Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÓLRÚN Braga- dóttir sópransöng- kona og Peter Máté píanóleikari halda stutta söngvöku í kirkju Óháða safnað- arins við Háteigsveg á morgun kl. 14. Á efnisskránni er blönduð dagskrá ver- aldlegra og kirkju- legra verka, allt frá litlum íslenskum lagaperlum til óperu- aría. „Ég get þó full- yrt að þetta er allt mjög hugljúf tónlist,“ segir Sólrún í samtali við Morgunblaðið. „Það var ákveðið með nokkuð skömmum fyrirvara að halda þessa tónleika. Markmiðið með þeim er að gefa áheyrendum tækifæri til að njóta tónmáls raddar og píanós í af- slappaðri stemningu.“ Peter Máté mun leika undir söng Sólrúnar á píanó og orgel, en hann starfar sem organisti í kirkju Óháða safnaðarins. Mun dagskráin verða kynnt jafnóðum á tónleikunum af Sólrúnu sjálfri. „Með þessum tónleikum langar mig að skapa svolítið öðruvísi stemmningu en er viðhöfð í hefð- bundnu og formföstu tónleika- formi. Ég brýt upp formið og er ekki með neina efnisskrá né prentaðan texta, þar sem mér finnst oft brenna við að fólk sé að rýna ofan í efnisskrána í stað þess að slappa af og njóta tónlistar- innar. Mig langar til þess að kom- ast inn að hjartarótum áheyrand- ans og tengja hann við sinn eigin innri fjársjóð. Ég óska ekki eftir að fá gagnrýnendur nema ef þeir vilja koma eingöngu til að njóta stundarinnar eins og aðrir.“ Sólrún hefur að undanförnu fengist meðal annars við tónleika- hald með öðruvísi sniði en hún hefur fengist við áður, en hún er búsett í Danmörku. „Það hófst þannig að ég var beðin að syngja án undirleiks í afmæli. Ég gerði mér þá grein fyrir hversu sterkt slíkt tjáningarform getur verið og hef haldið þó nokkra slíka tón- leika þar sem ég hef upplifað mjög sterk viðbrögð hjá áheyr- endum. Röddin ein og sér virðist eiga ótrúlega greiða leið að hjört- um manna, án þess þó að ég sé að vanmeta samspil raddar og með- leikara sem eru auðvitað yndis- legt form í sjálfu sér. Vel þjálfuð mannsrödd í hamingjusömum einstaklingi getur haft svo djúp áhrif á fólk. Þannig að ég er að þreifa mig áfram í þessum efnum. Mér finnst mikilvægt að miðla ís- lenskum áheyrendum af þeirri list sem ég hef verið að fást við þegar ég dvel hér heima,“ segir hún en hún er nú stödd hér í jóla- fríi. Tónleikarnir á morgun hefjast sem fyrr segir kl. 14. Sólrún Bragadóttir og Peter Máté með tónleika hjá Óháða söfnuðinum Tækifæri til að njóta Peter Máté Sólrún Bragadóttir DJASSTÓNLEIKUM Davids Zoff- er og Adams Larrabee verður flýtt um eina klukkustund og hefjast þeir kl. 20 í kvöld en ekki kl. 21. Tónleikarnir eru á Kaffi Reykja- vík. Breyttur tónleikatími ÞESSI myndarlega Árbók Ferða- félags Íslands er hin sjötugasta og fimmta í röð þessa einstaka ritsafns og jafnframt afmælisrit á sjötíu og fimm ára afmæli félagsins. Hjörleifur Guttormsson hefur áð- ur ritað þrjár Árbækur um Austur- og Suðausturland. Sú fyrsta kom út árið 1974, Austfjarðafjöll. Þá kom út 1987 Norð-Austurland. Hálendi og eyðibyggðir. Árið 1993 birtist Ár- bókin Við rætur Vatnajökuls. Og nú kemur sú fjórða og verður því ekki annað sagt en höfundurinn hafi gert Austurlandi rækileg skil. Alls eru þetta rúmar þúsund blaðsíður um þennan fjórðung. Og árin eru orðin tuttugu og átta frá því að fyrsta bók- in kom út. Það er því áreiðanlega komið eitthvað á fjórða áratuginn síðan höfundurinn fór að sinna þessu viðfangsefni. Athygli kann að vekja hversu bækurnar hafa stækkað. Sú fyrsta var aðeins 187 bls. (texti og heimildir), en sú síðasta er orðin 345 bls, og er hún þó í stærra broti. Þetta er kannski ekkert undar- legt, því vafalaust hefur jafnt og þétt safnast í fræðasjóðinn. Að þessu sinni er sögusviðið suð- urhluti Austfjarða: Álftafjörður, Hamarsfjörður, Djúpivogur og Hálsþinghá, Papey, Berufjörður, Breiðdalur, Stöðvarfjörður, Fá- skrúðsfjörður og suðurströnd Reyð- arfjarðar. Fjallað er um byggð og landshætti með ströndum og inntil dala, fjalllendið milli fjarða og innaf dölum, eyjar sker og sund. Er ekki annað að sjá en hér sé um vélt af einstakri nákvæmni og eftir bestu fáanlegum heimildum. Feiknamik- ill fjöldi ljósmynda er af stöðum. Hefur höfund- urinn tekið allar mynd- irnar sjálfur bæði úr lofti og af jörðu niðri (fáeinar gamlar myndir koma hér með). Mynd- gæði eru frábær og er því auðséð að höfundur er einkar fær ljós- myndari (og prent- vinnsla með ágætum), auk þess sem myndir hans sanna að hann hefur farið um allt þetta mikla svæði sjálfur og er það ekki lítið afrek. Þess skal sérstaklega getið hversu annt höfundur hefur látið sér um söfnun örnefna og er það vissulega mikils um vert. Auk yfirlitskorts yfir svæðið eru 17 hlutakort með geysilegum fjölda örnefna og 6 jarðfræðikort og jarð- fræðisnið. Eru kort þessi (staðfræði- kortin) gerð af Guðmundi Ó. Ingv- arssyni og eru þau stórvel gerð. Landið, sem um er fjallað, er víð- ast hvar heillandi fagurt, marg- breytilegt og því afar forvitnilegt öll- um, sem um fara. Það er ekki lítils vert að eiga þess nú kost að skoða það við leiðsögn gjörkunnugs og fróðs fylgdarmanns. Hjörleifur Guttormsson þekkir ekki aðeins landið heldur og sögu byggðar, veit margt um hverjir þar byggðu og við hvaða kjör þeir lifðu. Hann stiklar að vísu oft á stóru sem vonlegt er, því efnið er meira en ein bók rúmar, þó að væn sé. Óumdeilanleg er ást- in, sem höfundur ber til þessa lands og lífs, sem hann lýsir. En hæv- erska hans er þó slík að maður verður hennar naumast var nema í þeirri alúð og ná- kvæmni, sem hann leggur í verk sitt. Einkenni á þessari ágætu bók er að höf- undur virðist eiga erfitt með að nálgast lesanda sinn eða eins og hann kinoki sér við því. Hann er alltaf fremur fjarlægur og ópersónu- legur. Fyrir bragðið verður stíllinn einhæfari og kaldari. Ég finn ekki fyrir að hann sé að tala við ,,mig“, ekki segja ,,mér“ frá, heldur öllu fremur að gefa opinbera skýrslu. Þar sem frásögnin er þar að auki hlaðin upplýsingum verður erf- itt að halda athyglinni vakandi nema stutta stund í einu. En það er heldur engin frágangssök að taka sér hvíld- ir og byrja aftur. Ég get ekki ímynd- að mér neinn lesa þessa bók í strik- lotu sér til gagns nema hann sé talsvert kunnugur efninu fyrir. Í bókarlok eru nefndir fjölda- margir heimildamenn og ráðgjafar. Þeir nálgast líklega hundraðið. Rit- heimildir eru og margar og vissulega áhugaverðar fyrir þá, sem vilja sökkva sér í fræði Austurlands. Nafnaskrá er á 44 blaðsíðum. Er hún tvískipt: Örnefni og önnur staðaheiti og Fólk og vættir. Er sú fyrrnefnda langmest að vöxtum. Afar vel er frá bókinni gengið í alla staði. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Náttúruperlur Austurlands BÆKUR Árbók eftir Hjörleif Guttormsson. Ferðafélag Ís- lands, Árbók 2002, Reykjavík 2002, 362 bls. AUSTFIRÐIR FRÁ ÁLFTAFIRÐI TIL FÁSKRÚÐSFJARÐAR Sigurjón Björnsson Hjörleifur Guttormsson ELLEFU styrkjum var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Húnaþings um jólin að upphæð 1.810.000 kr. Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga fékk styrk vegna metnaðarfulls tónlistarhalds, Riishús á Borðeyri vegna endurbyggingar, Grúska-handverkshópur í Bæjar- hreppi og Gallerí Bardúsa á Hvammstanga vegna efl- ingar handverks, Ungmennasamband V-Hún. vegna íþróttamanns ársins 2002. Þá hlutu einnig viðurkenningar þau Helgi S. Ólafsson Hvammstanga, Ingibjörg Pálsdóttir Hvammstanga og Ólöf Pálsdóttir Bessastöðum vegna starfa að tónlistar- málum, Pétur Aðalsteinsson Hvammstanga vegna tón- smíða og ljóðagerðar, Gunnþór Guðmundsson Hvamms- tanga vegna rit- og myndlistarstarfa og loks hjónin Sigurlaug Þorleifsdóttir og Eggert Karlsson Hvamms- tanga vegna starfa að leiklistarmálum. Alls hefur því Menningarsjóðurinn úthlutað 59 styrkj- um frá stofnun sjóðsins, 30. apríl 1993, og var stofnfé 500 þús. kr. Markmið sjóðsins er að styrkja hvers konar menningarstarfsemi á viðskiptasvæði Sparisjóðsins. Er það von sjóðsstjórnar að stuðningurinn megi efla starf- semi menningarmála á viðskiptasvæðinu. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Styrkþegar ásamt Agli Gunnlaugssyni, formanni Sparisjóðsins, og Páli Sigurðssyni sparisjóðsstjóra. Úthlutað til ellefu styrkþega Hvammstanga. Morgunblaðið. Á INNSÍÐU er enskur titill þessarar snotru bókar. „Children’s Dream Dictionary“. Sá titill opnar betur augu lesandans fyrir tilgangi bókarinnar og skýrir betur gerð hennar en sá sem er í íslensku þýð- ingunni. Eftir nokkra upphafskafla um eðli svefns og drauma, ýmsar gerðir drauma, hvað af draumum má læra, hvernig hægt er að ráða þá, glímu við martraðir og næturógnir og ábendingu um að halda „drauma- dagbók“ (skrítið orð, því að yfirleitt dreymir fólk á nóttunni!) kemur hin eiginlega orðabók yfir draumtákn. Henni er skipt í þemu, svo sem dýr, fólk, staði o.s.frv. Innan hvers þema eru uppflettiorð. T.a.m. eru í dýra- flokknum fuglar, heimiliskettir, hundar, refir, fílar o.s.frv. Um hvert uppflettiorð er dálítil skýringar- grein. Af þessari lýsingu mætti ætla, að hér væri á ferðinni ein af hinum hefðbundnu draumaráðn- ingabókum, þar sem hvert draum- tákn hefur fasta merkingu og vísar fram í tímann. Svo er alls ekki. Bókin flytur þann boðskap að draumurinn vísi inn í sálarlíf dreymandans og lýsi sálarástandi hans. Þetta kemur ágætavel fram í upphafsköflum bókarinnar og raun- ar í henni allri. Þó að talin séu upp draumtákn eru þau ekki fastari en svo, að mörg þeirra eru menning- arbundin, staðbundin og háð tíma, auk þess sem lokamerking þeirra er tengd aðstæðum og ástandi dreymandans. Skilmerkilega er greint frá þessu öllu, í stuttu máli að vísu. Mikilvægasti boðskapur bókar- innar er að mínu viti hversu gagn- leg hún getur orðið foreldrum og öðrum forsjármönnum barna. Draumar eru kjörleið til að kynnast líðan barna, áhyggjum þeirra, hræðslu, kvíða, einsemd o.s.frv. og opnast þá um leið möguleikar á að bæta úr. Þessi bók ætti að geta komið mörgum á sporið. Mér virðist að sú sálfræði, sem hér er stuðst við, sé nokkuð traust og öfgalaus og varla ofbýður hún heilbrigðri skynsemi. Bókin er fallega út gefin og vel frá henni gengið í alla staði. Þýð- ingin er yfirleitt vel sæmileg, þó ekki alls kostar hnökralaus sam- kvæmt minni sérvisku. Barnadraumar BÆKUR Handbók Amanda Cross. Anna María Hilmarsdóttir þýddi. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2002, 143 bls. DRAUMAR BARNA OG MERKING ÞEIRRA Sigurjón Björnsson Áhrif kristni á norrænar nafngjafir er ráðstefnurit frá 28. ráðstefnu Nor- rænnar samvinnunefndar um nafna- rannsóknir (NORNA), sem haldin var í Skálholti dagana 25.-28. maí 2000. Ritið, Kristendommens indflydelse på nordisk navngivning, er nr. 74 í rit- röðinni NORNA-rapporter, sem sam- vinnunefndin gefur út á forlagi sínu, í þetta sinn í samvinnu við Háskóla- útgáfuna og Örnefnastofnun Íslands. Ritstjóri er Svavar Sigmundsson, forstöðumaður Örnefnastofnunar. Þátttakendur í ráðstefnunni voru 26 frá öllum Norðurlöndunum og Skot- landi, og haldnir voru 12 fyrirlestrar auk samantektar í lokin. Ellefu fyr- irlestrar eru birtir í bókinni auk sam- antektar og þar eru einnig útdrættir á ensku. Greinarnar fjalla bæði um mannanöfn og örnefni sem tengjast kristnum dómi. Guðrún Kvaran fjallar um íslensk mannanöfn frá þessu sjón- armiði, Gösta Holm um trúarskipti og mannanöfn í Norrlandi í Svíþjóð, Ole- Jörgen Johannessen um kristin nöfn í Noregi á miðöldum og Anders Lööv um suður-samísk mannanöfn í Noregi frá forkristnum tíma til nútíðar. Gunnstein Akselberg skrifar um kristna nafna- forðann út frá norskum örnefnum, Vid- ar Haslum um kirke og prest í norskum örnefnum, Jónína Hafsteinsdóttir um nafnliðinn kirkja í vestfirskum örnefn- um, Bent Jörgensen um nöfn á dönsk- um kirkjum í þúsund ár, Svavar Sig- mundsson um örnefni sem tengjast þjónum íslensku kirkjunnar, Inge Sær- heim um örnefnin Klokkene, Krossen og Kristennamnet í Noregi, Susanne Vogt um dönsk klaustranöfn og Mats Wahlberg ritar samantekt um efni ráð- stefnunnar. Að síðustu er nafnaskrá. Ráðstefnan var haldin í tilefni af af- mæli kristnitöku í landinu, og var hún studd af menntamálaráðuneyti, Clara Lachmanns fond og Letterstedtska föreningen. Síðastnefndi sjóðurinn og Kristnisjóður studdu auk þess útgáf- una. Ritið er um 200 bls. og í því eru nokkrir uppdrættir, kort og töflur. Verð: 1.500 kr. Ráðstefnurit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.