Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 11

Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 11 Í SKÝRSLU Hagfræðistofnunar um þróun þéttbýlismyndunar á Íslandi, drifkrafta hennar og jafnframt með hvaða hætti stjórnvöld geta haft áhrif á þá þróun eru settar fram þrjár til- lögur til úrbóta, bættar samgöngur, aukin áhersla á menntun á landsbyggðinni og gagn- særri byggðastefnu. Í fyrsta lagi er lagt til að samgöngubætur, sem auka aðgengi og stytta vegalengdir, njóti forgangs. Skýrslan er gefin út með styrk frá forsæt- isráðuneytinu og segir Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, það sitt mat að þetta sé í fyrsta sinn sem gerð sé jafn viðamikil úttekt á þróun byggðamála hér á landi. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur hjá Hag- fræðistofnun og einn af höfundum skýrslunnar, segir það ekki tilviljun að Reykjavík skuli vera höfuðborg með tilliti til legu hennar. Hins vegar skýri það ekki af hverju jafn stór hluti lands- manna búi í Reykjavík. Ísland líkist að þessu leyti borgum í þriðja heims ríkjum þar sem meirihluti fólks býr í grennd við höfuðborgir. Að mati Ásgeirs stafar þetta af því að íslenska þjóð- in er fámenn og hefur ekki efnivið í margar borgir. Þá hafi samgöngur verið mjög frum- stæðar þegar þéttbýlismyndun hófst upp úr 1900 sem olli því að þjóðin þjappaði sér saman á litlu afmörkuðu svæði til að draga úr flutnings- kostnaði. Árið 1940 bjó um 40% landsmanna í Reykja- vík og hefur hlutfallið haldist óbreytt síðan. Vöxturinn hefur á hinn bóginn verið mestur í nágrannasveitarfélögunum sem hafa runnið saman við höfuðborgina. Ásgeir segir ýmis teikn á lofti um að sú þróun sé að endurtaka sig og að vöxtur þéttbýlis sé að færast til byggða sem séu í 30–60 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík, s.s. Akraness, Grindavíkur, Kefla- víkur og Selfoss. Tæknibylting á kostnað landsbyggðarinnar „Samgöngur skipta gífurlega miklu máli. Ís- land var nær vegalaust á fyrstu áratugum 20. aldar og allar helstu samgöngur voru sjóleiðis,“ segir Ásgeir. Margar afskekktar sjávarbyggðir hafi af þessum sökum lent í þjóðbraut sem síðan breyttist eftir 1940 þegar vegasamgöngur bötn- uðu og sjávarbyggðir lentu utan alfaraleiðar. Í skýrslunni er áhrifasvæði Reykjavíkur skoðað sérstaklega út frá fasteignaverði, þ.e. hver þróun þess er út frá fjarlægð frá Reykja- vík. Samkvæmt því lækkar fasteignaverð á iðn- aðarhúsnæði um 0,25% á hvern kílómetra sem farið er frá Reykjavík. Svipuð þróun á sér stað í kringum Akureyri, að hans sögn, jafnvel þótt þar sé um mun veikara áhrifasvæði að ræða en Reykjavík. „Þessi kostnaðarmunur skapar ákveðið hag- ræði sem fyrirtæki geta nýtt sér, sérstaklega fyrirtæki sem eru í landfrekum iðnaði og þurfa kannski ekki á mikið sérhæfðu vinnuafli að halda, sem gæti kosið að flytja úr Reykjavík og á staði þar sem ódýrara er að starfa.“ Höfundar skýrslunnar, Axel Hall, Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson, setja fram þrjár tillögur til úrbóta í skýrslunni. Í fyrsta lagi er lagt til að samgöngubætur, sem auka aðgengi og stytta vegalengdir, njóti forgangs. Segir þar að framtíð smærri byggðarkjarna ráðist að verulegu leyti af aðgengi þeirra að þeim sem stærri séu, sem gefi þeim möguleika á sérhæfingu og að nýta sér ytri stærða- hagkvæmni. Þessu markmiði verði m.a. náð með því að styrkja stærri byggðarkjarna. Í skýrslunni segir að því hafi oft verið haldið fram að framfarir í tölvum og fjarskiptum muni styrkja byggð úti á landi þar sem tæknin muni yfirstíga fjarlægðir og gera staðsetningu að aukaatriði. „Þetta er falleg kenning en sannleiksgildi hennar má velta fyrir sér þar sem svo virðist sem flest þau hátæknistörf sem rekja má beint til greindrar byltingar hafa skapast á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrir það fyrsta hefur höf- uðborgarsvæðið yfirburði sem tækni- og hug- vitsmiðstöð þar sem það er eina þéttbýlissvæðið hérlendis sem er nægilega stórt til þess að geta borið mörg fyrirtæki og sérhæfðan markað. Tæknibyltingin kann því að hafa styrkt þessa yfirburði enn frekar á kostnað landsbyggð- arinnar.“ Kynnt er sú þversögn að bættar samgöngur og lægri flutningskostnaður geti unnið gegn byggðinni með því að ýmis verslunar- og þjón- ustufyrirtæki úti á landi verði undir í sam- keppni við sams konar fyrirtæki í stærri byggð- arkjörnum sem ná niður kostnaði í krafti stærðarhagkvæmni. Það sé þó vitaskuld hálf- sannleikur, sannleikurinn sé sá að betri sam- göngur hljóti að auka lífsgæði einstaklinga á staðnum og lækka framleiðslukostnað annarrar atvinnustarfsemi sem háð er flutningi aðfanga eða lokaafurða. Í skýrslunni segir að framtíð þéttbýliskjarna á landsbyggðinni snúist í raun um að styrkja hlutfallsyfirburði viðkomandi staða með aðgerð- um sem fela hvorki í sér nauðung eða óhag- kvæmni. Með nauðung er vísað í hugmyndir um að binda framleiðsluþættina niður með stjórn- valdsákvörðun, t.d. að binda aflakvóta við byggðir eða afnema hann með einhverjm hætti. Þess í stað eigi að auðvelda viðkomandi stöðum að færa sér í nyt staðbundna framleiðsluþætti. „Mörg af þessum tækifærum liggja vitaskuld í sjávarútvegi, en allar sjávarbyggðir njóta stað- bundins hagræðis í tengslum við fiskveiðar þó í mismiklum mæli sé. Þar liggja enn fremur tölu- vert miklir möguleikar til þess að nýta sér ytri stærðarhagkvæmni með sérhæfingu í ákveðnum tegundum vinnslu og veiða á ákveðnum tegundum fiska. Í þessu efni getur samruni fyrirtækja í sjáv- arútvegi verið til mikilla bóta þar sem stöðunum er gert auðveldara að sérhæfa sig á einhverju sviði.“ Þá segir að sóknarfæri hljóti sömuleiðis að liggja í nýtingu annarra staðbundinna aðfanga, s.s. í ferðaþjónustu. Áhersla á menntun Samkvæmt annarri tillögu skýrslunnar ætti megináhersla byggðastefnunnar að vera á menntun, bæði með tilliti til uppbyggingar menntasetra á landsbyggðinni og til þess að styrkja menntunarsækni einstaklinga á lands- bygðinni. Ljóst sé að landsbyggðin virðist hafa lítið aðdráttarafl fyrir menntað fólk ef marka megi búferlaflutninga og þá sem yfirgefi heima- hagana til þess að ganga í skóla og eigi ekki aft- urkvæmt. „Það ætti að vera metnaðarmál fyrir stjórn- völd að fjárhagsleg staða og aðgangur mennt- unar sé óháð búsetu. Það getur falið í sér beina fjárhagsstyrki fyrir ungmenni til að leita sér menntunar á stærri þéttbýlisstöðum, jafnvel þó að fólkið snúi aldrei aftur til búsetu í sínum fyrri heimkynnum.“ Reynslan sýni að á þeim þéttbýlisstöðum þar sem tekist hafi að stofna burðugar mennta- stofnanir, hvort sem er á framhaldsskóla- eða háskólastigi, hafi byggðin styrkst til muna vegna ýmissa ytri áhrifa. Enn fremur hafi tekist að stofna nokkur menntasetur í dreifbýli, s.s. á Bifröst og Hvanneyri, Hólum í Hjaltadal og Laugarvatni sem séu eftirsótt búsetusvæði. Samkvæmt þriðju og síðustu tillögu skýrsl- unnar ætti að auka gagnsæi byggðastefnunnar hvað varðar kostnað og markmið. „Atvinnustefna íslenskra stjórnvalda hefur á stundum haft á sér sterkan byggðarblæ. Þetta hefur leitt til þess að reynt hefur verið að fram- fylgja stefnu sem átti að vera hvort tveggja í senn; góð fyrir fyrirtækin og holl fyrir byggð- irnar.“ Segir í skýrslunni að samkeppnishæf laun og verndun starfa í ákveðinni atvinnugrein séu oft ósamrýmanleg markmið, auknir tekjumögu- leikar byggist á aukinni framleiðni sem sé oftast rekin áfram af tæknibreytingum sem geri færri höndum kleift að vinna sömu verk og fleiri gerðu áður. Til að fyrirbyggja að slíkir árekstrar verði of harkalegir sé eðlilegt að stjórnvöld reyni að skilja stefnu sína í einstökum atvinnugreinum sem mest frá þeirri byggðastefnu sem fylgt er á hverjum tíma, þannig að eðlileg framvinda í verðmætasköpun úti á landi sé ekki tafin. Þrjár tillögur settar fram til úrbóta í skýrslu Hagfræðistofnunar um þróun byggðarmála hér á landi Framtíð smærri byggðarkjarna ræðst af aðgengi að þeim stærri Morgunblaðið/Þorkell Mikill flótti ungs fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins hefur einkennt byggðaþróun síðustu 10–20 ára. Mun fleira menntafólk hefur yfirgefið heimabyggð. Bættar samgöngur, aukin áhersla á menntun á landsbyggðinni og gagnsærri byggðastefna eru meðal þeirra ráða sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leggur til í nýrri skýrslu um byggðaþróun. FORSVARSMENN Reykjagarðs segja að fullyrðingar forsvarsmanna Móa um að framleiðsluaukning Reykjagarðs hafi valdið verðhruni á kjúklingamarkaði, séu „augljóslega“ rangar. Móamenn beri meginábyrgð á þessari þróun á markaðnum. Stjórnarformaður Móa vísar þessu al- farið á bug. Hörð samkeppni og bar- áttu ríkir nú á milli þessara fyrir- tækja en dómtekið hefur verið mál sem Móar hafa höfðað á hendur Reykjagarði til greiðslu skuldar upp á annan tug milljóna króna. Talsmenn Reykjagarðs segja að Móar hafi frá því í desember 2001 sexfaldað framleiðslu sína á kjúkling- um og hafi sú aukning leitt til mikils offramboðs á kjúklingaafurðum á markaði. Á sama tíma hafi framleiðsla Reykjagarðs rúmlega tvöfaldast. Nú sé lokið flutningi á starfseminni til Hellu og umfangsmikilli endurskipu- lagningu á rekstri. Í tilkynningu frá Reykjagarði segir m.a.: „Fullyrðingar forsvarsmanna Móa um að annarlegir hagsmunir hafi ráðið ákvörðun Reykjagarðs um að flytja slátrun og vinnslu úr Móastöð- inni í eigin aðstöðu á Hellu eru rang- ar. Reykjagarður náði fram mikilli kostnaðarlækkun með því að taka þessa þætti úr Móastöðinni, gæði vara Reykjagarðs jukust til muna auk þess sem óútskýrð rýrnun var um- talsverð innan Móastöðvarinnar. Það er því ljóst að hreinir viðskiptalegir hagsmunir réðu þeirri ákvörðun.“ Reykjagarður bendir einnig á að á sama tíma og Móar séu í greiðslu- stöðvun og til standi að afskrifa 700 milljóna skuldir við birgja og bændur sé fyrirtækið enn að auka framleiðslu sína. Nærri láti að krafa um niður- færslu skulda nemi 450 kr. á hvert kíló sem Móar framleiddu á síðasta ári. Aðrir framleiðendur á markaðn- um séu að draga úr framleiðslu og Reykjagarður þar meðtalinn. „Ljóst er að aukning í framleiðslu- getu Móa undanfarin misseri hefur verið að fullu fjármögnuð með skulda- söfnun hjá birgjum sem félagið krefst nú að felldar verði niður að mestu leyti. Það skýtur því skökku við að fé- lagið skuli nú, meðan á greiðslustöðv- un stendur, selja afurðir sínar undir sannanlegu kostnaðarverði og ganga þannig enn á hag kröfuhafa þess. Ljóst er að öllum fyrirtækjum í grein- inni er erfitt að keppa við fyrirtæki sem rekið er á þessum forsendum,“ segir í tilkynningu frá Reykjagarði. Villandi samanburður Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnar- formaður Móa, segir að hann sé mjög villandi sá samanburður sem Reykja- garðsmenn gefa á framleiðsluaukn- ingu fyrirtækjanna. Það sé út í hött að miða við desember 2001 þegar fram- leiðsla Móa var í lægð og aðeins 25 tonn verið framleidd þá. Allt árið 2001 hafi rúmlega 1 þúsund tonn verið framleidd og í ár stefni í að framleiðsl- an verði um 2.200 tonn, eða ríflega tvöfalt meiri. Kristinn Gylfi segir enn- fremur að Reykjagarður hafi komið inn á undan með framleiðsluaukningu sl. sumar og haust og leitt verðlækk- un á kjúklingum á markaðnum. Hann segir það skjóta skökku við að Reykjagarður beri fyrir sig við- skiptalegum hagsmunum í þeirri ákvörðun að flytja slátrun og vinnslu úr Móastöðinni til Hellu. Búnaðar- bankinn, sem aðaleigandi Reykja- garðs árið 2000, hafi séð ávinning í því að flytja kjúklingaslátrunina til Móa- stöðvarinnar í Mosfellsbæ. Einnig hafi blasið við lokun á sláturhúsi Reykjagarðs á Hellu af heilbrigðis- ástæðum. Kristinn segir að ekki hafi nægjanlega reynt á að samræma vinnslu fyrirtækjanna í Móastöðinni, m.a. vegna skilyrða Samkeppnis- stofnunar. Þetta hafi komið í veg fyrir þá hagræðingu sem til stóð að ná fram. Síðan hafi verið gerður viðbót- arsamningur vorið 2002 þar sem Móar hafi lækkað sláturkostnað um úr 60 kr/ kg í 50 kr/kg. 10 krónur kílóið. Áður en Móastöðin hafi farið að slátra fyrir Reykjagarð hafi sláturkostnaður á Hellu verið rúmar 80 kr. á kíló. Meg- inástæðan fyrir flutningnum sé miklu frekar sú að forsvarsmenn Reykja- garðs og Búnaðarbankans hafi gefið heimamönnum á Hellu vilyrði fyrir at- vinnusköpun á svæðinu. Kristinn Gylfi vísar því ennfremur alfarið á bug að óútskýrð rýrnun hafi átt sér stað á hráefni Reykjagarðs í Móastöðinni. Framleiðslustjóri Reykjagarðs innan stöðvarinnar hafi getað fylgst með nýtingu og verkferl- um fyrir fyrirtækið. Hann bendir á að Reykjagarður hafi ekki greitt fyrir slátrun í októbermánuði sl. fyrir á annan tug milljóna. Því hafi Móar stefnt Reykjagarði fyrir dómstólum til greiðslu þess reiknings. Kristinn Gylfi segir að það hafi hvergi komið fram að Móar ætli að af- skrifa 700 milljónir af skuldum sínum, líkt og Reykjagarður haldi fram. Ótryggðar skuldir Móa séu 500 millj- ónir, farið verði fram á nauðarsamn- inga um að greiða hluta þeirra skulda og hluti verði felldur niður. Að halda því fram að niðurfærsla skulda nemi 450 kr. á hvert kíló sem Móar fram- leiddu í fyrra sé „bull og vitleysa“. Fullyrt að Móar hafi sexfaldað framleiðsluna Móar hafa stefnt Reykjagarði til greiðslu skuldar vegna slátrunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.