfræðapróf var kölluð þá. Með bréfinu fylgdi ávísun upp á ríf- lega mánaðarlaun kennara þess tíma sem átti að hjálpa mér fyrstu metrana á menntabrautinni. Þetta lýsir því vel hve hugur þeirra hjóna var bundinn frændsystkinunum sem oft á tíðum voru eins og þeirra eigin börn. Eftir að ég varð uppkominn, farinn frá Eskifirði og hafði eignast mína eigin fjölskyldu urðu samverustund- irnar með Fanneyju og Vibba eðlilega færri. En það var segin saga að þegar við Inga, konan mín, heimsóttum þau á Eskifjörð svignaði borðstofuborðið undan veisluföngunum. Fanney kunni flestum betur að taka á móti gestum enda hafði hún einstaklega gaman af að sitja á spjalli. Hún var vel inni í þjóðfélagsumræðunni og fylgd- ist með öllu sem fram fór í kringum hana. Fanney starfaði sem saumakona á Eskifirði allan sinn starfsaldur. Orðið listakona á betur við um frænku en saumakona. Hún var einstakur snill- ingur í höndunum og ánægðir við- skiptavinir eru besti vitnisburður um ævistarf hennar. Fullorðin vinkona mín að austan, sem nú býr í Reykja- vík, nefnir Fanneyju á nafn í hvert einasta skipti sem ég tala við hana og hælir verkum hennar. Fanney hafði gaman af að klæða okkur systkinin skraddarasaumuðum fötum og kjól- arnir sem hún saumaði á systurnar eru fjölskyldunni enn í minni fyrir einstakt handverk. Eina sögu um hvernig fagmennska og glettni fléttaðist í starfi frænku langar mig að segja. Veturinn 1988– 89 dvaldi ég á Eskifirði. Tískuverslanir eru ekki á hverju götuhorni þar en inni á Reyðarfirði hafði opnað verslun undir frægu tískumerki. Ég brá mér bæjarleið og keypti bæði buxur og skyrtu sem ég var allánægður með enda hafði ég notið sérfræðiaðstoðar tískudrottn- ingarinnar í búðinni. Þegar ég mæti í dressinu til frænku horfir hún bros- andi á mig rannsakandi augum og segir svo í rólegheitum: „Þessar bux- ur eru nú hálfpúkalegar, frændi minn. Það þarf að breyta þeim.“ Og það gerði hún með stíl enda varð ég mun ánægðari með flíkina eftir breytingar frænku. Við, afkomendur Guðna Þorleifs- sonar og Maríu Tómasdóttur, höfum misst mikið með fráfalli Fanneyjar. Enginn hefur þó misst meira en Vibbi. Þau voru einstaklega samrýnd og samhuga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Húsið sem þau byggðu sér ber um það gott vitni. Fyrir utan að vera eitt glæsilegasta hús bæjarins á sínum tíma hýsti það vinnustofur þeirra beggja, ljósmyndastofu og saumastofu. Elsku Vibbi. Við Inga sendum þér okkar dýpstu samúð. Við erum þess fullviss að sá sem lífið okkur gefur og tekur, mun veita þér styrk til að taka því mikla áfalli sem þú hefur nú orðið fyrir. Minningin um Fanneyju mun standa okkur öllum, afkomendum afa og ömmu í Guðnahúsi, sem vegvísir á samviskusemi, iðni og manngæsku. Guðni Ölversson og Inga Erlingsdóttir í Noregi. FANNEY GUÐNADÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra KRISTÓFERS MATTHEW CHALLENDER, Strandgötu 49, Hafnarfirði. Embla Challender, Sigríður Ásta Einarsdóttir, Erla María Erlendsdóttir, Ólafur Örn Gunnarsson, Melvin Fred Challender, Karen Challender, Erlendur Eiríksson, Elfa María Magnúsdóttir, Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir, Melissa Challender, Dýrleif, Linda Björk og Helga Dóra Ólafsdætur, Vilhelmína Arngrímsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNÚSÍNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Erna Agnarsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Helgi Agnarsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Anna Agnarsdóttir, Ólafur Gústafsson, Agla Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.