Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 15 Nýtt Framtíð án elli. Perfectionist Correcting Serum for Lines/Wrinkles. Sértu að spá í leysigeislameðferð, húðslípun eða hrukkusprautur, því þá ekki að íhuga mildari valkost, án retínóls. Perfectionist er fljótvirkt, árangursríkt og áhrifin endast lengi. Uppistaðan í því er hið einstaka BioSync Complex. Eftir daginn: Fíngerðar þurrklínur hverfa. Eftir viku: Dýpri línur grynnka og húðin sléttist. Eftir mánuð: Endurheimtur æskuljómi. Gjöfin þín. Gefðu húð þinni þá frábæru meðferð sem hún á skilið. Prófaðu nýja lausa púðrið. Finndu angan vors og blóma í yndislegum ilmi. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.900 kr. eða meira í Debenhams færðu að gjöf fallega snyrtitösku með eftirfarandi glaðningi:* VETRARGLAÐNINGUR Advanced Night Repair. Advanced Night Repair Eye Recovery Complex. Nýtt: So Ingenious Laust púður. Pure Color Varalit nr. 79. Illusionist Maskari. Estée Lauder Pleasures EDP spr. * Meðan birgðir endast. FRANZ Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kynnti á mið- vikudag fyrir Evrópuþinginu nýj- ustu tillögur framkvæmdastjórnar- innar að umbótum á landbúnaðar- styrkjakerfi sambandsins. Miða tillögurnar að því að miðla málum milli öndverðra sjónarmiða sem uppi eru meðal ráðamanna aðildarríkj- anna um endurskoðun kerfisins, sem gleypir um helming allra útgjalda úr sameiginlegum sjóðum ESB. Fischler sagði bændur verða að vera reiðubúna að lúta í ríkari mæli almennum lögmálum rekstrar á samkeppnismarkaði, en tók fram að það stæði þó ekki til að ofurselja þá markaðsöflunum. „Kæru bændur, við ætlum ekki að snúa baki við ykkur. Enginn ætlar að snúa baki við ykkur,“ sagði Fischler á blaðamannafundi í Brussel. Aukinn hiti hefur færzt í umræð- urnar um endurskoðun landbúnað- arstefnunnar eftir að ljóst varð að tíu ný aðildarríki, sem mörg hver eiga mikið undir landbúnaði, myndu bæt- ast í raðir ESB á árinu 2004. Að hin ríku núverandi ESB-ríki skyldu ekki enn hafa getað komið sér saman um neinn teljandi niðurskurð á niðurgreiðslum og styrkjum til sinnar landbúnaðarframleiðslu hef- ur líka kallað á alþjóðlega gagnrýni; ESB er sakað um að láta kerfið gefa landbúnaðarframleiðslu aðildarríkj- anna óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart afurðum frá löndum utan sambandsins. Styrkirnir aftengdir framleiðslu „Tillögurnar miða að því að sjá bændum bæði í núverandi og tilvon- andi aðildarríkjunum fyrir þeim stöðugleika sem þeir þurfa á að halda,“ sagði Fischler. „Það er kom- inn tími til að þeim stýringartækjum sem við ráðum yfir sé beitt á nýjan hátt, þannig að þau þjóni ekki aðeins hagsmunum bænda heldur einnig neytenda og skattgreiðenda.“ Róttækasta breytingin sem stung- ið er upp á í nýju tillögunum er að skorið verði á þau tengsl sem sam- kvæmt núverandi kerfi eru á milli framleiðslumagns og styrkfjárhæða. Kerfinu verði í áföngum breytt þannig að í stað framleiðslustyrkja fái bændur greitt fyrir jarðræktar- störf sín. Til skemmri tíma litið mun- ar mestu um niðurskurð styrkja til mjólkurframleiðslu. Frakkar hafa beitt sér gegn öllum niðurskurðarhugmyndum en Hol- lendingum og Þjóðverjum þykja til- lögurnar ekki ganga nógu langt. Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins Fischler kynnir nýj- ar umbótatillögur Brussel. AFP. Franz Fischler kynnir tillögurnar á fundi í Brussel í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.