Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 22
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Myndin var tekin við afhendingu tækisins. Sigurlaug Hermannsdóttir
(l.t.v.), Ingunn María Björnsdóttir, Ingvi Guðjónsson og Ómar Ragnarsson.
FÉLAG hjartasjúklinga á Norður-
landi vestra (FHNV) og Sjálfsbjörg í
A-Húnavatnssýslu færðu Heilbrigð-
isstofnuninni á Blönduósi hjarta-
stuðtæki að gjöf fyrir skömmu. For-
menn félaganna, þau Sigurlaug Þ.
Hermannsdóttir, FHNV, og Ingunn
Björnsdóttir, Sjálfsbjörg, færðu yf-
irlækninum, Ómari Ragnarssyni, og
Ingva Þór Guðjónssyni sjúkraflutn-
ingamanni tækið til varðveislu. Tæk-
inu er ætlað til notkunar í sjúkra-
bifreið sem staðsett er á Blönduósi
en fyrir er sams konar tæki í sjúkra-
bifreið á Skagaströnd. Þetta hjarta-
stuðtæki sem er af svokallaðri ALS-
gerð er ótrúlega lítið um sig og vegur
einungis um 1,3 kg og að sögn þeirra
sem til þekkja, auðvelt í notkun og
ódýrt í rekstri.
Gáfu
hjarta-
stuðtæki
Blönduós
NÚ ER þorrablótshald að hefjast á
Austurlandi og þarf margt að und-
irbúa, bæði af kosti og skemmtun.
Þær Jónína Sigríður Elíasdóttir og
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Heiðveig Agnes Helgadóttir hafa
tekið að sér að flysja 160 kíló af
kartöflum, sem fara eiga ofan í
veislugesti á þorrablótum Egils-
staðabúa og Jökuldælinga um
helgina.
Egilsstaðir
Kartöflur flysjaðar á þorra
Í NÝSAMÞYKKTRI fjárhagsáætlun
Austur-Héraðs kemur fram að skat-
tekjur sveitarfélagsins á árinu muni
nema ríflega 556 milljónum króna, en
rekstur málaflokka kosti um 554
milljónir. Þá gerir sveitarfélagið ráð
fyrir fjárfestingum upp á tæpar 70
milljónir, eignasölu fyrir 35 milljónir
og að lántaka ársins verði nálægt 56
milljónum króna.
Fram kemur í bókun sem fylgir
samþykkt áætlunarinnar frá bæjar-
stjórn, að vegna fyrirhugaðra stór-
framkvæmda á Austurlandi, muni
sveitarfélagið ekki treysta sér á árinu
2003 til að draga úr þjónustu eða
hækka frekar gjöld á íbúa, til þess að
lækka rekstrarkostnað eins og þörf sé
á. Á árinu 2003 verði þó unnið að end-
urskipulagningu á rekstri sveitarfé-
lagsins með það að markmiði að leita
hagræðingar í rekstri. Í bókuninni
segir jafnframt að bæjarstjórn muni
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á Austurlandi ætlar Austur-Hérað í
ár hvorki að draga úr þjónustu við íbúa sveitarfélagsins né hækka gjöldin.
leggja á það þunga áherslu á þessu ári
og þeim næstu að leita leiða til að
lækka fjármagnskostnað, en það geti
ekki tekist nema með samstilltu átaki
ríkis og sveitarfélaga.
Meðal helstu fjárfestinga Austur-
Treystir sér ekki til að
draga saman þjónustu
Egilsstaðir
Héraðs á árinu er bygging nýrrar
álmu við íþróttamiðstöðina á Egils-
stöðum, sem hýsa á líkamsræktarað-
stöðu. Þá taka skipulagsmál sveitar-
félagsins drjúgan skerf af fjármagni í
ár.
SKIPASMÍÐASTÖÐIN Skipavík
afhenti Stykkishólmsbæ nýja íbúð
um helgina. Íbúðin er fullbúin með
parketi og flísum á gólfi og stærð
hennar er 125 fermetrar að stærð og
þar af er bílskúr 32 fermetrar. Íbúð-
in er keypt inn í félagslega íbúða-
Skipasmíðastöðin Skipavík afhenti Stykkishólmi nýja íbúð sem verður í fé-
lagslega íbúðakerfinu. Á myndinni er Sveinn Björnsson, tæknifræðingur
Stykkishólmsbæjar, Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, Guðni
Guðjónsson, frá Íbúðalánasjóði, og Kristján Gunnlaugsson, hjá Skipavík.
kerfið. Stykkishólmsbær á nú 19 fé-
lagslegar leiguíbúðir. Mikil ásókn er
í þessar íbúðir og fyrir liggur biðlisti.
Húsnæðisnefnd mun úthluta nýju
íbúðinni fljótlega.
Íbúðin sem afhent var er í tveggja
íbúða raðhúsi og er Skipavík að ljúka
við frágang á þeirri seinni og er hún
til sölu á almennum markaði.
Stykkishólmsbær fær
afhenta leiguíbúð
Stykkishólmur
Í GRUNDASKÓLA á Akranesi
vinna nemendur, kennarar og for-
eldrar að uppsetningu á söng-
leiknum Frelsi, sem er í fullri
lengd eftir kennarana Flosa Ein-
arsson og Gunnar Sturlu Her-
varsson.
Hópur kennara og nemenda
hefur unnið markvisst að því síð-
ustu vikurnar að gefa út geisla-
disk með öllum lögum söngleiks-
ins, 11 talsins. Væntanlegur
útgáfudagur er 23. janúar. Und-
irspil á disknum er að mestu leyti í
höndum höfundanna en gaman er
að geta þess að foreldrar aðstoða
einnig við undirspil.
Það eru um 40 nemendur úr 8. –
10. bekk sem koma að sýningunni
sjálfri. En alls má gera ráð fyrir
hátt í 80 þátttakendum í heildina
sem koma að verkinu með einum
eða öðrum hætti. Frumsýnt verð-
ur þann 1. febrúar nk. og er áætl-
að að sýningar verði a.m.k. fimm
talsins.
Söguþráður verksins er sá að
unglingsstúlka flytur út á land,
þar sem hún verður fyrir aðkasti
jafnaldra sinna. Viðfangsefni
söngleiksins tengist að hluta til
þjóðsagnaarfi Íslendinga en
fjallar þó fremur um ýmis gildi í
mannlegum samskiptum, tækni-
nýjungar og unglingatísku.
Verkefnið tengist því baráttu
gegn einelti og ofbeldi almennt. Í
söngleiknum er varpað fram
spurningum um ýmislegt sem
tengist ofbeldi og einelti í sam-
félaginu almennt en ekki bara í
skólum.
Söngleikurinn er hluti af átaks-
verkefni skólans til þess að fjalla
um og uppræta ofbeldi s.s. einelti
Setja upp einstakan atburð sem
reynir á samstarf og styrk nem-
enda, kennara og foreldra.
Unnið gegn ofbeldi
og einelti í Frelsi
Akranes
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
ÞESSI ungi maður renndi sér á
skautum á Lónunum við Vopna-
fjörð í logninu á undan storm-
inum sem geisar á Norðurlandi.
Það hafa verið mikil umskipti í
veðrinu, en segja má að ekki hafi
fallið snjókorn úr lofti síðan í
byrjun nóvember á Vopnafirði.
Þar hefur sannarlega orðið
breyting á.
Kastar mæðinni
Vopnafjörður
LANDIÐ
22 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ