Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 23
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
0
1
.0
3
báðar leiðir með flugvallarsköttum.
frá
Sala farmiða og nánari upplýsingar:
www.icelandexpress.is
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24
Sími 5 500 600. Opið frá 9-17 alla virka daga.
Fyrsta flug 27. febrúar.
*
*
London
báðar leiðir með flugvallarsköttum.
frá *
Köben
Gildir ef bókað er á Netinu. Athugið takmarkað sætaframboð.
ALLGÓÐ aðsókn var að rauðu
sinfóníutónleikunum í gær, þó að
engin höfuðverk sígildra tónmennta
væru á dagskrá. Kunnast var Læri-
sveinn galdra-
mannsins sem
jaðraði við að
verða ofþvælt í
konsertsölum
fyrir ekki svo
mörgum árum og
því sennilega
vanmetið í dag,
líkt og með ýmis
fyrrum ofspiluð
verk.
Lífið fyrir keis-
arann, ópera Mikhails Glinka frá
1836, hélt stöðu rússneskrar þjóð-
aróperu allt fram að 1917, ekki sízt
þökk efniviðarins þar sem fyrsti
keisari Romanov-ættarinnar kemur
við sögu. Forleikur óperunnar hefur
þó staðið fyrir sínu sem sjálfstætt
atriði í tónleikasölum, jafnvel þótt
annar forleikur Glinka, Rúslan og
Lúdmilla, sé mun kunnari. Áhrifa-
mest þótti manni hið hægt líðandi
upphaf með syngjandi óbó í forystu-
hlutverki, en að öðru leyti var eins
og forleikinn vantaði almennilega
hrífandi stef.
Báðir klarínettkonsertar Carls
Mariu von Webers voru samdir í
München 1811. Í gærkvöld var á
boðstólum nr. 2 í Es-dúr Op. 74.
Einleikarinn var Hermann Stefáns-
son sem gegnir stöðu 1. klarínetts í
Stokkhólmsfílharmóníunni. Verkið
þykir vel skrifað fyrir sólistann og
veitir honum fjölda „bravúra“-tæki-
færa, auk þess að vera létt og
þokkafullt, þó að inntakið verki svo-
lítið þunnildislegt í dag. Hermann
lék af óþvinguðu öryggi og hafði
greinilega lítið fyrir ofurveikum pí-
anissimó-bergmálum sínum, jafnvel
á hraðskreiðustu nótnarunum. Þó
vakti nótnastóllinn nokkra undrun í
jafnauðmundu verki.
Hermann var aftur í forystuhlut-
verki fyrst eftir hlé. Fyrsta og
reyndar eina Rapsódía Debussys
var samin 1910 fyrir klarínett og
kammerhóp sem prófverkefni fyrir
Parísarkonservatóríuna en orkestr-
uð 1911. Afburðagott og heilsteypt
lítið verk, gætt exótískri dulúð og
litríkum glæsileik. Undraverð mýkt
einleikarans var ekki síðri hér í hlut-
fallslega samtvinnaðri einleiksrödd
en í Weber-konsertnum og auðheyrt
að sólistinn hafði tilfinningu hljóm-
sveitarmannsins fyrir samhljómi
heildar. Var honum afar vel tekið.
Líkt og fyrrgetin Rapsódía
Debussys voru „Tignir og tárdrægir
valsar“ landa hans Ravels (Valses
nobles et sentimentales) fyrst samd-
ir fyrir píanó – raunar sama ár og
Debussy orkestraði sitt verk – og
útsettir fyrir hljómsveit ári síðar.
Vínarvalsformið er stórlega teygt og
tosað hjá franska orkestrunarmeist-
aranum, þó ekki keyri eins langt um
þverbak og í paródíu hans La Valse.
Hefði túlkun SÍ fram að þessu verið
fyrir ofan meðallag, bar hún hér af
svo um munaði undir stjórn hins
rússneska Alexanders Vedernikovs.
Hraðavalið var ávallt eðlilegt, til-
gerðarlaust og skilvirkt – án þess að
slæva samtaka snerpu og stigmagn-
andi spennu.
Sömu kostir einkenndu lokaverk
kvöldsins, Lærisveinn galdramanns-
ins eftir Paul Dukas, sem flestir
hlustendur tengja við teiknimynd
Disney-versins Fantasia með Mikka
mús í hlutverki lánlausa nýgræð-
ingsins, þó að Dukas sækti sjálfur
söguþráðinn til ballöðu Goethes.
Þrátt fyrir ómælda flíkun tón-
menntakennara er þetta „barna-
verk“ samið af fúlustu alvöru, mikilli
kunnáttu og skilvirkum kontra-
punkti í snilldarlegri orkestrun fyrir
stóra hljómsveit. Kom það enda
glöggt fram af sprækum en hnitmið-
uðum leik Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar og óhætt að segja að sópað hafi
duglega að axarsköftum lærisveins-
ins undir fagmannlegri stjórn Ved-
ernikovs.
Sópandi sinfón-
ísk axarsköft
TÓNLIST
Háskólabíó
Verk eftir Glinka, Weber, Debussy, Ravel
og Dukas. Hermann Stefánsson klarín-
ett; Sinfoníuhljómsveit Íslands. Hljóm-
sveitarstjóri: Alexander Vedernikov.
Fimmtudaginn 23. janúar kl. 19:30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Hermann
Stefánsson
ÓLAFUR Jóhann Ólafsson
hlýtur lof í þýskum fjöl-
miðlum fyrir skáldsögu
sína Slóð fiðrildanna sem
nýverið kom út hjá Knaus
Verlag þar í landi. Hann er
sagður hrífa lesandann
með sér í ferðalag, rætt er
um meistaratök á listinni
að gefa í skyn og þá vekur
athygli hvernig hann skrif-
ar frá sjónarhorni konu.
Gagnrýnandi Kölner Stadt-
Anzeiger/Kölnische Rundschau
segir í gagnrýni sinni að Ólafur
Jóhann Ólafsson hafi „meistaratök
á listinni að gefa í skyn. Á milli
línanna er meira sagt en allar
beinar skírskotanir, ábendingar
eða staðreyndir megna.“
Í Frankfurter Allgemeine Zeit-
ung sagði að það væri eftirtekt-
arvert að karlhöfundur skyldi
leggja sig svo mjög fram við að
lýsa tilfinningum aðalsöguhetj-
unnar Dísu.
Sálfræðilega sannfærandi
Gagnrýnandi Nürnberger Nach-
richten ritaði: „Ólafur Jóhann
Ólafsson lýsir á næman hátt
hvernig aðalsöguhetjan
rekur gengin spor og hríf-
ur lesandann með sér í
ferðalag um fortíð hennar
og fegurð heimkynna
hennar á Íslandi.“
Í Pforzheimer Zeitung
sagði að hér segði Ólafur
Jóhann „sálfræðilega
sannfærandi sögu and-
spænis dramatískum
sögulegum viðburðum
sem er spennandi og full af óvænt-
um uppákomum“.
Í Scweriner Volkzeitung sagði í
umsögn Slóð fiðrildanna: „Með
ísmeygilegri fágun vindur Ólafur
Jóhann Ólafsson ofan af lífi konu
sem aðeins hefur megnað að lifa af
missi sinn með því að bæla harm
sinn. Fyrir vikið verður Dísa að
táknmynd heillar kynslóðar sem
reyndi að gleyma jafnt sekt sem
sársauka með þögninni.“
Loks má geta þess að í frétta-
blaði bókasafns Bæjaralands
sagði: „Blítt og með innlifun segir
Ólafur Jóhann Ólafsson sögu sem
útheimtir fulla einbeitingu lesand-
ans en sem er sannarlega þessarar
einbeitingar virði.“
Ólafi Jóhanni vel tekið í Þýskalandi
Hrífur lesandann
með í ferðalag
Ólafur Jóhann
Ólafsson