Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐLA í gær efndu virkjana- andstæðingar til mótmælastöðu við Lagarfljótsbrú. Flaggað var í hálfa stöng, sungið og kveikt á kertum í rökkrinu. Eftirfarandi kveðja frá Aust- firðingum var flutt og hún einnig send inn á mótmælafund sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gærkvöld: „Á Austurlandi eru, eins og annars staðar á Íslandi, mjög skiptar skoðanir á virkjun við Kárahnjúka. Sá hópur fer sí- fellt stækkandi sem hræðist þessa gölnu framkvæmd. Þeir, sem dansa syngjandi í kringum álkálf- inn, hafa haft sig mikið í frammi og tala sífellt í nafni allra Aust- firðinga. Við síðustu atburði og hátíðarhöld í Fjarðabyggð var mælirinn fylltur. Við förum því fram á að gengið verði úr skugga um það á lýðræðislegan hátt, hvern hug Austfirðingar bera í raun til flutnings Jöklu niður á Fljótsdalshérað. Við höfum aldrei verið spurð. Við þökkum ykkur sunnanmönnum þrautseiga bar- áttu fyrir Austurland. Hagvaxt- arfíknin heimtar sífellt stærri skammta. Því verða Þjórsárverin næst ef við höldum ekki vöku okkar.“ Ungt fólk skipulagði einnig mótmæli við Kárahnjúkavirkjun við Alþingishúsið í Reykjavík. Mótmæli fólksins fóru frið- samlega fram. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Andstæðingar virkjunar við Kárahnjúka syngja Ísland ögrum skorið í fannferginu við Lagarfljótsbrú í gærdag. Mótmælastaða við Lagarfljótsbrú Við höfum aldrei verið spurð Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Reykjavík mótmælti hópur ungs fólks við Alþingishúsið með táknrænum hætti. Meðal mótmælenda voru nokkrir ungir menn sem tóku vatn úr Tjörninni og notuðu það til að „drekkja“ gróðri í skrúðgarðinum. Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÚTGJÖLD Landspítala – háskóla- sjúkrahúss vegna lyfjakaupa á síð- asta ári voru um 2,3 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsapótekinu, sem sér um öll lyfjakaup spítalans, hefur lyfja- kostnaður aukist um 37% frá árinu 2000. Ástæða aukningarinnar er bæði hækkun lyfjaverðs og aukin notkun lyfja. Jóhannes Gunnarsson lækninga- forstjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að verð á S-merktum lyfjum, sem eingöngu séu notuð á spítölum, hafi hækkað um 28% í fyrra þrátt fyrir hagstæða gengis- þróun. Mörg undanfarin ár hafi lyf hækkað um 12 til 14% að raungildi ár hvert. Í töflu sem sýnir opinbert heild- söluverð ellefu lyfja hér á landi og í Danmörku í apríl á síðasta ári sést að lyf eru dýrari hér á landi í öllum til- vikum. Í tveimur tilvikum er verð- munurinn 70% en oftast eru lyfin um 30% dýrari hjá íslenskum heildsölum en þeim dönsku. Landspítali kaupir inn öll þessi lyf. Áætluð velta með lyf á Íslandi í fyrra var um 12,5 milljarðar króna. Útgjöld Tryggingastofnunar ríkis- ins, sem greiðir stóran hluta af verði lyfseðilskyldra lyfja, var um 7 millj- arðar króna og Landspítalans rúm- lega 2 milljarðar. Einstaklingar, sjúkrahús á landsbyggðinni, hjúkr- unarheimili og aðrar stofnanir greiddu samanlagt um 3,5 milljarða. Neitar því að verð hafi hækkað Hjörleifur Þórarinsson, formaður lyfjahóps Samtaka verslunar og þjónustu, segir Landspítalann gera miklar kröfur til dreifingaraðila hér á landi um góða þjónustu. Birgða- hald sé dýrt þar sem fyrirtækin þurfi að hafa öll skráð lyf tiltæk þótt lítið magn sé notað á hverju ári. Oft séu þetta lyf sem þurfi sérstaka með- höndlun við flutning og geymslu. Hann segir að 20% skráðra lyfja á Íslandi standi undir 80% af veltunni. Hjörleifur neitar því að lyfjaverð hafi hækkað á Íslandi. Ástæðan fyrir auknum kostnaði sé aukin notkun lyfja, þ.e. að meira sé keypt af þeim, og ný lyf hafi komið á markaðinn sem séu dýrari í innkaupum frá heildsölum. Þrjú fyrirtæki flytja inn og dreifa lyfjum á Íslandi. Það eru Lyfjadreif- ing hf., PharmaNor hf. og Austur- bakki hf. Lyfjadreifing er með stærstu markaðshlutdeildina eða um 50%. PharmaNor er með rúmlega 35% markaðshlutdeild að sögn Hjör- leifs og Austurbakki um 10%. Lyfjaverðsnefnd ákvarðar lyfja- verð skráðra lyfja á Íslandi eftir ákveðnum starfsreglum, sem sam- þykktar eru af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Þegar nefndin tekur afstöðu til breytinga á verði lyfja er gerður samanburður við verð í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Miðað er við að verðmunurinn sé ekki meiri en 15%. Fari mismunur- inn yfir það er umsókn um verð- hækkun hafnað eða óskað frekari skýringa á hækkunarþörfinni. 200 lyf lækkuð að kröfu lyfjaverðsnefndar Lyfjaverðsnefnd hefur frá árinu 2000 endurskoðað tvisvar sinnum verð skráðra lyfja sem velta meira en 1,5 milljónum árlega. Fyrri sam- anburðurinn leiddi í ljós að um það bil 200 lyfjanúmer voru með umtals- vert hærra hámarksverð í heildsölu hér á landi en á Norðurlöndum. Far- ið var fram á það við umboðsaðila þessara lyfja að þeir lækkuðu verðið til samræmis við heildsöluverð í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá lyfja- verðsnefnd lækkaði heildsöluverð að meðaltali um 10% á 215 pakkningum söluhárra lyfja í kjölfarið. Reiknaður heildarsparnaður vegna þessara að- gerða nam um 300 milljónum króna á ársgrundvelli. Þar af nam sparnaður Tryggingastofnunar ríkisins um 140 milljónum króna á ári. Aftur var verð lyfja endurskoðað á síðasta ári. Þá var voru borin saman 509 lyfjanúmer og farið fram á lækk- un á 156 þeirra. Af þeim lækkaði verð 105 lyfjanúmera að meðaltali um 15%. Heildarsparnaður vegna lækkunarinnar nam samkvæmt upp- lýsingum frá Lyfjaverðsnefnd um 91 milljón króna á ári. Sparnaður TR var 67 milljónir miðað við ársveltu. Lyfjaverðsnefnd hefur beitt sér tvisvar fyrir lækkun lyfjaverðs Þrjú fyrirtæki eru ráðandi í innflutn- ingi og dreifingu lyfja á Íslandi                               "             #$ %$% &% '(' &) ))$ #' #&% '* +)) %( #', '$ *+% %, $%% ,( ,'* #( *%$ ## ($) )'-%. ),-+. ',-'. ',-,. '&-%. ,*-+. ,#-%. ,$-&. +-#. '-#. '-&. /   0  123 4  55 6789 / :;   ; 1            75 24 81< 9 =55/>;  ' *,+ ' '*% ' '(+ %,-'.  ' #)+ ' '$$ ' &+$ ,)-,.   *)) ()$ *+$ '$-%. 786 &-,    +$$ ? + 1<@ SAMKVÆMT verðsamanburði sem deild lyfjamála á Landspítala hefur gert er verulegur munur á lyfja- verði hér á landi og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Lyfin sem um ræðir eru dýr en notuð reglulega. Í könnuninni kom fram að lyfið Nova Seven, sem notað er við blóð- flögusjúkdómi, er tæpum 44% dýr- ara hér á landi en í Danmörku. Lyfið er gefið fáum sjúklingum. Minni verðmunur var á hinum tveim lyfjameðferðunum eða í kringum 28%. Valgerður Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússapóteks- ins, sem sér um öll lyfjakaup Land- spítalans, segir unnið að því að stöðva útgjaldaaukningu vegna lyfjakaupa. Verð hafi hækkað en aukin notkun lyfja skýri hluta aukn- ingarinnar. Í fyrra hafi heildar- útgjöld Landspítalans vegna lyfja- kaupa verið 2,3 milljarðar króna og vaxið um 37% frá því 2000. Valgerður segir spítalann hafa farið í norrænt útboð á lyfjum í maí á síðasta ári til að reyna að lækka kostnaðinn. Fá tilboð hafi hins vegar borist. Hún segir ástæðuna vera bæði smæð markaðarins og að lyfja- framleiðendur á Norðurlöndum hafi umboðsmenn hér á landi sem eigi að þjónusta spítalann. Því sýndu fyr- irtækin útboðinu lítinn áhuga og niðurstaða þess var ekki viðunandi. Landspítali kannar verð lyfja á Norðurlöndum Dæmi um mikinn verðmun ÞORGEIR Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, mun segja sig úr stjórn SPRON á næstunni. Ástæðuna segir hann vera þá að það fari ekki saman að vera bæði stjórn- armaður í SPRON og jafnframt stjórnarformaður SP-Fjármögnun- ar, eftir að fyrirtækin tvö eru komin í samkeppni. SPRON keypti Frjálsa fjárfest- ingabankann í október síðastliðnum. Segir Þorgeir að þar með hafi SPRON og SP-Fjármögnun verið komin í samkeppni. Í nóvember á síðasta ári seldu sparisjóðirnir Landsbankanum rúm- an helmingshlut í SP-Fjármögnun. Að sögn Þorgeirs óskuðu stjórnend- ur Landsbankans eftir því að hann héldi áfram í stjórn SP-Fjármögn- unar, sem hann hafi samþykkt. Því hafi verið augljóst að hans mati að hann yrði að hætta í stjórn SPRON. Aðrar ástæður segir hann að liggi ekki að baki þessari ákvörðun sinni. Þorgeir hættir í stjórn SPRON ♦ ♦ ♦ ÞAÐ þótti í meira lagi grunsamlegt að maður, sem lögreglan í Reykjavík hefur alloft haft afskipti af, skyldi vera með dýran tölvubúnað merktan Tækniháskóla Íslands í bíl sínum þegar lögreglumenn stöðvuðu hann um klukkan eitt í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar var maður- inn stöðvaður á Vesturlandsvegi við Hálsabraut. Í bílnum var hann með tvo skjávarpa auk annars búnaðar, allt merkt Tækniháskólanum sem er á Höfðabakka. Í ljós kom að hann hafði brotist þar inn fyrr um nóttina en svo virtist sem hann hefði lykil sem gekk að útidyrahurð. Maðurinn, sem einnig hefur verið sviptur öku- leyfi, gisti fangageymslu lögreglu um nóttina. Grunsamlegir flutningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.