Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 17 MIKIL úrkoma undanfarna daga hefur valdið flóðum í Belgíu, Frakk- landi, Þýskalandi, Portúgal og Bret- landi á meðan íbúar Skandinavíu og Austur-Evrópu hafa mátt þola gífur- legar frosthörkur. 183 hafa dáið vegna kulda í Póllandi og í Moskvu, höfuðborg Rússlands, eru fórnar- lömb kuldans orðin 223. Frá því er sagt á fréttasíðu BBC að í Portúgal liggi lestarsamgöngur milli Lissabon og Oporto að hluta niðri enda 300 km langur kafli lest- arteinanna undir vatni. Þá hafa flóð eyðilagt tvær brýr inni í miðju landi. Í Þýskalandi eru menn í við- bragðsstöðu enda miklar rigningar. Þrettán ára piltur dó í Suður-Þýska- landi þegar tré féll á bifreið sem barnið var farþegi í en faðir drengs- ins liggur alvarlega slasaður á spít- ala. Þá lést átján ára ökumaður í Henstedt-Ulzburg í norðurhluta Þýskalands. Svipaða sögu er að segja af Belgíu en þar hafa ár flætt yfir bakka sína, með þeim afleiðingum að flætt hefur inn í fjölda húsa. Tveggja kvenna er saknað og óttast er að þær hafi drukknað. Í Bretlandi hafa sam- göngur sömuleiðis riðlast vegna úr- komu og víða hefur þurft að loka veg- um. Í Frakklandi hefur verið afar vindasamt og í Alsace-héraði í norð- austurhluta landsins bárust björgun- arsveitum alls áttahundruð útköll vegna veðursins. Einn maður slasað- ist alvarlega þegar tré féll á bifreið hans. Þá hafa næstum 300.000 manns mátt glíma við rafmagnsleysi. Í Rúmeníu hafa ár einnig flætt yfir bakka sína og fórst einn af þeim sök- um á miðvikudag. Tveggja til viðbót- ar er saknað. Svipað er uppi á ten- ingnum í Tékklandi en lestarsam- göngur lágu víða niðri í gær vegna veðurs. Mannfall hefur þó verið mest í Pól- landi og í Rússlandi. Eru flestir þeirra, sem þar hafa dáið vegna kuld- anna, útigangsmenn og fólk sem of- kælst hefur eftir að hafa sofnað úti í kuldanum í kjölfar mikillar drykkju. Miklar frosthörkur gera íbúum Skandinavíu einnig lífið leitt og Aft- enposten segir frá því að þúsundir manna hafi mátt bíða eftir strætis- vögnum eða lestum, sem ekki létu sjá sig. Var þar um að kenna mikilli snjó- komu, tæknilegum vandamálum og manneklu, enda gekk fólki erfiðlega að komast á vinnustað vegna veðurs- ins. Tólf stiga frost var í Ósló og þeir því ekki öfundsverðir sem máttu bíða eftir strætisvögnum sem komu seint, eða alls ekki. Úrkoma og frosthörkur leika íbúa Evrópu grátt París, Stuttgart, Prag. AFP. AP Björgunarmenn á báti í miðbæ borgarinnar Zell, nærri ánni Moselle í Þýskalandi. Vegna vatnavaxta hafa margar ár í landinu flætt yfir bakka sína og byggðin í nágrenninu er víða undir vatni af þeim sökum. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur heitið því að leggja fram í næstu viku áætlun sem miðar að því að hleypa nýjum þrótti í efna- hagslíf landsmanna. Forsetinn kveðst hafa áhyggjur af auknu at- vinnuleysi þó svo að nýja árið hafi hafist með umtalsverðum hækkun- um á hlutabréfamarkaði vestra. Bush sagði fréttamönnum á fimmtudag að áætlunin yrði kynnt í næstu viku og ónefndur embættis- maður greindi frá því að það myndi forsetinn gera í Chicago á þriðjudag. „Ég hef áhyggjur af atvinnumál- um,“ sagði Bush er hann ræddi við fréttamenn á búgarði sínum í Texas. „Ég hef áhyggjur af atvinnuleysi og af þeim sem leita vinnu en fá ekki.“ Forsetinn sagði efnahag Banda- ríkjanna traustan en kvaðst viður- kenna að „óvissa“ ríkti á þeim vett- vangi. Aðspurður vildi forsetinn ekki staðfesta að hann hygðist boða skattalækkanir en á þær lagði hann ríka áherslu í baráttunni fyrir for- setakosningarnar árið 2000. Þær að- gerðir sættu mikilli gagnrýni á þeim forsendum að þær myndu einkum gagnast hinum ríku í Bandaríkjun- um. „Ég mun skoða alla möguleika,“ sagði Bush. Helstu dagblöð Bandaríkjanna greindu frá því að forsetinn hygðist einkum horfa til skattlækkana. Í ráði væri að lækka fjármagnstekjuskatta sem og tekjuskatta einstaklinga og yrði það gert í formi nýrra frádrátt- arliða. Dagblöðin The Washington Post og The New York Times greindu ennfremur frá því að áætlun forsetans kvæði á um breyttar bók- haldsreglur sem gera myndu fyrir- tækjum kleift að afskrifa fyrr en áður ýmsan búnað sem þau keyptu. Þá yrði tekjuskattslækkun launafólki til handa flýtt að einhverju marki en hún átti að taka gildi á næsta ári. The Washington Post hafði eftir ónefndum embættismanni að nokkr- ir aðstoðarmanna Bush hefðu ráðlagt honum að undanskilja auðugustu Bandaríkjamennina þannig að skattalækkanirnar næðu ekki til þeirra. Þetta hefðu þeir lagt til með þeim rökum að þannig mætti komast hjá gagnrýni demókrata. Forsetinn hefði á hinn bóginn hafnað þessari tillögu. Hlutabréfamarkaðir tóku við sér er þeir voru opnaðir á nýju ári. Á fimmtudag, sama dag og forsetinn lét ummæli sín falla um nauðsyn þess að hleypa nýju lífi í efnahagslífið, hækk- aði Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 265,89 stig eða 3,19 prósent. Bush kynnir efnahagsráð- stafanir Reynt að hleypa nýjum þrótti í efna- hagslífið með skattabreytingum Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.