Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI
20 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
í Helgamagrastræti og Munkaþverárstræti.
Einnig í Oddeyrargötu og Brekkugötu.
ⓦ
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kau vangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600.
LANDIÐ
STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga
hefur lýst yfir vilja til þess að ráðast í
endurbætur á gamla bögglageymslu-
húsinu í Grófargili en áhugi er fyrir
því að þar verði rekin menningar-
starfsemi af ýmsum toga. Húsið er í
eigu Kletta – fasteignafélags og hýsti
áður sláturhús, mjólkursamlag og af-
greiðslu KEA. Benedikt Sigurðarson
stjórnarformaður KEA sagði að end-
urbætur húsnæðisins að utan kost-
uðu 6–10 milljónir króna.
„Það er alveg klárt mál að mínu
mati að í þær framkvæmdir verður
ráðist. Spurning er hins vegar hversu
fljótt okkur tekst að koma húsnæð-
inu í notkun. Það hefur verið leitað
eftir áhugasömum aðilum sem vilja
koma þarna inn með starfsemi. Uppi
eru hugmyndir um að veitingahús
verði í neðri hluta hússins, hugsan-
lega einhver þjónusta í millibyggingu
og enn önnur starfsemi í efsta hlut-
anum. Það hefur þó ekki verið tekin
nein ákvörðun í málinu, enda ekki bú-
ið að leigja húsnæðið eða semja við
aðila um framkvæmdir.“
Benedikt sagði stefnt að því koma
framkvæmdum í gang sem allra fyrst
en framhaldið réðist m.a. af þeim
áhuga sem aðilar sýndu því að kom-
ast þarna inn með einhverja starf-
semi. Hann sagði að KEA ætlaði ekki
að fara búa þarna til einhverja starf-
semi, heldur leggja sitt af mörkum til
að þess að það verði hægt, „og klára
þessa mynd þarna á Gilinu þannig að
þetta verði ekki okkur til skammar. Í
leiðinni getum við lokið þessum við-
skilnaði á húsunum í Gilinu. Við erum
og verðum í samráði við menningar-
málanefnd, Gilfélagið og þá aðila sem
hafa hagsmuni í Gilinu, enda vilum
við ekki gera neitt sem er í andstöðu
við þau markmið sem menn hafa sett
sér með þetta svæði.“
Akureyrarbær keypti iðnaðarhús
KEA í Grófargili fyrir nokkrum ár-
um og í samvinnu við Gilfélagið og
fleiri aðila hefur þeim verið breytt í
lifandi menningarmiðstöð. Í kjölfarið
hefur jafnan verið talað um Listagilið
manna á meðal og þar eru m.a. Lista-
safnið á Akureyri, Myndlistarskólinn
á Akureyri, vinnustofur listamanna,
gallerí, veitingastaðir, arkitekta-
stofa, Ketilhúsið, Deiglan, skrifstofa
Gilfélagsins og Listasumar og gesta-
vinnustofa.
Stefnt að endurbótum á gamla bögglageymsluhúsinu
Leitað eftir aðilum til
að sjá um reksturinn
Morgunblaðið/Kristján
Gamla bögglageymsluhúsið í Grófargili er næsta hús neðan við Ketilhúsið
en hugmyndin er að gera það upp og að þar verði rekin menningarstarf-
semi af ýmsum toga í framtíðinni.
ÁRAMÓTIN í Snæfellsbæ fóru mjög
vel fram í blíðskaparveðri og að sögn
lögreglu urðu engin slys eða óhöpp.
Fullt var út úr dyrum í félagsheim-
ilinu Klifi, þar sem hljómsveitin
Klakabandið spilaði fyrir dansi langt
fram á morgun, dansleikurinn var í
boði Snæfellsbæjar og var frítt inn.
Aldrei hefur verið notuð eins mikil
olía á áramótabrennuna á Breiðinni í
Snæfellsbæ og í ár eða alls 7.000 lítr-
ar, að sögn brennustjórans, Hjálm-
ars Kristjánssonar.
Að venju var samankominn mikill
fjöldi manns til að horfa á brennuna
ásamt stórkostlegri flugeldasýningu
slysavarna- og björgunarsveitanna í
Snæfellsbæ. Var hávaðinn það mikill
að viðvörunarkerfi margra bílanna á
svæðinu fóru í gang og mátti sjá eig-
endur þeirra hlaupandi í allar áttir til
að slökkva á þeim.
Morgunblaðið/Alfons
Blíðskaparveður
um áramótin
Ólafsvík
ÞAÐ viðraði vel á Seyðisfirði á
gamlárskvöld, logn og heiðskírt.
Bergmálaði vel á milli fjallanna
lengi á eftir.
Morgunblaðið/Einar Bragi
Bergmál á milli fjallanna
HEITA mátti að logn væri á gaml-
ársdag og ákjósanlegt fyrir brennur
og flugelda. Brenna var á Ytri-Höfða
við Reykjahlíð kl. 21 og önnur í
Rauðhólum við Álftagerði. Miklar
flugeldasýningar voru á báðum stöð-
um á vegum Björgunarsveitarinnar
Stefáns.
Um miðnættið varð síðan loftið
eitt logandi bál, svo ekki hefur áður
sést þvílíkt hér. Flugeldum var skot-
ið upp fyrir meir en hálfa milljón eða
nálægt 1.200 kr. á hvert mannsbarn í
sveitinni. Á landsvísu væru það um
350 milljónir. Ekki urðu slys á fólki
við þessa iðju.
Dansleikur var í Gamla Bænum á
Hótel Reynihlíð í upphafi árs við
undirleik Voga-bandsins. Vel sótt
samkoma og fór vel fram.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Góð áramót í
Mývatnssveit
Mývatnssveit
ÁRLEG þrettándagleði Íþrótta-
félagsins Þórs fer fram á fé-
lagssvæðinu við Hamar mánudaginn
6. janúar og hefst kl. 20.00. Þórsarar
hafa staðið fyrir þrettándagleði á
Akureyri í um 60 ár og er þetta
uppákoma sem jafnan nýtur mikilla
vinsælda.
Heldur hefur verið þrengt að
Þórsurum á félagssvæði þeirra
vegna byggingar fjölnota íþrótta-
hússins en þeir láta það ekki á sig fá
og ætla að bjóða upp á fjölbreytta
dagskrá að vanda. Álfakóngur og
álfadrottning mæta á svæðið og
verða púkar, tröll og ljósálfar í fylgd-
arliði þeirra. Solla stirða skemmtir
viðstöddum, leikklúbburinn Saga
stígur á svið og Kór Glerárkirkju
syngur. Þá munu jólasveinar kveðja
bæjarbúa með söng og gleði áður en
þeir halda til síns heima. Dagskránni
lýkur svo að vanda með glæsilegri
flugeldasýningu.
Árleg þrettándagleði
Þórs á mánudag
ELSA Guðrún Jónsdóttir var út-
nefnd íþróttamaður ársins 2002 í
Ólafsfirði í hófi sem haldið var í
húsi UÍÓ síðastliðinn mánudag. Er
Elsa Guðrún, sem er aðeins 16 ára,
vel að titlinum komin, enda var árið
sérlega gott hjá henni, var á sig-
urbraut í nánast hverri einustu
keppni sem hún tók þátt í.
Aðrir sem fengu útnefningar frá
sínum deildum voru: Þorvaldur
Sveinn Guðbjörnsson, knatt-
spyrnudeild Leifturs; Anton Kon-
ráðsson, Skotfélagi Ólafsfjarðar;
Helgi S. Þórðarson, Gnýfara; Sig-
urbjörn Þorgeirsson, Golfklúbbi
Ólafsfjarðar.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Elsa Guðrún Jónsdóttir var valin
íþróttamaður Ólafsfjarðar.
Elsa Guðrún
íþrótta-
maður Ólafs-
fjarðar
Ólafsfjörður
TÍU umsóknir bárust um stöðu
slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Ak-
ureyrar og þá bárust einnig tíu um-
sóknir um lausa stöðu aðstoðar-
slökkviliðsstjóra, en frestur til að
sækja um er nýlega útrunninn.
Þeir sem sóttu um stöðu slökkvi-
liðsstjóra eru: Erling Þór Júlínus-
son, Reykjavík, Georg Arnar Þor-
steinsson, Reykjanesbæ, Heimir
Gunnarsson, Akureyri, Ingimar Ey-
dal, Akureyri, Kristján Björgvins-
son, Keflavík, Óskar Stefán Óskars-
son, Sauðárkróki, Páll Rúnar
Guðjónsson, Reykjavík, Pétur Valdi-
marsson, Kópavogi, Þorbjörn Har-
aldsson, Akureyri, og Þorvaldur
Helgi Auðunsson, Keflavík.
Sjö þeirra sem sóttu um stöðu
slökkviliðsstjóra sóttu einnig um
stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra hjá
Slökkviliði Akureyrar, þ.e. þeir
Georg, Ingimar, Kristján, Páll, Pét-
ur, Þorbjörn og Þorvaldur, en auk
þeirra sóttu Grétar Ingi Árnason,
Selfossi, Magnús Axelsson, Akur-
eyri, og Magnús Viðar Arnarsson,
Akureyri, um þá stöðu.
Slökkvilið Akureyrar
Margir sóttu um
stöður yfirmanna