Morgunblaðið - 04.01.2003, Page 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 37
mánuðina dvaldi hann á öldrunar-
deild Heilbrigðisstofnunar Ísafjarð-
ar, en þá var ömmu orðið um megn að
annast um hann heima. Var hún þá
búin að gera langtum meira en hægt
er að ætlast til af manneskju á henn-
ar aldri en hún er aðeins tveimur ár-
um yngri en afi. Er starfsfólki Heil-
brigðisstofnunarinnar hér með
þökkuð frábær umönnun afa þann
tíma er hann dvaldi þar. Vendipunkt-
ur varð svo í heilsufari afa í nóvember
síðastliðinn en þá lærbrotnaði hann
og fór í aðgerð á Landspítalann í
Fossvogi. Síðan þá var ljóst að stutt
væri í að hann yrði kallaður í hinstu
ferðina. Ég átti þess kost að sitja hjá
honum, ásamt syni mínum, sem var
mjög hændur að langafa sínum,
stund áður hann fór heim aftur að
lokinni aðgerð. Það var kveðjustund-
in okkar sem er mér mjög dýrmæt í
minningunni.
Að endingu vil ég svo þakka afa
fyrir hans þátt í að gera mig að betri
manni og bið guð um að blessa minn-
ingu hans og veita ömmu og okkur
hinum styrk í sorginni.
Jóhannes Kristjánsson.
Í okkar uppvexti var einn af há-
punktum hvers sumars að fara í
heimsókn til afa og ömmu í Hjarð-
ardal. Ferðin úr Borgarfirðinum og
vestur í Önundarfjörð var löng, lagt
var af stað snemma morguns og ekki
komið á leiðarenda fyrr en að kvöldi.
Það voru alltaf hlýjar móttökur sem
þreyttir ferðalangar fengu hjá þeim
ömmu og afa. Dvölin hjá þeim var
ævintýri líkust því umhverfið var allt
annað en við áttum að venjast. Þar
var hjallurinn hans afa sem við löð-
uðumst að því þar hékk harðfiskurinn
sem okkur fannst svo góður. Fjaran
með hvíta sandinum og skeljunum
sem við tíndum og fluttum með okkur
heim eftir að hafa þurrkað þær í
þvottahúsinu hennar ömmu. Líka
æðarvarpið og krían sem gerði enda-
lausar árásir á hvern þann sem rask-
aði ró hennar. Afi var yfirleitt úti við
að sinna bústörfunum og við náðum
ekki alltaf að fylgja honum eftir. En
við vissum að á matmálstímum gát-
um við gengið að honum vísum innan
dyra. Eftir hádegismatinn lagði hann
sig á beddann í litla herberginu á
móti eldhúsinu og hlustaði á útvarps-
fréttir og veður. Við sóttum í að sitja
þessa stund í herberginu hjá honum.
Það var ekki mikið rætt saman en það
var nærveran við afa sem skipti máli.
Hann hlutstaði á útvarpið og á meðan
skoðuðum við Tímann og Búnaðar-
blaðið Frey sem afi átti marga ár-
ganga af og klöppuðum köttunum
sem sóttu jafnfast og við í nærveruna
við afa enda var hann sérstakur dýra-
vinur. Þegar hann svo fór í eldhúsið
til ömmu til að fá sér kaffibolla fylgd-
um við á eftir, því enginn drakk kaffi
eins og hann afi. Hann hafði þann
háttinn á að hella kaffinu á undirskál-
ina og drekka það af henni, þetta
fannst okkur alltaf jafnmerkilegt að
sjá.
Í sumar heimsóttum við afa á
sjúkrahúsið á Ísafirði og þrátt fyrir
að veikindi og hár aldur hafi tekið
sinn toll, hafði hann ekki tapað reisn
sinni og þeim sterka persónuleika
sem ávallt einkenndi hann. Við viljum
votta ömmu, Eiríki, Didda, mömmu,
Helgu og öðrum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúð.
Sigurlaug og Ingibjörg
María Gísladætur.
Örfá orð vil ég setja á blað er ég
kveð elskulegan frænda minn sem er
mér í minni frá því er ég fyrst man
eftir mér, en feður okkar, bræðurnir
Kristján og Sæmundur Jóhannes-
synir, bjuggu í Ytri-Hjarðardal í Ön-
undarfirði, sem þá var tvíbýli. Þar lit-
um við fyrst dagsins ljós.
Það var á okkur nokkur aldurs-
munur og man ég Jóa frænda fyrst
sem ungan og glæsilegan fulltíða
mann og fann ég í uppvexti mínum
mikið traust og öryggi að vera í ná-
vist hans.
Hann var mikill dýravinur og gam-
an var á vorin er kindurnar voru að
bera að sjá hvað hann naut þess að
starfa og annast þær og tala við þær.
Er faðir minn brá búi keypti Jón
jörðina og bjó þar allan sinn starfs-
aldur. Þá flutti hann til Ísafjarðar að
Hlíf 2. Átti hann þar gott ævikvöld.
Dagur var að kveldi kominn og hvíld-
in orðin líkn.
Ég á svo margar minningar um
þennan góða frænda minn sem ég
mun alltaf geyma en ekki telja upp
hér.
Ég kveð hann og bið honum Guðs
blessunar.
Aðstandendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Eirný Sæmundsdóttir.
Auður var öruggur bridsspilari
og það sem þýðingarmeira er í
þessari íþrótt, ávallt kurteis og
heiðarleg.
Ógleymanlegar eru ferðir okkar
að Laugarvatni í boði systranna
Auðar og Hlífar. Þar gengum við
um í því fagra umhverfi, eða keyrð-
um til næstu nágrannabyggða. Á
milli þess að setið var við spila-
borðið var borinn fram veislumatur
og guðaveigar, rætt um daginn og
veginn og þjóðmálin á léttu nót-
unum.
Fyrir þessar og allar aðrar sam-
verustundir þökkum við þeim
systrum og dætrum þeirra af al-
hug.
Auður var mjög ákveðin kona,
hreinskilin, yndisleg í nálægð og sú
manngerð sem maður treysti full-
komlega.
Dauðinn getur verið kaldur, en
þó líkn í mörgum tilfellum.
Börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og systrum Auðar þeim
Hlíf, Láru og Svönu og fjölskyld-
um, sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Ása, Pálína og María.
Er við systur nú á jólaföstu
fréttum lát Auðar, okkar góðu
frænku, leita æskuminningar á
hugann.
Það munu vera um 60 ár síðan
Auður var vetrarlangt og sumar á
Efri-Brú, með son sinn Bjarnfinn
2–3 ára og auk þess til hjálpar Arn-
heiði móður okkar við innanhúss-
verkin. Okkur er í barnsminni er
þær systur gengu ásamt okkur
börnum upp í Steinsholt á aðvent-
unni að tína lyng og greinar til að
skreyta með bæinn sem angaði af
einiilmi, sem var reykelsi þess
tíma. Jólafatnaður var saumaður á
okkur systkinin og Bjarna. Auður
var vel verki farin og saumaskapur
lék í höndum hennar. Nutum við
systur þess síðar. Bjarnfinnur var
mörg sumur á Efri-Brú og hefur
haldið vináttusambandi við heimilið
æ síðan.
Á undan Auði voru systur henn-
ar Lára og Svanlaug, hvor eftir
aðra, starfsstúlkur á Efri-Brú. Ef-
laust hefur það verið móður okkar
yndisauki að hafa þessar þrjár dug-
legu og glaðlyndu systur sínar hjá
sér á fyrstu búskaparárunum á
Efri-Brú meðan hún saknaði æsku-
stöðvanna í Laugardal.
Umræddan vetur stundaði
Hjalti, maður Auðar, sjómennsku
frá Þorlákshöfn en var á Efri-Brú
um jólin. Sumarið eftir var hann
kaupamaður. Faðir okkar hafði á
orði að Hjalti væri góður sláttu-
maður. Voru það góð meðmæli þess
tíma, er staðið var að slætti með
orfi og ljá mestallt sumarið. Um
haustið fluttu þau hjón til Reykja-
víkur þar sem þau bjuggu upp frá
því og þar fæddust dætur þeirra
tvær, þær Ingunn og Rannveig.
Seinna kom að því að við systur
vorum sendar í skóla utan sveitar.
Var þá næsta mál að biðja Auði að
hýsa okkur og vera innan handar í
höfuðborginni við fatakaup og ann-
að sem til þyrfti. Auður brást okk-
ur ekki. Hún var ákveðin og sagði
umbúðalaust það sem hún taldi að
betur mætti fara og við fórum
ánægðar heim.
Auður var heilsteypt og réttsýn
og hafði ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum allt til hins síð-
asta. Nú að leiðarlokum þökkum
við heilshugar vináttu og hlýhug
sem hún sýndi okkur systkinunum
alla tíð. Guð blessi hana.
Steinunn Anna og Ingunn
frá Efri-Brú.
Á MORGUN, hinn fyrsta sunnudag
ársins 2003, mun kór eldri borgara
frá Hrafnistu í Hafnarfirði sækja
heim Hafnarfjarðarkirkju og syngja
þar við guðsþjónustu sem hefst kl.
11.00.
Á undanförnum árum hefur Böðv-
ar Magnússon byggt upp mikið og
blómlegt kórastarf á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Kór Hrafnistu hefur
farið í söngferðalög um allt land og
syngur auk þess við guðsþjónustur
og helgistundir á Hrafnistu viku-
lega.
Prestur í guðsþjónustunni er sr.
Þórhallur Heimisson, en kirkjukór-
inn leiðir safnaðarsöng undir stjórn
Antoníu Hevesi.
Sunnudagaskólinn hefst á ný eftir
jólin á sama tíma bæði í safn-
aðarheimilinu og Hvaleyrarskóla og
kirkjurútan ekur að venju.
Vonandi sjá sem flestir Hafnfirð-
ingar sér færi á því að koma og
fagna hinum dugmiklu kórfélögum
Hrafnistu og söng þeirra á morgun,
en þetta er í annað sinn sem kórinn
sækir heim Hafnarfjarðarkirkju.
Þrettándagleði í
Háteigskirkju
SUNNUDAGINN 5. janúar býður
Háteigssöfnuður eldri borgara vel-
komna á jólatrésfagnað að lokinni
messu. Messan hefst klukkan tvö.
Á jólatrésfagnaðinum er ætlunin
að ganga í kringum jólatréð og því
eru allir hvattir til þess að koma með
barnabörnin sín með sér. Dagskráin
verður undir stjórn Þórdísar Ás-
geirsdóttur þjónustufulltrúa, en
henni til fulltingis verður Þorvaldur
Halldórsson á staðnum. Kaffiveit-
ingar verða í umsjón tíunda bekkjar
Háteigsskóla. Samskot dagsins
renna til Mæðrastyrksnefndar.
Ósýnilegi vinurinn
í Háteigskirkju
FYRSTA barnaguðsþjónustan á
nýju ári í Háteigskirkju 5. janúar
klukkan ellefu verður í formi stuttr-
ar helgistundar. Strax á eftir munu
félagar úr Stopp-leikhópnum sýna
leikritið „Ósýnilegi vinurinn“ sem
fjallar um tvo krakka, vináttu þeirra
og vangaveltur um lífið og tilveruna.
Leikritið byggist á bók Karin Vinje
„Ósýnilegi vinurinn“ en hún er einn-
ig höfundur hinnar þekktu bókar
„Við Guð erum vinir“.
Barnaguðsþjónustur eru í Há-
teigskirkju alla sunnudaga klukkan
ellefu í kirkjunni sjálfri.
Guðsþjónustur
í Seljakirkju
FYRSTA barnaguðsþjónustan á
nýju ári verður í Seljakirkju kl. 11
sunnudaginn 5. janúar.
Þar verður sem fyrr mikill söng-
ur, sögur sagðar og brúður koma í
heimsókn.
Kl. 14 sama dag verður almenn
guðsþjónusta. Salóme Huld Garð-
arsdóttir, kristniboði í Kenýa, pré-
dikar við guðsþjónustuna og Sr. Val-
geir Ástráðsson þjónar fyrir altari.
Kór Seljakirkju leiðir söng undir
stjórn Gróu Hreinsdóttur.
Verið velkomin í Seljakirkju.
Guð gefi ykkur gleðilegt og far-
sælt nýtt ár!
Nýr sóknarprestur
settur inn í
Fellasókn
NÚ um áramótin tekur nýr sókn-
arprestur til starfa í Fella-
prestakalli. Sr. Gíslí Jónasson, pró-
fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra, mun setja sr. Svavar Stef-
ánsson inn í embættið sunnudaginn
5. janúar nk. í messu í Fella- og
Hólakirkju kl. 14:00. Altarisganga
verður í messunni.
Sr. Svavar tekur við embættinu af
sr. Hreini Hjartarsyni sem lét af
störfum 1. nóvember sl. Hinn nýi
sóknarprestur mun predika og
þjóna fyrir altari ásamt prófasti, sr.
Guðmundi Karli Ágústssyni, sókn-
arpresti Hólabrekkusóknar, og Lilju
G. Hallgrímsdóttur, djákna í Fella-
og Hólakirkju.
Kór Fella- og Hólakirkju syngur
undir stjórn Lenku Mátéová, org-
anista kirkjunnar, og félagar úr
kórnum syngja einsöng.
Eftir messu bjóða sóknarnefndir
upp á kaffiveitingar í safnaðarheim-
ilinu. Það er von sóknarnefnda að
sóknarbörn og aðrir gestir muni
fjölmenna í kirkjuna og fagna þess-
um tímamótum í sögu safnaðarins
og bjóða nýjan sóknarprest og fjöl-
skyldu hans velkomin til starfa.
Kristniboðar kvaddir
Á FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTU
hjá Íslensku Kristskirkjunni (ÍKK) 5.
janúar verður kveðjuathöfn fyrir
tvær fjölskyldur í kirkjunni sem eru
að fara til boðunar- og fræðslustarfs
á nýjum vettvangi:
Ólafur Schram og Hrefna María
Ragnarsdóttir fara, ásamt dóttur
sinni, á vegum safnaðarins til Eyj-
ólfsstaða á Völlum á Fljótsdalshér-
aði til að veita starfinu þar forstöðu
næstu tvö árin. Ragnar Schram og
Kristbjörg Gísladóttir munu, ásamt
börnum sínum tveimur, fara á veg-
um Sambands íslenskra kristniboðs-
félaga til kristniboðsstarfa í Eþíóp-
íu.
Allir eru velkomnir á þessa
kveðjustund.
Grafarvogskirkja –
slökkvilið í heimsókn
BARNA- og fjölskylduguðsþjónusta
verður kl. 11 í Grafarvogskirkju
næstkomandi sunnudag, 5. janúar.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
kemur í heimsókn. Jólin kvödd.
Prestar safnaðarins og sunnudaga-
skólakennarar taka þátt í guðsþjón-
ustunni. Orgelleikari Guðlaugur
Viktorsson.
Grafarvogskirkja.
Rússnesk jól í
Friðrikskapellu
SÖFNUÐUR Rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar á Íslandi efnir til
jólaguðsþjónustu í Friðrikskapellu
(við Valsheimilið) mánudagskvöldið
6. janúar. Guðsþjónustan hefst laust
fyrir miðnætti og stendur til kl. 2.30
aðfararnótt 7. janúar. Rússneskur
prestur, faðir Vladimir Aleks-
androv, sem staddur er hér á landi í
boði safnaðarins, þjónar fyrir altari.
Faðir Vladimir hittir safn-
aðarmeðlimi og aðra fylgjendur
rétttrúnaðarkirkjunnar í Frið-
rikskapellu í dag, laugardag, og
mun hann þá hlýða á skriftamál,
vígja vatn og taka börn til skírnar. Á
morgun, sunnudag og á mánudag
messar faðir Vladimir og stendur
messan frá kl. 9.00 til 12.00 báða
daga.
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
fylgir júlíanska tímatalinu en það er
eldra en það gregoríanska sem víð-
ast hvar er í notkun. Júlíanska daga-
talið er 13 dögum á eftir hinu greg-
oríanska og því er jóladagur í
rússnesku kirkjunni þann 7. janúar.
Nánari upplýsingar (á rússnesku)
er að finna á vefsíðu safnaðarins:
http://www.simnet.is/russland.
Allir velkomnir.
Fyrirlestur í
Landakoti
SR. JÜRGEN Jamin býður fyrsta
mánudag hvers mánaðar upp á leið-
sögn til skilnings á heilagri messu. Í
þessari fyrirlestraröð verður hver
einasti hluti heilagrar messu út-
skýrður með sérstökum kafla úr
ævisögu eins dýrlings.
Næsti fundur er mánudaginn 6.
janúar kl. 20.00 í safnaðarheimili
kaþólskra á Hávallagötu 16. Erindi
fjallar um „Kyrie“: Gregoríus páfi
mikli – póstur páfans.
Allir sem áhuga hafa á því eru
hjartanlega velkomnir.
Beðið fyrir landi,
þjóð og gegn fátækt
NÚ í upphafi ársins 2003 standa
kristnir söfnuðir saman að bæna-
göngu. Gengið verður í hljóðri bæn
frá Hlemmi og niður á Austurvöll
laugardaginn 4. janúar og hefst
gangan kl. 15:00. Á Austurvelli verð-
ur síðan sambænastund kl. 16:00 og
verður beðið fyrir landi og þjóð.
Lögð verður áhersla á að biðja fyrir
ráðamönnum þjóðarinnar, fjöl-
skyldum, viðskiptum og stöðu ungs
fólks.
Sunnudaginn 5. janúar kl. 16:30
verður síðan sameiginleg samkoma
safnaðanna í Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu, Hátúni 2.
Tilgangur þessa er að standa sam-
an sem sterkur her. Við hvetjum alla
til að taka þátt í að biðja blessunar
Drottins yfir land okkar og þjóð.
Kennsla um trúboð
í Veginum
TRÚBOÐARNIR Susi og Paul Child-
ers verða með kennslu um trúboð og
deila frásögnum úr ferðum sínum
um Afganistan, Afríku o.fl. staði kl.
10. Sameiginleg bænaganga verður
með Fíladelfíu og Krossinum frá
Hlemmi kl. 15, gengið verður niður
Laugaveginn og niður á Austurvöll.
Allir hvattir til þátttöku.
Hrafnistukórinn
í Hafnar-
fjarðarkirkju
Morgunblaðið/Sverrir
Hafnarfjarðarkirkja og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar.
KIRKJUSTARF
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát
og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐFINNS GUÐNA OTTÓSSONAR,
Brekkholti,
Stokkseyri.
Guðrún Ingibjörg Kristmannsdóttir,
Þorgerður L. Guðfinnsdóttir, Eiríkur Guðnason,
Kristmann Guðfinnsson, Katrín Guðmundsdóttir,
Oddgeir B. Guðfinnsson, Gíslína Björk Stefánsdóttir,
Guðríður Guðfinnsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Guðrún Guðfinnsdóttir, Þorvaldur Ágústsson,
afabörn og langafabörn.