Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 14
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NOVUS B 225
Gatar 25 blöð..
Með kvarða og
læsingu
Verð 635 kr
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
www.mulalundur.is
Alla daga
við hendina
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK.
Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Kjölmiðar
með ártali
Skilblöð
af öllum
gerðum
og góðum
verðum
STABILO kúlupenni
10 í pakka á 299 kr/pk
HEIMASTJÓRNIN á Grænlandi er
fallin á ný. Hans Enoksen, formaður
hennar og leiðtogi jafnaðarmanna,
Siumut-flokksins, sagði upp sam-
starfinu við IA, Inuit Ataqatigiit, í
fyrrinótt. Kom þetta fram á frétta-
vefjum danskra fjölmiðla í gær.
Á ýmsu hefur gengið í samstarfi
flokkanna í tæplega hálfan annan
mánuð og var mikil óánægja innan
IA með, að Enoksen skyldi skipa
þrjá flokksbræður sína í æðstu emb-
ætti innan heimastjórnarinnar.
Meðal þeirra var Jens Lyberth, sem
vakti hneykslan um jólin er hann lét
særingamann sinn reka illa anda út
úr stjórnarráðsbyggingum í Nuuk.
Um síðustu helgi virtust flokkarn-
ir hafa náð að setja deilurnar niður
og var þá embættismönnunum
þremur sagt upp störfum.
Í fyrrinótt lýsti Enoksen hins
vegar yfir, að nú lægi fyrir lagalegt
álit um, að skipan þeirra hefði verið
lögleg á allan máta auk þess sem
hann sakaði Josef Motzfeldt, leið-
toga IA, um að hafa farið á bak við
sig í síðustu viku með viðræðum við
borgaraflokkinn Atassut um nýja
stjórn.
Enoksen tilkynnti jafnframt, að
Siumut ætlaði að ræða við Atassut
um nýja stjórn og áttu þær viðræð-
ur að hefjast í gær.
Heimastjórn Græn-
lands fallin aftur
FRAKKAR og Þjóðverjar, sem
löngum hafa verið drifkrafturinn í
þróun Evrópusamrunans, kyntu
undir umræðu um framtíðarskipan
forystu Evrópusambandsins (ESB) í
gær, eftir að kynntar voru hugmynd-
ir þar að lútandi sem þeir Gerhard
Schröder, kanzlari Þýzkalands, og
Jacques Chirac Frakklandsforseti
komu sér saman um er þeir hittust í
París á þriðjudagskvöld.
Þessar nýjustu þýzk-frönsku til-
lögur snúa að því hvernig stofnana-
uppbyggingu og stjórnun ESB skuli
háttað eftir að aðildarríkjunum hef-
ur fjölgað úr 15 í 25, sem mun gerast
á næsta ári. Sú af þessum hugmynd-
um sem mesta athygli vekur er til-
laga um að æðstu málsvarar ESB
verði tveir menn – annars vegar for-
seti framkvæmdastjórnarinnar, hins
vegar forseti ráðherraráðsins. Það
nýja við tillöguna er, að hún gerir ráð
fyrir að forseti ráðherraráðsins verði
kjörinn til að gegna því hlutverki á
tveggja og hálfs eða fimm ára kjör-
tímabili, í stað þess að formennskan
sé á hálfs árs fresti til skiptis í hönd-
um ríkisstjórnarleiðtoga eins aðild-
arríkjanna, eins og nú er.
Ekki hrifin
Talsmenn framkvæmdastjórnar-
innar lýstu strax í gær efasemdum
um ágæti tillögunnar. „Það felst fyr-
irsjáanlegur vandi í því að hafa tvær
u.þ.b. jafnvígar valdstöðvar. Við
verðum að skoða náið hvernig slíkt
kerfi gæti starfað með árangursrík-
um hætti,“ lét einn talsmaður fram-
kvæmdastjórnarinnar hafa eftir sér.
En þýzk-frönsku tillögurnar teygja
sig langt í þá átt að sætta sjónarmið
þeirra sem vilja að ESB taki á sig
meira sambandsríkisform og hinna
sem vilja standa vörð um valdsvið
ríkisstjórna þjóðríkjanna sem aðild
eiga að sambandinu.
„Eins og oft áður hafa Frakkar og
Þjóðverjar hér bent á nokkuð sem
kemst mjög nærri hinum evrópska
samnefnara,“ sagði brezkur stjórn-
arerindreki.
Chirac og Schröder birtu tillögur
sínar eftir viðræður þeirra í París
síðla þriðjudags, en fundurinn var að
öðru leyti liður í undirbúningi fyrir
hátíðahöld í tilefni af því að 40 ár eru
frá því að Frakkar og Þjóðverjar
gerðu með sér vináttu- og samstarfs-
samning sem markaði tímamót í
samskiptum þjóðanna eftir síðari
heimsstyrjöld.
Lagt fyrir
Framtíðarráðstefnu
Samkvæmt tillögunum er hug-
myndin sú að forseti framkvæmda-
stjórnarinnar, kjörinn af Evrópu-
þinginu, og forseti ráðherraráðsins,
kjörinn af ráðherrum aðildarríkj-
anna, skipti með sér æðstu stjórn
sambandsins. Þar að auki skuli að
því stefnt að sameina embætti sér-
skipaðs utanríkismálatalsmanns
ESB, sem Spánverjinn Javier Sol-
ana gegnir nú, og þess meðlims
framkvæmdastjórnarinnar sem fer
með utanríkismál, en því embætti
gegnir Bretinn Chris Patten nú.
Nýju tillögurnar verða lagðar fyr-
ir hin núverandi aðildarríkin sem og
hin tilvonandi, auk Valerys Giscard
d’Estaings, fyrrverandi forseta
Frakklands sem nú stýrir hinni svo-
kölluðu Ráðstefnu um framtíð Evr-
ópu. Hún er eins konar stjórnlaga-
þing ESB, skipað alls 105 fulltrúum
frá núverandi og tilvonandi aðildar-
ríkjum auk framkvæmdastjórnar-
innar og Evrópuþingsins. Ráðstefn-
unni er ætlað að leggja fram uppkast
að nýrri stjórnarskrá ESB, einföld-
uðum og endurbættum stjórnlögum
ESB, fyrir júnílok nk.
Allir þátttakendur í umræðunni
um framtíðarfyrirkomulag á stjórn-
un Evrópusambandsins eru sam-
mála um þörfina á umbótum á núver-
andi kerfi eftir fjölgun aðildar-
ríkjanna. En skoðanir eru mjög
skiptar um hvað skuli taka við, eink-
um hvernig finna skuli nýtt jafnvægi
milli valdsviðs ríkisstjórna aðildar-
landanna og valdsviðs framkvæmda-
stjórnarinnar. Í flestum tilvikum
fylkja sér smærri aðildarríkin með
málstað framkvæmdastjórnarinnar,
þar sem þau líta gjarnan til hennar
sem bandamanns í hagsmunatog-
streitu við stóru ríkin eins og Frakk-
land, Þýzkaland og Bretland.
Þýzk-franskar tillögur um framtíðarskipan forystu ESB
Tveir forsetar skipti
með sér æðstu stjórn
Brussel. AFP.
AP
Jacques Chirac Frakklandsforseti í ræðustól á blaðamannafundi í Elysée-
höll í París í fyrrakvöld. Schröder Þýzkalandskanzlari fylgist með.
VOPNAEFTIRLITSMENN Sam-
einuðu þjóðanna grandskoðuðu í
gær eina af forsetahöllum Saddams
Husseins í höfuðborg Íraks, Bagdad.
Í byggingunni eru aðalskrifstofa
Saddams og skrifstofa lífvarðasveita
hans.
Heimsókn vopnaeftirlitsmann-
anna stóð í fjórar klukkustundir en
þetta er í annað skipti sem þeir nýta
sér heimild til að leita í einhverjum
af átta forsetahöllum Saddams án
þess að hafa tilkynnt um það fyrir-
fram, en slíka heimild höfðu vopna-
eftirlitsmenn ekki síðast þegar þeir
störfuðu í Írak, þ.e. 1998.
Þrjár af átta forsetahöllum Sadd-
ams eru í Bagdad. Fáar eru mikil-
vægari en sú, sem skoðuð var í gær,
og til marks um það má nefna að her-
sveitir bandamanna vörpuðu ítrekað
sprengjum á þessa höll í Persaflóa-
stríðinu 1991.
Fara fram á aðstoð NATO
Bandaríkin hafa formlega farið
fram á aðstoð Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) komi til hernaðarað-
gerða gegn Írak. Háttsettur fulltrúi
NATO staðfesti þetta í gær og sagði
Bandaríkjastjórn hafa farið fram á
aðstoð og stuðning bandalagsins í
hugsanlegu stríði í Írak. Ekki er far-
ið fram á beina þátttöku í hernaðará-
tökum.
Heimildarmenn Reuters-frétta-
stofunnar segja að farið sé fram á að-
stoð við að verja Tyrkland gegn
hugsanlegum flugskeytaárásum
Íraka og afnot af loftvarnarstöðvum,
lofthelgi, höfnum og herstöðvum að-
ildarríkja bandalagsins.
Leitað í forsetahöll
Saddams í Bagdad
Bagdad. AFP.
RUDY Giuliani, fyrrverandi borg-
arstjóri New York, sótti íbúa
Mexíkóborgar heim á þriðjudag og
var búist við að hann héldi heim-
leiðis í gær. Giuliani rekur nú ráð-
gjafarfyrirtæki en í stjórnartíð
hans í New York tókst að fækka af-
brotum um 65%. Skutu mexíkóskir
kaupsýslumenn saman 4,3 milljón-
um dollara, um 360 milljónum kr., í
þóknun til að fá góð ráð hjá fyrir-
tækinu varðandi leiðir til að sporna
við glæpafárinu í borginni.
„Giuliani-sirkusinn kemur!“
sagði mexíkóska dagblaðið Ovacio-
nes en heimsóknin hefur verið um-
deild og gagnrýnt að miklu fé sé
varið í að fá gestinn í heimsókn til
borgar þar sem mánaðarlaun lög-
reglumanns eru að jafnaði um 6.000
pesóar, um 4.600 krónur. Einn
þeirra sagði vonlaust að útrýma
spillingu í röðum liðsins nema laun-
in yrðu hækkuð og þjálfun endur-
bætt. Alls eru um 35.000 lögreglu-
menn í borginni.
Mannrán algeng
Þjófnaðir og mannrán eru mjög
tíð í Mexíkóborg sem er nokkru
stærri en New York, íbúafjöldinn
er talinn vera um 20 milljónir. Hafa
sumir leigubílstjórar, sem flestir
nota hvít-grænar Wolkswagen-
bjöllur, gerst sekir um að kúga fé af
gíslum sínum, fólki sem í mesta sak-
leysi hefur sest inn en verið ekið á
afvikinn stað og haldið þar í nokkra
daga.
Þyrlur sveimuðu yfir gestinum
og fylgdarliði hans, aragrúi frétta-
manna og myndatökumanna var á
staðnum og fjöldi vopnaðra lífvarða
fylgdi Giuliani hvert fótmál er hann
rölti um götur nokkurra af skugga-
legustu hverfum Mexíkóborgar en
einnig nokkur ríkmannlegri hverfi.
Hann vísaði á bug orðrómi í
bandarískum fjölmiðlum um að
uppreisnarmenn frá Kólumbíu
hygðust ræna honum. Giuliani
sagðist ekki enn vera reiðubúinn að
gefa ráð. „Þetta er enn sem komið
er upphafið að löngu ferli,“ sagði
hann. Þótt sumt væri frábrugðið
aðstæðum í New York væri annað
mjög líkt en starfsmenn hans væru
að kynna sér menningarlegan mun
og lagakerfið. Þeir myndu síðan
hanna lausn sem hentaði Mexíkó-
borg.
Giuliani
heimsækir
Mexíkó-
borg
Gefur ráð um
baráttu gegn
glæpafári
Mexíkóborg. AP.
AP
Rudy Giuliani meðal aðdáenda í Mexíkóborg á þriðjudag, með honum var
fjöldi vopnaðra varða. Hann ræddi m.a. við yfirmenn lögreglunnar um leið-
ir til að endurbæta löggæslu í borginni.