Morgunblaðið - 16.01.2003, Qupperneq 16
ERLENT
16 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EIN af öflugustu bókaútgáfum
Bandaríkjanna, Alfred A. Knopf-
forlagið, gaf í desember út nýja bók
eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn
Gabriel Garcia Marquez frá Kól-
umbíu. Tugþúsundir eintaka hafa
þegar selst af bókinni sem heitir
Vivir Para Contarlo sem þýtt hefur
verið Lifað til að segja frá. Marquez
segir þar frá ævi sinni fram til út-
komu fyrstu bókarinnar árið 1955.
Nýja bókin er fyrsta bindið af
þrem, að sögn höfundar.
Það sem gerir atburðinn ein-
stakan vestra er að ekki mun fyrr
hafa verið gefin út bók, rituð á er-
lendri tungu, í Bandaríkjunum án
þess að boðin væri samtímis þýðing
á ensku. Þess vegna er hennar ekki
getið á listum yfir mest seldu bæk-
urnar og kynningin á henni í fjöl-
miðlum hefur verið í lágmarki.
Að sögn talsmanns Knopf-
forlagsins, Ashbel Green, er ætl-
unin að gefa út enska þýðingu nk.
haust. En ástæðan fyrr því að bókin
var strax gefin út á spænsku var að
nýjar bækur Marquez eru gefnar út
samtímis á Spáni, í Mexíkó og Arg-
entínu. „Viðtökurnar þar voru stór-
kostlegar og hún varð fljótlega
metsölubók um allan hinn spænsku-
mælandi heim. Við ákváðum því að
bregðast hart við vegna þess að við
töldum að hún ætti erindi við vax-
andi hóp spænskumælandi lesenda í
landinu.“ Green segir að einnig hafi
komið í ljós að kiljuútgáfur frá öðr-
um löndum væru víða á boðstólum í
Bandaríkjunum. Knopf hafi komist
að því að hægt væri að gefa út
harðspjaldabók sem yrði ódýrari en
kiljurnar.
The Los Angeles Times segir í
grein um útgáfuna að salan á bók-
inni sé glöggt dæmi um aukin áhrif
spænskunnar í Bandaríkjunum.
Þar sé nú fyrir hendi markaður
milljóna áhugasamra lesenda. Inn-
flytjendur frá spænskumælandi
löndum í Rómönsku Ameríku og af-
komendur þeirra séu að end-
urskapa landslagið í bandarískum
útgáfumálum og jafnframt sýni at-
burðurinn hve ótrúlega öflugur rit-
höfundur Marquez sé. Áður hafi
spænskumælandi fólk í landinu yf-
irleitt verið mjög fátækt en nú sé
komin upp fjölmenn miðstétt sem
vilji lesa góðar bækur jafnskjótt og
þær séu gefnar út – og lesa þær á
spænsku.
Marquez er yfirleitt talinn
fremstur spænskumælandi rithöf-
unda á okkar tímum og margir
segja hann besta rithöfund heims.
Hann er nú 75 ára gamall og
greindist með krabbamein fyrir
nokkrum árum. Marquez býr í
Mexíkóborg en fer reglulega til Los
Angeles til meðferðar vegna sjúk-
dómsins.
Hann var lengi blaðamaður áður
en skáldið tók völdin og er víð-
frægur fyrir skáldsögur sínar og
smásögur. Fáir hafa náð jafngóðum
tökum á svonefndu „töfraraunsæi“
sem hefur einkennt bókmenntir
spænskumælandi höfunda síðustu
áratugina. Þekktasta skáldsaga
hans er Hundrað ára einsemd frá
1967, hún hefur komið út á ís-
lensku. Hann hefur einnig verið
umræðuefni í fréttum undanfarin
ár vegna vináttu við ýmsa þekkta
leiðtoga, þ.á m. Bill Clinton og
Fidel Castro.
Vaxandi áhrif spænsku
í Bandaríkjunum
Reuters
Gabriel Garcia Marquez veifar til aðdáenda í föðurlandi sínu, Kólumbíu.
Minningar Marq-
uez gefnar strax
út á spænsku en
ensk þýðing með
haustinu
Los Angeles. The Los Angeles Times.
’ Viðtökurnar þarvoru stórkostlegar
og hún varð fljótlega
metsölubók um allan
hinn spænskumæl-
andi heim. ‘
JAMES Kelly, sendimaður Banda-
ríkjastjórnar, ræddi í gær við stjórn-
völd í Kína um kjarnorkudeiluna við
Norður-Kóreu en George W. Bush
Bandaríkjaforseti gaf í skyn í fyrra-
dag, að Bandaríkin væru reiðubúin
að taka upp aukna aðstoð við N-Kór-
eu ef stjórnvöld þar legðu kjarnorku-
áætlanir sínar á hilluna. Höfðu þess-
ar hræringar vakið nokkrar vonir en
N-Kóreustjórn virtist slökkva þær
er hún sagði, að Bandaríkjastjórn
væri með blekkingar er hún ýjaði að
hugsanlegum viðræðum milli
ríkjanna.
Kelly vildi ekki tjá sig um um-
ræðuefnin á fundinum með kínversk-
um ráðamönnum en eitt af skilyrðum
þeirra fyrir lausn kjarnorkudeilunn-
ar er, að Bandaríkjastjórn gefi
tryggingu fyrir því að ráðast ekki á
landið. Sagði Kelly það eitt, að ekk-
ert gæti komið í stað viðræðna.
Yfirlýsing Bush mælist vel fyrir
Kínverjar eru helstu bandamenn
stjórnvalda í Pyongyang og hafa þeir
boðið þeim og Bandaríkjamönnum
að koma til viðræðna í Kína.
Tilraunir til að finna lausn á kjarn-
orkudeilunni hafa fengið aukinn
þunga síðustu daga eftir að Rússar
ákváðu að senda háttsettan mann til
viðræðna við N-Kóreustjórn. Þá hef-
ur yfirlýsing Bush í fyrradag einnig
mælst vel fyrir en hann sagði þá, að
hann væri að velta fyrir sér „nýju
frumkvæði“, sem myndi taka til
orku- og matarskortsins í N-Kóreu.
Margir fréttaskýrendur telja raun-
ar, að meginmarkmiðið með hótun-
um N-Kóreustjórnar sé að knýja
Bandaríkin til að auka aðstoð við
landið.
N-kóreska ríkisfréttastofan sagði
í gær, að orðrómur um viðræður milli
N-Kóreu og Bandaríkjanna væri að-
eins tilraun Bandaríkjastjórnar til að
blekkja almenning. Ljóst væri, að
hún hefði í engu breytt þeirri afstöðu
sinni, að N-Kórea yrði að hætta
kjarnorkuáætlunum sínum áður en
sest yrði að samningaborði.
Stjórnvöld í S-Kóreu buðu í gær
n-kóreskum embættismönnum til
viðræðna í næstu viku og er vonast
til, að þær ásamt öðru geti greitt fyr-
ir einhverri lausn.
Aukin áhersla á
að leysa deiluna
við N-Kóreu
Viðbrögð N-Kóreustjórnar eru að
saka Bandaríkin um blekkingar
Peking, Seoul. AP, AFP.
JACKSONS-KAMELJÓN skýtur út
tungunni til að veiða skordýr í
Wellington-dýragarðinum á Nýja-
Sjálandi. Kameljón af þessari teg-
und eru með slímuga tungu sem er
allt að tvisvar sinnum lengri en
skrokkurinn. Þau lifa í Kenýa, Úg-
anda og Tansaníu.
Reuters
Kameljón á skordýraveiðum