Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 2
F Ö S T U D A G U R 2 4 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B
INGI 26 BINGÓ!/2 ÞORRAMATURINN ÞJÓÐLEGI/3
ÍSLENSK FLÍK ENGRI LÍK/4 SAMSTARF NEMA LHÍ OG HR –
HUGMYNDARÍKIR HÓPAR/6 AUÐLESIÐ EFNI/8
B
ÓNDADAGUR er í dag,
fyrsti dagur þorra.
Dagurinn hefur í sjálfu
sér enga sérstaka þýð-
ingu í huga karla nú til
dags, nema ef vera skyldi að eig-
inkonan eða unnustan færði þeim
blómvönd í tilefni dagsins. Sá ágæti
siður mun hafa hafist um og eftir
1980, líklega í tengslum við vaxandi
jafnréttisumræðu, því frá því um
miðjan sjötta áratug síðustu aldar
hefur það tíðkast að karlar færi
konum sínum blóm á konudaginn,
fyrsta dag góu.
Í íslensku bændasamfélagi hér
fyrr á öldum var þorrinn tileink-
aður húsbóndanum, en góa hús-
freyjunni, og í gömlum heimildum
má finna frásagnir um sérstakar at-
hafnir sem tengdust bóndadegi.
Um þetta segir meðal annars í þjóð-
sagnasafni Jóns Árnasonar:
„Þess vegna var það skylda
bænda „að fagna þorra“ eða „bjóða
honum í garð“ með því að þeir áttu
að fara fyrstir á fætur allra manna
á bænum þann morgun sem þorri
gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan
og út í skyrtunni einni, vera bæði
berlæraðir og berfættir, en fara í
aðra brókarskálmina og láta hina
svo lafa eða draga hana á eftir sér á
öðrum fæti, ganga svo til dyra,
ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á
öðrum fæti í kringum allan bæinn,
draga eftir sér brókina á hinum og
bjóða þorra velkominn í garð eða til
húsa. Síðan áttu þeir að halda öðr-
um bændum úr byggðarlaginu
veislu fyrsta þorradag; þetta hét
„að fagna þorra“.
Reyndar segir Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur, í riti sínu Saga
daganna, að heimildum beri ekki
alveg saman um hvort það er hús-
freyjan eða húsbóndinn sem bjóði
þorra inn. Í þeirri eldri er það hús-
freyjan, en í hinni yngri er það hús-
bóndinn. „Eldra viðhorfið fær
stuðning í sumum þorrakvæðum, til
dæmis vísum um „kallinn Þorra“
frá árinu 1744 eftir síra Benedikt
Jónsson úr Bjarnanesi. Þar hvetur
hann hverja snót til að taka með
blíðuhótum á móti Þorra. Ein vísan
er á þessa leið:
Konur allar kveð ég þess,
kasti á palla og búi sess.
So má falla, ef syngið vess,
sjálfur kallinn verði hress.
Árni Björnsson segir ennfremur
að sami meiningarmunur hafi verið
þekktur meðal núlifandi fólks, þar
sem um nokkra svæðaskiptingu
væri að ræða á þá lund að á landinu
norðvestanverðu, frá Borgarfirði
til Skagafjarðar fylgdi meirihluti
eldra dæminu, að konan eigi að
taka á móti þorra, en á Suðurlandi
væri því öfugt farið.
„Þessi munur er samt meira í
orði en á borði því niðurstaðan er
hin sama,“ segir Árni. „Hvort sem
húsfreyja eða húsbóndi tekur á
móti þorra þá er það einkum bónd-
inn sem nýtur gæðanna hvar sem er
á landinu. Hann fær besta kjötbit-
ann (nýrnastykki, síðu, bringubita),
ellegar brauð, kökur eða lummur
eru skammtaðar öllum nema hon-
um, sem fær að borða ómælt. Marg-
ir geta þess einnig að honum sé
fært í rúmið um morguninn, jafnvel
að þetta sé frídagur bóndans.“
svg@mbl.is
Þorramaturinn
þjóðlegi
Berlæraðir
á bóndadegi
3
NATO-RÍKI DEILA
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kvaðst í gær vera
viss um að margar þjóðir myndu
fylkja sér með hersveitum Banda-
ríkjamanna ef þeir ákvæðu að beita
hervaldi til að afvopna Íraksstjórn
þótt öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti enga nýja ályktun
þar að lútandi. Ummæli varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna um að and-
staða Frakka og Þjóðverja við hugs-
anlegan hernað í Írak væri afstaða
„Gömlu Evrópu“ hafa aukið klofn-
inginn milli stærstu bandamann-
anna í NATO.
Segir hagsmunina vanmetna
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir stjórn Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna van-
meta viðskiptahagsmuni Íslendinga
vegna stækkunar Evrópusambands-
ins. Stjórn LÍÚ telur kröfur ESB
um hækkað framlag Íslendinga til
þróunarsjóða sambandsins vegna
stækkunar þess í hróplegu ósam-
ræmi við það sem í húfi sé.
Bondevik ræðir kröfur ESB
Kjell Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, ræðir í dag við
gríska ráðamenn í Aþenu og hyggst
útskýra hvers vegna norska stjórnin
hafnar fjárkröfum framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins í
samningaviðræðum um aðlögun
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið að stækkun ESB. Annar
samningafundur EFTA-ríkjanna og
ESB um samninginn verður haldinn
í Brussel í dag.
Sigruðu Portúgal á HM
Ísland sigraði Portúgal með eins
marks mun, 29:28, í æsispennandi
leik á heimsmeistaramótinu í hand-
knattleik í gærkvöldi. Mótið er hald-
ið í Portúgal.
Segir verðmatið of lágt
Verðmat endurskoðunarfyrirtæk-
isins Deloitte & Touche á Frjálsa
fjárfestingarbankanum er faglegt
stórslys að mati Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis sem keypti bank-
ann af Kaupþingi. SPRON segir að
verðmatið sé of lágt vegna rangra
forsendna og útreikninga endur-
skoðunarfyrirtækisins.
Y f i r l i t
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
575 1230 Opi› mán-fös 09-18 og lau 10-16
Glæsivagn
Mercedes Benz ML55 AMG
8.990fl.
N‡skr.05.2002,
5400cc vél, 332 hö
5 dyra, sjálfskiptur
silfurgrár, ekinn 7.fl,
Í dag
Sigmund 8 Minningar 32/38
Viðskipti 13/14 Staksteinar 42
Erlent 15/18 Bréf 40/41
Höfuðborgin 19 Skák 43
Akureyri 20 Dagbók 42/43
Suðurnes 21 Brids 43
Landið 22 Leikhús 48
Listir 23/24 Fólk 48/53
Umræðan 25/47 Bíó 50/53
Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54
Viðhorf 38 Veður 55
* * *
NORSK yfirvöld hafa sektað skip-
stjóra Stakkanessins, sem notað er
við björgunaraðgerðir vegna
Guðrúnar Gísladóttur KE-15, um
460 þúsund íslenskar krónur. Sekt-
in er fyrir að hafa siglt án hafnsögu-
manns, farið um ólöglega siglinga-
leið og hunsað skipanir um að halda
sig fjarri Moskenesstraumnum.
Þetta kemur fram í norska dag-
blaðinu Avisa Nordland.
Atvikið átti sér stað í byrjun
desember þegar Stakkanesið var á
leið inn til Lofoten með útbúnað og
mannskap til að taka þátt í björg-
unaraðgerðunum. Er haft eftir
lögreglu í Avisa Nordland að skip
þurfi alltaf að biðja um leiðsögn á
þessu svæði en það hafi ekki verið
gert, Stakkanesið hafi ekki farið
eftir þekktri siglingaleið og hunsað
skipanir strandgæslunnar um að
snúa við og sigla inn til Lofoten
eftir annarri leið þegar eftir því var
óskað. „Þetta er alvarlegt brot á
norskum lögum um siglingu er-
lendra skipa í norskri lögsögu og
hefur þetta mál fengið forgang hjá
okkur,“ hefur blaðið eftir Ritu Her-
mannsen, lögfræðingi lögreglunn-
ar.
Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í
forsvari fyrir björgunaraðgerðirnar
í Noregi, segir að skipið hafi farið
eftir þeirri siglingaleið sem ákveðin
hafi verið áður en skipið lagði af
stað frá Íslandi. Í kjölfar strands
Guðrúnar hafi reglur um siglingar á
þessari siglingaleið verið hertar.
„Skipstjórinn tilkynnir sig þegar
hann kemur inn í 12 mílur og aftur
þegar hann kemur inn í 4 mílur og
þá hringja þeir í hann til baka til að
segja að hann megi ekki fara þessa
leið en þá er hann farinn í gegnum
leiðina. Þessi siglingaleið er hvorki
óþekkt né ólögleg, þessa leið fara
langflestir bátar. Það var óhapp að
við skyldum ekki láta vita fyrr,“ seg-
ir Ásgeir Logi. Hann segir að sektin
verði borguð, það sé dýrara að reyna
að komast hjá því.
Sagður hafa hunsað skip-
anir norskra yfirvalda
Skipstjóri Stakkanessins sektaður
um 460 þúsund krónur
„JÁ, ÉG man mjög vel eftir ferðinni til Noregs
fyrir þrjátíu árum,“ segir Þóra Lind Karlsdóttir
sem var ein 850 barna frá Vestmannaeyjum
sem fóru í tveggja vikna ferð til Noregs sum-
arið 1973. Um 300 einstaklingar úr hópnum
hittust á Hótel Loftleiðum í gær í tilefni af því
að 30 ár eru liðin frá því að gosið í Heimaey
hófst. „Ég og bróðir minn fórum til Hurdal í
Noregi og vígðum nýtt heimili fyrir fatlaða
krakka. Það var alveg yndislegt að vera þarna.“
Þóra var tíu ára sumarið sem hún fór til Nor-
egs. „Ég hugsa oft um þessa ferð, sérstaklega
þegar þessi dagur nálgast ár hvert. Svo fór ég
árið 1986 til Noregs og gerði mér sérstaka ferð
og heimsótti Hurdal til að upplifa þetta allt
saman aftur. Það var alveg einstakt.“
Þóra Lind segir að sérstæðar aðstæður hér
heima hafi örugglega orðið til þess að upplif-
unin af ferðinni til Noregs varð einstakari og
öðruvísi en ella. „Það var heilmikil tilhlökkun
að fara og skipta um umhverfi. Þá var líka
spennandi að komast til útlanda, þetta var í
fyrsta skipti sem flest okkar voru að fara til út-
landa.“
Gos og hraun fyrir alla
Hugmyndina að því að bjóða börnum frá
Vestmannaeyjum til Noregs átti Ólöf Bjarna-
dóttir sendiherrafrú í Ósló. Viðraði hún hug-
myndina við Ólaf Friðfinnsson sem þá starfaði
á skrifstofu Loftleiða í Ósló. Efnt var strax á
fyrstu dögum gossins til söfnunar í Noregi og á
19 dögum hafði tekist að safna fyrir ferðinni.
„Upphaflega héldum við að börnin í Vest-
mannaeyjum væru um 200 talsins en fljótlega
kom í ljós að þau voru 850! Norðmenn skyldu
ekkert í þessari frjósemi Vestmannaeyinga,“
sagði Ólafur Friðfinnsson á Hótel Loftleiðum í
gær við mikinn hlátur viðstaddra. Hann sagði
ótrúlegt að ferðin skyldi hafa heppnast jafnvel
og raun bar vitni og að ekkert óhapp hefði orð-
ið í ferðinni. „Ég sé að þið hafið stækkað og
sum ykkar breikkað en vonandi eruð þið sömu
prakkararnir og jafnlífsglöð og þið voruð fyrir
þrjátíu árum.“
Ferðin var skipulögð af Rauða krossi Íslands
með aðstoð Loftleiða, nú Flugleiða. Þessir sömu
aðilar skipulögðu endurfundina á Hótel Loft-
leiðum í gærkvöldi.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi
Flugleiða, bauð fólkið velkomið og sagði frá því
að einhver hefði stungið upp á því að á boð-
stólum yrði eingöngu haft gos og hraun, en
þessi brandari er Vestmannaeyingum vel kunn-
ur. Þá var sýnd kvikmynd um aðstoð Rauða
kross Íslands.
Það urðu að vonum fagnaðarfundir með fólk-
inu sem jafnan er nefnt gosbörnin en þetta eru
fyrstu formlegu endurfundir hópsins. Af þeim
850 einstaklingum sem fóru til Noregs eru um
350 nú búsettir á höfuðborgarsvæðinu, 290 í
Eyjum og aðrir annars staðar á landinu eða er-
lendis.
„Gosbörnin“
minntust
ferðar til
Noregs
Vestmannaeyjameyjar rýna í 30 ára gömul norsk dagblöð þar sem sagt er frá heimsókn krakkanna.
BIFREIÐAEIGENDUR geta
nú fengið fimm króna afslátt af
hverjum lítra í sjálfsafgreiðslu
hjá bæði Skeljungi og Esso.
Greinilegt er að aukinnar sam-
keppni gætir á bensínmarkaðin-
um, a.m.k. í sjálfsafgreiðsluvið-
skiptum. Að því er næst verður
komist mun hlutfall sjálfsaf-
greiðslu í heildarsölu á bensíni
vera á bilinu 40 til 50% hjá olíu-
félögunum þannig að afsláttur
Skeljungs og Esso tekur til
stórs hóps viðskiptavina.
Esso kynnti á miðvikudaginn
nýja þjónustu þar sem menn
geta greitt í sjálfsölum við dæl-
ur og fengið fjögurra króna af-
slátt auk einnar krónu til safn-
kortshafa. Skeljungur, sem
heldur upp á 75 ára afmæli
Shell á Íslandi í þessum mánuði,
tilkynnti í gær að veittur yrði
fimm króna afsláttur af elds-
neyti í sjálfsafgreiðslu á öllum
Shell-stöðvum á höfuðborgar-
svæðinu út janúarmánuð en af-
slátturinn sem hér um ræðir
kemur til viðbótar þeim afslætti
sem Shell-vildarvinir fá hjá fé-
laginu. Olíufélagið/Esso brást
strax við í gær og jók sinn af-
slátt úr fjórum í fimm krónur og
sem fyrr fá safnkortshafar fé-
lagsins einnar krónu afslátt til
viðbótar.
Skeljungur ætlar að bjóða
viðskiptavinum sínum afslátt á
ýmsum vörum í tilefni afmælis-
ársins.
Aukinn afslátt-
ur á bensíni
VESTMANNAEYINGAR gengu í gærkvöldi með
blys niður að höfn til að minnast þess að þrjátíu
ár voru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey.
Karl Sigurbjörnsson biskup var meðal þeirra
sem flutti ræðu en hann var prestur í Eyjum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Goss minnst með blysför
Morgunblaðið/Árni Sæberg