Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 35 ✝ BorghildurMaría Rögn- valdsdóttir fæddist á Akureyri 19. júlí 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 16. jan síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Sveinsdóttir, f. 11. apríl 1980, d. 1. mars 1990, og Rögnvaldur Snorrason verslunar- maður, f. 3. sept. 1886, d. 27. sept 1923. María var önn- ur í röð fimm systkina en þau voru Snorri, f. 1913, látinn, Ingólfur, f. 1917, Sigríður Lovísa, f. 1918, og Ásta, f. 1922, látin. Hinn 19. júlí 1944 giftist María Trausta Péturssyni sóknarpresti og síðar prófasti, f. 19. júlí 1914, d. 5, mars 1990. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, sérkennari, f. 23. okt.1946, maki hennar er Jón Árnason fóðurfræðingur. Þeirra börn eru Trausti, fiskeldisfræðingur og bílasali í sambúð með Elínu Hilmars- dóttur, eiga þau son- inn Jóhann; og Hólmfríður nemi í viðskiptafræðum í sambúð með Sverri Kiernan. 2) Trausti Pétur, f. 12. mars 1953, sjúkraflutn- ingamaður í Kaup- mannahöfn, sam- býliskona hans er Birgit Gudmunds- sen. María vann m.a. við afgreiðslu- störf þar til hún giftist. Þá fluttu þau hjón í Sauðlauksdal við Pat- reksfjörð og bjuggu þar til 1949 þegar þau fluttu á Djúpavog, en Trausti var sóknarprestur á þess- um stöðum. Þau fluttu til Akur- eyrar 1982. Útför Maríu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Borghildur María Rögnvaldsdótt- ir er látin. Mig langar til að rifja upp nokk- ur minningarbrot um einstaka konu. Við María hittumst fyrsta sinni við hátíðarhöldin þegar Sigga varð stúdent, en við náðum í raun ekki að kynnast neitt þá, til þess var ekkert næði. Ég er ekki viss um að hún hafi tekið samband okkar sér- lega alvarlega. Það var þegar ég kom fyrst austur á Djúpavog á heimili Maríu og Trausta að ég kynntist henni í alvöru. Heimilið bar vitni smekkvísi hennar og virðuleika, og heimilisandinn vitn- aði um þá sterku samheldni sem ríkti með henni og Trausta eig- inmanni hennar. Frá þessum fyrstu kynnum lifir minningin um þessa hlýju, fallegu og fínlegu konu sem jafnframt var svo ótrúlega sterk og hugrökk alla tíð. Auðvitað fannst mér fyrst í stað að ég væri undir smásjá til þess að hún gæti gengið úr skugga um það hvort þorandi væri að leggja bless- un sína yfir það að ég væri í tygj- um við einkadóttur hennar. Líklega var þetta þó bara ímyndun í mér, taugaóstyrkum vonbiðli, vegna þess að í minningunni finn ég ekkert nema hlýju frá hennar hendi og þannig var okkar samband alla tíð. Eitt er víst að mér var þá og alltaf síðan tekið með kostum á heimili þeirra. Þegar við Sigga giftum okkur áttum við María gott samtal þar sem hún tók af mér loforð um að gæta einkadótturinnar vel. Auk Siggu eignuðust þau kjörsoninn Trausta Pétur. María var mikill listakokkur og höfðingi heim að sækja, og alltaf var jafn gaman að koma gestur á heimili hennar. Upp kemur minn- ing um að eitt sinn kom ég einn óvænt seint að kvöldi á Djúpavogi eftir langan vinnudag suður í Lóni. Það háttaði ekki þannig til á Djúpa- vogi í þá daga að hægt væri að skreppa út í búð og kaupa hvað sem var, eins og nú er. En María var alltaf forsjál og vel birg og ekki leið á löngu þar til hún var búin að töfra fram fyrir mig hátíðarkvöld- verð úr búrinu sínu og einmitt þannig var það alltaf þegar sest var að borði hjá Maríu, það varð alltaf veisla, svo sérstakt lag hafði hún á að bera fram góðgerðir, eiginlega má segja bæði af smekkvísi og með glæsibrag og alltaf gat hún tælt mann til að fá sér aðeins meira þótt magamálið og skynsemin segðu stopp. Við göntuðumst stundum með það að ef hún færi þá leið að minnið bilaði, þá héldi hún örugg- lega áfram að segja: „Má ekki bjóða þér aðeins meira?“ María var mjög sjónskert frá unga aldri og háði það henni mikið. Þó var undravert hvað hún gat gert, því viljastyrk hafði hún. Hún hafði mjög gama af að spila og gat hún með lagni séð á spil, ef þau voru stór og vel merkt. Í hugann koma ein jól austur á Djúpavogi þegar við sátum heilu kvöldin og spiluðum, var María hrókur alls fagnaðar og ekki feimin við að segja bæði heilar og hálfar. María hafði einstaklega létta lund og jákvætt viðhorf til lífsins og naut þess að vera með góðum ætt- ingjum og vinum. Hún gladdist allt- af og hlakkaði til sumarferðanna norður í land til fjölskyldu Trausta og ekki síður gladdist hún yfir sam- verustundum við sína ættingja og vini sem bjuggu á Reykjavíkur- svæðinu. Hún var dugleg að halda tengslunum, nú seinni árin var sím- inn mikið notaður og ef einhver undraðist löng samtöl hennar sagði hún: „Þetta er nú bara minn lúxus og það sem ég veiti mér.“ Samfara léttu lundinni bjó mikill sálarstyrkur sem á reyndi á lífsleið- inni. Þau hjónin urðu fyrir þeirri sáru lífsreynslu að missa fimm börn í kringum fæðingu. Við þær kring- umstæður var samheldnin og trúin þeim hjónum mikill styrkur, það skynjaði ég sterkt þau fáu skipti er þessi mál bar á góma. Þegar tengdamóðir mín missti bæði móð- ur sína, sem bjó hjá henni alla tíð, og eiginmann með aðeins fjögurra daga millibili árið 1990 sýndi hún enn einu sinni styrk sinn. Hún tók þessu af ótrúlegu æðruleysi og still- ingu. Þá eins og oft áður var bjarg- föst og einlæg trú hennar haldreipi. María var umhyggjusöm við þá er tengdust henni og einnig við þá er fjær stóðu. Hún vildi hjálpa og gleðja samferðafólk á hvern þann hátt sem hún gat og gjafmild var hún með eindæmum. Eftir að hún varð ekkja var hún alveg ótrúlega nóg sjálfri sér, bjó ein í íbúðinni sinni í Þórunnar- strætinu, þar sem þau Trausti ásamt Sigríði, móður Maríu, höfðu komið sér svo notalega fyrir eftir að þau fluttust frá Djúpavogi. Við spurðum hana oft hvort henni þætti ekki tómlegt að vera svona mikið ein, en hún sannfærði okkur jafn- harðan um að henni liði vel. Hljóð- bækurnar styttu henni oft stundir og hún hafði mikla ánægju af að ræða innihald áhugaverðra bóka og fylgdist einnig vel með samfélags- umræðunni í útvarpi því lítið gat hún nýtt sér að horfa á sjónvarp. María hafði mikið yndi af tónlist alla tíð, og kom með okkur á tón- leika meðan kraftar leyfðu. Ósjald- an hljómaði í íbúðinni falleg tónlist af plötu eða diski þegar komið var í heimsókn. Tengdamóðir mín var orðin fullorðin kona og heilsan mik- ið farin að gefa sig hin síðari árin, en hún var alltaf jafn jákvæð og gefandi þegar hún gat farið út á við og hitti fólk. „Ég má nú ekki kvarta, ég er bara orðin svolítið löt,“ sagði hún ef hún var spurð um heilsu. Söknuðurinn eftir Maríu er mik- ill, og sorgin við ástvinarmissi er vissulega þung, en hvort tveggja mildast af bjargfastri vissu hennar um að dauðinn væri í raun aðeins vistaskipti, hann myndi opna henni dyr til endurfunda við þá sem á undan voru farnir yfir móðuna miklu. Með þakklæti í huga kveð ég þessa góðu konu. Jón. Elsku amma Maja. Elsku ynd- islega, góða amma mín. Tími þeirra forréttinda að hafa þig hér á jörðu hjá okkur er nú liðinn þó að ég viti að þú verður áfram með okkur í anda um ókomna tíð. Ég fékk þá fregn að báðar elsku- legu ömmur mínar hefðu verið lagðar inn á sjúkrahús á Akureyri. Ég ætlaði að koma norður til að heimsækja ykkur. Ég fór í skólann og átti pantað flug um kvöldið. Þeg- ar ég var á leiðinni heim úr skól- anum hringdi mamma. Þú varst farin, elsku amma mín. Það kom öllum í opna skjöldu, enginn virtist sjá það fyrir. Mig langaði svo að hitta þig og segja þér hvað mér þótti og þykir enn vænt um þig. Ég fékk þó að hitta þig um leið og ég kom norður. Þú varst svo friðsæl og falleg. Þú varst tilbúin að fara. Tilbúin að hitta hann Trausta afa og litlu börnin þín sem þú fékkst að eyða svo litlum tíma með í lifanda lífi. Elsku amma mín, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og ég gleðst yfir því. Ég vona innilega að mér hafi tekist að sýna þér hversu mikið mér þykir vænt um þig. Þú áttir ekki alltaf auðvelda ævi, amma mín, en samt varstu ávallt svo glöð og jákvæð og gafst svo mikið af þér. Þú vildir allt fyrir alla gera. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn. Það var svo góð- ur andi hjá þér í Þórunnarstrætinu og það færðist yfir mig ró þegar ég kom til þín. Það var líka alltaf allt óaðfinnanlegt hjá þér, svo hreint og fínt. Ég man þegar ég var lítil og þú réðst mig í vinnu við að strjúka ryk af blöðunum á blómunum þín- um. Þó að mikið væri af fallegum blómum (þar sem þú hafðir ein- staklega græna fingur) þá var þetta nú ekki erfið vinna, því lítið var um rykkornin! Það var líka alltaf svo notalegt þegar ég fékk að gista hjá ykkur afa og síðar hjá þér eftir að afi dó. Það var indælt að leggjast í rúmið sem var alltaf jafntandurhreint og ilmandi og skríða undir æðardúns- sæng sem afi hafði tínt dúninn í. Þú varst líka einstaklega þolin- móð. Manstu þegar þið bjugguð á Djúpavogi og langamma var veik og ég ætlaði að vera „sygeplej- ersken“ hennar. Ég tók ekki annað í mál en að fá að halda á mat- arbakkanum hennar sjálf upp stig- ann, þótt hann væri voða stór og ég frekar lítil. Ég fékk mínu fram- gengt og rogaðist upp með bakk- ann, en hitt og þetta féll víst af honum á leiðinni og þú tíndir það jafnóðum upp á hann aftur, en þú leyfðir mér að fara með hann sjálf alla leið, flestir hefðu nú gefist upp og tekið bakkann. Þegar ég kom inn í íbúðina þína í Þórunnarstræti eftir að þú varst farin hafði ég á tilfinningunni að þú værir bara inni í svefnherbergi að fá þér lítinn lúr eins og þú gerðir svo oft. Enn var jafngott að koma þar inn, allt tandurhreint og í röð og reglu og svo notalega hlýtt. Við áttum það nefninlega sameiginlegt að vera svoddan kuldaskræfur ég og þú og hjá þér var mér aldrei kalt, ekki er þar síst að þakka hjartahlýjunni sem þú ávallt sýndir, elsku amma mín. Ég kveð þig með orðunum sem þú sagðir alltaf við mig þegar ég var komin í háttinn: Megi Guð og englarnir vera með þér. Hólmfríður (Fríða). BORGHILDUR MARÍA RÖGN- VALDSDÓTTIR Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, systur og ömmu, HJÖRDÍSAR GEIRDAL, Laufengi 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við frábæru starfs- fólki líknardeildar LSH í Kópavogi og heimahlynningar Krabbameins- félagsins. Guðmundur Áki Lúðvígsson, Erna Steina Guðmundsdóttir, Gestur R. Bárðarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Erna Geirdal, Ingólfur Geirdal og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARRY STEINSSON skipstjóri, Kleppsvegi 34, lést á líknardeild LHS í Kópavogi föstudaginn 17. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar LHS í Kópavogi og hjúkrunarþjónustunnar Karitasar. Guðrún Ansnes, Esther J. Steinsson, Jóhann Einarsson, Sólveig Steinsson, Valgarð Ólafsson, Halla Steinsson, Ingólfur Narfason, Valdís Harrysdóttir, Inger S. Steinsson, Eiríkur K. Gunnarsson, Anna Rut Steinsson, Hjörtur P. Garðarsson, Þorvaldur A. Steinsson, Sara Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR JÓHANNESSON, Böðvarsgötu 12, Borgarnesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, miðvikudaginn 22. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fanney G. Jónsdóttir, Guðmunda Sólveig Harðardóttir, Björn Á. Þorbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Þorkell Þ. Valdimarsson, Hulda Karitas Harðardóttir, José Antonio Rodriquez Lora, Brynja Harðardóttir, Skúli G. Ingvarsson, Jóhannes Gunnar Harðarson, Steinunn Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og bróðir, ÖRLYGUR AXELSSON, Helgamagrastræti 6, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 22. janúar. Þorgeir Axel Örlygsson, Hrefna Örlygsdóttir, Aðalbjörg Kolfinna Örlygsdóttir, Soffía Örlygsdóttir, Edda Bryndís Örlygsdóttir, Örn Örlygsson, Inga Steinlaug Guðmunsdóttir, Aðalgeir Axelsson, Ólafur Ingi Axelsson. Bróðir okkar, mágur og frændi, SVEINN TRYGGVASON, Laugabóli, verður jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju laugar- daginn 25. janúar kl. 14.00. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.