Morgunblaðið - 16.01.2003, Side 45

Morgunblaðið - 16.01.2003, Side 45
KVIKMYNDAVERÐLAUN banda- rísku kvikmyndaakademíunnar, Ósk- arinn, eru umtöluðustu verðlaun kvikmyndageirans en síðustu helgi voru tæplega 6000 kjörseðlar sendir út til þeirra sem eru kjörgengir hjá Akademíunni. Hinn 11. febrúar næstkomandi verða tilnefningar kynntar og eru spekingar þegar farnir að velta vöng- um yfir því hvaða myndir munu fylla viðkomandi flokka. FagritiðHolly- wood Reporter er ein helsta heim- ildin um þessi mál vestra og eru flest- ir á því að þetta ár verði fremur órætt. Ekki þykir líklegt að nein mynd sópi að sér verðlaunum eins og oft vill verða, sbr. Schindler’s List ár- ið 1993 (alls 7 verðlaun) og Titanic 1997 (alls 11 verðlaun). Opinberlega koma 279 myndir til greina sem besta myndin en af þeim er þó einungis rétt liðlega tugur í ein- hverri alvöru umræðu sem líklegir kostir. Þar á meðal er kvikmyndgerð eftir söngleiknum Chicago og dramað The Hours (byggt á samnefndri bók sem vann Pulitzer-verðlaun og skart- ar m.a. Meryl Streep og Nicole Kid- man). Báðar myndir eru tilnefndar til fjölda Golden Globe-verðlauna, sem þykir gefa ákveðnar vísbendingar um Óskarinn. Venjan hefur verið sú að tilnefna a.m.k. eina „stórmynd“ hvert ár og koma tvær til greina þetta árið. Ann- ars vegar The Lord of the Rings: The Two Towers en mörgum þótti gengið fram hjá undanfaranum í fyrra, The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Engu að síður er talið að enn verði beðið með að ausa verð- launum yfir Peter Jackson leikstjóra og félaga, það verði gert er þriðja myndin, The Lord of the Rings: The Return of the King, verður gerð upp á næsta ári. Önnur stórmyndin sem til greina þykir koma er Gangs of New York, stórvirki Martin Scorsese, sem vakið hefur sterk viðbrögð gagn- rýnenda, flest jákvæð en sum nei- kvæð. En hvað sem því líður er myndin dæmigerður „Óskarsmatur“. Aðrar myndir sem talað er um sem bestu myndir síðasta árs eru About Schmidt (með Jack Nicholson sjóð- heitum og Óskarsvænum í burð- arrullu), Far From Heaven (eftir Todd Haynes), Adaption (eftir Spike Jonze), The Pianist (eftir Polanski en hún fékk Cannes-verðlaunin í fyrra og verðlaun Landssamtaka kvik- myndagagnrýnenda vestra), Road to Perdition (með Tom Hanks og Paul Newman), Antwone Fisher (leikstýrt af Denzel Wahsington) og 25th Hour (eftir Spike Lee). Þá er Steven Spiel- berg með tvær myndir sem eru lög- legar þetta árið, Minority Report og Catch Me If You Can. Akademían mun ekki hafa mikinn smekk fyrir vísindaskáldsögum og Spielberg hef- ur löngum verið í kuldanum þar (nema þegar áðurnefnd Schindler’s List sló í gegn). Myndir sem taka á helförinni hafa jafnan átt skjól hjá Akademíunni og því er mynd Pol- anski, The Pianist, sem fjallar einmitt um upplifun leikstjórans af henni, tal- in líkleg til stórræða, og þar er nafn aðalleikarans, Adriens Brody, gjarn- an nefnt til sögunnar. Þá eru tvær erlendar myndir einn- ig uppi á borði. Hable Con Ella (Talk To Her) eftir Spánverjann Pedro Almodovar og hin mexíkóska Y Tu Mamá También (And Your Mother Too). Báðar eru gildar í almenna flokkinn, ekki hinum erlenda, þar sem myndirnar voru sýndar í al- mennum sýningum í Los Angeles á síðasta ári. 8 Mile, sem er sjálfsævisöguleg mynd, byggð á ævi hins geysivinsæla rappara Eminem, þykir þá líkleg til að gára vatnið. M.a. er talað um Em- inem, sem leikur aðalhlutverkið, sem mögulegan Óskarsverðlaunahafa. Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn hinn 23. mars. Fyrstu Óskarsspár farnar að berast Engin ein mynd þyk- ir sigurstranglegust Gangs of New York, eftir Martin Scorsese, er ein þeirra mynda sem þykja líklegar til að gera skurk í Óskarnum í ár. Reuters Stórleikkon- urnar Meryl Streep, Jul- ianne Moore og Nicole Kidman þykja allar lík- legar til stór- ræða á Ósk- arnum fyrir framlag þeirra til The Hours. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 45 Kvikmyndir.isHL MBL E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I Hún var flottasta pían í bænum Sýnd kl. 5 Ísl. tal./Kl. 6 og 9.15 enskt tal./ Kl. 5 Ísl. tal. Vit 468  1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 5, 7 og 9. / Sýnd kl. 5, 6 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10 . Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15 / Sýnd kl. 7, 9 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.45 og 10.15. B. I. 16. Robert DeNiro, BillyCrystalog LisaKudrow(Friends) eru mætt aftur í frábæru framhaldi af hinni geysivinsælu gamanmynd AnalyzeThis. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 3.45 íslenskt tal./ Kl. 5 og 6 íslenskt tal./Kl. 6 íslenskt tal. ÁLFABAKKI AKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI / KEFLAVÍK  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 10.15. B.i. 16. ÁLFABAKKI DV ÁLFABAKKI AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.