Morgunblaðið - 16.01.2003, Page 41

Morgunblaðið - 16.01.2003, Page 41
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 41 VESTMANNAEYJAR eru í for- grunni í viðtali franska tímaritsins Télérama við Sólveigu Anspach kvikmyndaleikstjóra um næstu mynd hennar Stormy Weather. Myndin gerist að hluta til í Vest- mannaeyjum, einnig í París og Belgíu. Tökur í Vestmannaeyjum fóru fram í nóvember og segir í grein- inni að svo til allt kvikmyndagerð- arfólkið hafi orðið sjóveikt um borð í Herjólfi á leiðinni til Eyja. Fram kemur að Högna Sigurð- ardóttir arkitekt, móðir Sólveigar, hafi fyrst íslenskra kvenna fengið inngöngu í Beaux-Arts-listaskól- ann í París, þar hafi hún orðið ást- fangin af Bandaríkjamanni og átt dótturina Sólveigu heima á Íslandi. Þrátt fyrir að hafa alist upp í Frakklandi hafi Sólveig aldrei slit- ið tengslin við Ísland. Henni hafi þótt Vestmannaeyjar henta vel fyr- ir kvikmyndina Stormy Weather. Myndin segir frá Coru, ungri franskri konu sem er að læra geð- lækningar. Cora tekur undir sinn verndarvæng konu sem enginn veit hver er og aldrei segir orð. Cora einsetur sér að lækna þessa dularfullu konu og þegar í ljós kemur að hún er íslensk eltir Cora hana til Vestmannaeyja. Minnir á Hringadróttinssögu Í grein Télérama segir að Cora hálf tapi sér í þeirri umleitan sinni að bjarga sjúklingi sínum, hún finni í það minnsta nýjan heim í Vestmannaeyjum sem veki upp spurningar um hennar eigin. „Land þar sem náttúruöflin eru sí- fellt að störfum, landslag sem ferðamálaráð stærir sig af á veggj- um Métrosins [neðanjarðarlest- arinnar] í París, dregur dár að öll- um tilvistarefa,“ segir í greininni. „Á meginlandi Evrópu telur fólk sig hafa náð stjórn á náttúrunni, á Íslandi gerir maður sér grein fyrir því að það er ekki rétt,“ er haft eft- ir Sólveigu Anspach. Télérama segir að í Vest- mannaeyjum geri maður sér betur grein fyrir kröftum náttúrunnar en annars staðar og er gosið í Heimaey, sem hófst fyrir tæpum 30 árum, rifjað upp. Sólveig segist vel muna eftir þessum atburðum. „Ég varð ekki vitni að eldgosinu sjálfu, en ég fékk martraðir um það í mánuði á eftir,“ segir Sólveig. Landslagið í Vestmannaeyjum er sagt minna á Mordor, heimkynni Saurons í Hringadróttinssögu. Leikkonan Elodie Bouchez, sem er mjög þekkt í Frakklandi og hef- ur m.a. fengið leikkonuverðlaunin í Cannes, fer með hlutverk Coru en skáldkonan Didda hlutverk sjúk- lingsins, Lóu. Ingvar E. Sigurðsson leikur eiginmann hennar og Balt- asar Kormákur lækni í Vest- mannaeyjum. Franska tímaritið Télérama talar við Sólveigu Anspach Stormasamt í Eyjum Mynd úr Télérama af Sólveigu Anspach í Vestmannaeyjum. Vegleg fjögurra síðna umfjöllun er um Sólveigu og tökurnar á Stormy Weather í nýlegu tölublaði tímaritsins Télérama. Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00. Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is Hér er á ferðinni stórsýning þar sem rúmlega 20 manns koma fram, söngvarar, hljóðfæraleikarar og dansarar. Í Egilsbúð á Neskaupstað í haust sáu 1400 manns sýninguna. Matur-skemmtun og dansleikur 5.700 kr. Skemmtun og dansleikur 2.500 kr. Dansleikur 1.500 kr. T ó n l i s t a r s t j ó r n : G u ð n i B ra g a s o n F ra m ko m a : A n n a K a r í n J ó n s d ó t t i r, K r i s t j á n Þ ó r M a g n ú s s o n , A ð a l s t e i n n J ú l í u s s o n , L á ra S ó l e y J ó h a n n s d ó t t i r, S ö n g va s y s t u r ( G u ð n ý , B y l g j a , H a r p a o g S vava S t e i n g r í m s d æ t u r ) , G u ð n i B ra g a s o n o g S i g u r ð u r I l l u g a s o n a u k s j ö m a n n a s t ó r h l j ó m s v e i t a r. G e s t a h l j ó ð f æ ra l e i k a r i : K r i s t i n n S vava r s s o n Kynni r : Jóhann Kr is t inn Gunnarsson. Stórdansleikur með hljómsveitinni The Hefners að lokinni sýningu Þingeyingakvöld á Broadway föstudaginn 31. janúar 2003 Vegna fjölda áskorana færir húsvískt tónlistarfólk ykkur tónlistarveisluna: Það er svo skrýtið Söngperlur Vilhjálms Vilhjálmssonar „Bíddu pabbi, Ég fer í nótt, SOS (ást í neyð), Það er svo skrítið, Vor í Vaglaskógi, Heimkoman, Það er bara þú, Fátt er svo með öllu illt, Við eigum samleið, Sjómannsvísa, Söknuður, Og co, Einbúinn, Svefnljóð, Hrafninn, Lítill drengur, Þú átt mig ein, Dans gleðinnar“ Matur-skemmtun og dansleikur 4.900 kr. Skemmtun og dansleikur 2.500 kr. Dansleikur 1.200 kr. St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n/ 27 30 Lög frá Beach Boys, Gipsy Kings og fleirum og fleirum. Sólstrandaveisla Blús, Rokk og Djassklúbburinn föstudaginn 17. janúar: „Hent'í mig hamrinum!“ Kaffibrúsakarlarnir Kr. 1.800 á skemmtun. Kr. 3.900 þorramatur og skemmtun. Laugardaginn 25 janúar og laugardaginn 8. febrúar Ennþá skemmti- legastir eftir 30 ár • Þau syngja, dansa og þjóna þér ! • Þau láta þig hlæja, dansa og syngja! • Ekki missa af þessari sýningu ! • Þau eru Le'Sing! Næsta sýning 17. janúar og svo alla föstudaga og laugardaga í vetur. Verð kr. 2.500 + matur Litla sviðið opnar klukkan 19.30 . Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:00. Að gera góða auglýsingu betri Morgunblaðið býður auglýsingahönnuðum og prentsmiðum upp á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri. Meðal þess sem farið verður yfir er:  Að velja liti í Morgunblaðið.  Stillingu tölvuskjáa og gerð skjáprófíla.  Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti vinnslu fyrir Morgunblaðið.  Notkun prófíla.  Nokkur helstu atriði í myndvinnslu.  Nokkur atriði varðandi letur.  Acrobat Distiller og gerð pdf skráa.  Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins. Námskeiðið er 3ja daga og ókeypis, mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur frá kl. 17:00-20:00. Fyrirhugað er að halda fyrsta námskeiðið 7., 8. og 9. október og ef þátttaka verður mikil, fleiri námskeið næstu vikur á eftir. Fyrsti dagurinn er byggður upp á kynningu, en seinni tveir dagarnir eru byggðir upp á verkefnavinnu þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í auglýsingadeild Morgunblaðsins. Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, í netfang augl@mbl.is, þar sem fram kemur nafn, símanúmer og vinnustaður. Að gera góða auglýsingu betri Morgunblaðið býður auglýsingahönnuðum og prentsmiðum upp á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri. Meðal þess sem farið verður yfir er:  Að velja liti í Morgunblaðið.  Stillingu tölvuskjáa og gerð skjáprófíla.  Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti vinnslu fyrir Morgunblaðið.  Notkun prófíla.  Nokkur helstu atriði í myndvinnslu og nýjungar í Photoshop 7.  Nokkur atriði varðandi letur.  Acrobat Distiller og gerð pdf skráa.  Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins. Námskeiðin eru 3ja daga og ókeypis, ánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur frá kl. 14:00-17:00 eða frá kl. 17:00-20:00. Fyrirhugað er að halda námskeiðin í febrúar og mars. Fyrsti dagurinn er byggður upp á kynningu, en seinni tveir dagarnir eru byggðir upp á verkefnavinnu þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í auglýsingadeild Morgunblaðsins. Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, í netfang augl@mbl.is, þar sem fram kemur nafn, símanúmer, vinnustaður og hvaða mánuður og tímasetning hentar best.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.