Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 30
NEYTENDUR
30 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÓNUS
Gildir 9.–12. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð
Frosin lambalæri niðursöguð ....... 799 Nýtt 799 kr. kg
Frosinn lambahryggur niðursag-
aður ..........................................
799 Nýtt 799 kr. kg
Frosin ýsa með roði ..................... 449 499 449 kr. kg
Frosin ýsa roðlaus ....................... 595 699 595 kr. kg
Gold kaffi, 500 g ........................ 155 179 310 kr. kg
Neskaffi koffínlaust, 200 g .......... 499 Nýtt 2.495 kr. kg
Knorr súpur, 4 teg. ...................... 49 Nýtt 49 kr. pk
Colgate tannkrem, 75 ml............. 129 159 1.720 kr. kg
11–11-búðirnar
Gildir 9.–15. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð
Kjúklinga Cordon bleu................. 1.098 1.450 1.098 kr. kg
Kjúklinganaggar ......................... 1.098 1.450 1.098 kr. kg
Steiktir kjúklingaleggir ................. 959 1.198 959 kr. kg
Skyr.is 4 tegundir, 170 g ............. 79 93 460 kr. kg
Léttostur m/villisveppum, 250 g .. 199 239 790 kr. kg
Léttostur m/skinku og beikoni,
250 g ........................................
199 239 790 kr. kg
Korni flatbrauð, 300 g................. 125 159 410 kr. kg
Finn Crisp hrökkbrauð, 200 g ...... 125 159 410 kr. kg
FJARÐARKAUP
Gildir 9.–11. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð
Appelsínur................................... 98 135 98 kr. kg
Rautt og hvítt grape...................... 98 129 98 kr. kg
Rauðrófur ferskar ......................... 98 220 98 kr. kg
Reykt og saltað folaldakjöt............ 369 599 369 kr. kg
Hunts tómatsósa, 1,13 kg ............ 198 219 180 kr. kg
Filippo Berio Olive oil, 500 ml ....... 289 323 578 kr. kg
Pascual jógúrt, 3 teg., 500 g......... 178 198 356 kr. kg
KRÓNAN
Gildir 9.–15. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð
SS pizzabollur steiktar, 225 g........ 186 248 820 kr. kg
SS beikonbollur steiktar ................ 269 359 269 kr. st.
UB hrísgrjón, 907 g...................... 149 189 160 kr. kg
UB 2 step sósur, súrsæt og/eða
Cantonese, 540 g ........................
229 279 420 kr. kg
H & S sjampó, 400 ml, 4 tegundir. 499 5881.240 kr. ltr
Bold Aqua þvottaefni, 2,2 kg ........ 889 Nýtt 400 kr. kg
Blátoppur og/eða sítrónutoppur,
1,5 ltr .........................................
129 149 80 kr. ltr
NÓATÚNSVERSLANIR
Gildir 9.–16. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð
Kjúklingur frosinn ......................... 295 599 295 kr. kg
Ferskur lax í heilu ......................... 399 639 399 kr. kg
Ferskur lax í sneiðum .................... 499 929 499 kr. kg
Kellogs Special K, 500 g .............. 299 379 590 kr. kg
Finn Crisp hrökkbr. m/kúmeni ....... 99 149 99 kr. pk.
Brauð dagsins, 680 g................... 119 198 170 kr. kg
Easy uppþvottal. 500 ml, lemon
og original ...................................
79 125 158 kr. ltr
H & S sjampó, 6 tegundir ............. 299 398 299 kr. st.
SELECT-verslanir
Gildir 6.–29. jan. nú kr. áður mælie.verð
Staur .......................................... 65 85
Hríspoki, 120 g............................ 190 225
Oetker Pizza Speciale, 330 g......... 395 455
Oetker Pizza Hawaii, 330 g............ 395 455
Drykkjarjógúrt .............................. 75 89
Toppur + samloka ........................ 270 365
Cappuccino + vínarbrauð.............. 195 265
SPARVERSLUN, Bæjarlind
Gildir til 13. jan. nú kr. áður mælie.verð
Ýsuflök m/roði frosin .................... 498 598 498 kr. kg
Cavendish franskar rifflaðar .......... 239 335 239 kr. kg
Gunnars kokteilsósa, 200 ml ........ 98 124 490 kr. ltr
Gríms fiskibollur úr fiskborði.......... 669 780 669 kr. kg
Gríms fiskibuff úr fiskborði ............ 669 798 669 kr. kg
Léttsósur, 200 g, Salathúsið ......... 194 249 970 kr. kg
Úrvals hrásalat, 350 g, Salathúsið. 118 155 337 kr. kg
Léttostur skinku/beikon, 250 g ..... 209 232 836 kr. kg
Léttostur villisveppa, 250 g........... 209 232 836 kr. kg
UPPGRIP – verslanir OLÍS
Janúartilboð nú kr. áður kr. mælie.verð
Samloka Sóma, MS-hyrna, Hersh.
Alm. súkkul. og ½ l kók (venjul.
eða diet) .....................................
399 524
Freyju villiköttur m/kornkúlum....... 85 99
Trópí appelsínusafi, 330 ml plastfl. 99 120
ÞÍN VERSLUN
Gildir 9.–15. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð
4 hamborgarar, 4 brauð .............. 331 389 389 kr. pk.
Búrfells nautahakk...................... 619 728 619 kr. kg
Mueslibar súkkulaði, 6x25 g........ 299 357 1.973 kr. kg
Axa jarðarberjamusli, 375 g......... 189 249 491 kr. kg
Axa original musli ....................... 289 368 289 kr. kg
Fiskur víða á tilboðsverði
Helgartilboð
Verðupplýsingar sendar frá verslunum
VERÐ á ávöxtum og grænmeti
lækkar enn í matvöruverslunum og
segja kaupmenn það til marks um
mikla samkeppni um þessar mundir.
Sigurður Reynaldsson innkaupa-
stjóri Hagkaupa segir verð á ávöxt-
um og grænmeti hafa lækkað jafnt
og þétt á árinu og að ástæðan sé ekki
einvörðungu lækkanir eða niðurfell-
ingar á tollum, sem einungis hafi náð
til fáeinna tegunda grænmetis, ekki
ávaxta.
Sigurður telur verð á ávöxtum og
grænmeti sem verslanir hafa verið
að bjóða ekki leiða til viðunandi arð-
semi þegar til lengdar láti og muni
koma í bakið á mönnum, eins og
hann tekur til orða. Hagkaup lækk-
uðu verð á rúmlega 20 tegundum
ávaxta og grænmetis fyrr í vikunni
og segir Sigurður að þótt það sé út af
fyrir sig ekki óvenjulegt, hafi verð á
þessum vöruflokkum verið að með-
altali 10% lægra í desember 2002
miðað við sama mánuð 2001.
Offjölgun verslana
Sigurður segir samkeppni mat-
vörukaupmanna afar harða um þess-
ar mundir, í raun allt þetta ár, og
kveður hann marga þætti spila inn í
harðnandi verðsamkeppni, svo sem
of mikla fjölgun búða, aukna sókn í
lágvöruverðsverslanir og brotthvarf
Nýkaupa af markaði.
Segir hann að fyrst neytendur
sendi kaupmönnum þau skilaboð að
þeir taki lágvöruverð fram yfir dýr-
ari vöru og þjónustu hafi stórmark-
aðirnir þurft að lækka verð á ýmsum
vörutegundum.
Nefnir hann sem dæmi tvöfaldan
pakka af Pampers-bleium, sem kost-
aði áður 2.089 krónur í Hagkaupum
en kostar nú 1.799 krónur og hefur
því lækkað um tæp 14%. Tveir lítrar
af Coke hafa lækkað um 2,2%, úr 224
krónum í 219 krónur og þá má nefna
að Myllu Heimilisbrauð kostaði 239
krónur fyrir ári en kostaði 195 krón-
ur, þar til Myllan boðaði verðhækk-
un, sem er 18% munur.
Ekkert lát á gríðarlega
harðri samkeppni
Ingimar Jónsson forstjóri
Kaupáss, sem rekur Nóatún, 11-11
og Krónuna, segir samkeppni á mat-
vörumarkaði hafa verið gríðarlega
harða síðastliðna mánuði og að ekk-
ert lát sé á. Hann segir verðþróun á
ávöxtum og grænmeti eiga sér til-
tekinn aðdraganda og skýrast meðal
annars af formbreytingum á þeim
markaði, eins og hann tekur til orða.
Kaupás hóf eigin innflutning á
ávöxtum og grænmeti 1. október síð-
astliðinn og segir Ingimar hann með-
al annars hafa leitt til hagstæðara
innkaupsverðs.
„Hins vegar sveiflast verð mikið á
þessum markaði og vel mögulegt að
verð á ávöxtum og grænmeti eigi eft-
ir að hækka á næstunni. Hugsanlega
eru einhverjir komnir neðar en þeir
þola,“ segir Ingimar.
30% afsláttur af ávöxtum
Verslanir 11-11 og Kjarvals bjóða
30% afslátt af öllum ferskum ávöxt-
um frá deginum í dag til sunnudags.
Sem dæmi um verð má nefna að rauð
epli fara úr 199 krónum kílóið í 139
krónur, appelsínur fara úr 189 krón-
um í 132 krónur, kíví úr 289 krónum í
202 og gul melóna úr 189 krónum í
132 krónur.
Þá má nefna að Fjarðarkaup eru
með appelsínur á 98 krónur kílóið á
helgartilboði, þær kostuðu áður 135
krónur. Rautt og hvítt grape er einn-
ig á 98 krónur kílóið, kostaði áður
129 krónur. Þá eru ferskar rauðrófur
ennfremur á 98 krónur kílóið en þær
kostuðu 220 krónur áður í Fjarðar-
kaupum.
Mikil verðsam-
keppni í ávöxtum
og grænmeti
ÝMIS matvara hefur hækkað í verði
að undanförnu og fleiri hækkanir
boðaðar. Eggjaframleiðendur hafa
boðað tæplega 28% hækkun á síðast-
liðnum fimm mánuðum.
Mjólkursamsalan reið á vaðið með
hækkun á heildsöluverði um áramót
og segir Sigurður Reynaldsson inn-
kaupastjóri Hagkaupa að fleiri inn-
lendir framleiðendur hafi tilkynnt
hækkanir í kjölfarið.
Myllan hefur til að mynda hækkað
verð á sinni framleiðslu um 2% að
hans sögn og hermt er að fleiri bak-
arí hyggi á verðbreytingar. Mjólk-
urlítri hefur hækkað um 3,3%, MS
KEA skyr um tæp 4%, MS Skólajóg-
úrt um tæp 5% og ¼ l MS rjómi um
3,5%.
Þá hefur Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson tilkynnt 3% verðhækkun
frá 15. janúar.
Svo dæmi séu tekin um verðbreyt-
ingar hækkar 770 g Heimilisbrauð
frá Myllunni um 4 krónur, úr 195
krónum í 199 krónur. Mjólkurlítri
hækkar úr 84 í 87 krónur, Skólajóg-
úrt úr 58 í 61 krónu, KEA vanillu-
skyr úr 88 krónum í 92 krónur og ¼ l
rjómi úr 172 krónum í 178 krónur.
Egils appelsín sem kostar 197
krónur hækkar á næstunni í 203
krónur og Pepsi úr 179 í 184 krónur
svo fleiri dæmi séu tekin.
Vallá hefur boðað tæplega 28%
hækkun á eggjum síðastliðna fimm
mánuði og segir Sigurður Reynalds-
son að Hagkaup hafi ekki hækkað
verð í versluninni sem því nemi enn
sem komið er. „Allir eggjaframleið-
endur boðuðu samskonar hækkanir í
ágúst á liðnu ári og því greinilega um
að ræða samráð þeirra á meðal til
þess að ná verði á eggjum upp. Hag-
kaup hafa verið mjög ósátt við þessi
vinnubrögð og ljóst að við getum
ekki tekið á okkur þessar hækkanir,“
segir Sigurður.
Mjólkur-
vörur,
brauð og
gos hækka
LISTIR
HÚSFYLLIR var í gær á fyrstu
af fernum Vínartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar sem standa munu
út þessa viku. Í þetta sinn í Háskóla-
bíói, sem mætti tónleikagestum með
stemningsaukandi kyndlum og rauð-
um dregli. Stjórnandi var líkt og
undangengin áramót hinn vinsæli
Peter Guth, að margra áliti meðal
fremstu vínarvalsatúlkenda heims-
ins í dag.
Eftir svolítið varfærnislega byrj-
un í Forleiknum að Sígaunabarón-
inum eftir Jóhann Strauss yngri
kvað æskuþýður tenór Garðars
Thórs Cortes við í fyrsta skipti í Úti í
náttúrunni úr Gleðistríðinu eftir
sama höfund. Að loknum Kampa-
vínsgalopp hins eldri Strauss í með-
förum hljómsveitar kom einleikari
kvöldsins fyrst fram á svið í Spænsk-
um dansi úr Leðurblökunni, og
óhætt að segja að einleikshljóðfærið
hafi verið af fágætari gerðinni –
spænskar kastaníettur. Vitanlega þó
í lófaheldri mynd, ekki á skafti eins
og tíðkast í slagverksdeildum sinfón-
íuhljómsveita, enda takmarkað hvað
beita megi þeim með því stirða móti.
Lucero Tena mun hafa frumflutt
marga konserta sérstaklega samda
fyrir þetta ævaforna slaghljóðfæri
og átti eftir að hrífa marga með til-
þrifamiklum slætti sínum í lokakafla
Sígaunaljóða Sarasates, Spænskum
marsi eftir J. Strauss y., og í La
Boda de Luis Alonso eftir Giménz,
enda þótt vekti undrun undirritaðs
hvað útsetjarar létu oft hljóðfærið
elta lagferli meginstefja í stað þess
að bjóða t.d. upp á sjálfstæða kross-
rytma.
Garðar Thór sótti smám saman í
sig veðrið, sem hefði e.t.v. mátt auð-
velda með því að hafa fleiri en eitt
söngatriði í hverri atlögu. Reyndi
nokkuð á hæðina í Fagnaðu mér Vín
úr Marizu greifafrú eftir Emmerich
Kálmán, en það tókst af aðdáunar-
verðri mýkt, þó að enn ætti söngv-
arinn nokkuð eftir óbætt í kraftsarp-
inn. Það gilti einnig um Legató-
aríuna Þú átt mitt hjarta allt úr
Brosandi landi Franz Lehárs, þar
sem víbratóið átti auk þess til að
verða einhæft og mótunin um leið
frekar litlaus. En í frábæru lagi
Kálmáns úr Marizu, „Komm, Tzig-
an!“ komst hann í efsta tjáningargír
við upptendrandi forystufiðluleik
stjórnandans í gervi ungverska tat-
arans og uppskar dúndrandi og
verðskuldaðar undirtektir.
Margt fleira bar á hlustir þetta vel
heppnaða Vínarkvöld og vakti at-
hygli hvað hljómsveitin, sem jókst
markvert að snerpu og innlifun eftir
hlé, var frábærlega samtaka í dæmi-
gerðum hraðaukningum vínarvals-
anna, sem raunar útheimta engu
minni hópnákvæmni en samsund
smáfiskatorfu. Kom það vel fram af
Kampavíns- og Cachucha-galoppum
Jóhanns eldri og Dónárvölsunum
Op. 314 eftir J. Strauss y., en einnig
gustaði hressilega af polkum og völs-
um Jósefs Strauss eftir hlé, með Á
fleygiferð sem sópandi hápunkt.
Skrifast sá pilsasviptandi hópþokki
hljómsveitar væntanlega ekki sízt á
leiðtogann í lyftingu, sem sannaði
einu sinni enn framúrskarandi fag-
kunnáttu sína í þessari kampavíns-
kátu fjaðurviktargrein.
Komdu, sígauni!
TÓNLIST
Háskólabíó
Vínartónlist eftir Straussfeðga, Kálmán,
Lehár o.fl. Einsöngvari: Garðar Thór Cort-
es tenór. Einleikari: Lucero Tena kast-
aníettur. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. st.
Peters Guths. Miðvikudaginn 8. janúar
kl. 19:30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Stjórnandi var líkt og undangengin áramót hinn vinsæli Peter Guth, að
margra áliti meðal fremstu vínarvalsatúlkenda heimsins í dag.
OPNUNARTÍMA Listasafns
Reykjavíkur – Hafnarhúss og Lista-
safns Reykjavíkur – Kjarvalsstaða
hefur verið breytt og eru bæði húsin
nú opin frá kl. 10–17 alla daga vik-
unnar. Vegna breytinganna færist
hin reglubundna sunnudagsleiðsögn
í Hafnarhúsinu frá kl. 16 til kl. 15 en
á sama tíma er leiðsögn um sýningar
Kjarvalsstaða. Ásmundarsafn heyrir
einnig undir Listasafn Reykjavíkur
en þar er opið yfir vetrarmánuðina
frá kl. 13–16 en kl. 10–16 frá 1. maí til
septemberloka.
Á síðasta ári var tekin upp sú ný-
breytni að láta einn aðgöngumiða
gilda samdægurs í öll hús Listasafns
Reykjavíkur. Þannig býðst nú gest-
um aðgangur að allt að átta ólíkum
myndlistarsýningum fyrir 500 kr. á
einum og sama deginum.
Listasafn
Reykjavíkur
Breyttur
opnunar-
tími
ÞURÍÐUR Sigurðardóttir
opnar sýninguna Óboðnir
gestir í Galleríi Hlemmi ann-
að kvöld kl. 20.
Þuríður hefur að mestu
leyti fengist við málverk um
skeið og náð að teygja þann
miðil og toga í ýmsar óvæntar
áttir, segir í kynningu. „Hún
hefur samtvinnað ljósmyndir
og málverk, saumað út og
prjónað, fengist við ofur-
raunsæislegar útfæslur á
ýmsum munum en á komandi
sýningu í Galleríi Hlemmi
gengur hún lengra en nokkru
sinni fyrr í gaumgæfilegri
skoðun og túlkun á hinu agn-
arsmáa og viðkvæma.“
Sýningunni lýkur sunnu-
daginn 2. febrúar en Gallerí
Hlemmur verður opið mið-
vikudaga til sunnudaga frá kl.
14–18.
Óboðnir
gestir á
Hlemmi