Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 23
Umsóknarfrestur rennur út 20. jan. 2003.
EFNAHAGSTILLÖGUR George
W. Bush Bandaríkjaforseta, sem
hann kynnti í ræðu í Chicago á
þriðjudag, hafa fengið blendnar við-
tökur, að sögn fréttavefjar BBC. Þar
er lýst tíu ára áætlun repúblikana
um að örva efnahaginn, fyrst og
fremst með skattalækkunum til að
ýta undir neyslu almennings og fjár-
festingar fyrirtækja en einnig verð-
ur varið nokkru fé til ýmissa verk-
efna sem talin eru geta aukið
hagvöxt. Fyrirhugaðri lækkun
tekjuskatts, sem átti að koma til
framkvæmda 2004 og 2006, verður
flýtt og verður hún að veruleika á
þessu ári. Barnafólk fær einnig auk-
inn afslátt á sköttum, þúsund doll-
ara, um 81 þúsund kr., með hverju
barni í stað 600 dollara fram til
þessa. Lítil fyrirtæki fá að afskrifa
fjárfestingar í nýjum búnaði mun
hraðar en tíðkast hefur.
Embættismenn segja að gangi til-
lögur Bush eftir muni verða til 2,1
milljón nýrra starfa á næstu þrem
árum. Forsetinn kynnti tillögurnar á
fundi í Chicago og sagði þar að efna-
hagur landsins væri öflugur „en
samt eru hættumerki á lofti sem ég
mun ekki hunsa og vona að þingið
muni heldur ekki hunsa“.
Hann lagði til að réttur til atvinnu-
leysisbóta yrði framlengdur en
margir atvinnulausir Bandaríkja-
menn misstu réttinn um áramótin.
Nýkjörið þing kom saman í fyrradag
og samþykkti þá þessa tillögu en
repúblikanar hafa nú meirihluta í
báðum þingdeildum. Önnur atriði í
tillögunum snúa m.a. að umbótum á
almannatryggingum og sjúkra-
tryggingum.
Almenningur fullur efasemda
Þótt Bush njóti mikils stuðnings
fyrir frammistöðu sína í embætti
meðal kjósenda hefur álit fólks á
efnahagsstefnu hans minnkað mjög
síðustu mánuði. Í könnun ABC-sjón-
varpsstöðvarinnar segjast 43% vera
ánægð með stefnu hans í efnahags-
málum. Könnun á vegum sjónvarps-
stöðvarinnar CBS sem birt var á
þriðjudag gefur til kynna að 59%
Bandaríkjamanna telji að skatta-
lækkanir Bush komi aðallega ríkasta
hluta þjóðarinnar til góða. Hagfræð-
inga greinir á um það hvort aðgerð-
inar muni bera árangur en eru yfir-
leitt sammála um að fjárhæðirnar
séu nægilega hátt hlutfall af þjóð-
arframleiðslu til að þær ættu að geta
ýtt undir neyslu og fjárfestingar.
Fyrstu viðbrögð á mörkuðum
vestanhafs, er helstu atriði tillagn-
anna urðu kunnug fyrir helgi, voru
lítil en fremur jákvæð, hlutabréf
hækkuðu nokkuð og gengi dollarans
braggaðist á þriðjudag, að sögn AP-
fréttastofunnar. Sögðu sérfræðingar
að dagana á undan hefði orðið nokk-
ur hækkun, menn hefðu vitað um að-
alatriði tillagnanna um nokkurt
skeið og tekið tillit til þeirra. Hefði
því ekki verið grundvöllur fyrir frek-
ari breytingar á gengi bréfa á þriðju-
dag. Auk þess vildu menn sjá hvort
hugmyndirnar yrðu samþykktar á
þingi. „En jákvæð áhrif á efnahaginn
gætu orðið mjög mikil,“ sagði Lynn
Reaser, verðbréfasérfræðingur hjá
Bank of America í gær.
Fleiri áhrifamenn í viðskiptaheim-
inum tóku undir og sögðu að bjart-
sýni myndi aukast ef tillögurnar
fengju framgang. Ýmsar hagtölur
sem birtar hafa verið sl. ár hafa einn-
ig valdið því að menn telja auknar
líkur á betri tíð, m.a. virðist hagvöxt-
ur hafa verið meiri vestra en margir
töldu. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi
minnkað um hríð eykst neysla árlega
um 4%, að sögn BBC.
Einna mesta athygli hafa vakið til-
lögur forsetans um að skattur á arð
af hlutabréfum verði ekki lækkaður
heldur með öllu afnuminn. Var rök-
semd hans sú að í reynd væri um-
ræddur arður tvískattaður. Hluta-
bréfaeign er mjög útbreidd í landinu
og tugmilljónir fjölskyldna og ein-
staklinga munu því fagna breyting-
unni, ekki síst margir aldraðir borg-
arar sem hafa með tímanum eignast
umtalverða hlutabréfaeign og vilja
fá hagnaðinn óskertan.
Um 92 milljónir tekjuskattsgreið-
enda, aðallega fólk með lágar eða
miðlungstekjur, munu á árinu fá
endurgreidda skatta og verður tékk-
inn að meðaltali rösklega 1.000 doll-
ara eða nær 90 þúsund krónur.
Ásakanir um ábyrgðarleysi
Eins og búast mátti við gagnrýndu
demókratar tillögurnar harkalega
og bentu á að með skattalækkunum
væri ljóst að halli yrði á fjárlögum og
auk þess myndi stríð gegn Íraka og
eftirleikurinn geta valdið miklum út-
gjöldum. Sagði Tom Daschle, leið-
togi demókrata í öldungadeildinni,
að einu áhrifin af aðgerðunum yrðu
að skuldsetja ríkið en jákvæðu áhrif-
in á efnahaginn yrðu engin. Einnig
fullyrtu demókratar að skattalækk-
anirnar myndu einkum koma hinum
efnameiri til góða og væru því mjög
ósanngjarnar. Repúblikanar svara
því til að eðlilegt sé að lækkunin
skipti litlu fyrir fátæklinga sem
greiði litla eða enga skatta.
„Hann hefur kynnt óskalista sem
einkennist af ábyrgðarleysi, mun
ekki bera árangur og byggist á hug-
myndafræðilegum röksemdum,“
sagði Joseph Lieberman, öldunga-
deildarþingmaður og varaforseta-
efni Al Gore árið 2000. Lieberman er
talinn munu gefa kost á sér sem for-
setaefni 2004.
Dick Gephardt, sem er einn af
þeim sem vilja keppa við Bush um
forsetaembættið, hefur lagt fram til-
lögur sem einnig eiga að örva efna-
haginn en kosta aðeins 136 milljarða
dollara. Er þar kveðið á um endur-
greiðslur á skatti en einnig auknar
atvinnuleysisbætur.
Efnahagstillögur
Bush forseta fá
blendnar viðtökur
Demókratar segja skattalækkanir aðallega nýtast ríkum
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti er hann kynnti tillögur sínar í fyrradag.