Morgunblaðið - 16.01.2003, Side 18

Morgunblaðið - 16.01.2003, Side 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÆPLEGA þrítugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið mann á veitingahúsi á Dalvík um jól- in árið 2001, en sá nefnbrotaði og hlaut glóðarauga. Maðurinn játaði brot sig og greiddi brotaþola skaðabætur. Með þessu broti rauf maðurinn skilorð dóms sem hann hlaut árið 2000, einnig vegna líkamsárásar. Sá dómur var nú tekinn upp og honum gerð refsing í einu lagi fyrir bæði brotin. Til þess var litið við upp- kvaðningu dóms að nokkuð var liðið frá broti mannsins sem og einnig að aðstæður hans höfðu breyst frá þeim tíma. Fært þótti að fresta refsingunni um fjögur ár og mun hún falla niður haldi maðurinn skilorð. Manninum var gert að greiða allan sakarkostn- að. Sló til manns á veitingahúsi SKÓLANEFND samþykkti á fundi í vikunni tillögu um fyrirkomulag á sumarlokun í leikskólum Akureyrar- bæjar nú á komandi sumri. Sam- kvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að allir leikskólar bæjarins verði lokað- ir í tvær vikur í sumar, en þó ekki all- ir í einu. Helmingi leikskólanna verð- ur lokað dagana 7. til 18. júlí en hinum helmingnum dagana 21. júlí til 1. ágúst. Skólanefnd mælti á sama fundi með því að haldið yrði áfram viðræð- um við félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri, FÉSTA um uppbyggingu og rekstur fjögurra deilda leikskóla við Tröllagil. Þá leggur nefndin ríka áherslu á að nýj- um leikskóla á neðri Brekku verði fundinn staður hið fyrsta svo hægt verði að taka hann í notkun árið 2005. Sumarlokun leikskóla Lokað í tvær vikur í sumar ÞRJÚ verk hafa verið valin til sýn- inga hjá Leikfélagi Akureyrar í kjölfar samkeppni sem efnt var til á haustdögum undir yfirskriftinni; Uppistand um jafnréttismál. Verk- in eru Maður og kona: Egglos eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, Hve langt er vestur eftir Hallgrím Oddsson og Olíuþrýstingsmæling dísilvéla eftir Guðmund Kr. Odds- son, en þeir tveir síðarnefndu eru bræður og vissu ekki hvor af öðr- um þegar þeir sendu inn handrit í keppnina. Alls bárust fjórtán handrit í keppnina, en í dómnefnd sátu Sigurður Hróarsson, Þor- steinn Bachmann, Valgerður Bjarnadóttir og Sigrún Jak- obsdóttir. Ráðgert er að frumsýna uppi- standið í Samkomuhúsinu í febr- úar næstkomandi en leikstjóri verður Halldór Laxness. Að- alsteinn Bergdal mun leika verkið um olíuþrýstingsmælinguna, Skúli Gautason fer með hlutverkið í Hve langt er vestur? og Hildigunnur Þráinsdóttir í Egglosinu. Að lok- inni frumsýningu verður verkið sett upp á fleiri stöðum og jafnvel kemur til greina að sýna þau hvert og eitt t.d. fyrir starfs- mannahópa eða í fyrirtækjum að sögn Þorsteins Bachmann leik- hússtjóra. „Við vorum að leita að frum- legum verkum, þar sem ekki væri að finna mikið um gamlar klisjur um baráttu kynjanna heldur skemmtileg og innihaldsrík leik- húsverk með nýjar víddir og sem settu í gang nýjar hugsanir hjá áhorfendum,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, formaður leik- húsráðs LA, „og þessi þrjú verk uppfylltu alla þessa þætti“. Sigurbjörg Þrastardóttir er stödd í Lundúnum um þessar mundir og var því ekki viðstödd þegar tilkynnt var um úrslit í sam- keppninni í gær, en hún vann m.a. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar árið 2002. Þeir bræður Hallgrímur og Guð- mundur kváðust „eitthvað hafa fengist við skriftir, það eru þó mest bernskubrek og ekki mikið til upprifjunar,“ eins og þeir orð- uðu það. Guðmundur skrifaði m.a. söngleikinn Hold sem sýndur var í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Hallgrímur skrifaði „Enn Júlía lif- ir“ í kringum lög með hljómsveit- inni Abba svo eitthvað sé nefnt. Það verður óvenju líflegt hjá Leikfélagi Akureyrar nú á næst- unni, en þar standa yfir sýningar á Hversdagslegu kraftaverki, uppi- standið verður frumsýnt og eins verður næsta leikverk, Leynd- armál rósanna frumsýnt 31. jan- úar. Þá er unnið að því að fá gestasýningu úr höfuðborginni norður. Þrjú verk valin til sýninga í samkeppni um uppistand um jafnréttismál Egglos, Olíuþrýstingsmæling og Hve langt er vestur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bræðurnir Hallgrímur, t.v., og Guðmundur ásamt Sigurbjörgu Þrastardóttur unnu samkeppni sem LA efndi til um leikþætti tengda jafnréttismálum. Sigurbjörg Þrastardóttir er ekki á milli bræðranna, hún er stödd erlendis. SJÖ bílar urðu fyrir tjóni, mis- miklu þó, eftir óhapp í Kaupvangs- stræti skömmu fyrir hádegi í gær- dag. Gríðarleg hálka var í Gilinu, sem svo er nefnt þegar atvikið átti sér stað. Blautur snjór sem hafði þjappast saman og myndað glærasvell. Slökkvibíll sem var á leið upp Gilið þurfti að stöðva ofarlega, skammt ofan Myndlistaskólans á Akureyri, þar sem bíll á undan honum var stopp. Ekki tókst að koma slökkvibílnum af stað aftur í hálkunni og hallanum og rann hann að sögn varðstjóra Slökkvi- liðs Akureyrar stjórnlaust niður Gilið, en förin endaði með því að hann lenti á kyrrstæðri bifreið á bílstæði við Myndlistaskólann. Áreksturinn hafði þær afleiðingar að þrír bílar á stæðinu pressuðust saman, en mest varð tjónið á þeirri sem slökkvibíllinn lenti á. Skömmu síðar, á meðan verið var að skoða aðstæður á vettvangi, gerðist það að sendibíll á leið upp Gilið lenti í vandræðum sem lykt- aði með því að hann fór að renna stjórnlaust afturábak, nánast í sömu hjólförum og slökkvibíllinn og munaði minnstu að hann lenti á honum. Áttu fótum fjör að launa Eftir þetta var neðri hluta Gils- ins lokað en umferð úr Eyrar- landsvegi beint upp Gilið að Þing- vallastræti. Ekki vildi betur til en svo að fólksbíll á þeirri leið stöðv- aðist vegna hálku, næsti bíll á eftir honum hugðist fara fram úr en lenti utan í þeim fyrri og síðan runnu þeir niður samsíða; annar lenti framan á sendlabílnum en hinn á vegg Myndlistaskólans. Nokkurn fjölda fólks hafði drifið að til að fylgast með og átti fólk fótum sínum fjör að launa þegar seinni hrinan hófst. „Sem betur fer urðu ekki slys á fólki, en það má gera ráð fyrir að tjón verði um- talsvert þegar upp er staðið,“ sagði Jóhann Þór Jónsson varð- stjóri hjá slökkviliðinu. „Þannig að það má segja að þetta hafi kannski farið eins vel og hugsast gat miðað við aðstæður sem þarna sköpuð- ust.“ Gilið var sandborið eftir atvikið. Tjón á sjö bílum eftir óhapp í glerhálu Grófargili Bílarnir runnu stjórn- laust niður hált Gilið Morgunblaðið/Ingunn Jónsdóttir Snjóruðningstæki frá Akureyrarbæ með slökkvibílinn í togi í Gilinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Slökkvibíllinn rann stjórnlaust niður Gilið, lenti á kyrrstæðri bif- reið á stæði við Myndlistaskólann með þeim afleiðingum að þrír bílar pressuðust saman. ♦ ♦ ♦ MERK tímamót urðu í versl- unarrekstri í Ólafsfirði í vikunni. Á þriðjudag var Valbúð lokað og daginn eftir var Úrval opnað, sameiginleg verslun Valbúðar og Strax. Tvær matvöruverslanir hafa verið í Ólafsfirði í rúm 40 ár en nú er þar ein verslun. Úrval býður viðskiptavinum sínum upp á fjölmörg girnileg tilboð í tilefni opnunarinnar sem Ólafsfirðingar hafa verið mjög duglegir að nýta sér. Hulda Þiðrandadóttir, starfs- maður Úrvals, sagði að það væri skrítin tilfinning að skipta um vinnustað eftir 35 ár, en hún vann árum saman í Valbergi og hin síðari ár Valbúð á Aðalgötu 16. Núna er hún komin til starfa í nýjum húsakynnum að Aðalgötu 2–3. En Hulda sagði að þetta væri engu að síður mjög ánægju- legt. Viðskiptavinir verslunarinnar voru hinir ánægðustu með nýju búðina og vöruúrvalið er gott að þeirra mati. Til að leggja áherslu á þetta var nýju búðinni gefið nafnið Úrval! Tímamót í verslunarrekstri í Ólafsfirði Morgunblaðið/Helgi Jónsson Hulda Þiðrandadóttir gaf sér tíma til að líta upp ásamt nokkrum við- skiptavinum Úrvals, en þeir eru Ingibjörg Antonsdóttir og barnabörn hennar Kristófer Númi og Anna Dís Hlynsbörn. Sameinuð verslun opnuð í bænum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.