Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSTJÓRI Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) og formaður stjórnarnefndar spítalans setja spurningamerki við ýmis atriði er varða skýrslu sem landlæknisemb- ættið hefur látið gera um stöðu Landspítalans – háskólasjúkrahúss. Í skýrslunni er gerð úttekt á spít- alanum í kjölfar sameiningar Ríkis- spítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem átti sér stað fyrir tæpum tveim- ur árum. Setja þau t.d. spurninga- merki við tímasetningu könnunar- innar, segja hana gerða á miklum umrótstímum í miðju sameiningar- ferli og segja vafamál hvort viðhorfs- könnun meðal starfsmanna, sem byggt er á í skýrslunni, geti talist marktæk þar sem svörun hafi verið einungis 50%. Skýrslan sé þó athygl- isverð fyrir margra hluta sakir. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans – háskólasjúkrahúss, segir að tilgangurinn með gerð skýrslunnar virðist hafa verið að meta gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á spítalanum. „Eru svörin veitt? Það er mín spurning,“ segir Magnús. „Ég er svolítið hugsi yfir því hvort þetta sé rétta aðferðin til að meta gæði þjónustunnar. Ég bendi á að þessi athugun var gerð á tímum mjög mikils umróts á síðastliðnu sumri. Flutningar stóðu yfir á starf- semi milli húsa og það er ekkert óeðlilegt að menn séu svolítið hugsi eða órólegir á þeim tímum. Ef þessi könnun væri gerð núna hjá sömu starfsmönnum er ég viss um að við fengjum allt önnur svör við sumum spurninganna,“ segir hann. Þá er það umhugsunarefni, að mati Magnúsar, hvort viðhorfskönn- unin geti talist tölfræðilega mark- tæk. Byggt sé á svörum um 350 starfsmanna en alls hafi ekki nema um 50% þeirra sem lentu í úrtakinu svarað. „Ég held að menn þurfi að vera varfærir í að draga allt of miklar ályktarnir af þessum niðurstöðum miðað við hvað þátttakan er lítil,“ segir Magnús. Tímasetning könnunar röng Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndar sjúkrahússins, tek- ur í sama streng. Segist telja könn- unina á mörkum þess að vera mark- tæk. „Þessi könnun var gerð fyrir um 9 mánuðum, í miðju breytingaferl- inu. Auðvitað veit ég að ýmiss konar erfiðleikar fylgja svona breytingum og ég skynja að andrúmsloftið er betra í dag því nú eru margar af þessum breytingum gengnar yfir,“ segir Guðný. Það hefði átt að gera þessa könnun fyrir sameiningu og eftir hana, að hennar mati. Þannig væri best að meta árangur samein- ingarinnar og áhrif hennar á þjón- ustu. Í skýrslunni segir að hugsanlega megi skýra dræma þátttöku með því að einhverjir starfsmenn hafi ekki þorað að svara spurningalistanum af ótta við að hægt væri að þekkja þá af svörunum. „Ég hef líka heyrt að menn hafi ekki svarað þar sem þeim fannst vera neikvæður tónn í spurn- ingunum,“ segir Guðný. Hún segir að sameiningunni sé í raun ekki enn lok- ið, en verði langt komin í lok ársins. „Í samantekt finnst mér eftirtekt- arverðast að þrátt fyrir umrót, sam- einingu og átök eru 90% þeirra sem svara ánægð með sitt starf og flestir eru ánægðir með starfs- og starfs- aðstæður. Langflestir, eða 85%, telja að þjónustan sé góð,“ segir Magnús. Kemur fram að 47% starfsmanna telja að sjúklingar séu útskrifaðir of snemma. „Þetta eru engin ný sann- indi því spítalinn hefur mánaðarlega upplýst um þessa hluti. Það er ekki nokkur vafi að hraðinn á þjónustunni er meiri en hann var. Auðvitað hefðu sjúklingarnir líka þurft að svara því hvort þeir telji að þeir hafi verið út- skrifaðir of fljótt. Um þetta hefði fag- legt mat kannski átt að snúast, hvort þjónustan sé of hröð og of fá rúm í notkun, sem leiðir til gangainnlagna og þess háttar.“ Magnús segir að honum finnist skýrslan snúast mikið um viðhorf starfsmanna til samein- ingar, en ekki um gæði þjónustunnar sem ætlunin hafi þó verið að kanna. Hann segir að von sé á öðru mati um hvernig sameining spítalanna hafi tekist til. Ríkisendurskoðun skoði þetta um þessar mundir í sam- vinnu við bresku ríkisendurskoð- unina, sem hafi mikla reynslu af sam- einingu sjúkrahúsa og mati á heilbrigðisþjónustu á Bretlandi. Óraunhæfar væntingar til sameiningar Magnús segir að fjárveitingar til spítalans séu almennt ekki í sam- ræmi við þá þjónustu sem farið er fram á að hann veiti. Skýrsla land- læknisembættisins staðhæfi að sjúkrahúsið þurfi aukna fjármuni til að sinna þeim verkefnum sem því er skylt að sinna. Hann segist telja að stjórnvöld hafi gert sér of miklar væntingar um sparnað í kjölfar sam- einingarinnar. Menn hafi talið að hægt yrði að draga úr útgjöldum spítalanna strax og sameiningin var ákveðin. „Ég tel að það hafi verið óraunhæft. Hins vegar jukust raun- útgjöld ekki, þrátt fyrir það að starf- semi sjúkrahússins hafi aukist á sama tíma, sjúklingum og aðgerðum hafi fjölgað. Það er nokkur árangur líka að hemja útgjaldaaukninguna.“ Magnús segir að margar góðar ábendingar komi engu að síður fram í skýrslunni, t.d. er varðar fjármuni, skráningu á allri starfsemi spítalans og uppbyggingu sjúkrahússins sem háskólasjúkrahúss. Guðný er á sama máli og segir að virkja megi starfs- menn betur við stefnumótun og þró- unarstarf innan sjúkrahússins. Forstjóri og stjórnarformaður LSH gagnrýna hvernig staðið var að skýrslu landlæknis Guðný Sverrisdóttir Skýrslan var gerð í miðri sameiningu Magnús Pétursson ÞINGMENN, einkum þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu fiskveiðistjórnunarkerfið, í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær og sögðu m.a. að úthlutun byggðakvóta væri plástur á „gjörsamlega götótt og ranglátt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ svo vitnað sé í orð Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, sagði að byggðakvótinn væri í eðli sínu ekkert annað en til- raun til þess að setja bót á gauðrifna flík sem núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfi væri. Og Svanfríður Jónas- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, sagði m.a. að einu sinni hefði orðið byggðakvóti haft yfir sér þekkilegan blæ, en nú tengdist það helst hugtök- um á borð við spillingu og mismunun. Nýr formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Árni R. Árnason, lagði á hinn bóginn áherslu á að ástæða byggðaúthlutunar væri fyrst og fremst samdráttur í afla frá því nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefði verið tekið upp. Hann lagði einnig áherslu á að úthlutun byggðakvóta væri mun gegnsærri og betri nú en á síðustu árum. Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar, sem bar yfirskriftina: úthlutun byggðakvóta. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, var til andsvara. Karl sagði í fram- söguræðu sinni að það kæmi sífellt betur í ljós að framkvæmd á lögum um stjórn fiskveiða hefði brugðist al- gjörlega. „Menn hafa höndlað með aflaheimildir fram og til baka án tillits til þess hvaða áhrif það hefur á byggð- arlög og einstaklinga,“ sagði hann. „Í þeim tilvikum þar sem kvótabraskið hefur bitnað hvað harðast á þegnum þessa lands hafa núverandi valdhafar neyðst til þess að lappa upp á kvóta- kerfið sitt með byggðakvóta- úthlutunum, sértækum aðgerðum, sem í langflestum tilvikum orsaka að- eins illindi og deilur. Og þá hafa þær hvergi nærri bætt þann skaða sem kerfið hefur unnið hægt og örugglega eins og svart hraun sem mjakast yfir byggð.“ Karl sagði það sína skoðun að það yrði að endurskoða öll lög og regl- ur um stjórn fiskveiða. Íslendingar yrðu að draga lærdóm af því hversu illa hefði tekist til. Árni M. Mathiesen sagði það rétt sem komið hefði fram hjá Karli að nokkuð hefði verið um sértækar að- gerðir í sjávarútvegi á undanförnum árum. Þær aðgerðir hefðu komið til vegna þess að sjávarútvegurinn hefði gengið í gegnum gríðarlega miklar breytingar á síðustu áratugum. „Kvótakerfið er einungis hluti af þeim breytingum sem sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum,“ sagði ráð- herra. Hann sagði að breytingar í út- flutningsmálum og breytingar á fjár- magnsmörkuðum, svo dæmi væru nefnd, hefðu einnig haft áhrif á sjáv- arútveginn. Ráðherra sagði að sjávar- útvegurinn hefði brugðist við þessum breytingum og að hann væri senni- lega í dag mun sterkari og betri en þegar kvótakerfið var tekið upp í sinni upphaflegu mynd árið 1983. Í máli ráðherra kom einnig fram að hann vonaðist til þess að með úthlut- un byggðakvóta væri hægt að styðja við allar þær byggðir sem lent hefðu í vandkvæðum á undanförnum árum vegna breytinga í sjávarútvegi. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að svona aðgerðir bæta auðvitað aldr- ei allar þær breytingar sem verða,“ sagði ráðherra. Bætti hann því við að slíkar aðgerðir gætu þó hjálpað byggðunum að aðlagast nýju um- hverfi og jafnvel til þess að spyrna við fótunum. Ráðherra lagði einnig áherslu á að byggðaúthlutun sjávar- útvegsráðuneytisins væri mjög gagnsæ; umsóknir væru metnar á hlutlægan hátt. Alþingismenn gagnrýndu úthlutun byggðakvóta til sjávarplássa Byggðakvóti tilraun til þess að setja bót á gauðrifna flík Morgunblaðið/Golli Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fylgist með umræðum á Alþingi. FIMM þingmenn úr fjórum þing- flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um rann- sóknir á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Meginefni tillög- unnar er eftirfarandi: „Alþingi samþykkir að fela Byggðarann- sóknastofnun Íslands, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands, að fylgjast með samfélagsbreyt- ingum og þróun byggðar og at- vinnulífs á því landsvæði þar sem áhrifa álvers- og virkjunarfram- kvæmda á Austurlandi gætir mest. Verkefninu verði ætlað fé í fjárlögum í sex ár frá og með árinu 2004. Byggðarann- sóknastofnun skili formlegum skýrslum til ráðherra byggðamála í lok árs 2005 og 2007 og síðan í lok verkefnisins. Þá verði stofn- unin stjórnvöldum til ráðuneytis á tímabilinu verði þess óskað.“ Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að bygging Kárahnjúkavirkj- unar og álvers við Reyðarfjörð, sem og starfræksla álversins, muni hafa mikil áhrif á sam- félags-, byggða- og atvinnuþróun á áhrifasvæði framkvæmdanna. „Það væri til vansa að ráðast í svo gríðarlegar framkvæmdir sem hér um ræðir án þess að kanna afdrif mannfólksins, rétt eins og náttúrunnar, en fylgst verður náið með henni á til- teknum svæðum svo að unnt verði að bregðast við ef þurfa þykir,“ segir í greinargerðinni. Þá segir: „Auk þess sem rannsókn af þessu tagi gæti leitt til skynsamlegra mótvægisaðgerða gefst hér ein- stakt tækifæri til byggðarann- sókna, til þess m.a. að átta sig á hvaða kraftar kunna að vera að verki þegar fólk tekur ákvörðun um búsetu og fjárfestingu og til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið vilji þau hafa bein áhrif á byggðaþróun. Rannsóknarnið- urstöður gætu því nýst fleirum en Íslendingum ef vel væri að verki staðið.“ Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, en meðflutnings- menn eru: Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lynda flokknum og Einar Már Sigurðarson, Samfylkingu. Samfélagsleg áhrif verði rannsökuð TVÖ frumvörp urðu að lögum á Alþingi í gær. Annars vegar frum- varp um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins og hins vegar frum- varp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Með frumvörp- unum voru m.a. lagðar til ýmsar breytingar á stjórnsýslu sjóða og stofnana sem fjalla um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Í síðarnefnda frumvarpinu var t.d. lagt til að Rannsóknarráð Íslands yrði lagt niður sem vettvangur fyrir stefnumörkun í rannsóknar- málum. Í öðru frumvarpi um Vís- inda- og tækniráð er lagt til að samnefnt ráð taki við fyrrgreindu hlutverki. Breytingar á stjórn- sýslu sjóða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.