Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 25 ÞAÐ er ekki lítið í fang færzt að taka saman yfirlit yfir skipulag byggðar á Íslandi allar götur frá landnámi til líðandi stundar. Fram til þessa hefur almenningur ekki átt greiðan aðgang að upplýsingum um skipulag og framvindu byggðar hér á landi og má því segja, að hér sé um brautryðjendaverk að ræða. Vissulega hefur margt verið ritað um sögu byggðar og ýmsar grein- argerðir samdar um það efni, en það hefur ekki verið sett fram á jafn heildstæðan hátt áður og í fræðilegu samhengi. Að hluta til er bók þessi í ætt við kennslubækur, því að hún fjallar á margan hátt um aðferðir skipu- lagsfræðinnar. Að öðrum þræði er hún sagnfræðirit, því að rakin er saga byggðaþróunar í landinu, en einnig er skyggnzt fram á við. Bókin skiptist í fimm megin- kafla. Í hinum fyrsta er rætt um landið og náttúruna sem hið mót- andi afl. Þá er fjallað um hin fyrstu skref í byggðarmótun og gerð grein fyrir grundvallaratriðum, sem þar ráða. Í þriðja meginkafla, sem er sýnu lengstur, er farið ná- kvæmlega í skipulagsþróun bæja og óbyggðra svæða. Í fjórða kafla eru þróun kerfa á landsvísu gerð ítarleg skil og í fimmta og síðasta meginkafla er litið til lengri tíma og síðari tíma þróun gerð að um- talsefni. Bókin er geipilega efnismikil og ótrúlega víða komið við. Sambúð lands og þjóðar er höfundi hug- leikin og hann bregður upp mörg- um myndum af, hvernig náttúran hef- ur haft áhrif á bú- setu. En það er fleira sem kemur til, því að atvinnuhættir, sam- göngur og félagsleg atriði hafa ekki síður haft áhrif. Þá leggur höfundur mikið upp úr mati á stöðu og möguleikum þétt- býlis og strjálbýlis vegna allrar þeirrar umbyltingar, sem er að verða í allri gerð þjóðfélagsins. Höfundur færir margvísleg rök fyrir því, hvernig skipulag getur nýtzt sem verkfæri til þess að finna út og greina hvað er að gerast í bú- setuþróun. Á grundvelli slíkrar greiningar megi síðan bregðast við á skynsaman hátt og skapa ný tækifæri. Því miður hefur víða margt farið í handaskolum í skipu- lagsmálum eins og víða er réttilega bent á. Ekki er ósennilegt, að ýmsir hafi sitthvað að athuga við ýmsar stað- hæfingar, sem fram koma í þessu mikla riti. Höfundur er óhræddur við að segja skoðun sína og hann bendir á fjölmörg atriði, sem sennilegt er, að fæstir hafi hug- leitt; því verður þessi bók án efa veigamikill umræðugrundvöllur í náinni framtíð. Það er laukrétt hjá höfundi, að því fer fjarri, að Reykjavík geti kallazt vistvænn bær. Stundum sýnist þó sem of mikillar einföldunar gæti í umfjöll- un og of víðtækar ályktanir séu dregnar af einstökum atburðum. Má benda á, að heildarfjöldi býla á afmörkuðu svæði, til dæmis í ein- um dal, segir næsta lítið um bú- skaparsöguna, því að býlin voru ekki í byggð á sama tíma. Þá verður að gæta þess, að hlutfall á milli nautgripa og sauðfjár var allt ann- að á fyrri öldum en síðar varð og af- rakstur beitilanda breyttist mjög til hins verra á skömm- um tíma. Allt hafði þetta áhrif á búsetu landsmanna. Sums staðar er notkun hugtaka röng, eins og ekki er gerður greinarmunur á trjá- rækt og skógrækt. Einnig saknar maður þess, að ekki skuli meira fjallað um þróun skipulagsmála með tilliti til nýbýlalöggjafarinnar (Rauðku) eða sagt frá áformum Nýbyggingarráðs, meðal annars um að reisa 100 þúsund manna bæ í Höfðakaupstað. Frá þessum ár- um munu vera til margar skýrslur og greinargerðir um viðamikla uppbyggingu á landsbyggðinni, og kannski hafa sumar verið látnar hverfa. Meðal annars samdi einn manna, sem létu mikið til sín taka, ritið »Hvernig byggja skal landið«. Bók þessi er í stóru broti með mörgum myndum, uppdráttum og kortum. Myndir eru því miður mjög litlar og sumar óskýrar, sömu sögu er að segja um sum kortanna, að erfitt er að lesa á þau. Nokkrir hnökrar eru í texta, sem auðvelt hefði verið að lagfæra. Að lokum skal það áréttað, að hér er hnýsilegt rit á ferð, sem mikil vinna hefur verið lögð í, og mun vafalaust teljast til grundvall- arrita í þessum fræðum, þegar fram líða stundir. Höfundur á lof skilið fyrir framtak sitt. Skipulagsfræði BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Trausti Valsson. 480 bls. Há- skólaútgáfan, Reykjavík 2002. SKIPULAG BYGGÐAR Á ÍSLANDI – FRÁ LANDNÁMI TIL LÍÐANDI STUNDAR Ágúst H. Bjarnason Trausti Valsson MEIRA en hálf öld er liðin síðan fyrri útgáfa þessa niðjatals hófst í samantekt Péturs Zophoníassonar ættfræðings. Pétur lést hins vegar árið 1946 áður en útgáfu niðjatalsins var lokið. Fjögur hefti höfðu þá komið út (1939, 1941, 1942 og 1943). Fimmta heftið kom ekki út fyrr en löngu síðar eða 1972 og var þar numið staðar, þó að mikið væri eftir. Ný útgáfa hófst árið 1983 á vegum Skuggsjár, Bókabúðar Ólivers Steins. Fyrrgreind fimm hefti náðu nokkuð fram í III. bindi nýju útgáf- unnar, en síðan var stuðst við vél- rituð drög Péturs, svo langt sem þau náðu. Í seinustu bókunum er þó mest nýtt. Ættforeldrarnir, Guðríður (f. 1688, d. 1756) og Bjarni (f. 1679, d. 1757) áttu að líkindum sautján börn. Menn kunna nú nöfn á fjórtán þeirra. Frá ellefu þeirra eru niðjar komnir. Í fjórum fyrstu bindunum höfðu verið raktir niðjar frá tíu systkinanna. Með fimmta bindi hefst niðjatal ellefta systkinisins, Stefáns Bjarnasonar (sem þó er ekki yngst- ur. Fimm eru yngri) og er því ekki lokið með sjöunda bindinu, sem nú kemur út. Ástæðan fyrir því að það tekur svo mikið rúm er að tekinn var upp sá háttur að rekja allt til nú- tímans, en niðjar hinna systkinanna eru ekki raktir lengra en fram á fimmta áratuginn. VII. bindið hefst á niðjatali Guð- mundar Brynjólfssonar (1794–1883) stórbónda og auðmanns á Keldum á Rangárvöllum. Brynjólfur faðir Guðmundar var bóndi í Árbæ og var sonur Stefáns Bjarnasonar áður- nefnds. Guðmundur var sjötta barn Brynjólfs. Sjálfur var hann þrí- kvæntur. Með fyrstu konu sinni átti hann átta börn og áttu þrjú þeirra afkomendur. Meða annarri konunni átti hann þrjá syni og með þriðju konunni átti hann þrettán börn. Níu þeirra komust upp og sjö eignuðust afkomendur. Eina dóttur átti Guð- mundur auk þess milli kvenna og þá er talið að hann hafi átt þrjár dætur til viðbótar. Tuttugu og fimm börn báru nafn hans og þrjú talin líklega hans börn. Þessu sjöunda bindi lýk- ur með niðjatali yngsta barns fyrstu konu og er því augljóslega allmikið eftir. Í þessu bindi sýnist mér að niðja- talið nái stundum yfir ellefu ættliði og líklega væru ættliðirnir stundum að minnsta kosti einum fleiri, ef á sama hátt væri rakið frá eldri börn- um Bjarna og Guðríðar. Niðjatal þetta er með hefðbund- um hætti, þ.e. eingöngu eru ætt- fræðiupplýsingar, nema um elstu ættliðina. Pétur Zophoníasson not- aði eingöngu bókstafamerkingar yf- ir ættliði og einstaklinga innan hvers liðar. Því kerfi hefur að sjálf- sögðu verið haldið, enda ekki annað hægt þar sem fyrstu bindin voru ljósrituð. Nokkuð getur kerfi þetta virst framandlegt þeim, sem ekki eru því vanir. En vel er það brúk- legt, ef ættliðir eru ekki mjög marg- ir, en þegar þeir eru orðnir tíu til tólf fer málið að vandast, þá er ekki auðvelt að lesa úr (aaabbcdeeffa) og mínum skilningi er ofvaxið hvernig prófarkir verða lesnar svo að vel sé. Pétur hafði þann hátt á að rekja karllegg maka nokkra liði til baka, þar sem hann hafði upplýsingar. Kvenlegginn rakti hann yfirleitt ekki. Þetta sést víða í þessu bindi og má þar líklega sjá fingraför Péturs heitins. Frá því að sjötta bindi þessa mikla niðjatals kom út og þar til þetta sjöunda birtist hafa liðið tíu ár. Var ég farinn að halda að menn hefðu trénast upp á útgáfunni eftir að Ólíver Steinn lést. Svo er þó ekki. Nú hafa þeir sem við stjórnvölinn standa fengið Skjaldborg til liðs við sig. Auk Péturs Zophoníassonar hafa margir komið að gerð og frágangi þessa niðjatals. Þar er að nefna Zophonías Pétursson, Theódór Árnason, Sigurð Sigurðarson, Pál Lýðsson, Finnboga Guðmundsson og nú síðast Friðrik Skúlason, Sig- fús Sigfússon og Sigurð Unnar Ein- varðsson. Mikill fjöldi ljósmynda er í þessu bindi eins og hinum fyrri og eru þær allar aftan við texta. Brot ritraðar- innar er „Skírnisbrot“ eins og mér er tamt að kalla það. Vel er frá þessu mikla niðjatali gengið á alla lund. Langt niðjatal Sigurjón Björnsson BÆKUR Ættfræði Niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson. Ný útgáfa. Sjöunda bindi. Bókaútg. Skjaldborg, 2002, 333 bls. VÍKINGSLÆKJARÆTT HALLFRÍÐUR Kolbeinsdóttir frá Akureyri opnar sýningu á batik- verkum á Kaffi Mílanó á morgun, sunnudag. Allar myndirnar eru upp- lýstar í viðarrömmum. Hallfríður hefur áður sýnt verk sín á veit- ingastaðnum Friðriki V á Akureyri. Á sýningunni nú eru 10 verk, allt nýjar myndir unnar á nýliðnu ári. Sýningin er opin á afgreiðslutíma kaffihússins og stendur að minnsta kosti út janúarmánuð. Batikverk eftir Hallfríði Kolbeinsdóttur. Hallfríður sýnir á Kaffi Mílanó VERK Eyglóar Harð-ardóttur veitir okkur sýninn í hinn sjónræna tvívíðaheim sem birtist okkur á margan hátt. Framsetning verksins er tiltölulega tvívíð en upplifunin margræðari. Hvati verksins kemur frá dag- blaðabunkanum en þar skírskotar listamaðurinn í það sem hún kallar ,,heildarfréttamennsku“ þar sem er ekki verið að vísa í neina eina ákveðna frétt heldur hinn sjónræna tvívíða heim sem fréttamiðillinn býr til. Útlit dagblaða er klassískt og má færa að því rök að eins og fréttirnar eru settar upp í dagblöðum koma þær fyrir sjónir almennings sem trú- verðugar fréttir. Hins vegar er sann- leiksgildið afmarkað og í raun tvívítt. Fréttir eru t.d. háðar þeim sem flytja þær. Heildarsýn eða margræð sjónarhorn eiga ekki við þegar við erum að tala um þennan miðil. Hinn sjónræni þáttur verksins og ekki síst hlutverk litarins er mik- ilvægur. Svörtu reitirnir í gólfhlut- anum eru teknir úr sjónskynj- unarrannsóknum Hermans Hering um skuggann sem birtist á hinum hvíta fleti milli ferninganna þó að hann sé ekki þar. Þessir reitir vísa um leið í dálkauppraðanir dagblaða og hverfulleik sannleiksgildisins, þess sem við sjáum og þess sem heil- inn segir okkur að við sjáum. Þannig er vegghluti verksins dæmi um hvernig litir kalla fram andstæða liti í skynjun áhorfandans og ef horft er á hringina í einhvern tíma fljóta lit- irnir saman. Í hinum hangandi hluta verksins er svo leitað inn í hið opna svæði hugans þar sem ein mynd sem birtist í huga listamannsins kallar á aðra. Þetta mætti kalla fréttamyndir hugans. Enn ein vísunin í verkinu er í kvikmyndina og hið sjónræna hug- arspil sem áhorfandinn notar þegar hann horfir á kvikmyndir. Tvær myndir í gólfhluta verksins eru tekn- ar úr kvikmynd en önnur myndin hefur verið ,,hreinsuð“ af öllum aukaatriðum. Með þessu undir- strikar listamaðurinn að í kvikmynd- um er hreyfing í tíma og rúmi en myndin á tjaldinu eða skjánum er aftur á móti tvívíður flötur. Heili okkar býr hins vegar til allt aðra mynd en þá sem birtist á flötum fleti, þ.e. þrívíða mynd. EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Án titils, 2001 Verkið er á sýningunni Íslensk myndlist 1980–2000 í Listasafni Ís- lands. Texti: Listasafn Íslands. Tímarit Máls og menningar, 4. tbl. 2002, er komið út. Meðal annars rekur Ásgeir Jónsson hagfræðingur umskipti á högum hafnarbyggða til samgöngubyltinga og segir þar m.a. að mjög þung undiralda vinni nú gegn búsetu víða um strendur landsins, sem tengist ekki nema að litlu leyti þeim pólitísku þrætum sem nú séu í brennidepli í byggða- málum. Auðunn Arnórsson, sagn- og stjórnmálafræðingur, rekur úrslit kosninga í álfunni 2001–2002 og kannar hvort stjórnmálin stefni til hægri eða vinstri eða fljóti í farvegi meginstraumsins. Haukur Ingvars- son íslenskufræðingur skrifar um Sonning-verðlaunin sem Halldór Laxness hlaut árið1969 en mikil blaðaskrif spunnust um verðlaunin bæði á Íslandi og í Danmörku, ekki síst vegna mótmæla sem danskir stúdentar efndu til. Kristín Lofts- dóttir, mannfræðingur og rithöf- undur, skrifar grein um heimssýn- ingar. Lilja Hjartardóttir kryfur ástand mála í Íran, Helgi Gunnlaugsson fjallar um fíkniefnavanda fortíðar- innar auk þess sem birt er afrísk smásaga og íslensk ljóð. Tímarit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.