Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er viljasterkt og kann ýmislegt fyrir sér á mörgum sviðum. Það þarf helst að varast drambsemi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert hvorki betri né verri en þú vilt vera og átt því að horfast í augu við sjálfan þig. Og gerðu hreint fyrir þínum dyrum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að setja þér tak- mark með öllu þínu athæfi. Vertu samt ekki of smá- munasamur/söm. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur verið erfitt að standa á sínu þegar allir virðast annarrar skoðunar. Reiði hefur þó engan annan tilgang en gera alla leiða og flækja málin enn frekar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeit- ingar og yfirsýnar. Lærðu að meta hana án erfiðleika. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu allan kjaftagang sem vind um eyru þjóta. Þá muntu sjá að oft er betra um að tala en í að komast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er hart sótt að starfsemi þinni svo þú þarft að verja hana með kjafti og klóm. Farðu því varlega í allri samningagerð. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur þungar áhyggjur af starfi þínu. Stattu fastur á þínu, rökstyddu þitt mál og hlustaðu á það sem and- stæðingurinn hefur fram að færa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Varastu að láta aðra ráðsk- ast með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Nú er bara að sýna dirfsku og staðfestu og sigla málunum í örugga höfn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Heiðarleikinn er það sem dugar best bæði gagnvart sjálfum þér og öðrum. Segðu það sem þér finnst, en kenndu ekki öðrum um líðan þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gefðu þér tíma til að sinna heimilinu og lyfta því upp með því að mála eða breyta til. Þú þarft að leggja hart að þér til að sannfæra yf- irmenn þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur ástæðu til að fagna góðum árangri. Láttu slag standa því þú hefur alla burði til þess að taka stór og erfið verkefni að þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að sækja innblástur í það sem þú hefur fyrir stafni. Ástæðulaust er að hafa áhyggjur í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Stormur Ég elska þig stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir, um leið og þú þýtur. Þú skefur burt fannir af foldu og hól, þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól, og neistann upp blæs þú og bálar upp loga og bryddir með glitskrúði úthöf og voga. Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi, andhreinn um jörðina fer. Þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandi hvervetna vekur. Og þegar þú sigrandi um foldina fer, þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér. Ég elska þig kraftur, sem öldurnar reisir. Ég elska þig máttur sem þokuna leysir. Ég elska þig, elska þig eilífa stríð, með ólgandi blóði þér söng minn ég býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður. Hugur minn fylgir þér djarfur og glaður. Hannes Hafstein LJÓÐABROT 1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. c4 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Dc2 Rxc3 8. bxc3 Rd7 9. e4 c5 10. Bf4 Be7 11. d5 exd5 12. exd5 O-O 13. Hd1 He8 14. Be2 c4 15. O-O Bxa3 16. Bxc4 Df6 17. Rg5 Rf8 18. g3 h6 19. Re4 Df5 20. f3 Rg6 21. Bc7 Hac8 22. Bb5 Hxc7 23. Bxe8 Bxd5 24. Rf6+ Dxf6 25. Hxd5 Hxc3 26. De4 Bc5+ 27. Kg2 He3 28. Da4 He2+ 29. Kh1 Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem nú fer fram í Wijk aan Zee. Heimsmeistarinn fyrrve randi, Anatoly Karpov (2688), hafði svart gegn Mikhal Krasenkov (2633). 29...He1! og hvítur gafst upp enda verður hann mát bæði eftir 30. Hxe1 Dxf3# og 30. Hd1 Dxf3# en eftir 30. Kg2 Hxf1 31. Kxf1 Dxf3+ verður hann manni og þrem peðum undir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson ÞÓRÐUR Sigfússon er réttnefndur bridsfræð- ingur, en fáir hafa grúskað meira en hann í fornum fræðum spilsins, bæði hér- lendum og erlendum. Mörg undanfarin ár hefur hann safnað saman á einn stað rituðum heimildum um brids á Íslandi og er það efni orðið mikið að vöxtum. Þórður hefur mest yndi af flóknum úr- spilsdæmum og í jólamán- uðinum valdi hann úr safni sínu sjö níðþung spila- dæmi til að setja á vefset- ur Bridssambandsins, ef ske kynni að menn hefðu lítið fyrir stafni annað en að brjóta heilann um tvista og þrista. Það tekur nefni- lega tímann sinn að leysa þessar Þórðarþrautir. Hér er sú fyrsta: Norður ♠ Á54 ♥ 543 ♦ D73 ♣ÁG109 Vestur Austur ♠ 7632 ♠ K8 ♥ 876 ♥ DG92 ♦ 106 ♦ ÁG4 ♣8765 ♣D432 Suður ♠ DG109 ♥ ÁK10 ♦ K9852 ♣K Suður spilar fimm tígla og fær út hjarta. Hvernig á að ná í ellefu slagi? Þetta er of góð þraut til að spilla henni með því að birta lausnina strax og hún kemur því í þættinum á morgun. En það er sann- gjarnt að koma lesandan- um af stað og greina vand- ann: Það er erfitt að komast hjá því að gefa austri slag á spaðakónginn og því snýst glíman um það að gefa aðeins einn slag á tromp. Og það er víst nógu hörð glíma. E.S. Þeir sem ekki þola biðina til morguns geta kíkt á Netið (bridge.is). BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst 2002 í Langholtskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Ágústa Hrönn Gísladóttir og Hallgrímur Jónasson. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní 2002 í Lága- fellskirkju af sr. Bernharði Guðmundssyni þau Karen Axelsdóttir og Gunnar Páll Tryggvason. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst 2002 í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni, þau Andrea Jónsdóttir og Davíð Baldur Sigurðsson. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst 2002 í Dóm- kirkjunni af sr. Írisi Krist- jánsdóttir þau Hildur Ír Gísladóttir og Páll Björgvin Guðmundsson.        MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.