Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 20
RÍSÍN-fundurinn í
London um síðustu
helgi hefur orðið til
þess að menn hafa rifj-
að upp morðið á búlg-
arska andófsmann-
inum Georgi Markov í
borginni árið 1978.
Markov, sem hafði
flúið til Bretlands níu
árum áður, var myrtur
þar sem hann beið eftir
strætisvagni í London,
en talið er að tilræð-
ismaður hans hafi skot-
ið eitraðri og agn-
arsmárri pílu í lærið á
honum úr regnhlíf,
sem hann hélt á.
Atburðurinn átti sér
stað 11. september
1978 en Markov, sem
vann fyrir BBC, var á
heimleið frá vinnu.
Hann fann fyrir sting í
lærinu og sá hvar mað-
ur tók upp regnhlíf
sína. Markov fékk fljótt
mikinn hita og dó síðan
þremur dögum síðar. Í
ljós kom að banamein
hans var rísín-eitrun.
Morðinginn fannst
aldrei, þrátt fyrir að
stjórnvöld í Búlgaríu
og Bretlandi ynnu sam-
an að rannsókn máls-
ins. Grunur leikur á að
sovéska leyniþjón-
ustan, KGB, hafi staðið
að morðinu, ásamt
hugsanlega háttsettum
liðsmönnum búlgörsku
leynilögreglunnar.
Eitruð
píla varð
Markov
að bana
Rísín er afar auðvelt í fram-
leiðslu og stórhættulegt
HELSTI kostur eiturs-
ins rísíns fyrir hryðju-
verkamenn, sem
leggja á ráðin um
voðaverk, er sá að efn-
ið er afar auðvelt í
framleiðslu, en það er
að sama skapi stór-
hættulegt. Að vísu
þarf mikið magn af
eitrinu, ef meiningin
er að verða mörgum
að bana, og það hefur
auk þess ekki áhrif
nema fólk láti það of-
an í sig, eða fái það í
líkamann með öðrum
hætti.
Rísín er eitrað prótínduft úr ald-
inkjörnum kristpálma en skv. upplýs-
ingum sem fengust hjá Blómavali er
hér um afar fallega plöntu að ræða sem
vex þar sem loftslag er hlýrra. Í gegn-
um tíðina hafa þó stundum verið seld
fræ af plöntunni á Íslandi, enda ekkert
því til fyrirstöðu að rækta hana í
blómapotti heima í stofu.
Vökvinn úr kristpálmanum er not-
aður í ýmsa iðnaðarframleiðslu, t.a.m. í
bremsuvökva, að sögn Tómasar Brynj-
ólfssonar stjórnmálafræðings. „Nefna
má að í Írak er að finna stóra akra af
þessari plöntu, en Írakar segjast ein-
mitt vera að framleiða bremsuvökva.
Þú getur hins vegar notað aldinkjarn-
ann til að framleiða rísín,“ segir Tóm-
as, sem hefur BA-gráðu í alþjóðastjórn-
málum frá Georgíu-háskóla í Banda-
ríkjunum og hefur starfað hjá gereyð-
ingarvopnadeild Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel.
Segir Tómas að Bandaríkjamenn
hafi einmitt bent á að framleiðsla á
þessari plöntu í Írak sé full-
umfangsmikil miðað við að
hana eigi aðeins að nota til
framleiðslu bremsuvökva.
„Írakar framleiddu mörg
tonn af þessu á sínum tíma en
sögðust hafa eytt birgðum
sínum. Engar sannanir voru
þó færðar fyrir þeim stað-
hæfingum,“ segir Tómas.
„Bandaríkjamenn áttu þetta
sjálfir áður en þeir hættu að
framleiða lífefnavopn.
Frakkar hafa framleitt þetta
og sömuleiðis Suður-Afríka.
Sýrlendingar eiga þetta eitur
á lager.“
Kristpálminn er algeng
planta, eins og sést af framansögðu.
Segir Tómas að menn geti raunar
veikst af því að borða aldinkjarnann en
til að úr verði hættulegt eitur þurfi hins
vegar að dufta hann niður með til-
teknum hætti.
Ekki sé rétt að bera rísín saman við
blásýru (rísín er 6.000 sinnum hættu-
legra) enda sé rísín lífrænt efni. Eðli-
legra sé að bera það saman við milt-
isbrand eða botulinum, en þessi eitur
hafa einmitt gjarnan verið nefnd til
sögunnar þegar rætt er um alþjóðleg
hryðjuverk.
Tómas segir rísín að vísu ekki eins
hættulegt og fyrrnefnd efni, en einfald-
ara í framleiðslu og notkun. „Mann-
eskja með menntun á sviði efnafræði
eða lífrænna efna ætti ekki í miklum
erfiðleikum með að framleiða eitrið.
Upplýsingar um gerð þess eru líka
handhægar, svo ekki sé meira sagt.“
Rísín virkar þannig að það ræðst að
frumum líkamans. Takist aðeins einni
ögn af rísíni að rjúfa frumuvegginn
lokar eitrið fyrir framleiðslu prótíns og
drepur þannig frumuna.
Fyrstu einkenni rísín-eitrunar minna
um margt á flensu því hiti, hósti og
magaónot fylgja um degi eftir að við-
komandi hefur orðið fyrir eitrun.
Smám saman hætta lungun, lifrin, nýr-
un og ónæmiskerfið að starfa og leiðir
eitrunin til dauða á 3–5 dögum. Lifi
menn lengur er líklegt að þeir nái sér.
Ekkert lyf er til við rísíni en vís-
indamenn í Dallas í Bandaríkjunum
hafa verið að reyna að þróa bóluefni.
Tómas segir að einna helst sé hægt
að ímynda sér að hryðjuverkamenn
kysu að nota rísín til launmorða, enda
auðvelt að stinga menn með efninu,
sbr. morðið á Georgi Markov (sjá ann-
ars staðar á síðunni). Með þeim hætti
komist efnið beint í blóð mannsins.
Á hinn bóginn er rísín ekki talið sér-
staklega hentugt fyrir hryðjuverka-
hópa sem hyggja á „stórt“ hryðjuverk,
sökum þess hversu mikið magn þurfi af
því. Tómas nefnir sem dæmi að 4 tonn
þurfi af rísíni fyrir hvert 1 kg af milt-
isbrandi vilji menn hafa sömu áhrif.
Á hinn bóginn sé það vel til þess fallið
að skapa mikinn ótta meðal fólks.
Þannig mætti hugsa sér að hryðju-
verkamenn kæmu því í vatnsból og þó
að þeir settu ekki nægilega mikið magn
til að valda miklu mannfalli sé ljóst að
óþægindi og veikindi myndu hljótast af,
auk þess sem sjúkrastofnanir á viðkom-
andi svæði yrðu lamaðar.
Þá megi hugsa sér að eitrinu yrði
komið í loftræstikerfi lestarstöðva, svo
dæmi sé tekið, sem yrði til að fólk and-
aði því að sér. Til að þetta hefði tilætluð
áhrif þarf hins vegar að setja bindiefni
saman við eitrið, auk þess sem mikið
magn þyrfti, eins og áður er nefnt.
Tómas Brynjólfsson
Búið til úr algengri plöntu en fræ hennar hafa verið seld á Íslandi
Reuters
Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa undanfarnar vikur leitað gereyðingarvopna í Írak. Írakar fram-
leiddu rísín á sínum tíma í tonnatali en segjast hafa eytt öllum birgðum sínum af eitrinu.
SÉRSVEIT bresku lögreglunnar
um varnir gegn hryðjuverkum leit-
aði í gær tveggja manna til viðbótar
við þá sex sem handteknir voru á
sunnudag eftir að fundist hafði ban-
vænt eitur, rísín, í íbúðarhúsnæði í
London. Sá sjöundi var handtekinn
um miðjan dag í gær. Mennirnir,
sem þegar er búið að handtaka, eru
sagðir af alsírsku þjóðerni en lög-
reglan rannsakar nú hvort þeir teng-
ist al-Qaeda-hryðjuverkasamtökun-
um.
Aðeins lítið magn eitursins fannst
í íbúðinni en talið er hugsanlegt að
búið hafi verið að framleiða meira
magn rísíns, sem síðan hafi verið
flutt annað. Óljóst er hvað mennirnir
hugðust gera við efnið en yfirvöld
óttast að það hafi átt að nota til
hryðjuverka. Hafa læknar og sjúkra-
hús í Bretlandi verið beðin um að
fylgjast grannt með því hvort sjúk-
lingar beri hugsanlega einkenni þess
að þeir hafi orðið fyrir rísín-eitrun.
Líklega framleitt í íbúðinni
Eitrið fannst þegar lögreglan
réðst til inngöngu í íbúð í Norður-
London en henni hafði borist ábend-
ing frá frönskum yfirvöldum um að
þar væri eitthvað misjafnt á seyði.
Aðeins einn maður var handtekinn í
íbúðinni sjálfri, aðrir voru handtekn-
ir annars staðar.
Þó að það hafi ekki fengist stað-
fest ennþá er talið að eitrið hafi ver-
ið framleitt í íbúðinni. Fundust þar
ýmis tól, sem notuð eru til slíkrar
framleiðslu.
Mennirnir sex eru allir ungir að
aldri, sá elsti þó kominn yfir þrítugt.
Ein kona var handtekin á sunnudag
í tengslum við rannsókn lögreglunn-
ar en henni var síðan sleppt.
Þetta er í fyrsta sinn frá árás-
unum á Bandaríkin 11. september
2001 sem eitur í líkingu við þetta
hefur fundist í Bretlandi en mikill
viðbúnaður hefur verið þar í landi,
eins og annars staðar, vegna hryðju-
verkahættunnar. Sagði Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, að
handtökurnar sýndu að Bretum
stafaði enn mikil hætta af hryðju-
verkasamtökum. Menn þyrftu að
vera við öllu búnir.
Breska lögreglan leitar
tveggja til viðbótar
Kannað hvort
rísín-framleiðsla
tengist al-Qaeda
London. AFP.
ERLENT
20 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARPSSTÖÐ í Flórída í Banda-
ríkjunum hefur gabbað Hugo Chavez,
forseta Venesúela, með því að hringja
í hann og telja honum trú um að hann
væri að tala við vin sinn og banda-
mann, Fidel Castro, leiðtoga Kúbu,
að sögn breska útvarpsins BBC í gær.
Tveir útvarpsmenn Radio El Zol í
Miami hringdu í Chavez og notuðu
upptöku á einkasamtali Castros við
Vincente Fox, forseta Mexíkó, sem
útvarpað var í fyrra. Þeir léku nokkr-
ar setningar Castro og Chavez hélt að
hann væri að tala við Kúbuleiðtogann.
„Fékkstu bréfið frá mér?“ spurði
rödd Castros. „Jú, ég fékk allt, hafðu
engar áhyggjur,“ svaraði Chavez.
Eftir nokkurra mínútna marklaust
hjal og glens spurði röddin: „Hvaða
dagur er? Þriðjudagur? Miðviku-
dagur?“ Skömmu síðar tók annar út-
varpsmannanna símtólið og jós úr sér
skömmum og svívirðingum. Chavez
skellti þá á.
Útvarpsmennirnir hafa notað upp-
tökuna reglulega til að hrekkja fólk í
stuttum þætti sem kallast „Fidel er í
símanum“.
Chavez lét
gabbast af
Castro-
hrekknum
AP
Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, og
Hugo Chavez, forseti Venesúela.
VÍSINDAMENN við Napólí-
háskóla hafa að sögn frétta-
vefjar BBC fundið afbrigði
gens sem grunur leikur á að
geti stýrt því hvaða karlar fái
bjórvömb. Umrætt gen mynd-
ar ensím sem stjórnar blóð-
þrýstingi en nú er talið að það
geti einnig haft áhrif á fitu-
myndun á neðri hluta búksins.
Sérfræðingar segja að aðrir
áhrifaþættir, þ.á m. mataræði
og líkamsþjálfun, eigi einnig
þátt í offitu. En sumir karlar
virðist þó hafa í sér erfðaefni
sem valdi því að þeir fái ístru ef
þeir lifi óheilbrigðu lífi.
Gerð var könnun á 959 körl-
um á aldrinum 25 til 75 ára en
allir vinna þeir hjá Olivetti.
„Í ljós kom að DD [afbrigðið
af geninu] tengist mikilli aukn-
ingu á líkamsþunga og hærri
blóðþrýstingi í fólki sem komið
er á efri ár en einnig aukinni
tíðni offitu,“ segir í grein vís-
indamannanna sem birtist í
Annals of Internal Medicine.
Þeir sem voru með DD í erfða-
efni sínu reyndust tvisvar sinn-
um líklegri til að fá ístru en hin-
ir sem ekki eru með efnið.
Höfundar greinarinnar segja
þó að eingöngu hafi verið rann-
sakaðir ítalskir karlmenn og
hugsanlegt sé að niðurstöðurn-
ar hafi ekki almennt gildi. Tals-
maður bandarískra samtaka of-
fitusjúklinga fagnaði þó rann-
sókninni. „Skilningur á erfða-
fræðilegum orsökum þyngd-
araukningar er mikilvægt skref
í þá átt að finna leiðir til að
koma í veg fyrir offitu og takast
á við fordóma þar sem offita er
ávallt sögð vera sök einstak-
lingsins.“
Bjórvamb-
argenið
fundið?