Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MENNIRNIR tveir sem lögreglan á Blönduósi handtók á þriðjudag fyrir umfangsmikla ræktun á kannabis- plöntum, voru í gær úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Blönduósi verða mennirn- ir væntanlega fluttir á Litla-Hraun innan skamms. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær lagði lög- regla jafnframt hald á tug skotvopna og talsvert magn af kannabisefnum á mismunandi vinnslustigum. Kannabisrækt- endur í varðhald BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarverkfræðingi og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að taka sam- an upplýsingar um framkvæmdir sem hægt er að flýta á þessu ári. Að- gerðirnar eru leið til þess að koma í veg fyrir frekara atvinnuleysi, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkis. At- vinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 3,1% í desember og ljóst er að nokkurs samdráttar er farið að gæta í hagkerfinu. Meðal framkvæmda sem til greina koma eru skólabyggingar, íþrótta- mannvirki, gatnaframkvæmdir og orkuframkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu. Borgarráð samþykkti jafn- framt að fela borgarstjóra að óska eftir viðræðum við ríkisstjórnina um þær framkvæmdir á vegum ríkisins sem hægt er að flýta. Í greinargerð frá efnahagsskrif- stofu fjármálaráðuneytisins um mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju- og virkjanaframkvæmda kemur fram að að meðan virkjanafram- væmdir standa sem hæst á Reyðar- firði þurfi að draga úr fjárfestingu hins opinbera um 10%. Mikilvægt sé þess vegna að flýta framkvæmdum. Reykjavíkurborg Framkvæmd- um verði flýtt BÖRN úr Fossvogsskóla fóru í heimsókn í Bústaða- kirkju í vikunni þar sem þau spiluðu félagsvist við eldri borgara. Varla mátti sjá hvor hópurinn skemmti sér betur, 12 ára börnin eða eldri borgarar. Keppnisskapið var ekki langt undan, en aðalatriðið var að hafa gaman af spilamennskunni. Hver veit nema þau spili reglulega saman í framhaldinu. Eldri og reyndari spilarar voru duglegir við að leiðbeina þeim yngri. Morgunblaðið/Golli Heimsóttu eldri borgara HÆGT hefur gengið hjá borgaryf- irvöldum, að mati Kjartans Magn- ússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, að hrinda í framkvæmd átaki vegna bílastæðamála fatlaðra í Reykjavík. Samþykkt var á fundi samgöngunefndar borgarinnar í janúar í fyrra tillaga Kjartans þess efnis að skipaður yrði starfshópur til að vera nefndinni til ráðgjafar um bílastæðamál fatlaðra og hreyfi- hamlaðra. Var hún samþykkt ein- róma og segir Kjartan einnig hafa verið samkomulag um að hrinda henni í framkvæmd á skömmum tíma. Misnotkun á sér- merktum stæðum Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar, segir að svo virð- ist sem tilnefningar frá samtökum fatlaðra í starfshópinn hafi aldrei borist. Hann segir að samgöngu- nefnd hafi fyrir sitt leyti tilnefnt fulltrúa í starfshópinn á nýjan leik fyrir skömmu og að hann hafi rætt við starfsmenn starfshópsins og for- mann um að gengið verði eftir til- nefningum frá þeim aðilum sem eiga fulltrúa í starfshópnum. Spurður um þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu málsins segir Árni Þór að þáverandi formaður samgöngunefndar og formaður starfshópsins hafi augljóslega átt að ganga eftir því á sínum tíma að það bærust tilnefningar um fulltrúa í hópinn svo hann gæti tekið til starfa. Það hafi hins vegar ekki ver- ið gert. Að sögn Kjartans Magnússonar er markmið tillögunnar að vekja al- menning til umhugsunar um bíla- stæðamál fatlaðra. Mikil brögð séu að því að reglur um sérmerkt stæði þeirra séu ekki virtar. Athugun hafi sýnt að um misnotkun sé að ræða í allt að helmingi tilvika. Samræma þurfi aðgerðir bílastæðasjóðs og lögreglunnar og brýnt sé að gera eftirlit með stæðunum markvissara. Þá gerir tillagan ráð fyrir að starfs- hópurinn meti hvort setja þurfi ít- arlegri reglur um stæði fatlaðra og hreyfihamlaðra og að tekin verði út ákveðin svæði og kannað hvort þörf sé á fleiri sérmerktum stæðum fyrir þessa hópa í miðborginni, við Laugaveg eða við tilteknar þjón- ustustofnanir. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýnir seinagang við framkvæmd tillagna vegna bílastæðamála fatlaðra Tilnefningar frá fötl- uðum ekki borist Ár er síðan ákveðið var að setja á stofn starfshóp SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa starfshóp til að fara ofan í siglingar á Eyjafirði og málefni Grímseyjarferjunnar Sæfara. Sæfari er skráður sem vöruflutningaskip en ekki farþegaskip og gerir Evrópska efnahagssvæðið kröfu um að ferjunni verði ekki heimilt að flytja nema tólf farþega í hverri ferð. Halldór Blön- dal, forseti Alþingis og fyrsti þing- maður Norðurlands eystra, sagðist nýlega í Morgunblaðinu ætla að taka þetta mál upp við samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segir að málið snúist fyrst og fremst um að tryggja að Sæfari upp- fylli þær kröfur sem gerðar eru til farþegaskipa á Evrópska efnahags- svæðinu. Unnið hafi verið að úrlausn málsins í ráðuneytinu en niðurstaða liggi ekki fyrir. Að sjálfsögðu verði lögð áhersla á að farið verði eftir reglum. Nú sé verið að bíða eftir nán- ari skilgreiningum frá EES um ör- yggiskröfur sem gerðar eru. Sæfari verði látinn duga enn um sinn ef hægt verði að uppfylla kröfurnar með því að gera breytingar á skipinu. „Við erum að fara yfir málið og þegar svar liggur fyrir munum við gera þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra grein fyrir málinu og til hvaða ráða þurfi að grípa til að tryggja hagsmuni Grímseyinga. Það er auðvitað lífæð byggðarinnar í Grímsey að þetta skip sé nýtanlegt,“ segir Sturla. Verði ekki hægt að upp- fylla kröfur EES með breytingum á skipinu verði ráðuneytið að snúa sér að því að útvega annað skip í þessar siglingar. Það sé þó ekki hægt að segja til um hvort skipið yrði keypt eða leigt, ef út í það færi. Stefnt sé að því að skipið geti siglt næsta sumar með jafnmarga farþega og tíðkast hafi til þessa. Nefnd skoði siglingar til Grímseyjar ÁSLAUG Skúladóttir, fyrrverandi sendiráðs- fulltrúi, andaðist á líkn- ardeild Landspítalans mánudaginn 20. janúar sl., 78 ára að aldri. Áslaug Skúladóttir var fædd í Danmörku 1. ágúst 1924. Foreldrar hennar voru þau Krist- jana Kristjánsdóttir frá Ísafirði og Skúli Skúla- son, úrsmiður og versl- unarmaður á Ísafirði. Áslaug dvaldi með móð- ur sinni tvö fyrstu ár ævi sinnar í Danmörku, en flutti síðan með henni til Ísafjarð- ar og skömmu síðar til Reykjavíkur. Eftir að hafa útskrifast úr Versl- unarskóla Íslands vorið 1941 að und- angengnu námi þar og við Landa- kotsskólann fór Áslaug til Svíþjóðar 1945 og gerðist sendiráðsritari við Sendiráð Íslands í Stokkhólmi. Hún starfaði sem sendiráðsritari og síðar sem sendiráðsfulltrúi við sendiráðið í Stokkhólmi til ársins 1955. Þá flutti hún til Bonn í Þýska- landi og vann þar við sendiráð Íslands þar til 1964, en þá flutti hún aftur til Stokkhólms. Þar starfaði hún á sín- um gamla vinnustað til 1987, þegar hún gerðist starfsmaður utanríkis- ráðuneytisins í höfuð- stöðvum þess í Reykja- vík. Þar vann hún fram í september 1991, en flutti þá aftur til Stokk- hólms og var sendiráðs- fulltrúi þar til hún varð sjötug 1994. Þá flutti hún alfarið heim til Íslands eftir 49 ára samfellt og farsælt starf hjá utan- ríkisþjónustunni. Áslaug var heiðursfélagi í Íslend- ingafélögunum í Stokkhólmi og Gautaborg og hún var sæmd erlend- um heiðursmerkjum fyrir störf sín. Áslaug var mjög virk í félagsstarfi Íslendinga í Stokkhólmi og aðstoðaði Íslendinga, sem þurftu á því að halda í Svíþjóð. Hún var ógift og barnlaus. Andlát ÁSLAUG SKÚLADÓTTIR BYGGÐASTOFNUN fór ekki að lögum við úthlutun byggðakvóta árið 1999 að mati umboðsmanns Alþing- is, sem gerði athugun á málinu að eigin frumkvæði í kjölfar erindis sem honum barst vegna úthlutunar- innar. Athugun umboðsmanns beindist einkum að því hvort ákvörðun Byggðastofnunar um að auglýsa ekki úthlutun byggðakvótans hefði verið í samræmi við vandaða stjórn- sýsluhætti og jafnræðissjónarmið sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri við úthlutun takmarkaðra gæða. Stjórn Byggðastofnunar hef- ur ekki fjallað um álitið en Aðal- steinn Þorsteinsson, forstjóri stofn- unarinnar, segir að við næstu endurskoðun á úthlutunni í haust verði án efa komið til móts við sjón- armið álitsins með einhverjum hætti. Í álitinu segir umboðsmaður m.a. að gera verði þá kröfu að stjórnvöld gæti að jafnræðissjónarmiðum þeg- ar takmörkuðum gæðum á borð við aflaheimildir sé úthlutað til ein- stakra byggðarlaga á grundvelli byggðasjónarmiða og síðan til ein- staklinga eða lögaðila innan þeirra. Þá verði að auki að gera þá kröfu að stjórnvöld leggi fullnægjandi grund- völl að slíkum ákvörðunum, enda byggi þau eðli máls samkvæmt á mati. Bar að auglýsa úthlutunina Það er niðurstaða umboðsmanns að Byggðastofnun hafi í samræmi við óskráða grundvallarreglu stjórn- sýsluréttar um jafnræði borið að auglýsa fyrirhugaða úthlutun byggðakvótans. Stofnuninni hafi borið að haga slíkri auglýsingu með þeim hætti að í henni sé gerð grein fyrir þeim reglum sem stofnunin hafi sett sér um úthlutunina. Umboðs- maður telur jafnframt að það sé betra fyrir stofnunina almennt að auglýsa eftir umsóknum frá útvegs- aðilum í hverju byggðarlagi áður en byggðakvótanum sé ráðstafað í sam- ráði við viðkomandi sveitarstjórnir. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um stjórn fiskveiða er gert ráð fyrir því að Byggðastofnun hafi á fiskveiðiárunum 1999–2000 til og með 2005–2006 „árlega“ til ráðstöf- unar 1.500 þorskígildislestir miðað við óslægðan fisk. Samkvæmt reglum um úthlutun þessarar afla- heimildar frá júlí 1999 ákvað stofn- unin að framkvæma umrædda út- hlutun þannig að upphaflega var úthlutað umræddum aflaheimildum til fimm ára. Forsendur úthlutunar- innar á hins vegar að endurskoða ár- lega. Samkvæmt þessu beinir umboðs- maður Alþingis þeim tilmælum til stjórnar Byggðastofnunar að hugað verði að því í næstu endurskoðun á upphaflegri úthlutun byggðakvótans hvort og þá hvernig tekið verði tillit til sjónarmiða hans í álitinu. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að á næsta stjórnarfundi um miðjan febrúar komi álit umboðsmanns væntanlega til vandlegrar umfjöllunar. Ekki sé ástæða til að gera það fyrr þar sem næsta árlega endurskoðun á úthlut- uninni eigi ekki að fara fram fyrr en í haust fyrir komandi „fiskveiðiára- mót“. Þá verði leitast við að koma til móts við sjónarmið umboðsmann, Byggðastofnun muni ekki hundsa álit hans. Byggðastofnun í frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis Fór ekki að stjórnsýslulögum við úthlutun byggðakvóta ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.