Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 19 FYRIRTÆKIÐ Geislabrot er að hefja starfsemi sína. Það er stofnað af sjö húsmæðrum í Mýrdalnum sem tóku sig saman og keyptu stórvirka leysiskurðarvél. Vélin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og sker hún flest efni nema gler, stein og járn. Öll framkvæmd við skurð- arvélina fer fram í gegnum tölvu. Til kaupa á skurðarvélinni fengu þær stuðning frá Framleiðnisjóði, Iðntæknistofnun og úr sjóði sem sérhæfir sig í atvinnumálum kvenna. Að sögn Ernu Ólafsdóttur, bónda í Pétursey, og Ásrúnar Guð- mundsdóttur, bónda í Steig, tveggja af eigendunum, eru margar hug- myndir í gangi um notkun á þessu tæki og eru möguleikarnir nánast ótakmarkaðir, t.d. geta þær tekið við teikningum frá hönnuðum og arkitektum og útbúið líkön fyrir þá, einnig hafa þær hug á að framleiða minjagripi og verður eitt af fyrstu verkunum að skera út Lunda sem minjagripi. Það er fyrirtækið Ice Lux sem flutti tækið inn frá Taívan. Undanfarna daga hefur Watson Yu, sem kemur frá verksmiðjunni þar sem skurðarvélin er framleidd, og Guðmundur R. Ólafsson kerfisfræð- ingur T.V., verið að kenna konunum á tækið og setja það upp. En mest vinnan er að læra á teikniforritið sem stjórnar skurðarvélinni. Watson varð fyrir smááfalli þegar hann kom í Mýrdalinn, hann taldi víst að hann væri að koma í 200 manna fyrirtæki vegna þess hvað skurðarvélin er afkastamikil. Skurðarvélinni var komið fyrir í hluta af skólahúsinu á Ketilsstöðum en þar var hætt að kenna síðastliðið haust. Afkastamikil skurðar- vél tekin í notkun Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fyrstu tilraunaverkefnin. Geislabrot er nýtt fyrirtæki BIFREIÐ fór út af veginum við Skáraklettanes í Steingrímsfirði sl. þriðjudag. Bifreiðin, sem er af Sub- aru-gerð, er mikið skemmd ef ekki ónýt. Ökumaður slapp með skrámur og má teljast heppinn að hafa ekki slasast alvarlega. Bifreiðin var á leið inn Selströnd og missti ökumaður hana út af veginum þar sem hann ók út úr beygju við Skáraklettanes. Fór bifreiðin niður fyrir veg, valt og endaði á toppnum. Bílvelta á Selströnd Drangsnes Morgunblaðið/ Jenný Jensdóttir SIGURÐUR Jónsson, kennari og framkvæmdastjóri á Selfossi, hefur verið ráðinn forstöðumaður Svæðis- vinnumiðlunar Suðurlands úr hópi 28 umsækjenda. Svavar Stefánsson forstöðumaður lét af því starfi um áramót. Sigurður hefur þegar hafið störf og verður kominn til fullra starfa á Svæðisvinnumiðluninni á næstu tveimur vikum. Sigurður hefur starfað á Selfossi sem kennari við grunnskólann, framkvæmdastjóri á ferðaþjónustu- sviði KÁ, sem verkefnisstjóri við byggingu Hótels Selfoss og sem námsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Einnig hefur hann reynslu af störf- um að félagsmál- um, m.a. í al- mennum félögum og sem sveitar- stjórnarmaður í bæjarstjórn Sel- foss 1990–1998 og sem nefndarmað- ur og formaður félagsþjónustu- nefndar Selfoss og Árborgar til 10 ára. Þá hefur Sig- urður einnig unnið við blaða- mennsku, sem fréttaritari Morgun- blaðsins í ríflega tvo áratugi. Eiginkona Sigurðar er Esther Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sel- fossi. Nýr forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Selfoss Sigurður Jónsson LANDIÐ RÚMUR milljarður af skuldum Hafnasamlags Suðurnesja kemur í hlut Reykjanesbæjar, Vatnsleysu- strandarhreppur tekur á sig 65 milljónir og Gerðahreppur 39 milljónir kr. Samkomulag hefur náðst í skilanefndinni eftir langt þref. Fulltrúar allra sveitarfélag- anna segjast sáttir við niðurstöð- una. Störfum skilanefndar Hafna- samlags Suðurnesja (HASS) lauk í gær með undirritun samkomulags um skiptingu eigna og skulda sam- lagsins. Samkomulagið gengur nú til sveitarstjórnanna þriggja til staðfestingar og verður þá Hafna- samlaginu formlega slitið. Reykjanesbær, Gerðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur mynduðu Hafnasamlag Suðurnesja 1996 með sameiningu allra hafna í þessum þremur sveitarfélögum. Vatnsleysustrandarhreppur sagði sig úr samlaginu í lok ársins 2000 og átti úrsögnin að taka gildi í lok ársins 2001 og Gerðahreppur fylgdi síðan í kjölfarið. Skilanefnd sem skipuð er tveimur fulltrúum frá hverju þessarra sveitarfélaga náði ekki samkomulagi um skipt- ingu skulda Hafnasamlagsins og var þá skipaður hlutlaus oddamað- ur, Ásgeir Thoroddsen lögmaður. Samkomulag það sem skilanefndin hefur nú undirritað byggist á til- lögu hans. Samkvæmt samkomulaginu verða hafnamannvirki á hverjum stað aftur eign viðkomandi sveitar- félags frá 1. janúar 2002 að telja svo og framkvæmdir við þessi mannvirki á starfstíma HASS. Reykjanesbær fær afhentar allar fasteignir HASS, hafnsögu- og dráttarbátinn Auðun og aðrar eignir samlagsins. Skuldunum er í aðalatriðum skipt þannig að upphafleg stofn- framlög eigendanna og fram- kvæmdir við hafnarmannvirki sem til þeirra falla nú eru framreiknuð til loka árs 2001 og fylgja eign- unum til sveitarfélaganna. Um- framskuldunum, en þær hafa orðið til vegna tapreksturs HASS á starfstíma þess, er skipt milli sveitarfélaganna eftir íbúafjölda. Samkvæmt þessu tekur Reykja- nesbær á sig rúman milljarð af nettóskuldum HASS, nánar tilekið 1.052 milljónir kr. miðað við verð- lag í lok ársins 2001. Vatnsleysu- strandarhreppur tekur á sig 64,8 milljónir og Gerðahreppur 39,2 milljónir kr. Forsendur brugðust Fulltrúar sveitarfélaganna kváð- ust ánægðir með að samkomulag hefði náðst, þegar rætt var við þá eftir undirritun samninganna í gærmorgun. Jón Gunnarsson, odd- viti Vatnsleysustrandarhrepps, sagði að allir hefðu gert sér grein fyrir því við stofnun Hafna- samlagsins að það væri of skuldugt til að geta staðið undir sér að óbreyttu. Því hefði það verið for- senda sameiningarinnar að þáver- andi samgönguráðherra hefði lofað að ríkið yki fjárframlög sín til sam- lagsins, til að létta skuldabyrðina og til framkvæmda. Það hefði ekki staðist. Sveitarstjórnin hafi litið svo á að betra væri að reka höfn- ina sjálfstætt en taka áfram þátt í Hafnasamlaginu. Sigurður Jóns- son, sveitarstjóri í Garði, segir að sveitarstjórnin hafi metið það svo að betra væri að ganga út úr sam- laginu nú þar sem ekki væri sjáan- legt að rekstur þess batnaði það mikið að það réttlætti áframhald- andi þátttöku hreppsins. Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók í sama streng hvað varðar aðstoð hins opinbera og bætir því við að tekjur Hafnasamlagsins hafi dreg- ist mjög saman vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þetta séu tvær helstu ástæður slita samlagsins og hvor- uga hafi menn getað séð fyrir. Ellert sagðist hvorki geta lýst yfir ánægju né óánægju með nið- urstöðu skilanefndarinnar. „Þetta er bara niðurstaða sem menn hafa orðið ásáttir um. Ég held þó að all- ir geti farið þokkalega sáttir frá borðinu,“ sagði hann. Enginn þremenninganna kann- ast við að slit á Hafnasamlagi Suð- urnesja geti talist áfall fyrir sam- vinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Ellert bendir á að samvinna sveitarfélaganna sé á öðrum grunni og hún gangi vel. Í samstarfinu um hafnirnar hafi ut- anaðkomandi áhrif valdið því að menn hafi talið hagkvæmara að skipta samlaginu aftur upp. Jón Gunnarsson tekur undir það, segir að samvinna sveitarfélaganna sé í góðum farvegi og Sigurður bendir á að sveitarfélögunum hafi tekist að leysa þetta erfiða uppgjörsmál með samkomulagi. Samkomulag um skiptingu eigna og skulda Hafnasamlags Reykjanesbær tekur á sig skuldir upp á milljarð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skilanefndarmennirnir Ellert Eiríksson, Sigurður Jónsson og Jón Gunnarsson takast í hendur eftir undirritun samkomulags um slit HASS. Suðurnes Frambjóðendur Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi verða með kynningarfund í Reykjanesbæ í kvöld. Fundurinn verður í félags- heimili framsóknarmanna við Hafn- argötu í Keflavík og hefst klukkan 20. Tíu bjóða sig fram við uppstillingu á listann og verður kosið á milli þeirra á aukakjördæmisþingi sem fram fer á Hótel Selfossi næstkomandi laug- ardag. Í DAG EKKI hefur verið skipuð ný stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS). Einn af þremur fulltrúum sem sveitarfélögin tilnefndu fyrir meira en hálfum öðrum mánuði krefst þess að stjórnin ræði lækna- deiluna. Ráðherra ber að skipa í stjórn sjúkrastofnana, að fengnum tillög- um sveitarstjórna og starfsmanna, að afloknum sveitarstjórnarkosn- ingum. Þar sem það hefur enn ekki verið gert spurðist Eyjólfur Ey- steinsson, einn þeirra þriggja sem sveitarfélögin hafa tilnefnt, fyrir um málið hjá heilbrigðisráðherra. Samkvæmt upplýsingum úr heil- brigðisráðuneytinu var óskað eftir tilnefningum heimamanna að aðal- og varamönnum með bréfum í júní. Sveitarfélögin hafi tilnefnt sína full- trúa með bréfi 27. nóvember síðast- liðinn en tilnefning hefði ekki borist frá starfsmannafélagi HSS. Beiðni um tilnefningu hafi nú verið ítrekuð. Eyjólfur segist raunar hafa þær upplýsingar að starfsmannafélagið sé búið að ganga frá tilnefningu sinna fulltrúa og hafi skilað þeim til skrifstofu framkvæmdastjóra. Þær hafi af einhverjum ástæðum ekki verið sendar áfram til ráðuneytisins. Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoðar- maður ráðherra, segir að ráðherra sé tilbúinn með þá menn sem verði skipaðir formaður og varaformaður stjórnar og stjórnin verði skipuð um leið og allar tilnefningar hafi borist. Eyjólfur segir að neyðarástand sé að skapast á Suðurnesjum vegna læknadeilunnar og segir hann mik- ilvægt að stjórnin sé kölluð saman til að ræða málið. Muni hann krefj- ast þess að fá upp á borðið skýr- ingar á því á hverju strandi í við- ræðum við lækna heilsugæslu- stöðvarinnar. Segir Eyjólfur að þessi vandræðagangur við skipan stjórnarinnar breyti ekki því að fjalla eigi um málið á þessum vett- vangi. Gamla stjórnin sitji þar til sú nýja taki til starfa en hún hafi held- ur ekki verið kölluð saman til að ræða málið. Ný stjórn HSS ekki verið skipuð Reykjanes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.