Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 19
Það jafnast fátt á við löng og fallega sveigð
augnhár en oft gerir augnskugginn
gæfumuninn.
Á næsta útsölustað LANCÔME færðu buddu með förðunaráhöldum
með öllum LANCÔME augnskuggum*. Litaúrvalið er einstakt.
*á meðan birgðir endast.
heimsæktu www.lancome.com
TRÚÐU Á FEGURÐ
Einstakur burstinn hefur
ótrúlega sveigjandi áhrif.
Þétt, fallega löguð og
gríðarlega löng augnhár
sem virðast endalaus.....
Gífurleg lengd - hrífandi sveigja
N ý t t
STEFÁN Jón Hafstein, formaður
Fræðsluráðs Reykjavíkur, segir
fjarri því að verið sé að draga íbúa í
Staðahverfi á asnaeyrunum varð-
andi uppbyggingu skólahúsnæðis
þar. Borgaryfirvöldum sé full al-
vara með uppbyggingu nýs skóla í
hverfinu. Hins vegar hafi skóla-
framkvæmdir dregist á langinn og
eigi það við um fleiri hverfi borg-
arinnar. Hann vill ekki segja til um
hvenær íbúar hverfisins megi búast
við að fá nýjan skóla fyrr en fimm
ára áætlun borgarinnar í bygginga-
málum liggur fyrir.
Í Morgunblaðinu á miðvikudag
gagnrýndu fulltrúar foreldra í
Staðahverfi borgaryfirvöld fyrir að
vera ekki full alvara með að byggja
skóla í hverfinu á næstu árum.
Stefán vísar þessu alfarið á bug.
„Það hefur ekki verið slegið út af
borðinu að byggja skóla í Staða-
hverfi eins og mér virðast þau vera
að reyna að halda fram. Þvert á
móti var farið í þessa undirbúnings-
vinnu sem þau vísa í og það var
gefin út mjög viðamikil skýrsla um
það starf.“
Hann segir rangt að undirbún-
ingshóp vegna hönnunar skólans
hafi verið komið á laggirnar til að
slá ryki í augu foreldra. „Ef þau
eru í alvöru að fullyrða að það hafi
verið farið í þá vinnu til að hafa þau
að fíflum þá vísa ég því gersamlega
á bug. Það er tóm vitleysa og raun-
ar held ég að þau viti betur.“
Foreldrar gagnrýna enn fremur
að í drögum að byggingaráætlun
borgarinnar séu einungis áætlaðar
fimm milljónir í hönnunarvinnu
vegna hins nýja skóla á þessu ári.
Stefán segir rétt að hvorki verði
hafist handa við byggingu skólans
fyrir það fé né heldur að lokið verði
við hönnun hans. Samkvæmt þessu
verði ekki kominn fullbúinn skóli
árið 2005.
Hann bendir á að mörg álitamál
séu uppi varðandi skólann, þar á
meðal hvenær nemendafjöldi hans
verði í hámarki. Það hafi aftur áhrif
á ákvarðanir varðandi byggingu
hans.
Eldri málum komið
út af borðinu
Þá segjast foreldrar dregnir á
asnaeyrunum í málinu þar sem lof-
orð um það hvenær nýr skóli eigi
að vera tilbúinn hafi ítrekað ekki
gengið eftir. „Auðvitað stendur upp
úr í þeirra málflutningi að fram-
kvæmdir hafa dregist úr hömlu eins
og reyndar í fleiri skólum í höf-
uðborginni,“ segir Stefán. „Það á
t.d. við um Langholtsskóla og
Laugarnesskóla svo ég nefni tvö
dæmi. Ég neita ekki þeirri stað-
reynd að við erum á eftir með það
að gera fullkominn skóla í öllum
skólahverfum borgarinnar.“
Að sögn Stefáns er rétt að ákveð-
ið hafi verið að ljúka á þessu ári
nokkrum stórum byggingarverk-
efnum við grunnskóla í borginni áð-
ur en ráðist verði í ný. „Þetta var
gert til þess einfaldlega að koma
þeim út af borðinu,“ segir hann.
„Það var mótuð sú stefna af minni
hálfu að í stað þess að draga verk-
efni árum saman sé reynt að ljúka
þeim eins hratt og mögulegt er.“
Hann leggur þó áherslu á að
þrátt fyrir að grunnskóli hverfisins
sé nú í bráðabirgðahúsnæði á Korp-
úlfsstöðum sé þar unnið mjög gott
skólastarf og börnin í hverfinu fái
góða menntun. „Varðandi húsnæðið
þá hefur skólinn rekstrarleyfi og
bæði heilbrigðiseftirlit og eldvarnir
eru búin að leggja blessun sína yfir
þessa starfsemi. Það var farið í
breytingar þarna í haust og það er
búið að gera þær úrbætur sem beð-
ið var um.“
Aðspurður hvenær íbúar í Staða-
hverfi megi búast við að nýr skóli
verði kominn segir Stefán að hann
vilji ekki svara því fyrr en fimm ára
áætlun borgarinnar í byggingar-
málum liggi fyrir. Draga að henni
sé að vænta í febrúar eða mars.
„Ég mun ekki gefa út yfirlýsingar
um einstaka skóla fyrr en ég sé yfir
málið í heild, sem gerist þegar við
fáum þessa fimm ára áætlun,“ segir
hann.
Varðandi leikskólamál segir Stef-
án að leikskóli í færanlegu húsnæði
verði kominn í hverfið í haust.
Formaður fræðsluráðs svarar gagnrýni um
skólamál í Staðahverfi
Borginni full alvara
með byggingu nýs skóla
Grafarvogur
ÞEIR eru sjálfsagt ófáir súrbit-
arnir sem hverfa munu ofan í
landann í dag enda markar
bóndadagurinn upphaf þorrans.
Hjá mörgum verður þorra-
máltíðin sérstaklega kærkomin í
ár því í fyrsta sinn til fjölda ára
er súrsað rengi á boðstólum.
Færri vita kannski að rengið at-
arna var verkað hér á landi á
haustmánuðum.
Þrír starfsmenn Hvals hf. í
Hafnarfiði sáu um verkun hvals-
ins sem fluttur var inn frá Noregi
af þessu tilefni, þeirra á meðal
Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson
sem starfaði áður við Hvalstöðina
í Hvalfirði. Hann segist engu
hafa gleymt varðandi verkunina
þótt 14 ár séu liðin frá því að
hann handlék hvalinn síðast.
„Þetta er sama kerfið eða alla
vega svipað,“ segir hann. „Nema
hitt var stórhvalur á borð við
langreyði en þetta er bara
hrefna. Hitt var miklu skemmti-
legra rengi og þægilegra að eiga
við því það var stærri skepna og
þykkari himnan sem þarf að taka
af þegar búið er að sjóða þetta.“
Algjört
sælgæti
Gunnlaugur segir þetta end-
urspeglast í bragðinu og við-
urkennir að rengið nú sé ekki
eins gott og það sem boðið var
upp á í gamla daga. „Hitt var al-
gjört sælgæti en þú gerir ekki
betra en hráefnið er.“ Hann seg-
ist þó alls ekkert ósáttur við út-
komuna og segir alveg sérstaka
stemningu hafa verið í kringum
verkunina að þessu sinni. „Það er
svo langt um liðið og ekki verra
þegar tekst vel til því þetta virð-
ist vera gott miðað við gæði
hvalsins. Við hefðum bara viljað
veiða þetta sjálfir en ekki flytja
hvalinn lifandi héðan, þar sem
hann elst upp, til Noregs, skjóta
hann þar og flytja hann dauðan
heim.“
Hvalrengi er nokkurs konar
spik af kvið skepnunnar og Gunn-
laugur útskýrir hvernig verkunin
fer fram. „Það er soðið í 4–5
tíma, kælt í sólarhring og síðan
sett í tunnur í sýru. Við vorum að
þessu í október–nóvember.“ Að
hans sögn var rengið soðið uppi í
Hvalfirði en súrsað við Reykja-
víkurveginn í Hafnarfirði.
Hann hlær við þegar blaðamað-
ur spyr hvort einn og einn biti
hafi ekki horfið ofan í verkendur
á meðan á framleiðslunni stóð.
„Það er lítið spennandi að
smakka það í suðunni,“ segir
hann. „Það er ekki fyrr en núna
sem þetta er tilbúið því það tekur
þrjá mánuði þangað til það fer að
verða smakkandi.“
Framleiðslan áður
á milli 50 og 60 tonn
Alls voru 8 tonn og 300 kíló af
hvalrengi fullverkuð að þessu
sinni sem Gunnlaugur segir að-
eins brot af því sem áður var.
„Þá voru þetta á milli 50 og 60
tonn. Þetta var alveg lúxus.“
Hann segir ekkert vandamál hafa
verið við það að koma framleiðsl-
unni út í þá daga þrátt fyrir
magnið.
Eftirspurnin virðist ekki minni
nú því að sögn Gunnlaugs fór síð-
asti skammturinn í verslanir á
miðvikudag en það er Nóatún
sem hefur haft sölu rengisins
með höndum. „Þetta rennur út og
menn sleikja út um enda finnst
fólki þetta tilheyra á þorranum,“
segir hann. „Það vantar mikið
þegar rengið vantar inn í súrmat-
arflóruna.“
Hann segist vonast til að fram-
hald verði á þessari framleiðslu í
framtíðinni. „Núna viljum við
bara fara að skjóta hérna heima
og ég held að það hljóti að verða
næsta verkefni að fá það í gegn.“
Morgunblaðið/Þorkell
Guðlaugur segir súrt rengi ómissandi á þorranum enda rýkur það út um
þessar mundir og þau 8,3 tonn sem verkuð voru langt komin ofan í landann.
Súrsað rengi í
fyrsta sinn í 14 ár
Hafnarfjörður