Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 4

Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar MIKLAR úrbætur felast í nýrri reglugerð um útlendinga, að því er Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra segir. Reglugerðin var gefin út í gær og eiga endurbæturnar bæði við um þá útlendinga sem hingað koma og þær stofnanir sem vinna með mál þeirra á grundvelli reglugerðarinnar. Í reglugerðinni má meðal annars finna fyrstu op- inberu reglurnar um meðferð hæl- isumsókna. Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir útlend- inga vera mun tryggari hér á landi eftir setningu reglugerðarinnar. Hann segist jafnframt telja að vafamálum varðandi réttindi og önnur málefni útlendinga muni fækka um 90% í kjölfar setningar reglugerðarinnar. Sólveig sagði að nýja reglugerð- in væri í aðalatriðum sambærileg við það sem gerist víðast hvar á Vesturlöndum. Kveðið er á um setningu reglugerðarinnar í lögum um útlendinga sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Ekki undanþága um erlenda sérfræðinga Heimild til fingrafaratöku af hælisleitendum hafa verið þrengd vegna tilmæla frá Persónuvernd. Ákvæði um tryggt húsnæði og vegabréfaskyldu voru rýmkuð og skilgreiningu á samfelldri dvöl var breytt eftir að fram komu ábend- ingar frá hagsmunaaðilum. Engin ákvæði um undanþágur fyrir er- lenda sérfræðinga er að finna í reglugerðinni. Sólveig segir að ákveðið hafi verið að taka slíkt ákvæði út úr reglugerðinni þar sem fulltrúar vinnuveitenda hafi ekki talið þörf á slíku að svo stöddu. Þá sagði Sólveig að slík ákvæði væri að finna í lögum og reglugerðum flestra landa í kring um okkur en tilgangur slíkra und- anþága er yfirleitt sá að svara þörfum vinnumarkaðarins fyrir sérhæfða starfsmenn. Samkvæmt reglugerðinni þurfa útlendingar, sem sækja um dval- arleyfi hér á landi, að sýna fram á að þeir séu sjúkratryggðir hjá vá- tryggingafélagi með starfsleyfi hér á landi. Útlendingarnir þurfa jafnframt að sækja um dvalarleyfi áður en þeir koma hingað til lands. Sam- kvæmt því sem fram kom á blaða- mannafundi með dómsmálaráð- herra í gær geta þeir einnig fengið sjúkratryggingar, samkvæmt nú- gildandi reglum tryggingafélag- anna, sem eiga lögheimili hér á landi. Sólveig sagðist vonast til þess að tryggingafélögin muni á næstunni aðlaga reglur sínar að sjúkratryggingakröfunni sem gerð er til útlendinga, sem hyggjast sækja um dvalarleyfi hér á landi, í reglugerðinni. Geta aðeins fengið fyrsta maka sinn hingað til lands Útlendingar sem sækja um dval- arleyfi hér á landi þurfa jafnframt að sýna fram á að framfærsla þeirra sé trygg þann tíma sem þeir sækja um að fá að dveljast hér á landi og að þeir hafi tryggt hús- næði þann tíma sem dvalarleyf- isumsókn þeirra tekur til. Þar sem fjölkvæni er ólöglegt hér á landi geta þeir útlendingar, sem eru með dvalarleyfi og eiga fleiri en einn maka, einungis fengið fyrsta maka sinn hingað til lands. Þá geta útlendingar, sem hafa dvalarleyfi hér á landi, einungis fengið barnunga ættingja, sem þeir hafa á framfæri sínu, hingað til lands séu ættingjarnir ógiftir. Þurfa að sækja námskeið í íslensku fyrir útlendinga Samkvæmt reglugerðinni þurfa útlendingar sem sækja um búsetu- leyfi hér á landi að leggja fram vottorð um að þeir hafi sótt a.m.k. 150 stunda námskeið í íslensku fyrir útlendinga og að tímasókn þeirra hafi ekki verið minni en 85%. Þó er heimilt að víkja frá ákvæðum um þátttöku í námskeiði ef umsækjandi hefur náð viðhlít- andi þekkingu í íslensku og getur lagt fram vottorð því til staðfest- ingar. Vafamálum um réttindi útlendinga fækkar um 90% með nýrri reglugerð Ætlað að tryggja réttindi útlendinga á Íslandi Morgunblaðið/Þorkell BRÆÐUR sem ríkissaksóknari ákærir fyrir alvarlega og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn ungum manni á og við heimili þeirra að Skeljagranda í Reykjavík 2. ágúst sl. játuðu ákæruna að hluta fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær en neit- uðu öðru. Þeir eru einnig ákærðir fyrir líkamsárás á Eiðistorgi síðar sama dag og fleiri afbrot. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarð- haldi frá því þeir voru handteknir í kjölfar árásanna. Faðir þeirra var grunaður um aðild að alvarlegri lík- amsárásinni og sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega einn mánuð en málið gegn honum var fellt niður. 12 stungu- og skurðsár í andliti Fyrri árásin var einkar hrotta- fengin. Bræðurnir sem eru 20 og 21 árs eru ákærðir fyrir að hafa föstu- dagsmorguninn 2. ágúst ráðist á 22 ára gamlan mann á heimili þeirra að Skeljagranda og síðar á göngustíg við Rekagranda. Þeir hafi margsinnis slegið hann í andlit og líkama með krepptum hnefum og bareflum, stungið hann og skorið með eggvopn- um og misþyrmt honum með öðrum hætti. Við árásina hlaut maðurinn, auk annarra áverka, tólf stungu- og skurðsár í andlit og líkama, brot í höf- uðkúpu og nefi, fjóra skurði á höfði og lífshættulega blæðingu milli heila- himna. Yngri bróðirinn er einn ákærður fyrir að nota beltisgatara til að gera gat á vinstra eyra mannsins. Sá sem tilkynnti um árásina til lög- reglu kvaðst hafa séð tvo menn bera manninn meðvitundarlausan milli sín og kasta honum yfir grindverk og í trjábeð við leikskólann Gullborg. Taldi sá sem hringdi hugsanlegt að um lík væri að ræða. Við þingfestingu ákærunnar í gær sagðist eldri bróð- irinn ekki hafa orðið var við að egg- vopn hefðu verið notuð í árásinni, eins og segir í ákæru. Sagðist hann aldrei hafa barið manninn með krepptum hnefa heldur lamið hann 4-6 sinnum með kústskafti úr áli. „Á göngustígnum vorum við ekki að níð- ast á honum,“ sagði hann, heldur hefði maðurinn reynt að komast und- an. Maðurinn hefði rekist á hann og við það dottið og steinrotast. Við fall- ið hefði hann fengið „þetta heilablóð- fall.“ Yngri bróðirinn kannaðist held- ur ekki við að eggvopnum hefði verið beitt en játaði að hafa slegið manninn þrisvar með hnefa í andlit og klippt hann í eyrað með beltisgatara. Maðurinn sem ráðist var á gekkst undir aðgerð á Landspítalanum og komst fljótlega til meðvitundar en hann var síðar staðinn að verki við að hnupla lyfjum á spítalanum. Tvisvar við Eiðistorg Bræðurnir eru einnig ákærðir fyr- ir að veitast að þrítugum manni við Eiðistorg síðar sama morgun og á annar þeirra að hafa slegið hann með skóflu í upphandlegg. Um tveimur klukkustundum síðar hafi þeir ráðist á hann í sameiningu, annar þeirra tekið hann hálstaki og snúið hann niður og bitið hann í vinstri upphand- legg en hinn bróðirinn slegið og sparkað í höfuð mannsins þar sem hann lá. Bræðurnir neituðu báðir sök og sögðu að maðurinn hefði átt upp- tökin að átökunum. Höfnuðu þeir kröfu hans um 750.000 krónur í skaðabætur. Ríkissaksóknari ákærir auk þess fyrir eldri afbrot. Játaði eldri bróð- irinn að hafa brotist inn í tvær bif- reiðar í apríl sl. Úr annarri stal hann geislaspilara, 25 geisladiskum og íþróttatösku, samtals að verðmæti um 70.000 krónur. Sá yngri er ákærð- ur fyrir að taka við myndbandsupp- tökuvél, myndbandstæki og hljóm- flutningstækjum sem hann vissi að tveir piltar höfðu stolið skömmu áð- ur. Þetta sagði hann rangt, hann hefði ekki haft hugmynd um að varn- ingurinn væri þýfi. Aðalmeðferð málsins fer fram 12.– 13. mars nk. Tveir bræður ákærðir fyrir að ráðast á mann á Skeljagranda um verslunarmannahelgina í fyrra Bræðurnir játa sakargiftir að hluta FRAMKVÆMDASTJÓRN Versl- unarráðs Íslands hefur ráðið Þór Sigfússon hagfræðing í starf fram- kvæmdastjóra ráðsins. Gert er ráð fyrir að Þór hefji störf hjá Verslun- arráði með vor- inu. Þangað til mun Birgir Ár- mannsson gegna störfum fram- kvæmdastjóra en sem kunnugt er hefur Vilhjálmur Egilsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri ráðsins, hafið störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Þór hefur verið svæðisstjóri og að- stoðarframkvæmdastjóri hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum (NIB) í Helsinki síðustu fimm árin. Tengist reynslu og áhugasviðum Í samtali við Morgunblaðið sagðist Þór vera mjög spenntur fyrir því að taka við þessu verkefni. „Ég held að reynsla mín og raunar ekki síður áhugasvið muni að mörgu leyti koma að góðu gagni í þessu starfi.“ Þór hefur ritað tvær bækur um efnahagsmál og viðskipti, Örríki á umbrotatímum, þar sem fjallað var m.a. um styrk og veikleika Íslands í alþjóðlegri samkeppni og bent á leið- ir til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og bókina Landnám þar sem fjallað var um útrás íslenskra fyrirtækja og alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs. „Þetta er auðvitað vinkill sem mig langar m.a. að taka með mér inn í þetta starf og svo hef ég einnig mik- inn áhuga á áframhaldandi einka- væðingu og einkaframkvæmd. Að mörgu leyti starfa ég í feikilega skemmtilegu umhverfi hjá NIB og það þarf dálítið mikið til þess að menn séu tilbúnir að stíga út úr því. En ég held að þetta starf henti mér mjög vel og þess vegna var ég reiðubúinn til þess að stökkva á þetta tækifæri,“ segir Þór. Verslunarráð Íslands Þór Sigfússon ráðinn fram- kvæmdastjóri Þór Sigfússon HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Landssamband ís- lenskra útvegsmanna af kröfum Sjó- mannasambands Íslands um að felld- ur yrði úr gildi úrskurður gerðardóms um breytingar á skipti- kjaraákvæðum þegar nýr tækjabún- aður er settur í skip eða störfum hag- rætt þannig að færri menn geti sinnt skipsstörfum. Héraðsdómur vísaði þessu máli frá 30. september en með dómi Hæstaréttar 30. október sl. var úrskurðurinn felldur úr gildi. Málavextir eru í stuttu máli þeir að Hæstiréttur tilnefndi gerðardóm 1. júní sl. en þá höfðu félögin átt í kjara- deilu í rúmlega eitt ár. Úrskurðurinn var kveðinn upp 1. júlí. Í úrskurðinum var m.a. kveðið á um að þegar nýr tæknibúnaður væri settur í skip eða hagrætt þannig að færri menn geti sinnt skipsstörfum skuli hlutur eða hlutir þeirra sem hægt er að fækka um í áhöfn, skiptast að hálfu milli þeirra sem eru á skipinu en hinn helmingurinn skuli ganga óskertur til útgerðarinnar. Áður verði þó að gera skriflegan samning milli útgerðar og áhafnar þar sem rökstuðningur fyrir breytingunum kemur fram. Samning- inn þurfi að staðfesta í leynilegri at- kvæðagreiðslu. Sjómannasambandið taldi m.a. að gerðardómurinn hefði farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að úrskurður hans bryti að þessu leyti í bága við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Í niðurstöðu héraðsdóms er rakin sú niðurstaða gerðardóms að sé fækkun tilkomin vegna hagræðingar og tæknibreytinga á skipi skuli sú regla gilda sem vélstjórar sömdu um, að helmingur fari til áhafnar og helm- ingur til útgerðar. Í lögum hafi bein- línis verið mælt fyrir um að gerðar- dómur færi eftir kjarasamningum sem gerðir hefðu verið á undanförn- um mánuðum, þegar það ætti við. Þá hefði gerðardómur ekki farið út fyrir lögbundið hlutverk sitt eða á önnur sjónarmið Sjómannasambandsins. Allan Vagn Magnússon héraðs- dómari kvað upp dóminn. Björn Bergsson hrl. var lögmaður sjómanna en Jón H. Magnússon hdl. var til varnar fyrir útvegsmenn. LÍÚ sýknað af kröfum Sjómanna- sambandsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.