Morgunblaðið - 16.01.2003, Page 15

Morgunblaðið - 16.01.2003, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 15 KRINGLAN - SMÁRINN - AKUREYRI Ecco dagar í verslunum Steinars Waage dagana 16.-21. janúar Gæði, þægindi og einfaldleiki einkennir Ecco skóna. Hráefnin eru úr ríki náttúrunnar, hvort sem um er að ræða leður eða hrágúmmí og úr því er unnið mjúkt og fjaðurmagnað efni. Ecco er þekkt fyrir fallegt leður. Leðrið er þannig unnið að það bætir loftstreymið í skónum og gerir þá einstaklega mjúka. Ecco skór eru þægilegir um leið og farið er í þá. Mýktin og sveigjanleikinn valda því að þeir laga sig að fætinum. ECCO ER MEIRA EN ÞÆGINDI - ECCO ER UNAÐUR. 15-25% afsláttur af öllum ECCO skóm þessa daga www.ecco.com fyrir fjölskylduna ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar í Bretlandi gagnrýndu í gær stjórn Tonys Blairs forsætisráð- herra fyrir að hafa ekki gert nægar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í landinu eftir að lögreglumaður var stunginn til bana í húsi í Manchester þar sem þrír meintir hryðjuverka- menn voru handteknir í fyrrakvöld. Lögreglan í borginni hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í aðgerð lögreglunnar, til að mynda á því hvers vegna lögreglumaðurinn sem beið bana var óvarinn og árásarmaðurinn var ekki handjárn- aður. Lögreglumenn réðust inn í hús þriggja manna, sem eru ættaðir frá Norður-Afríku, í tengslum við viðamikla rannsókn sem hófst eftir að banvænt eitur, rísín, fannst í íbúð í London 5. þessa mán- aðar. Engin hættuleg efni fundust í íbúðinni í Manchester. Voru óvopnaðir Að sögn breska útvarpsins BBC tóku 24 lög- reglumenn þátt í aðgerðinni í fyrrakvöld og eng- inn þeirra var vopnaður. Þeir sem réðust inn í íbúðina og handtóku mennina þrjá voru í skotheld- um vestum en ekki lögreglumenn sem komu síðar á staðinn til að safna sönnunargögnum og yfir- heyra mennina. Michael Todd, yfirlögreglustjóri Manchester- borgar, sagði að lögreglumennirnir hefðu ekki verið taldir í hættu. Mennirnir þrír hefðu ekki ver- ið handjárnaðir vegna þess að rannsóknarmenn hefðu verið að leita á þeim og sett þá í sérstakan búning til að varðveita sönnunargögn á þeim. Einn mannanna losnaði frá lögreglumönnunum rúmri klukkustund eftir að hann var handtekinn og hljóp inn í eldhús íbúðarinnar. Hann tók þar hníf og réðst á lögreglumennina. Stephen Oake, einn lögreglumannanna sem voru ekki í skotheldum vestum, kom félögum sín- um til hjálpar og var stunginn til bana. Tveir aðrir lögreglumenn, sem voru ekki heldur í skotheldum vestum, særðust og gengust undir skurðaðgerð en voru ekki í lífshættu. Fjórði lögreglumaðurinn ökklabrotnaði. Er þetta í fyrsta sinn í rúman áratug sem bresk- ur lögreglumaður bíður í bana í aðgerð sem teng- ist baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. Oliver Letwin, talsmaður Íhaldsflokksins í inn- anríkismálum, sagði að augljóslega hefði „ýmis- legt farið illa úrskeiðis“ í aðgerðinni. Hann gagnrýndi ennfremur bresku stjórnina fyrir að hafa ekki gert nóg til að hafa uppi á hugs- anlegum hryðjuverkamönnum meðal fólks sem leitað hefur hælis í Bretlandi. „Við höfum fengið nægar vísbendingar um að til er fólk sem fengið hefur hæli …og ætlar að fremja hryðjuverk,“ sagði Letwin. David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, vísaði gagnrýninni á bug og sagði að aðgerðir lög- reglunnar að undanförnu sýndu að öryggisráð- stafanir yfirvalda bæru árangur en þær yrðu bættar til að tryggja öryggi lögreglumanna. „Við ráðum fyllilega við þá sem ógna lífi okkar og lífsviðurværi,“ sagði Blunkett og bætti við að yfirvöld hefðu gert ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hugsanlegir hryðjuverkamenn fengju hæli í Bretlandi, meðal annars með því að taka fingraför hælisleitenda og koma upp öflugu tölvu- kerfi. Var á flótta undan lögreglunni Blunkett skýrði ennfremur frá því að lögreglan í Manchester hefði ráðist inn í íbúðina til að hand- taka mann sem hefði verið á flótta undan lögregl- unni frá því að beiðni hans um hæli í Bretlandi hefði verið hafnað fyrir fjórum árum. BBC segir að aðgerðir bresku lögreglunnar að undanförnu séu liður í umfangsmiklum alþjóðleg- um aðgerðum gegn liðsmönnum herskárra sam- taka Norður-Afríkumanna í Evrópu sem eru talin styðja al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Frank Gardner, fréttaritari BBC í öryggismál- um, segir að hópur meintra hryðjuverkamanna frá Alsír og fleiri Norður-Afríkulöndum hafi komið til Bretlands til að leita þar hælis árið 1995 eftir að frönsk yfirvöld hófu herferð gegn hryðjuverka- starfsemi í kjölfar mannskæðra sprengjutilræða. Bretar hefðu ekki sent þá aftur til Frakklands þar sem þeir hefðu haft áhyggjur af þeirri meðferð sem mennirnir myndu fá. Á síðustu vikum hafa breskir fjölmiðlar bent á að frönsk stjórnvöld hafa árum saman kvartað yfir því að bresk yfirvöld hafi ekki brugðist nógu hart við hættunni sem stafi af íslömskum öfgamönnum. Tony Blair hét því í gær að herða baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og sagði að drápið á lögreglumanninum minnti bresku þjóðina óþyrmi- lega á þá hættu sem stafaði af hryðjuverkamönn- um. „Við verðum að tryggja að þessir hópar öfga- manna, sem víla ekki fyrir sér manndráp og setja ekki fram neinar kröfur sem stjórnvöld geta hugs- anlega orðið við, verði sigraðir,“ sagði forsætisráð- herrann. Breska stjórnin lofar að herða baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi Gagnrýnd fyrir ónógar öryggisráðstafanir London. AP, AFP. Rannsókn á áhlaupi lögreglu eftir dauða lögreglumanns Reuters Lögreglumenn halda á blómum að húsi í Man- chester þar sem lögreglumaður var stunginn til bana í aðgerð sem tengdist rannsókn á hryðju- verkastarfsemi. Tveir lögreglumenn særðust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.