Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 33

Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 33 bak á þessum rosalega hesti í mínum augum.Þú fórst með mig og vegna þess að hann var svo hastur og há- gengur hélt ég allan tímann að hann væri á brokki en þú sagðir að hann væri alveg á fínu tölti og ég gæti al- veg stjórnað honum mjög vel. Svo leið tíminn og næsta haust fékk ég leyfi til að keppa á honum í vor. Ég var búin að hlakka til þess lengi að þú gætir séð mig keppa á þínum eig- in hesti. Þegar þú fórst var ég mjög leið en núna veit ég að þú munt sitja á hnakknefinu hjá mér í hverri ein- ustu keppni og hjálpa mér að moka og gefa. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Sakna þín Þórdís. Þórdís Jensdóttir. Elsku afi, nú hefur þú kvatt okkur öll og við trúum því að þú sért kom- inn á betri stað hjá guði. Minning- arnar um allt það sem við gerðum saman eru bæði margar og dýrmæt- ar, og við eigum eftir að sakna þín mikið. Ógleymanlegar eru ferðirnar á Harðbak með ykkur ömmu og svo auðvitað allar hestaferðirnar. Þar varst þú óþreytandi að leiðbeina okkur og hvetja okkur áfram. Það átti reyndar við um flestallt sem við gerðum því að þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á námi okkar og áhugamálum. Elsku afi, þú gafst okkur svo mik- ið og varst okkur svo góð fyrirmynd í öllu sem þú gerðir því styrkur þinn og dugnaður átti sér engan líka. Þetta einkenndi þig bæði meðan þú varst frískur og einnig í veikindun- um síðasta árið, þar sem þú virtist geta harkað allt af þér. Elsku afi, það var ekki hægt að eiga betri afa og við munum alltaf geyma minn- inguna um þig í hjarta okkar. Elsku amma, megi guð gefa þér styrk í sorg þinni. Björn, Guðbjörg og Hrafnkell. Kæri afi minn, þú ert horfinn á braut en ert samt hjá mér. Nú líður þér vel því þú ert hjá Guði. Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Enn fækkar í frændgarði Grjót- nesmanna. Fallinn er frá Björn Guð- mundsson fyrrum flugstjóri. Hann ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Grjótnesi, en þar bjuggu þau í fé- lagi við foreldra Guðmundar, Vil- borgu Guðmundsdóttur og Björn Sigurðsson til 1932 er þau Þórey og Guðmundur fluttust með börn sín tvö að Reykhólum og hófu þar bú- skap. Á Reykhólum bjó fjölskyldan til vorsins 1936 er hún fluttizt til Reykjavíkur. Þá verður það að ráði, að Björn fer með Birni Sigurðssyni, afa sínum, að Grjótnesi til dvalar. Ekki stóð til, að sú dvöl stæði lengur en sumarið. Það fór þó svo, að það teygðist úr henni. Björn Sigurðsson á Grjótnesi lézt 1938. Það sama ár fluttu foreldrar Björns Guðmunds- sonar til Kópaskers. Hann dvaldi þó að mestu á Grjótnesi hjá Vilborgu ömmu sinni og föðursystkinum sín- um fram yfir unglingsárin. Björn innritaðist í gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri haustið 1943. Sú saga er sögð, að skömmu eftir að skóli hófst um haustið, var haldin brunavarnaæfing á heima- vistinni. Hringt var bjöllum um nótt og allir íbúar hússins skyldu þá drífa sig út í snatri. Þegar búið var að telja mannskapinn nákvæmlega, vantaði einn. Er menn voru að ræða hverju slíkt mætti sæta birtist maður í úti- dyrunum og bar í fangi sér koffort níðþungt. Þar var þá kominn sá sem vantaði, Björn Guðmundsson frá Grjótnesi. Hann hafði gefið sér tíma til að pakka niður eigum sínum og koma þeim úr hættu í stað þess að æða allslaus út í æsingi. Þetta atvik lýsir manninum nokkuð vel. Fum- leysi og æðruleysi gagnvart því, sem að höndum bar allt til loka. Maður- inn var þó röskur vel og gat verið há- vaðasamur, en hann var ekki flum- brari. Það, sem hann tók sér fyrir hendur bar einkenni skynsemi og yf- irvegunar. Slíkir eiginleikar eru mikils virði í því starfi, sem hann gerði að ævistarfi sínu. Hann var enda talinn farsæll flugmaður. Ekki var Björn bróðir gefinn fyrir að segja af sér mergjaðar flugreynslu- sögur. Þeir sem leggja stund á slíkt hafa enda margir ekki orðið ýkja gamlir. Oft var hann spurður, hvort hann gæti ekki sagt eitthvað krass- andi frá ferðum sínum. Yfirleitt var svarið stutt, eitthvað á þessa leið: „Það hefur aldrei neitt komið fyrir mig.“ Áðurnefndir eiginleikar, sam- ofnir góðri fagkunnáttu og ná- kvæmni í vinnubrögðum, eru til þess fallnir að yfirleitt sé hægt að svara á þennan hátt. Þetta er árangur þess, sem kalla má færni. Hvernig skyldi annars standa á því, að ungur maður norður á Melrakkasléttu fær þá flugu í höfuðið árið 1936 eða 1937, að gerast flugmaður? Það var einhverju sinni að þeir nafnar Björn Sigurðs- son og Björn Guðmundsson voru staddir úti við á Grjótnesi. Þá fer flugvél hjá. Flugvélar voru þá not- aðar við síldarleit. Þá segir Björn eldri við þann yngri sem svo: „Ef ég væri ungur maður í dag myndi ég snúa mér að flugi.“ Þetta sat í þeim yngri, þótt hann ræddi fátt um að sinni. Þess má geta, að þarna talaði maður, sem var fæddur árið 1870. En hann hafði aflað hafði sér raf- virkjaréttinda í Kaupmannahöfn veturinn 1896–1897. Vita menn til þess, að Íslendingur hafi verið fyrri til slíks? Þarna var engin forneskja þótt maðurinn væri af léttasta skeiði. Að loknu gagnfræðaprófi við MA hóf hann nám í símvirkjun hjá Land- síma Íslands. Flugið átti þó hug hans allan. Árið 1946 hélt hann til Eng- lands og hóf flugnám við A.S.T. Hamble í Southhampton. Ekki var mikið um peninga í þá daga, en bjartsýni og kjarkur fylgir jafnan ungu fólki og stundum var varla ann- að í farteskinu, er menn lögðu af stað út í heim til að afla sér þekkingar. Hvorugt vantaði hjá Birni bróður okkar þótt buddan væri létt. Á ung- dómsárum gat Björn stundum verið ofurlítið brellinn, eins og títt er um unga menn en hann var jafnan hrók- ur alls fagnaðar og hjartað sló á rétt- um stað. Ég (Dúna) dáði Björn bróð- ur minn mjög og fannst hann bera af öðrum mönnum. Margar eru minn- ingarnar sem hugskotið geymir vel og vandlega. Hann var snemma góð- ur samningamaður og gerði gjarn- arn samnig við okkur Villu systur, sem var í því fólginn, að við þvoðum á honum hárið, en fengum í staðinn að hafa armbandsúrið hans svo sem eins og hálfan dag. Þetta þótti mér góður og merkilegur samningur og hef ekki gert aðra betri. Björn var mikill gæfumaður í einkalífinu. Á bænum Harðbak á Melrakkasléttu bjuggu hjónin Margrét Siggeirs- dóttir og Guðmundur Stefánsson. Þeirra dætur eru sex, allar gáfaðar og glæsilegar. Yngsta dóttirin, Þor- björg Rósa, og Björn felldu hugi saman og gengu þau í hjónaband hinn 3. september 1951. Hún Lillý okkar var leiðarljósið í lífi Björns, háttvís, falleg og gáfuð. Hann átti það til að fara hratt yfir svo gustaði af honum. Einhverju sinni kom hann til konu sinnar eða maddömunnar eins og hann nefndi hana við hátíðleg tækifæri og sagði: „Þú skalt eiga mig á fæti ef þú verður ekki búin að ganga frá þessu …“ svo nefndi hann tiltekið verk og tíma. Hún svaraði yf- irveguð og róleg: „Ójá, Björn minn, ég vil nú helzt eiga þig á fæti sem allra lengst,“ svona var nú það. Lillý og Björn áttu afar fallegt heimili í Karfavogi 20. Þar var hátíð- arbragur og gestrisni ríkjandi. Börnin þrjú, Þórey, Margrét og Guðmundur Ásgeir, eru lík foreldr- unum og þar fara saman andleg verðmæti og ytra útlit. Fjölskyldan stækkaði, tengdabörnin eru Jens, Jón og Sæunn og barnabörnin eru 10 og eitt barnabarnabarn. Fjölskyldan var Birni eitt og allt og hann sinnti henni af kostgæfni. Björn bróðir okkar var víðlesinn maður og kunni að meta það, sem hafði sögulegt gildi. Hann hefði sómt sér vel sem hreppstjóri norður í Norður-Þing- eyjarsýslu. Hann var fyrst og fremst heill og vandaður maður, sannur Ís- lendingur. Halldór Kiljan Laxness orti eitt sinn eftirfarandi, sem á vel við hér: Ég ætla að finna kónginn í Kína, og kannske páfann í Róm. Hvort sem það verður til falls eða frama, þá fer ég á íslenskum skóm. Kæri bróðir við þökkum þér sam- fylgdina og munum þig lengi og vel. Vilborg, Ragnhildur og Böðvar. Þegar ég kveð fóstra minn og vel- gjörðarmann, Björn Guðmundsson- flugstjóra, kveð ég jafnframt ein- hvern hreinskiptnasta mann sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni. Hann var æðrulaust karlmenni og tryggða- tröll, trúr sannfæringu sinni í einu og öllu, í senn heimsborgari og rót- fastur í grýttum jarðvegi heimahag- anna á Melrakkasléttu. Hann gat verið kaldranalegur baráttumaður ef hann axlaði ábyrgð sem kallaði á slíka eiginleika en hann var líka ræktarlegastur allra vina og ger- samlega handgenginn fjölskyldu sinni. Þegar ég hóf menntaskólanám í Reykjavík snemma á sjöunda ára- tugnum tóku Björn og Þorbjörg móðursystir mín mig inn á heimili sitt. Ég varð einn af fjölskyldunni. Ekkert virtist sjálfsagðara en að bæta menntaskólastrák ofan á anna- samt heimilishald. Af Björns hálfu fólst í slíku fóstri skilyrðislaus stuðn- ingur sem látinn var í té eins og aldr- ei hefði neitt annað staðið til. Hann umgekkst mig líka eins og jafningja, við kappræddum allt milli himins og jarðar og tefldum hraðskák af mikilli grimmd. Aldarfjórðungi síðar gerði hann Hjalta son minn ekki bara að lærisveini sínum í hestamennsku heldur einn af sínum helstu vinum og félögum í hestamennskunni. Ef til vill var þessi háþróaða uppeldisað- ferð arfur af Sléttu. Björn var mjög mótaður af uppvexti sínum á Grjót- nesi og því mannlífi sem blómstraði á Melrakkasléttu á uppvaxtarárum hans. Æðruleysi, þrautseigja og glaðværð og nautn af því að glíma við náttúruöflin voru hluti af þeim arfi sem Björn ræktaði frá unga aldri. Þetta var veganesti hans út í heim þar sem hann tók sér fyrir hendur að gerast flugmaður og síðar flugstjóri í fremstu röð. Í því starfi nutu mannkostir hans og þrek sín til fullnustu. En hann átti samt mikla orku afgangs til að starfa að fé- lagsmálum flugmanna, vinna stór- virki í landgræðslu og rækta fjöl- mörg áhugamál, kórsöng, hestamennsku, veiðiskap og hverja þá útivist sem nöfnum tjáir að nefna. Ef langlífi er lífsnautnin frjóa þá varð Björn langlífur. Og hann var mikill hamingjumaður því hann kunni að rækta sinn hamingjugarð, fjölskylduna, konu sína, börn og barnabörn. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Þorgeirsson. Kveðja frá FÍA Á þessu ári er þess minnst um all- an heim að nú eru liðin 100 ár síðan fyrsta vélknúna flugvélin hóf sig til lofts. Fyrir okkur af yngri kynslóð flugmanna sem aðeins höfum fengið að reyna lítinn hluta af öld flugævin- týrisins getur verið erfitt að setja sig í spor þeirra sem upplifað hafa stór- stígari breytingar í sögu flugsins á langri ævi. Það er undarlegt að gera sér í hugarlund hvernig aðstæður voru þegar ungur maður norðan af Melrakkasléttu heldur til Englands, þegar Evrópa var enn í sárum eftir seinni heimsstyrjöldina, til að læra að verða flugmaður. Björn Guðmundsson er einn af þeim mönnum sem ég hef kosið að kalla frumherja í flugmálum á Ís- landi. Tilhugsunin um menn sem flogið hafa á Íslandi við ótrúlega frumstæð skilyrði á vanbúnum flug- vélum fær okkur hina yngri sem í dag sitjum í upphituðum flugstjórn- arklefum í stuttermaskyrtum með bestu græjur sem völ er á, til að taka ofan. Ég náði því þó ekki að fljúga með Birni sem flugmaður en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir ári áður en ég hóf störf. Ég hafði þó verið vitni að því nokkrum árum fyrr er hann af sínum skörungsskap af- stýrði fjöldaslagsmálum sem voru í uppsiglingu um borð í flugvél í sólar- landaflugi. Okkar kynni hafa fyrst og fremst verið í gegnum starfsemi FÍA. Þegar Björn lauk farsælum ferli sem atvinnuflugmaður settist hann í stól framkvæmdastjóra FÍA sem hann gegndi til dauðadags. Hann hafði gegnt flestum trúnaðar- störfum innan FÍA og fjórum sinn- um gegndi hann embætti formanns fyrir félagið. Árið 1996, á fimmtíu ára afmæli FÍA var Birni veitt gull- merki félagsins og hann gerður að heiðursfélaga. Við endurnýjun og gerð kjara- samninga fyrir FÍA hefur verið ómetanlegt að njóta krafta Björns. Vart var hægt að hugsa sér þá vinnu án þess að hann væri langt undan. Hann var ávallt til staðar til að stappa stálinu í menn auk þess að vera gangandi uppflettirit. Eitt af síðustu embættisverkum Björns fyrir FÍA var að veita við- töku svokölluðum Landgræðslu- verðlaunum sem eru viðurkenning frá Landgræðslu ríkisins. Þau voru veitt FÍA fyrir þátt flugmanna í sjálfboðastarfi í landgræðsluflugi en Björn tók þátt í því flugi af miklu kappi og áhuga í mörg ár. Þessi at- höfn líður mér seint úr minni og var þar hápunkturinn þegar Björn flutti þar glæsilega ræðu. Þá fór ekki framhjá mér sú gagnkvæma virðing og vinátta er ríkti á milli Björns og Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra. Að leiðarlokum vil ég þakka Birni fyrir öll hans störf fyrir félagið okk- ar og gott samstarf. Arfleifð Björns Guðmundssonar mun lifa áfram um langan aldur meðal félaga í FÍA enda hefur hann áunnið sér virðingu margra kynslóða flugmanna. Ég vil að lokum senda Þorbjörgu og fjölskyldu Björns hugheilar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Björns Guðmundssonar. Jóhann Þ. Jóhannsson formaður.  Fleiri minningargreinar um Björn Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓREY EIRÍKSDÓTTIR, Ofanleiti 25, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 22. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Jón Fr. Jónsson, Anna Lind Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Arnfríður Jónsdóttir, Soffía Rut Jónsdóttir, Agnar Jónsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ARNÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR DAROLLE, lést á sjúkrahúsi í Rouen í Frakklandi miðviku- daginn 22. janúar. Bertrand Darolle, Katrín Darolle, Astrid Darolle, Eric Darolle, Valborg Sigurðardóttir og systkini hinnar látnu. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRHILDUR GUNNÞÓRSDÓTTIR, lést aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar á Fellsenda, Dalasýslu. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. janúar kl. 15.00. Jón Þórarinn Sverrisson, Sigrún Skúladóttir, Sverrir Jónsson, Hildur Björk Jónsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.