Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 17 UMFANGSMIKIL rannsókn á áströlskum tvíburum styður þá kenningu, að hass- og maríjúananeysla ýti undir neyslu sterkari fíkniefna. Fylgst var með ferli 622 manna eða 311 tvíbura af sama kyni, þar af 136 eineggja. Átti það alltaf við, að annar tvíburinn hefði notað maríjúana fyrir 17 ára aldur en hinn ekki. Í ljós kom, að sá fyrrnefndi var allt að fimm sinnum líklegri en hinn til að fara út í neyslu harðari efna. Fleiri konur BREZKI Íhaldsflokkurinn verður að taka sér tak til að fjölga kvenframbjóðendum flokksins fyrir næstu þingkosn- ingar, að því er einn flokksfor- mannanna, Theresa May, sagði í vikunni. Hún sagði að flokk- urinn hefði nú þegar gert sitt- hvað til að ná þessu marki, m.a. með því að ráða til starfa vinnu- sálfræðing til að skýra línur um það hvernig bezt yrði að vali frambjóðenda staðið, hvort sem er karl- eða kvenkyns. Af 163 þingmönnum Íhaldsflokksins, sem nú eiga sæti í neðri deild brezka þingsins, eru 14 konur. Dómar í Túrkmen- istan HÆSTIRÉTTUR Túrkmen- istans hefur dæmt 46 manns, þeirra á meðal tvo fyrrverandi utanríkisráð- herra, seka um aðild að sam- særi um að myrða einræð- isherra Túrk- menistans, Saparmurat Niyazov, að sögn heimild- armanns í stjórn landsins í vikunni. Borís Shikhmuradov, fyrr- verandi utanríkisráðherra sem er sagður hafa skipulagt morð- tilræðið og misheppnaða valda- ránstilraun 25. nóvember, var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Bróðir hans fékk 17 ára fang- elsisdóm. „Glæpur gegn mann- inum“ JEAN-Francois Mattei, ráð- herra heilbrigðismála í Frakk- landi, hefur kynnt lagafrum- varp sem felur í sér að einræktun manna verði lýst „glæpur gegn manninum sem tegund“ sem er nýtt hugtak í lögfræðinni. Munu þeir sem brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist. Lögunum er beint gegn Raelian-sértrúarsöfnuðinum, að sögn fréttaskýrenda, en leið- togar hans segja að vísinda- mönnum Clonaid, fyrirtækis sem tengist söfnuðinum, hafi tekist að búa til tvö klónuð börn er hafi komið í þennan heim um áramótin. Flestir forystumenn safnaðarins, þ. á m. stofnand- inn Claude Vorhilon og Brigitte Boisselier, forstjóri Clonaid, eru franskir. STUTT Ávísun á sterkari efni? Niyazov GEORGE Robertson, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), lætur af störfum í árslok. Frá þessu var greint í fyrrakvöld. Meðal þeirra sem sagð- ir eru koma til greina sem arftakar Robertsons eru Poul Nyrup Rasm- ussen, fyrrverandi forsætisráð- herra Dana, Kristin Krohn Devold, varnarmálaráðherra Noregs, og Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands. Robertson hefur í framkvæmda- stjóratíð sinni einbeitt sér að þeim breytingum, sem átt hafa sér stað á eðli NATO en m.a. hefur verið reynt að gera bandalagið að mik- ilvægum þátttak- anda í baráttunni gegn alþjóðleg- um hryðjuverk- um. „Ég hef verið beðinn um það af nokkrum ríkis- stjórnum að sitja áfram í embætt- inu eitt ár til við- bótar, sem yrði mitt fimmta, en ég tel eðlilegt að menn sitji ekki leng- ur en fjögur ár í þessu krefjandi og erfiða starfi,“ sagði Robertson er hann tilkynnti ákvörðun sína. Robertson kynnti í gær verð- launahugmynd að útliti nýrra höf- uðstöðva NATO en þær eru nú í gömlum byggingum í úthverfi Brussel sem minna einna helst á bragga. Nýjar höfuðstöðvar verða hins vegar afar nútímalegar í útliti og er gert ráð fyrir að þær verði tilbúnar innan fárra ára. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hafði áður hrósað Robert- son fyrir „mikilvægt framlag“ hans. „Undir hans forystu hefur NATO haldið mikilvægi sínu sem undirstaða öryggismála yfir Atl- antshafið og aðalvettvangur sam- ráðs bandamanna um öryggismál,“ sagði Blair. Robertson hættir í árslok Brussel. AFP. George Robertson RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Rafhlöður VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Nýjar hleðslurafhlöður í flest tæki og síma einnig viðgerðir og smíði Endurlífgum rafhlöður w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 fyrir hákarla og alvörumenn! Verkfærasett vnr. 5000462 Verð áður 3.495 kr. 2.445 kr. Kastari á fæti vnr. 5880069 Verð áður 5.420 kr. 3.990 kr. Verkfærataska vnr. 5024706 Verð áður 3.993 kr. 2.395 kr. Borvél Kress 500W Vönduð, þýsk höggborvél í tösku ásamt bitaboxi. vnr. 5259998 Verð áður 10.995 kr. 7.995 kr. Topplyklasett vnr. 5052486 Verð áður 10.995 kr. 7.995 kr. Hvort sem þú ætlar að breyta, bæta, lagfæra eða byggja heimili þitt frá grunni þá finnurðu það sem þig vantar í Húsasmiðjunni. Þar færðu líka alltaf lipra þjónustu og góð ráð hjá fagmönnum okkar. Velkomin í Húsasmiðjuna. Hákarl handa bóndanum! Allar konur, sem versla verkfæri í dag, fá 200 gr af hákarli í kaupbæti* handa þeim sem hljóp út á brókinni í morgun. Hörkuútsala á verkfærum. Við heilsum þorra með kraftmiklum tilboðum. * Meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.