Morgunblaðið - 16.01.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Súpa vitringanna þótti frekar þunnur þrettándi, naglalaust bænakvak blandað
pólitísku trausti.
Fyrirlestur um menningarbundin geðbrigði
Mannfræði
hugarástands
Emily Martin, pró-fessor í mannfræðivið New York-há-
skóla, flytur opinberan fyr-
irlestur í dag á vegum
mannfræði- og þjóðfræði-
skorar og Rannsóknar-
stofu í kvennafræðum.
Fyrirlesturinn, sem hefur
yfirskriftina „Menningar-
bundin geðbrigði: Drög að
mannfræði hugarástands,“
verður í stofu 101 í Lög-
bergi við Háskóla Íslands
og hefst hann klukkan 12.
Öllum er heimill aðgangur.
Morgunblaðið ræddi við
Emily um rannsóknir
hennar.
– Segðu okkur fyrst eitt-
hvað um efni fyrirlesturs-
ins...
„Í fyrirlestrinum greini
ég frá mannfræðirann-
sóknum mínum á geðfræði-
legum skilgreiningum um tilfinn-
ingar sem ég vann í Banda-
ríkjunum. Ég skoða hvernig
þessar skilgreiningar eru menn-
ingarlega mótaðar, mældar og
hvernig þeim er beitt, og að því
búnu lagaðar, mótmælt og hafnað í
ferlum, svo sem á stofugangi, í ráð-
gjafarhópum sjúklinga og frétta-
vefjum á Netinu.
Meðal málefna sem ég brydda
upp á má nefna: Hvaða skilgrein-
ingar á skynsemi eru undirliggj-
andi geðröskun? Hvaða aukaverk-
anir, eða hvað hefur það í för með
sér fyrir sjálfsmynd sjúklings að
vinna gegn órökrænum geðrösk-
unum með geðlyfjum sem ætlað er
að hafa stjórn á þeim? Hvaða
merkingu hefur núverandi endur-
mat á geðbrigðum fyrir almenning
í stærra samhengi, t.d. fyrir mark-
aðssæknar bandarískar fyrir-
tækjasamsteypur, sem nú leggja
mikið upp úr áköfu geðhæðar-
ástandi vegna þess sköpunarkrafts
sem sagt er að það feli í sér?“
– Á hverju byggir þú fyrirlest-
urinn?
„Ég hef stundað áralangar
rannsóknir á efninu, hef fylgst með
fólki úr öllum þjóðfélagshópum og
fylgst með hvernig það upplifir sitt
geðslag, hvaða væntingar það hef-
ur og hvernig það vinnur úr því og
staðsetur sig. Eitt sem ég hef orðið
var við er, að viðhorf hafa breyst
gríðarlega síðan á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar. Þá voru mjög staðl-
aðar kynbundnar skilgreiningar á
geðhvörfum. Þunglyndi var tengt
karlmennsku. Karlar áttu að vera
fámálir, rólegir, yfirvegaðir og
með traust yfirbragð, en konur aft-
ur á móti óstöðugar, ótraustverð-
ugar og hálfgeggjaðar, sem er at-
ferli sem tengist geðhæðum, eða
maníu. Í ljós hefur komið að það er
engin kynbinding í þessum efnum,
það er alveg hreint skipt til helm-
inga, hins vegar má segja að við-
horf til maníu hafa breyst nokkuð í
þá veru að vegna viðhorfa og aug-
lýsingaherferða þykir
jafnvel hæfileg manía
eftirsóknarverð.“
– Hvernig lýsir það
sér?
„Raunveruleikinn er
auðvitað sá, að manía er ekki æski-
legt ástand frekar en þunglyndi.
Hins vegar nefndi ég áðan mark-
aðssinnuðu fyrirtækjasamsteyp-
urnar sem reyna að koma því inn
hjá fólki að skemmtilegra líf bíði
þeirra ef það fái uppáskrift hjá
lækni sínum fyrir hinum og þess-
um geðlyfjum, sem sagt er að haldi
mönnum ofan við þunglyndis-
mörkin og neðan við hæsta stig
maníu.
Á sama tíma er reynt að fegra
maníu og það sýnir sig til dæmis í
mikilli notkun á orðinu í Banda-
ríkjunum, þar er orðið fléttað inn í
verslunarnöfn, t.d. Shoemania,
Automania og fleira, einnig eru
einstakir vöruflokkar kynntir
svona, ég gæti nefnt ilmvatn, osta-
snakk og fleira. Einnig eru þau
skilaboð skýr að margar mikilvæg-
ar persónur úr heimi stjórnmála
og skemmtanageiranum byggi allt
sitt á því að virkja maníu á jákvæð-
an hátt.“
– Telur þú að þessa gæti hér á
landi?
„Ég er nú bara rétt að byrja að
kynna mér hvernig ástandið hér
er. Eitt hef ég rekið mig á, og það
er að bannað er að auglýsa þessi
geðlyf í sjónvarpi, en í Bandaríkj-
unum tröllríða slíkar auglýsingar
öllu í sjónvarpi og gjarnan ber
mest á þeim þegar flestir eru að
horfa. Ég býst við að þetta ástand
sé öfgakenndast í Bandaríkjunum,
en maður veit aldrei hvað gerist í
framtíðinni.“
– Þú talar um þetta eins um
mikið vandamál sé á ferðinni?
„Já og nei. Að því leyti er hér
ekki um vandamál að ræða að geð-
lyf bæta lífsgæði og lengja líf mik-
ils fjölda einstaklinga sem þurfa
beinlínis á þeim að halda og það er
óumdeilt. Það er engin illska þar
að baki eða annarleg sjónarmið.
En við vitum að hér er meira á
ferðinni, markaðssetn-
ingin snýst ekki aðeins
um að færa þurfandi
einstaklingum þessi lyf.
Vandamálið liggur ef til
vill í því að þessi mál
eru ekki rædd, þau bara ganga
sinn gang gagnrýnislaust og það
gengur ekki til lengdar.“
– Hverjir eiga erindi á fyrirlest-
ur þinn?
„Ég er að vona að ég fái breiðan
hóp áheyrenda. Ég vildi gjarnan
sjá fólk úr heilbrigðisstéttunum,
úr viðskiptageiranum, heimspek-
inga, fólk úr félagsmálageiranum,
og ja, eiginlega vil ég bara fá fólk
úr öllum kimum. Ekki síst ungt
fólk, því þetta efni á ekki síður er-
indi til þess en hinna sem eldri
eru.“
Emily Martin
Emily Martin er kunn fyrir
rannsóknir sínar á félags- og
menningarlegum þáttum heil-
brigðisþjónustu og heilsugæslu
og hefur ritað fjölmargt um þau
efni, m.a. bókina „The woman in
the body: the cultural analysis
and reproduction, sem vakið hef-
ur mikla athygli. Emily er meðal
brautryðjenda í kynjafræðum.
Hún hefur starfað við nokkra há-
skóla vestanhafs, m.a. Princeton,
Yale, Irwine og Johns Hopkins.
Hún stundaði nám við Michigan-
háskóla og Cornell og lauk dokt-
orsprófi árið 1971.
Við vitum að
hér er meira
á ferðinni