Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
G
reint var frá því í
fréttum í vikunni að
meirihluti lands-
manna vildi ekki láta
lögleyfa spilavíti hér
á landi. Fréttir á borð við þessa
birtast með reglulegu millibili.
Einn daginn vill meirihluti lands-
manna ekki láta lögleyfa hnefa-
leika. Seinna er vilji til að leyfa
hnefaleikana. Einn daginn vilja
landsmenn ekki að leyft sé að
hlusta á aðrar útvarpsstöðvar en
þá ríkisreknu. Næsta dag dettur
engum í hug að banna ein-
staklingum að reka útvarps-
stöðvar. Einn daginn telja Íslend-
ingar að hag sínum sé best borgið
með því að hér megi enginn
drekka bjór nema vera nýkominn
frá útlöndum með „tollinn“ sinn.
Næsta dag er þetta sjónarmið
fjar-
stæðukennt.
Svipaða
sögu er að
segja um
tóbak,
brennd vín,
afgreiðslutíma verslana, einka-
dans og ýmis önnur einkamál
fólks. Menn hafa eina skoðun í
dag og aðra á morgun á því hvort
setja eigi strangar reglur eða
mildar; hvort eigi að banna eða
leyfa.
Hin hliðin er að stundum eru
menn skikkaðir til að gera til-
tekna hluti. Einn daginn eru
menn skyldaðir til að spara, en
ekki næsta dag. Einn daginn er
mönnum gert að setja á sig ör-
yggisbelti, áður var það frjálst.
Einn daginn ráða eigendur fjöl-
býlishúsa hvort þeir leyfa reyk-
ingar í stigagöngum húsa sinna,
næsta dag er þeim óheimilt að
leyfa slíkar reykingar. Opinber
fyrirmæli í þessum efnum breyt-
ast eftir duttlungum hvers tíma.
Ef tiltekið sjónarmið kemst í
tísku og nær stuðningi meirihlut-
ans er líklegt að það nái fyrr en
seinna eyrum löggjafans, sem
hikstalaust setur reglur sem
banna borgurunum eitt og bjóða
þeim annað. Boð og bönn þykja
ekki tiltökumál ef marka má
reglusetningar hins opinbera.
Nú segir einhver sennilega að
þetta sé bara fullkomlega eðlilegt,
meirihlutinn eigi að ráða. Ef
meirihlutanum finnist ekki að
leyfa eigi spilavíti þá sé bara lýð-
ræðisleg niðurstaða að banna þau.
Við því sé ekkert að segja og
minnihlutinn verði að sætta sig
við að lúta vilja meirihlutans.
En er þetta þannig? Er eðlilegt
að hvenær sem meirihlutaskoðun
næst um tiltekið mál, þá nýti
meirihlutinn afl sitt og knýi fram
vilja sinn í óþökk minnihlutans?
Sum mál eru vissulega þess eðl-
is að um þau kann að þurfa að
taka ákvörðun sem snertir alla.
Þessi mál eru að vísu mun færri
en virðist í fyrstu, því einstakling-
arnir geta leyst mun fleiri mál
með samningum sín á milli en
gert er ráð fyrir nú. Hvað um það,
segjum að til séu mál sem ekki er
með góðu móti hægt að leiða til
lykta án ákvörðunar meirihlutans
gegn andstöðu minnihlutans, eða
að minnsta kosti án samþykkis
hans. Nefna má sem dæmi
ákvörðun um virðisaukaskatts-
hlutfallið. Slík ákvörðun verður að
vera ákvörðun meirihlutans, því
ekki er hægt að láta hvern og einn
velja sér sitt eigið skatthlutfall –
þó að sumir geri það að vísu, sér-
staklega þegar meirihlutinn hefur
valið að hafa hlutfallið of hátt.
En hvað með þau mál sem
nefnd voru hér að ofan, eru þau
þess eðlis að ekki væri hægt að
eftirláta hverjum og einum að
taka eigin afstöðu og fylgja henni
fyrir sig? Nei, þessi mál eru ekki
þess eðlis. Ekkert segir að einn
varði um það hvort annar maður
spilar fyrir eigið fé. Og ekkert
segir að skylda þurfi alla til
sparnaðar, eins og gert var á ár-
um áður, þó margir vilji spara.
Það er oft ekki fyrr en menn
lenda sjálfir í minnihlutahópnum
sem þeir átta sig á að ekki er eðli-
legt að aðrir en þeir sjálfir hafi
um einkamál þeirra að segja. Og
jafnvel þá hafa menn stundum
furðu litla samúð með öðrum sem
lenda í minnihluta í öðrum mál-
um. Þannig geta harðir áhuga-
menn um hnefaleika verið sam-
þykkir því að öðrum mönnum sé
bannað að leyfa reykingar í eigin
húsum, bara af því þeir vilja sjálf-
ir ekki reykja og eiga erfitt með
að setja sig í spor annarra. Svo
eru sumir sem hafa lítinn áhuga á
bjór eða tóbaki, hnefaleikum eða
fjárhættuspilum, og vilja bara
banna þetta allt saman og telja að
með því verði heimurinn svo
miklu betri.
Þá ættu menn þó að velta því
fyrir sér hvað gerðist ef þeir lentu
í minnihluta í einhverju máli sem
þeim sjálfum er hjartans mál.
Hvað fyndist mönnum til að
mynda ef meirihluti landsmanna
kæmist að þeirri niðurstöðu að
handboltaiðkun væri hættuleg
tímasóun sem kenndi bæði leik-
mönnum og áhorfendum vonda
siði og ýtti undir fantaskap og of-
beldi? Ætli áhugamenn um hand-
bolta myndu þá láta gott heita og
snúa sér af óskiptum áhuga að
bóklestri? Svona að minnsta kosti
þar til uppáhaldsbækurnar þeirra
væru bannaðar því meirihlutinn
hefði komist að þeirri niðurstöðu
að þær væru illa skrifaðar og inni-
haldsrýrar eða jafnvel fullar af of-
beldislýsingum og öðrum ósóma.
Það er býsna margt sem hætta
er á að verði boðum og bönnum að
bráð ef menn spyrna ekki við fót-
um með einhver grundvall-
arviðhorf um frelsi og réttindi
einstaklingsins að leiðarljósi.
Vissulega er alltaf hætta á að ein-
hverjir kunni ekki fótum sínum
forráð í lífinu og verði á alvarleg
mistök. Hjá þessu verður hins
vegar ekki komist með opinberum
fyrirmælum, því tækifærin til að
misstíga sig eru óendanleg, auk
þess sem reglurnar hafa oftar en
ekki þær afleiðingar að menn fara
með einhverjum hætti í kringum
þær. Þannig verða til glæpir án
fórnarlamba – nema ef til vill
glæpamannsins sjálfs – og glæpa-
menn án glæps.
Þeir sem krefjast reglna um
hátterni annarra ættu að hugsa
sig tvisvar um hvort þeir vilja lifa
í þjóðfélagi þar sem hverfull
meirihluti setur umhugsunarlítið
strangar reglur um hegðun
minnihlutans. Nema ef til vill
þeir, sem eru bæði sannfærðir um
að verða ofaná í öllum málum og
hafa ekki sérstaka samúð með
þeim sem lenda í minnihlutanum.
Minni-
hlutinn
„Það er oft ekki fyrr en menn lenda sjálf-
ir í minnihluta sem þeir átta sig á að
ekki er eðlilegt að aðrir en þeir sjálfir
hafi um einkamál þeirra að segja.“
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is
✝ Björn Guð-mundsson flug-
maður fæddist á
Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu 16. júní
1926. Hann lést á
Landspítalanum 19.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þórey Böðvarsdótt-
ir, f. 2. 7. 1904, d.
5.12. 1990, og Guð-
mundur Björnsson
bóndi á Grjótnesi,
síðar skjalavörður, f.
14.9. 1899, d. 6.1.
1995. Systkini
Björns eru Vilborg Sigríður, f.
18.6. 1929, Ragnhildur Guðrún, f.
21.12. 1933, Böðvar, f. 3.2. 1938, og
Þórey, f. 30.5. 1945.
Björn kvæntist Þorbjörgu Rósu
Guðmundsdóttur verslunarmanni,
f. 16. 8. 1929, dóttur Guðmundar
Henný Hugadóttir, f. 3.2. 1978,
sonur þeirra Jón Valur, f. 16.5.
2002, Guðbjörg, f. 28.7. 1984, og
Hrafnkell, f. 23.5. 1992. 3) Guð-
mundur Ásgeir tannlæknir, f. 6.9.
1962, kvæntur Sæunni Gísladóttur
íþróttakennara, f. 31.12. 1963.
Börn þeirra Gísli Rafn, f. 6.6. 1986,
Fanney Þorbjörg, f. 5.6. 1992, og
Björn Ásgeir, f. 3.9. 1998.
Björn varð gagnfræðingur frá
Menntaskólanum á Akureyri 1945.
Hann stundaði flugnám við A.S.T.
Hamble í Southampton 1946 til
1948 og lauk atvinnuflugmanns-
og blindflugsprófi. Björn var flug-
maður hjá Flugfélagi Íslands og
síðan Flugleiðum hf. Í fyrstu flug-
maður á Douglas DC-3, Douglas
DC-4 og Catalina PBY-5 og
PBY-5A. Flugstjóri á DC-3, DC-4,
Douglas DC-6B og Boeing 727.
Björn hefur gegnt flestum trúnað-
arstörfum innan FÍA, og var meðal
annars formaður árin 1972, 1974,
1975 og 1979. Björn starfaði síðan
á skrifstofu FÍA til dauðadags.
Útför Björns verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Stefánssonar bónda á
Harðbak á Melrakka-
sléttu, f. 13.7. 1885, d.
30. maí 1971 og Mar-
grétar Siggeirsdóttur
húsfreyju, f. 12.8.
1890, d. 18. nóv. 1978.
Börn Björns og Þor-
bjargar eru: 1) Þórey
meinatæknir og flug-
freyja, f. 11.3. 1952,
gift Jóhannesi Jens
Kjartanssyni lækni, f.
19.8. 1951. Börn
þeirra: Björn Róbert,
f. 5.6. 1969, kvæntur
Stefaníu Kjartans-
dóttur, f. 25.5. 1972, Þorbjörg, f.
12.8. 1975, Davíð, f. 2.11. 1981, og
Þórdís, f. 8.6. 1990. 2) Margrét
hjúkrunarfræðingur BS, f. 31.1.
1956, gift Jóni Hrafnkelssyni
lækni, 6.12. 1951; börn þeirra
Björn, f. 14.12. 1978, sambýliskona
Kæri Björn, þá hefur þú kvatt
okkur í bili. Við vissum að hverju dró
í langan tíma en samt var undirbún-
ingnum ekki lokið og það er margt
sem við áttum eftir ógert saman en
svona er þetta nú og við það verður
ekki ráðið.
Það hefur alla tíð verið mér mikill
heiður að eiga þig sem tengdaföður.
Þú ert einarður og dugandi maður,
heill í öllu sem þú tekur þér fyrir
hendur og sanngjarn. Drengur góð-
ur! Þú gerir einnig kröfu til sam-
ferðamanna þinna að þeir sýni heið-
arleika og orð skulu standa. Af
þessum sökum átt þú einvala lið
vina, félaga og aðdáenda sem margir
hafa þig að sinni fyrirmynd.
Það á við um mig eins og marga
aðra að ég hef litið til þín um margt,
enda varst þú lærifaðir minn í skot-
veiðimennsku þegar þú bauðst mér
sem ungum manni með þér og þínum
óborganlegu félögum í rjúpnaveiðar
víða í óbyggðum Íslands. Í þessum
ferðum lærðist mér að bera virðingu
fyrir náttúrunni, gæta að samferða-
mönnum, taka mið af vindum, hita
og staðháttum og njóta kyrrðarinnar
sem er óviðjafnanleg í fjallasölunum.
Gönguþrek þitt var óviðjafnanlegt
og oft vorum við yngri mennirnir að
niðurlotum komnir í lok dags þegar
þú bauðst til að létta á okkur byrð-
arnar þó svo þú værir undantekning-
arlaust með þyngri byrðar fyrir,
enda varst þú okkur yfirleitt fremri í
veiðinni. Nægir þar að minnast á
ferðina á Brekkuna þegar ég ætlaði
að viðra þig eftir aðgerðina. Þú áttir
að spássera í kringum bílinn meðan
ég gekk upp á fjallið og gleymdi mér
í veiði. Ég var býsna stoltur með 4
rjúpur eftir fjögurra tíma labb en
brá þó í brún þegar ég sá þig ekki við
bílinn enda var ég búinn að vera mun
lengur en ég ætlaði. Það var því mik-
ill léttir að sjá þig staulast undan
bílnum, þótt ég byggist við miklum
skömmum því ég hafði óvart læst
bílnum. Þú burstaðir bara af þér
snjóinn og sagðir kankvís: „Fjand-
ans ólán að þú skyldir læsa, því ég
varð skotfæralaus eftir einn og hálf-
an tíma“ og svo dróstu fram 22 rjúp-
ur undan bílnum.
Kæri tengdapabbi, þú kenndir
okkur Þóreyju líka undirstöðuatrið-
in í gönguferðum á Hornströndum
sem þú labbaðir í gúmmístígvélum
ásamt vinum þínum löngu áður en
öðrum hugkvæmdist þessi útivera.
Við fengum lánaðan gamla prímus-
inn sem var frábær og gamla tjaldið.
Þú hefur kynnt okkur öll fyrir
þeirri göfugu íþrótt hestamennsk-
unni og verið óspar að taka barna-
börnin með í hesthúsið og hafa sum
þeirra ánetjast hestunum fyrir lífs-
tíð. Hestaferðirnar þar sem þú virkj-
aðir alla fjölskylduna til langferða
meðal annars á Löngufjörur og á
Snæfjallaströnd eru ógleymanlegar.
Þér var alltaf mikið í mun að kom-
ast norður í Harðbak og á Grjótnes
að veiða silung í vötnunum á Mel-
rakkasléttunni og þá var oft handa-
gangur í öskjunni við netalagnir og
að höggva við í eldinn. Kvöldstund-
irnar á Harðbak með þér og tengda-
mömmu eftir amstur dagsins voru
glaðværar og öllum ógleymanlegar.
Þrátt fyrir það sem á undan er
sagt duldist engum að Glæsivellir
áttu hug þinn allan og það voru
sennilega þínar bestu stundir þegar
þú tókst stoltur á móti þeim er þér
þótti vænst um, allri fjölskyldunni, á
höfuðbóli ykkar tengdamömmu á
Glæsivöllum.
Góða ferð, kæri tengdapabbi. Við
erum stolt af þér.
Jens Kjartansson.
Fyrstu tíu ár ævinnar var ég eins-
konar viðhengi við afa. Hvert sem
hann fór, fór ég líka. Mér er eig-
inlega fyrirmunað að skilja hvernig
hann nennti að hafa strákinn með
sér alla daga. En hann kvartaði ekki
og virtist láta sér vel líka. Of langt
mál yrði að telja upp öll ferðalögin
norður í Harðbak, austur í Gunnars-
holt, hestaferðirnar og sumarfríin
sem ég fór með afa og ömmu, endast
hvorki fingur og tær í þær upptaln-
ingar.
Afi var fljótur til svars og ræðu-
maður mikill, talaði ævinlega blaða-
laust.
Margar hetjusögur heyrði ég af
afa, snerust þær flestar um flugið
enda farsæll og áræðinn flugstjóri.
Þær sögur bárust mér þó ekki fyrr
en á fullorðinsárum, þá helst frá
vinnufélögum hans. Hann var hins
vegar fámáll um eigin afrek og að-
spurður gerði hann lítið úr og sagði
gjarnan: „Það er ekki gott að trúa
öllu sem maður heyrir, nafni minn.“
Þegar litið er til baka, sést að afi var
staðfastur persónuleiki og örlátur.
Þó var hann ekki mikið fyrir bruðl.
Eitt sinn fyrir löngu var hann á flugi
og kom að vesturströnd Grænlands.
Hann átti stutt eftir til Keflavíkur.
Það var hins vegar ófært fyrir
Grænland. Auðveldast var að lenda
og bíða veðrið af sér en það hefði
getað tekið nokkra daga. Björn frá
Grjótnesi flaug frekar nætursjón-
flug með vesturströndinni norður til
Thule, tankaði þar, flaug síðan niður
eftir aftur eftir austurströndinni,
krækti þannig fyrir óveðrið. Í dag er
þetta ekkert mál en þetta er snúnara
þegar þú hefur bara kort og myrkur
þér til stuðnings því áttavitar virka
illa norðurfrá og önnur nútímahjálp-
artæki af skornum skammti. Að-
spurður vildi hann ekki leggja út í
óþarfa kostnað fyrir flugfélagið með
því að lenda og setja farþegana á
hótel!
Elsku afi, um leið og ég kveð þig
bið ég Guð að færa ömmu áfram-
haldandi styrk.
Björn Róbert.
Elsku afi minn, ég vona að þessar
línur hitti þig hressann og kátann.
Þér leið ekki vel þegar að við kvödd-
umst seinast en þú kvartaðir aldrei.
Í þínum huga var þetta tímabundið
ástand sem tók varla að tala um.
„Þessi fjandi hlýtur að líða hjá“
varstu vanur að segja og áttir þá við
verkinn. Þú varst baráttujaxl í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur og lif-
andi goðsögn svo lengi sem ég man.
Svo eftirminnilegur ertu! Á aðfanga-
dagskvöldum lagðir þú þig gjarnan
eftir matinn og þetta var hefð. Eitt
kvöld var þó undartekning en það
voru önnur jólin mín. Ég skreið upp
á magann á þér og hélt fyrir þér
vöku, eða það segja mamma og
amma. Það er til mynd frá þessu
kvöldi fyrir 25 árum síðan og hana
geymi ég vel. Myndin lýsir þér svo
vel sem yndislegum afa, enda sækja
börnin í hlýjuna. Ég var svo lánsöm
að kynnast hestamennskunni með
þér og ömmu, njóta hestaferðanna
og samverustundanna á Glæsivöll-
um, Karfó, Harðbak, Vestfjörðum,
Flórída, Ítalíu eða bara hvar sem er.
Elsku afi, ég er stolt af því að vera
barnabarnið þitt og mun minnast þín
um ókomna tíð.
Þorbjörg Jensdóttir.
Elsku afi, nú ertu horfinn yfir
móðuna miklu. Þú varst alltaf svo
duglegur, bjartsýnn, og lífsglaður og
máttir aldrei vera að því að stoppa.
Varst alltaf að vinna við eitthvað
uppi í bústað. Ó, hvað við eigum eftir
að sakna þín þar. En þú barmaðir
þér aldrei. Ónei, ekki einu sinni í
þessum erfiðu veikindum sem nú eru
á enda. Ég minnist ferðanna okkar
norður á Melrakkasléttu, þegar þú
kenndir mér að leggja net og draga
síðan spriklandi silung upp úr vatn-
inu næsta dag. Þú kenndir mér að
sitja hest, og flest allt sem viðkemur
hestamennsku. Ég man hvað ég leit
alltaf mikið upp til þín, afi. Þú kunnir
svo margt, varst flugstjóri og hafðir
flogið til svo margra landa. Manstu
þegar við vorum að temja Sleipni,
þennan brúna með blesuna, hversu
ánægðir og stoltir við vorum þegar
hann tölti og þú ljómaðir allur. Takk
fyrir að vera alltaf ánægður og stolt-
ur með það sem maður gerði, í skól-
anum sem og annars staðar. Takk
fyrir öll hrósin sem þú gafst okkur
barnabörnunum. Þú leystir það
verkefni að vera afi eins vel og hugs-
ast getur. Þú munt lifa í hjörtum
okkar allra. Guð geymi þig elsku,
hjartans afi minn.
Elsku amma, megi Guð styrkja
þig og okkur hin í þessari miklu
sorg.
Gísli Rafn Guðmundsson.
Elsku afi. Ég er mjög montin af
því að eiga þig fyrir afa og er mjög
heppin að hafa kynnst þér svona vel.
Og þá sérstaklega í hestunum því ég
hef upplifað svo margt gott með þér í
hestunum.Ég gleymi því aldrei þeg-
ar ég sá Gram hestinn þinn undir
þér í fyrsta skipti og ég spurði hvort
ég mætti fara á bak. Þú sagðir að
hann væri of ungur og ég líka en ég
mætti eflaust fara á hann seinna. Ég
var mjög spennt og spurði aftur
nokkrum mánuðum seinna en þú
varst tregur til en sagðir svo að ef að
ég myndi skipta faxinu og greiða það
þá mætti ég fara á bak. Ég gerði það
strax næsta dag og fékk því að fara á
BJÖRN
GUÐMUNDSSON