Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 51

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 51
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 51 ÚTSALA HEFST Í DAG Skrifstofur stjórn- málaflokkanna eru afl- vaki félagsstarfsins, aflvakistjórnmála- starfsins. Þar eru unn- in þau störf sem halda flokkunum saman, þar vinna nefndir að stefnumörkun í hinum ýmsu þjóðmálum, þar eru tengiliðir við flokksmenn og þar er oftast unnið það sátta- starf, sem öllum stjórn- málaflokkum er nauð- synlegt, bæði milli einstaklinga annars vegar og milli flokksmanna og stefnu flokksins hins vegar. Þar er unnið það starf sem leiðtogarnir byggja á, grundvöllurinn og undir- staðan sem þeir standa á, þótt það sé ekki í fjölmiðlum og á forsíðum blaðanna, þar fer skipulagning flokksstarfsins fram. Þráinn Valdimarsson var fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins í 34 ár og hafði þá áður unnið í tvö ár á flokksskrifstofunni. Það er langur tími í svo erilsömu starfi. Þegar ég skrifa þessar línur dettur mér í hug að þetta kunni að vera Íslandsmet sem framkvæmdastjóri stjórnmála- flokks þótt ég geti ekki fært á það sönnur á þessari stundu. Ég var mjög kunnugur störfum Þráins í nærfellt einn og hálfan áratug eða frá því fyrir 1970 fram til 1983 er hann lét af störfum. Minnisstæðast er mér að mér fannst hann aldrei eiga frí. Fram eftir öllum kvöldum jafnt um helgar sem virka daga var hann ýmist á fundum eða í símanum. Jafnvel heima voru honum engin grið gefin. Menn höfðu samband við Þráin á öllum tímum sólarhringsins, ýmist vegna persónulegra mála sinna eða málefna flokksins, ríkis- stjórnarinnar eða þjóðarinnar. Hann var vakinn og sofinn í starfi sínu, stundum fannst mér eins og flokkurinn ætti hann. Hlutverk hans var að skipuleggja starfið, bera sátt- arorð milli manna, koma á tengslum og efla trúnað milli manna og iðu- lega að leysa hvers manns vanda. Þráinn hafði ótrúlega hæfileika til þess að takast á við þetta marg- þætta og oft flókna starf. Þráinn var glæsilegur fulltrúi flokksins. Per- sónutöfrar hans og einstæður hæfi- leiki til þess að laða fólk að sér og ÞRÁINN VALDIMARSSON kynnast því, glaðværð, vinsemd og nærgætni í senn gerðu það að verkum að öllum fannst þeir geta leitað til hans sem vinar. Heimilið og fjölskyld- an urðu oft að sitja á hakanum í þessu eril- sama starfi. Þráinn Valdimars- son fæddist á Ásólfs- stöðum í Þjórsárdal 9. janúar 1923. Hann fluttist með foreldrum sínum ársgamall, fyrst til Hafnarfjarðar en síðan til Reykjavíkur. Ungur að ár- um var hann sendur til sumardvalar hjá afa sínum og ömmu í Meiri- Tungu í Rangárvallasýslu. Vistin þar varð lengri en áformað hafði verið, í Meiri-Tungu átti hann heima til tvítugsaldurs. Hann hóf nám við Laugarvatnsskóla árið 1943 og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1946. Þráinn var strax mikill félagsmála- maður og kjörinn til forystu meðal nemenda. Þegar fyrsta veturinn var hann kjörinn formaður yngri deildar en síðan var hann formaður skóla- félags Laugarvatnsskóla næstu tvo vetur. Þráinn hóf nám í efri deild Sam- vinnuskólans 1946 en hvarf frá námi eftir ágreining við Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var skólastjóri. Ólík- legt þykir mér að Jónas hafi gert sér grein fyrir því þá að þessi ungi mað- ur sem hann efndi til ágreinings við með svo afdrifaríkum afleiðingum ætti eftir að verða einn helsti burð- arás og félagsmálamaður Fram- sóknarflokksins um marga áratugi. Þráinn tók við störfum hjá Fram- sóknarflokknum vorið 1947 og starf- aði hjá flokknum óslitið í 36 ár eins og fram hefur komið. Á þeim tíma gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn. Þráinn sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1948–1956, var varaformaður 1948– 1952 og formaður 1952–56. Fulltrúi ungra framsóknarmanna í miðstjórn flokksins var hann 1950–59. Hann sat í stjórn Byggingarsamvinnu- félags Reykjavíkur 1963–69. Vara- maður var hann í Húsnæðismála- stjórn 1966–70, aðalmaður 1970–84, lengst af sem varaformaður en for- maður í fjögur ár. Þegar ég kynntist Þráni var flokksskrifstofan, fyrst við Hring- braut og síðar á Rauðarárstígnum, eins og annað heimili virkustu flokksmanna. Þangað komu menn til að ræða málin og kaffi var alltaf á könnunni. Þangað sóttu menn ráð og hjálp og glaðlegt viðmót Þráins, hlýleg framkoma hans, gerði það að verkum að öllum fannst þeir vel- komnir. Sérstaklega eru mér minn- isstæð árin á Rauðarárstígnum. Þar átti flokkurinn glæsilega húseign, sem hugmyndasmiðir Nútímans veðsettu og töpuðu á undraskömm- um tíma án þess eiginlega að taka eftir því. Á þessum árum var flokk- urinn í sókn í Reykjavík og átti öfl- uga forystumenn í höfuðborginni, Einar Ágústsson, Þórarin Þórarins- son og Kristján Benediktsson. Flokksstarfið var mikið og fram- kvæmdastjórinn var glæsilegur fulltrúi flokksins og vel heima í öll- um málum, taldi ekki eftir sér að skýra stöðuna og veita innsýn í at- burðarás og orsakir, sem ekki lágu alltaf á yfirborðinu. Hann laðaði að sér fólk með vinsemd og hjálpsemi. Þráinn var ákaflega flokkshollur. Ég held að segja megi, að hann hafi verið vinstra megin í flokknum. En ævinlega varði hann flokkinn og for- ystumenn hans jafnvel þótt hann væri ekki fyllilega sáttur sjálfur. Annað sem einkenndi Þráin var það að hann bar alltaf gott á milli manna. Ég minnist þess ef úfar risu með mönnum og einhver hallaði á annan í viðræðum, þá sagði Þráinn oft: „Ekki talar hann svona um þig, hann hefur mikið álit á þér.“ Þegar hann hafði rætt þannig við báða málsaðila hvorn í sínu lagi voru óvildarmenn orðnir vinir óafvitandi. Þráinn hafði á þessum árum marga samstarfsmenn og ber þeim öllum vel söguna. Þó heyri ég hversu mjög Guðmundur Tryggvason er honum ofarlega í huga. Einhvern tíma heyrði ég hann segja: „Guðmundur Tryggvason er merkasti maður sem ég hefi kynnst, hann er svo fjölgáf- aður maður.“ Þá er ekki lítið sagt þegar litið er til þess að Þráinn kynntist vel og var náinn samstarfs- maður margra leiðtoga þjóðarinnar. Þar má nefna Jónas frá Hriflu, Hermann Jónasson, Eystein Jóns- son, Ólaf Jóhannesson og Steingrím Hermannsson. Þráinn tókst á við flokksstarfið bæði þegar flokkurinn var í stjórn og stjórnarandstöðu, upplifði bæði sigra og ósigra flokksins á þessum tíma. Þegar Þráinn kom að flokks- starfinu var stjórn „lýðræðsflokk- anna“, Stefanía, og nýsköpunar- stjórnin hafði sleppt hendi af stjórnvelinum. Þegar Þráinn hættir er komin stjórn Steingríms Her- mannssonar 1983. Stundum fannst mér starf Þráins felast að hluta í nokkurs konar sál- gæslu. Einhverju sinni kom til mín maður sem hafði þurft að leita til flokksins og sagði: „Mikið á flokk- urinn gott að hafa svona mann.“ Í starfi sínu kynntist Þráinn ótrúleg- um fjölda manna. Hann ferðaðist um landið og hélt tengslum við sem allra flesta, þekkti alla og ræktaði sambönd. Hann eignaðist vináttu þúsunda manna úr öllum flokkum og samtöl við hann báru þess vitni að þar fór maður sem hafði yfirsýn yfir þjóðfélagsmál og þekkti bæði ein- staklingana og félagasamtök. Annað var athyglisvert. Í stórum stjórnmálaflokki eru ekki allir alltaf á sömu skoðun. Oft komu menn heit- ir í skapi á flokksskrifstofuna og all- ir vörpuðu áhyggjum sínum á Þráin. Starf hans var í fjölda ára að tala við þá sem óánægðir voru og sætta þá við flokkinn. Þetta var ekki alltaf auðvelt og þarna komu eðliseigin- leikar Þráins og persónutöfrar sér vel. Oft hlýtur hann að hafa verið þreyttur, ekki síst þegar hann var loks kominn heim að loknum löngum vinnudegi, þegar síminn hringdi og óánægður flokksmaður hellti úr skálum reiði sinnar. En auðvitað voru líka margar ánægjustundir í þessu starfi. Seint fær Framsóknarflokkurinn fullþakkað Þráni hans mikla starf. Hin síðari ár hefur hann helgað fjöl- skyldu sinni, spilar golf og sækir sundlaugarnar. Lifandi samband við fólk úr öllum hópum þjóðfélagsins heldur honum síungum. Enn ræðir hann stjórnmál af miklum áhuga og vera hans í eldlínunni í áratugi gefur orðum hans þunga. Þráinn Valdimarsson er gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann kvænt- ist Elise Aare Jensen snyrtisérfræð- ingi árið 1952. Hún er fædd í Danmörku, dóttir hjónanna Ole Jensen fógeta í Jyllinge og konu hans Sigrid Sivertsen. Þau Þráinn og Elise eiga tvö börn, Örn og Hildi. Lísa hefur staðið við hlið manns síns ótrauð alla tíð og búið við óvenjulegt ónæði á heimilinu áratugum saman þegar enginn friður var og síminn hringdi jafnt að degi sem nóttu. Nú eru þau sest í helgan stein og hlýja, festa og vinátta eru kjölfesta heim- ilisins. Síðast þegar ég heimsótti þau hjón sat þessi áttræða unga og glæsilega kona á þrekhjólinu úti á svölum og æfði sig glaðvær og ein- beitt á svip. Ég færi þeim Þráni og Lísu inni- legustu hamingjuóskir á þessum tímamótum. Ég þakka fyrir áratuga vináttu og ráðgjöf á fyrstu árum stjórnmálaþátttöku minnar. Svo fast stóð Þráinn með mér þegar ég steig mín fyrstu spor að sumum þótti nóg um og gárungarnir töluðu um Guðm. G. Þráinsson. Það var ómet- anlegt að eiga Þráin að í ólgu þeirra ára. Ég bið þann sem: „batt niður fjallanna rætur og hagvandi skúrir og skin“ að færa þeim hjónum enn mörg gæfurík ár. Guðm. G. Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.