Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 9 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala Engjateigi 5, sími 581 2141. Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Stór- útsalan byrjar í dag Nýtt kortatímabil (30 rúmlesta skipstjórnarréttinda) 15. janúar til 24. mars. Kennsla í Austurbugt 3 frá kl. 19-23 mánudaga og miðvikudaga. Ekki missa af þessu námskeiði. Innritun í síma 898 0599 og 588 3092. bha@centrum.is www.siglingaskolinn.net Siglingaskólinn Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. NÁMSKEIÐ TIL PUNGAPRÓFS Lokað í dag Útsalan hefst laugardag Laugavegi 56, sími 552 2201 ALVÖRU ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Flíspeysa 3900 900 Bómullarpeysa 6900 1900 Pelsvesti 6900 1900 Jakkapeysa 5800 900 Tunika 3900 1200 Dömublússa 3100 900 Gallajakki 4800 1900 Teinóttur blazer 5900 900 Hlýrakjóll 4600 1200 Sett bolur og pils 7800 1900 Dömugallabuxur 4900 1900 Rúskinnsbuxur 8900 2900 Herrapeysa 6100 1900 Herraskyrta 3100 1200 ...og margt margt fleira 60—80% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl. 10.00-18.00 www.friendtex.is ÚTSALA 30-50% AFSLÁTTUR Opið í dag í Grundarhvarfi 1 á milli 14 og 19 eða eftir samkomulagi í síma 897 4770 Dömustærðir: 42-44 Herrastærðir: 47-50 Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun MonariMac Stretsbuxur á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 ÝTARLEGUM þætti BBC um Kárahnjúkavirkjun og fyrirhugaðar álversframkvæmdir var útvarpað skömmu upp úr áramótunum. Þátt- urinn, Fire and Ice eftir Alex Kirby, var hálftíma langur og var sendur út á BBC, Rás 4. Hægt er að hlusta á þáttinn með því að fara á: http://www.bbc.co.uk/radio4/ sciene/costingtheearth.shtml Í þættinum velti Kirby upp þeirri spurningu hvort Íslendingar séu að selja náttúrugersemar sínar eða einfaldlega að snúa vörn í sókn í at- vinnumálum á Austurlandi. Rætt var við fjölmarga Íslend- inga í þættinum, bæði náttúru- verndarsinna og eins þá sem styðja álversframkvæmdir. Greint var frá hungurverkfalli Hildar Rúnu Hauksdóttur, móður Bjarkar, og rætt við hana og spiluð lög eftir Björk. Kárahnjúk- ar á BBC ÖKUMAÐUR bifreiðar slapp ómeiddur þegar bíll hans rann til í hálku við brúna yfir Heiðdalsá í Mjóafirði um hádegi á þriðjudag. Klukkustund leið þar til vegfarandi kom að honum og fyrr gat hann ekki látið vita af slysinu. Bíllinn er tals- vert skemmdur og óökufær. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði skorðaðist bíllinn á brúnni og sat þar fastur. Óhappið varð við Djúp- mannabúð en þar er slitrótt NMT- samband og ekkert GSM-samband. Það kom reyndar ekki að sök í þessu tilfelli því ökumaðurinn var ekki með farsíma meðferðis. Fastur á brú í Djúpinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur upplýst ítrekuð innbrot í Lækjar- skóla um síðastliðna helgi, en brot- ist var inn föstudags- og laugar- dagskvöld og stolið tölvubúnaði og myndbandstæki. Töluverðar skemmdir voru unnar við innbrot- in en farið var inn með því að brjóta rúðu í húsinu. Í fyrra inn- brotinu var stolið myndbandstæki. Eftir að innbrotið uppgötvaðist var glugginn byrgður til bráða- birgða en kvöldið eftir endurtók sagan sig með því að hleri, sem settur hafði verið upp, var rifinn niður og farið inn um sama glugga og tölvu stolið. Tveir piltar undir 18 ára aldri eru grunaðir um bæði innbrotin og hefur annar þeirra játað verkn- aðinn við yfirheyrslur. Lögreglan hefur endurheimt hluta þýfisins. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði er ekki algengt að brotist sé inn í skóla, en mest er um inn- brot í bifreiðir þar sem sóst er eft- ir geisladiskum og hljómflutnings- tækjum. Innbrot í Lækjarskóla upplýst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.