Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Myndin var tekin við afhendingu tækisins. Sigurlaug Hermannsdóttir (l.t.v.), Ingunn María Björnsdóttir, Ingvi Guðjónsson og Ómar Ragnarsson. FÉLAG hjartasjúklinga á Norður- landi vestra (FHNV) og Sjálfsbjörg í A-Húnavatnssýslu færðu Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi hjarta- stuðtæki að gjöf fyrir skömmu. For- menn félaganna, þau Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir, FHNV, og Ingunn Björnsdóttir, Sjálfsbjörg, færðu yf- irlækninum, Ómari Ragnarssyni, og Ingva Þór Guðjónssyni sjúkraflutn- ingamanni tækið til varðveislu. Tæk- inu er ætlað til notkunar í sjúkra- bifreið sem staðsett er á Blönduósi en fyrir er sams konar tæki í sjúkra- bifreið á Skagaströnd. Þetta hjarta- stuðtæki sem er af svokallaðri ALS- gerð er ótrúlega lítið um sig og vegur einungis um 1,3 kg og að sögn þeirra sem til þekkja, auðvelt í notkun og ódýrt í rekstri. Gáfu hjarta- stuðtæki Blönduós NÚ ER þorrablótshald að hefjast á Austurlandi og þarf margt að und- irbúa, bæði af kosti og skemmtun. Þær Jónína Sigríður Elíasdóttir og Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heiðveig Agnes Helgadóttir hafa tekið að sér að flysja 160 kíló af kartöflum, sem fara eiga ofan í veislugesti á þorrablótum Egils- staðabúa og Jökuldælinga um helgina. Egilsstaðir Kartöflur flysjaðar á þorra Í NÝSAMÞYKKTRI fjárhagsáætlun Austur-Héraðs kemur fram að skat- tekjur sveitarfélagsins á árinu muni nema ríflega 556 milljónum króna, en rekstur málaflokka kosti um 554 milljónir. Þá gerir sveitarfélagið ráð fyrir fjárfestingum upp á tæpar 70 milljónir, eignasölu fyrir 35 milljónir og að lántaka ársins verði nálægt 56 milljónum króna. Fram kemur í bókun sem fylgir samþykkt áætlunarinnar frá bæjar- stjórn, að vegna fyrirhugaðra stór- framkvæmda á Austurlandi, muni sveitarfélagið ekki treysta sér á árinu 2003 til að draga úr þjónustu eða hækka frekar gjöld á íbúa, til þess að lækka rekstrarkostnað eins og þörf sé á. Á árinu 2003 verði þó unnið að end- urskipulagningu á rekstri sveitarfé- lagsins með það að markmiði að leita hagræðingar í rekstri. Í bókuninni segir jafnframt að bæjarstjórn muni Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á Austurlandi ætlar Austur-Hérað í ár hvorki að draga úr þjónustu við íbúa sveitarfélagsins né hækka gjöldin. leggja á það þunga áherslu á þessu ári og þeim næstu að leita leiða til að lækka fjármagnskostnað, en það geti ekki tekist nema með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga. Meðal helstu fjárfestinga Austur- Treystir sér ekki til að draga saman þjónustu Egilsstaðir Héraðs á árinu er bygging nýrrar álmu við íþróttamiðstöðina á Egils- stöðum, sem hýsa á líkamsræktarað- stöðu. Þá taka skipulagsmál sveitar- félagsins drjúgan skerf af fjármagni í ár. SKIPASMÍÐASTÖÐIN Skipavík afhenti Stykkishólmsbæ nýja íbúð um helgina. Íbúðin er fullbúin með parketi og flísum á gólfi og stærð hennar er 125 fermetrar að stærð og þar af er bílskúr 32 fermetrar. Íbúð- in er keypt inn í félagslega íbúða- Skipasmíðastöðin Skipavík afhenti Stykkishólmi nýja íbúð sem verður í fé- lagslega íbúðakerfinu. Á myndinni er Sveinn Björnsson, tæknifræðingur Stykkishólmsbæjar, Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, Guðni Guðjónsson, frá Íbúðalánasjóði, og Kristján Gunnlaugsson, hjá Skipavík. kerfið. Stykkishólmsbær á nú 19 fé- lagslegar leiguíbúðir. Mikil ásókn er í þessar íbúðir og fyrir liggur biðlisti. Húsnæðisnefnd mun úthluta nýju íbúðinni fljótlega. Íbúðin sem afhent var er í tveggja íbúða raðhúsi og er Skipavík að ljúka við frágang á þeirri seinni og er hún til sölu á almennum markaði. Stykkishólmsbær fær afhenta leiguíbúð Stykkishólmur Í GRUNDASKÓLA á Akranesi vinna nemendur, kennarar og for- eldrar að uppsetningu á söng- leiknum Frelsi, sem er í fullri lengd eftir kennarana Flosa Ein- arsson og Gunnar Sturlu Her- varsson. Hópur kennara og nemenda hefur unnið markvisst að því síð- ustu vikurnar að gefa út geisla- disk með öllum lögum söngleiks- ins, 11 talsins. Væntanlegur útgáfudagur er 23. janúar. Und- irspil á disknum er að mestu leyti í höndum höfundanna en gaman er að geta þess að foreldrar aðstoða einnig við undirspil. Það eru um 40 nemendur úr 8. – 10. bekk sem koma að sýningunni sjálfri. En alls má gera ráð fyrir hátt í 80 þátttakendum í heildina sem koma að verkinu með einum eða öðrum hætti. Frumsýnt verð- ur þann 1. febrúar nk. og er áætl- að að sýningar verði a.m.k. fimm talsins. Söguþráður verksins er sá að unglingsstúlka flytur út á land, þar sem hún verður fyrir aðkasti jafnaldra sinna. Viðfangsefni söngleiksins tengist að hluta til þjóðsagnaarfi Íslendinga en fjallar þó fremur um ýmis gildi í mannlegum samskiptum, tækni- nýjungar og unglingatísku. Verkefnið tengist því baráttu gegn einelti og ofbeldi almennt. Í söngleiknum er varpað fram spurningum um ýmislegt sem tengist ofbeldi og einelti í sam- félaginu almennt en ekki bara í skólum. Söngleikurinn er hluti af átaks- verkefni skólans til þess að fjalla um og uppræta ofbeldi s.s. einelti Setja upp einstakan atburð sem reynir á samstarf og styrk nem- enda, kennara og foreldra. Unnið gegn ofbeldi og einelti í Frelsi Akranes Morgunblaðið/Jón Sigurðarson ÞESSI ungi maður renndi sér á skautum á Lónunum við Vopna- fjörð í logninu á undan storm- inum sem geisar á Norðurlandi. Það hafa verið mikil umskipti í veðrinu, en segja má að ekki hafi fallið snjókorn úr lofti síðan í byrjun nóvember á Vopnafirði. Þar hefur sannarlega orðið breyting á. Kastar mæðinni Vopnafjörður LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.