Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
RANNSÓKNASTOFNUNflugslysa í Noregi telurað hefðu flugmenn Flug-leiðaþotu, sem lenti í
flugatviki við Gardermoen-flugvöll
við Ósló 22. janúar í fyrra, farið að
fullu eftir grundvallarvinnureglum
fyrirtækisins, sem ná bæði til eðli-
legra og óeðlilegra aðstæðna, hefði
ekki komið til atviksins. Undirbún-
ingur fyrir lokakafla flugsins hefði
ekki verið nógu vandaður við
ríkjandi veðurskilyrði. Fram kemur
að Flugleiðir uppfylla kröfur yfir-
valda um flugrekstur og hvorki var
fundið að viðhaldi þotunnar né
hæfni eða réttindum flugmannanna.
Í skýrslu stofnunarinnar um flug-
atvikið er að finna tillögur í öryggis-
átt sem snúa að endurskoðun starfs-
aðferða og þjálfun flugmanna
Flugleiða á ákveðnum sviðum og því
er beint til flugmálayfirvalda í Nor-
egi að metin séu áhrif þess að stytta
aðflugsleiðir þegar í hlut eiga áhafn-
ir sem hugsanlega hafi takmarkaða
reynslu af Óslóar-svæðinu.
Skýrsla Rannsóknastofnunar
flugslysa í Noregi um flug B-757-
200 þotu Flugleiða frá Keflavík til
Gardermoen-flugvallar norðan við
Ósló var gerð opinber í gær. Skýrsl-
an hefur að geyma upplýsingar um
flugvél og áhöfn, lýsingu á fluginu,
veðri og atburðinum við fráhvarfs-
flugið og fram kemur að handbæk-
ur, þjálfun og vinnureglur um flug-
rekstur séu í samræmi við reglur
fyrir flugrekendur.
Þotan kyrrsett um tíma
Samkvæmt reglum Alþjóða flug-
málastofnunarinnar útnefndi Ísland
Þormóð Þormóðsson, rannsóknar-
stjóra Rannsóknarnefndar flug-
slysa, fulltrúa sinn og fulltrúi banda-
rísku samgönguöryggisnefndar-
innar var Gregory Phillips.
Rannsókn hófst 31. janúar 2002 og
segir að nefndin hafi einnig fengið
bréf frá farþegum sem bentu á
nauðsyn rannsóknar. Einnig segir
að þegar upplýsingar úr flugrita
lágu fyrir hafi verið haft samband
við framleiðanda þotunnar, Boeing
fyrirtækið, og vélin verið kyrrsett
vegna frekari skoðunar. Ekkert
kom fram við skoðun sem benti til
að vélin hefði skemmst en til örygg-
is var m.a. skipt um nokkra bolta við
hreyfilfestingar og vængbarðafest-
ingar.
Í skýrslunni er rakið hvernig
flugið frá Keflavík var eðlilegt fram
á lokahlutann í aðfluginu að Gard-
ermoenflugvelli. Aðflugið fór fram í
sterkum meðvindi og eftir óstöðugt
flug á lokastefnu aðflugs hafi flug-
stjóri ákveðið í lítilli hæð að hætta
við lendingu. Við fráhvarfsflugið
hafi meðferð þotunnar verið harka-
leg og verið farið framúr leyfilegum
mörkum hvað varðar jákvæðan og
neikvæðan þrýsting og einnig fram-
úr hraðamörkum miðað við ákveðna
stillingu vængbarða. Yfirvöldum
hafi ekki verið gefin skýrsla eftir
lendinguna í Ósló og þotan hafi
haldið áfram áætluðu flugi án þess
að vera almennilega skoðuð.
Eftir lendingu gerði flugstjórinn
áhöfninni grein fyrir því sem gerðist
og samþykktu allir að halda ferðinni
áfram en næsti áfangi var Stokk-
hólmur og síðan Keflavík. Í Stokk-
hólmi gerði flugstjórinn yfirflug-
stjóra Flugleiða fyrir atburðinum
og ákváðu þeir að hittast á skrif-
stofu hans að ferðinni lokinni síð-
degis sama dag. Ákvað yfirflug-
stjórinn eftir fundinn að tilkynna
skyldi atburðinn til yfirvalda.
Gæti hafa dreift athyglinni
Fram kemur í skýrslunni að þot-
an hafi fengið eðlilegt viðhald. Við
brottför frá Keflavík voru aðflugs-
búnaður hægra megin í vélinni,
GPS-tæki hægra megin og sjálf-
stýring í miðju
óvirk. Segir að
þessar bilanir
hafi ekki haft
áhrif á hegðun
vélarinnar í flug-
atvikinu en vera
kunni að þær
hafi dreift at-
hygli flugstjór-
ans.
Einn megin-
kafli skýrslunn-
ar er lýsing á
síðasta kafla
flugferðarinnar,
þ.e. aðfluginu,
fráhvarfsflug-
inu, ástandinu
um borð og lend-
ingu og þar er einnig fjallað um
þjálfun, áhafnasamvinnu og mat
flugstjórans á aðstæðunum eftir
lendinguna.
Mikið álag á flugstjóranum
Þá segir að á lokastefnu hefði þot-
an enn verið of hátt, vængbörð
hefðu ekki verið rétt stillt og hrað-
inn verið of mikill. Ekki hefði verið
farið yfir lokakafla gátlista fyrir
lendingu þar sem það sé ekki gert
fyrr en þotan hafi náð stöðugu að-
flugi. Flugstjórinn hafi metið að-
stæður í þessum lokakafla aðflugs-
ins og þegar flugleiðsögu-
upplýsingar hurfu af skjá hans
megin hafi hann réttilega ákveðið að
hætta við lendingu, seint í lokakafl-
anum, og hefja fráhvarfsflug.
Norska stofnunin segir að flug-
stjórinn hafi þá lent í miklu vinnu-
álagi. Álagið hafi byrjað þegar hann
gerði sér ekki grein fyrir að þotan
var yfir aðflugsgeislanum og hún
verið óstöðug. Samkvæmt vinnu-
reglum eigi þota að vera komin í
lendingarstöðu á þessum lokakafla
og þá eigi aðeins að þurfa að gera lít-
ilsháttar breytingar á hraða og afli
og athyglin eigi að beinast að þess-
um lokaþáttum.
Við blindflugsaðflug skuli sam-
vinna flugmanna vera sérstaklega
náin. Norska stofnunin telur svo
ekki hafa verið í þessu tilviki. Vinnu-
reglur og reglur um áhafnasamstarf
hefðu átt að þýða betri samvinnu og
hik flugmannsins í aðfluginu er talið
mikilvægur þáttur sem leiddi til
óstöðugs aðflugs og vinnuálag
stjórans. Þá sé ekki síður mi
sú ábyrgð flugstjórans að
flugmanninn á skyldur han
flugmanns sem ekki var við
þá stundina. Það að hann kall
upp hæð og hraða í aðflugin
ýtt undir hinar erfiðu aðstæð
síðar urðu. Lækkunin og a
hefðu ekki farið fram eftir
reglum.
Um fráhvarfsflugið segir í
unni að torskilið sé hvers
flugmennirnir hafi óviljandi
nauðbeitin
þotunnar e
hafa hæt
lendinguna
Þessi hlut
ins hafi v
blindflugi.
Ekki m
nótun
Leitast
að varpa
þennan þá
eftirfarand
ingu: Þega
stjórinn
ákveður að
hinu ós
aðflugi, of
að mati
stofnunarinnar, er hann að
fljúga vélinni. Þegar fráhvarf
er ákveðið er sjálfstýring ten
eykur afl hreyflanna. Þotan
að rísa og flugbeinir (sjál
stýribúnaður sem stilltur
valdar flughæðir) stýrir vélin
klifur. Hún nær á örskömmu
2.500 feta hæð sem þýðir a
virka eldsneytisgjöfin skiptir
hvarfsstillingu og dregur ú
niður í 150 hnúta hraða eins o
ing flugbeinis segir til um.
klifrar uppfyrir 2.500 feta h
eykur klifrið í 21° horn. S
skýrslunni að flugstjórinn h
hér var komið við sögu verið
að tapa áttum.
Þegar flugstjórinn sér að h
minnkar snögglega beinir
stýrinu fram til að ná aftur
feta hæð og það að ýta stýrin
er líka grunnþáttur í því a
hraðann og draga úr hættu á
Flugmaðurinn kallar á þes
artaki „bug up“ (sem þýðir a
eigi nýjan og meiri hraða) o
stjórinn stillir þá á ný hraða
beini. Það hafi verið andstætt
reglum. Jafnframt hafi flugs
haldið áfram að ýta stýrinu
Þotan hafi náð 2.895 feta h
neikvæður þyngdarkraftur v
inn -0,6 G.
Brugðust ekki við viðvör
Þotan tekur þá skarpa d
hraðinn eykst. Sjálfvirk kerf
innar gefa viðvaranir um nálæ
jörðu og að beina skuli þotun
Norðmenn skila skýrslu um flugatvik Flugleiðaþot
Talið að flugmen
ekki farið að vinnu
Meðal þess sem fram kemur í skýrslu um fl
atvik Flugleiðaþotu við Gardermoen fyrir rú
ári er að samstarf flugmanna sé bráðnauðs
legt. Skortur á starfsskipulagi í stjórnklefa
m.a. leitt til atburðarásar í aðflugi og fráhva
flugi sem leiddi til að þotunni var nauðbeit
! "#$ %&
'
(! ) (! * ") &
" ( )
+ " &#
'
(! ( )
'
(! " ,12& '
(!
&)
324
)(
(! &)
6"!
'
(! #$2
'
!
8)
AUÐUR Í KRAFTI KVENNA
Lokahátíð verkefnisins Auður íkrafti kvenna verður haldin í
Borgarleikhúsinu í dag, fyrsta degi
þorra, bóndadeginum.
Aðdragandann að átakinu Auður í
krafti kvenna má rekja til ákvörðunar
stjórnar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs-
ins á árinu 1999 um að fela Guðrúnu
Pétursdóttur, stjórnarmanni í sjóðn-
um, að koma með hugmyndir að að-
gerðum sem gætu eflt atvinnusköpun
kvenna.
Þegar Auðar-verkefninu var hleypt
af stokkunum fyrir þremur árum kom
fram í samtali við Guðrúnu Péturs-
dóttur, formann verkefnisstjórnar
Auðar í krafti kvenna og Höllu Tóm-
asdóttur, framkvæmdastjóra verkefn-
isins, í viðskiptablaði Morgunblaðsins,
að Auður væri átak til atvinnusköp-
unar kvenna með það að markmiði að
fjölga fyrirtækjum í eigu kvenna og
skila íslensku þjóðinni þannig auknum
hagvexti.
Á þessum þremur árum hefur Auð-
ar-verkefnið stuðlað að sköpun 51 fyr-
irtækis og 217 starfa í íslensku þjóð-
félagi.
Ekki er hægt að horfa fram hjá ár-
angri sem þessum fyrir íslenskt þjóðlíf
og umhugsunarvert hvort ekki sé víðar
þörf á samstilltu átaki í að auka at-
vinnusköpun hér á landi. Sér í lagi
þegar horft er til þess að atvinnuleysi
er um þessar mundir vaxandi vanda-
mál í íslensku þjóðfélagi. Það vekur
jafnframt athygli að hægt sé að virkja
frumkvöðlahugsun Íslendinga á jafn
jákvæðan hátt og raun ber vitni í verk-
efni sem þessu.
Eða eins og Guðrún Pétursdóttir
segir í forystugrein kynningarblaðs,
sem dreift er með Morgunblaðinu í
dag um Auðar-verkefnið: „Auður skap-
aði ekki þessi störf sjálf, heldur leysti
hún úr læðingi hugmyndaauðgi og
sköpunarkraft, hún virkjaði mannauð.
Þetta er aðeins vísbending um þá
möguleika sem Íslendingar eiga til
fjölbreyttrar atvinnusköpunar.“
Fjórtán hundruð og áttatíu konur
tóku þátt í námskeiðum Auðar og
komust færri að en vildu. Það sýnir að
ekki vantar viljann hjá íslenskum kon-
um til þess að leggja sitt af mörkum til
að stuðla að nýsköpun í íslensku at-
vinnulífi. En til þess að svo verði þá
má ekki gleyma þörfinni fyrir þolin-
mótt áhættufjármagn. Ný fyrirtæki
skila yfirleitt ekki eigendum sínum
arði á einni nóttu ekkert frekar en
Róm var byggð á einum degi. Því
verður að hlúa vel að vaxtarsprotum í
íslensku atvinnulífi því þeir eru oft
viðkvæmir í frumbernsku.
Verkefnið Auður í krafti kvenna hef-
ur víða vakið athygli og má í því sam-
bandi geta þess að fyrir skömmu var
verkefnið valið „fyrirmyndarverkefni“
af framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins sem hafði óskað eftir tillög-
um um hvernig mætti auka nýsköpun
kvenna.
Það er því ljóst að hugmynd sem
kom upp hjá Nýsköpunarsjóði atvinnu-
lífsins hefur borið ríkulegan ávöxt.
SKYLDUR ÞJÓÐAR
Íslensk utanríkisstefna er að mörguleyti á krossgötum. Hornsteinarhennar hafa áratugum saman ver-
ið annars vegar varnarsamstarfið við
Bandaríkin og aðildin að Atlantshafs-
bandalaginu og hins vegar náin tenging
við Norðurlöndin og önnur ríki í Evr-
ópu, fyrst með aðild okkar að EFTA og
síðar einnig samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið. Þær forsendur sem
hafa legið til grundvallar þessu sam-
starfi hafa hins vegar verið að breytast
upp á síðkastið. Keflavíkurstöðin gegn-
ir ekki lengur lykilhlutverki í vörnum
Vesturlanda. Nýjar hættur ógna öryggi
okkar Íslendinga eins og annarra
þjóða. Samstarf Evrópuríkjanna verð-
ur stöðugt nánara og umfangsmeira.
Heimurinn er með öðrum orðum að
breytast.
Ein birtingarmynd þeirra breytinga
er að auknar kröfur eru gerðar til Ís-
lendinga um að þeir séu virkir þátttak-
endur og leggi sitt af mörkum í sam-
starfi við önnur ríki.
Þegar horft er yfir sviðið er ljóst að
úr ýmsum áttum er farið fram á að Ís-
lendingar verji auknu fjármagni til ut-
anríkis- og alþjóðamála. Fyrr í mánuð-
inum hófust samningaviðræður við
Evrópusambandið um breytingar á
EES-samningnum vegna fjölgunar að-
ildarríkja ESB. Fer sambandið fram á
að framlag það sem Íslendingar hafa
greitt til að styðja fátækari þjóðir ESB
verði margfaldað. Bandaríkjamenn
fara fram á aukna kostnaðarþátttöku
Íslands á mörgum sviðum, m.a. varð-
andi rekstur Keflavíkurflugvallar.
Íslendingar hafa einnig verið að auka
framlag sitt til friðargæslumála. Um
100 einstaklingar eru nú á svokölluðum
viðbragðslista Íslensku friðargæslunn-
ar, sem stofnuð var árið 2001, og um
tveir tugir eru hverju sinni að störfum
utan Íslands. Hugsanlegt er að í fram-
tíðinni verði allt að 50 einstaklingar að
störfum við friðargæslu. Þessi störf
geta verið margvísleg. Íslenskir flug-
umsjónarmenn tóku til dæmis nýlega
við rekstri flugvallarins í Pristina í
Kosovo. Kostnaður við það starf er 60
milljónir fyrsta hálfa árið. Stefnt er að
því að árið 2006 verði framlag Íslands
til friðargæslu um hálfur milljarður
króna. Þessi aukna áhersla á þátttöku í
friðargæsluverkefnum er meðal annars
tilkomin vegna þrýstings frá samstarfs-
ríkjum okkar.
Þá má búast við að kröfur muni heyr-
ast um að Íslendingar auki framlag sitt
til þróunaraðstoðar.
Allt er þetta til marks ekki einungis
um breytta heimsmynd heldur breytta
stöðu Íslands í heiminum. Við erum
ekki lengur nýfrjálst, fátækt ríki. Ís-
lenska þjóðin státar af því að vera ein-
hver ríkasta og best menntaða þjóð ver-
aldar. Ísland stefnir að því að fá sæti í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því
fylgja hins vegar einnig skyldur að eiga
aðild að samfélagi þjóðanna. Íslending-
ar geta ekki lengur komist hjá því að
leggja sitt af mörkum með þeim rökum
að þeir séu ekki aflögufærir. Vissulega
eru ekki allar kröfur á rökum reistar.
Það má t.d. segja um hinar fáránlegu
kröfur Evrópusambandsins vegna eðli-
legrar endurnýjunar EES-samnings-
ins. Hins vegar hlýtur að teljast eðlilegt
og sanngjarnt að Íslendingar leggi sitt
af mörkum vegna varna landsins og við
að taka þátt í friðargæslu og aðstoð við
fátækustu ríki heims. Við erum orðin
fullvaxta sem sjálfstæð þjóð og verðum
að axla þær skyldur sem því fylgja.