Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 45
MARKUS Baur, fyrirliði Þjóð-
verja, hrósaði Grænlendingum fyrir
þeirra frammistöðu í viðureign þjóð-
anna í gær. „Þeir léku góðan hand-
bolta og við þurftum að halda fullri
einbeitingu í 60 mínútur á móti
þeim,“ sagði Baur.
HEINER Brand, þjálfari Þjóð-
verja, sagði hinsvegar að nú hæfist
heimsmeistarakeppnin með leiknum
við Portúgal á laugardag, undirbún-
ingnum væri loksins lokið.
NIELS Davidsen, 39 ára gamall
markvörður Grænlendinga var í
miklum ham gegn Þjóðverjum í gær
en hann kom inná í lok fyrri hálf-
leiks. Davidsen fékk þrumuskot í
höfuðið í upphafi síðari hálfleiks,
Þjóðverjar fengu knöttinn og skutu
aftur á markið og á ný í höfuðið á
Davidsen. Höggin virtust hafa góð
áhrif á markvörðinn því hann varði
alls 16 skot í síðari hálfleik.
ÞAÐ vekur athygli hve mörg mörk
Grænlendingar skora úr langskot-
um og gegn Þjóðverjum var engin
breyting þar á. Jakob Larsen og
Hans P. Motzfeldt skoruðu báðir sjö
mörk úr langskotum og alls urðu
mörkin 16 úr langskotum.
HEINER Brand, þjálfari þýska
liðsins, fórnaði höndum í hvert sinn
sem Grænlendingar skoruðu með
langskotum, og var ekki sáttur við
varnarleik sinna manna. Grænlend-
ingar skoruðu eitt mark úr vítakasti,
einu sinni eftir gegnumbrot og tvisv-
ar af línu.
GRÆNLENSKI línumaðurinn
Rasmus Larsen þykir fastur fyrir í
leik sínum. Gegn Þjóðverjum fékk
línumaðurinn Christian Schwarzer
að finna fyrir því í upphafi leiks er
Larsen reif hreinlega keppnistreyju
Schwarzers í ræmur. Schwarzer lék
nánast ber að ofan í nokkrar mín. áð-
ur en hann fékk nýja treyju.
TÖLUVERT af áhorfendum fylgd-
ist með leik Þjóðverja og Grænlend-
inga. Rúmlega eitthundrað stuðn-
ingsmenn eru frá Grænlandi og um
150 Þjóðverjar. Skólabörn frá Viseu
eru einnig fjölmörg á leikjunum og
hafa fengið „úthlutað“ sínu liði.
Grænlendingar eru „vopnaðir“ sér-
stökum plaststöngum sem þeir blása
upp og klappa saman í gríð og erg á
meðan leik stendur.
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, var á
meðal áhorfenda á leik Íslands og
Portúgals. Hún er stödd í Portúgal
til að vera í dag viðstödd er límtrés-
veksmiðja í eigu Íslendinga verður
formlega opnuð í bænum Mortágua,
sem er suður af Porto.
LANDSLIÐSHÓPUR Íslands
verður í saltfiskveislu í kvöld í bæn-
um Viseu. Það er SÍF, í samráði við
stærsta kaupanda sinn í Portúgal,
sem býður til veislunnar.
IOSU Olalla leikur ekki meira með
Spánverjum á heimsmeistaramótinu
í handknattleik. Hann slasaðist á
handlegg í leik gegn Pólverjum á
þriðjudag. Þetta er mikið áfall fyrir
Spánverja því Olalla er lykilmaður-
inn í varnarleik þeirra.
FÓLK
PATREKUR Jóhannesson,
landsliðsmaður í handknattleik og
fyrirliði þýska liðsins Essen, varð
fyrstur Íslendinga til að skora yfir
100 mörk í heimsmeistarakeppn-
inni, þegar hann skoraði fyrsta
mark sitt gegn Portúgal í gær-
kvöldi í Viseu. Patrekur skoraði
tvö mörk í leiknum og hefur alls
skorað 101 mörk á HM.
Valdimar Grímsson átti fyrra
metið fyrir HM í Portúgal, en
hann hafði skorað 95 mörk í fjór-
um HM – í Tékkóslóvakíu 1990
(5), í Svíþjóð 1993 (4), á Íslandi
1995 (34) og í Kumamoto í Japan
1997 skoraði hann 52 mörk, sem
er mesta skor Íslendings í einni
HM.
Patrekur, sem hefur skorað 13 í
Portúgal, skoraði 7 mörk í HM í
Svíþjóð, 16 á Íslandi, 40 í Kuma-
moto, 25 og 25 mörk í HM í
Frakklandi 2001.
Geir Sveinsson hefur skorað 87
HM-mörk, Ólafur Stefánsson 80,
Kristján Arason 65 í tveimur HM
– 41 mark í Sviss 1986 og 24 í
Tékkóslóvakíu 1990, Sigurður Val-
ur Sveinsson og Júlíus Jónasson
koma næstir með 51 mark og þá
kemur gamla kempan Gunnlaugur
Hjálmarsson með 49 mörk.GeirValdimar
Það hefur ekki verið mikið afáhorfendum á fyrstu leikjunum
og það var allt annar bragur á þessu
inni á vellinum sem
og utan. Við lögðum
áherslu á að vera til-
búnir í þessar að-
stæður, við vissum
að það yrði fullt hús
og brjáluð stemmning. Og við náð-
um að ljúka við þennan áfanga. Guð-
jón Valur bætti því við að lokasek-
úndur leiksins hefðu verið
magnaðar. „Ég hljóp útaf þegar 2
sekúndur voru eftir og þeir áttu að-
eins aukakastið eftir. Það var betra
að fá stóran mann í vörnina. Við get-
um leyft okkur að njóta augnabliks-
ins eitthvað fram eftir degi en síðan
tekur við undirbúningur fyrir leik-
inn gegn Katar. Með sigri gegn
þeim verðum við örugglega með tvö
stig í milliriðlinum og það var tak-
markið frá upphafi.“
Erum ekki vitleysingar
Hornamaðurinn Einar Örn Jóns-
son var atkvæðamikill í íslenska lið-
inu gegn Portúgal og var marka-
hæstur með sjö mörk líkt og hinn
hornamaður liðsins, Guðjón Valur
Sigurðsson. Einar sagði að erfiðasti
hluti dagsins hefði samt sem áður
verið biðin eftir leiknum.
„Við erum búnir að spila mikið í
leikjatölvunni uppá hótelherbergi
og erum orðnir ansi góðir í ýmsum
leikjum. Aftur á móti blundaði leik-
urinn alltaf í undirmeðvitundinni
þrátt fyrir að maður hafi ekki ætlað
að einblína á leikinn frá því maður
vaknaði, þá gerði maður það nú
samt. Ég viðurkenni það alveg að
biðin tók aðeins á sálartetrið.
Spennustigið var hátt í upphafi leiks
en lagaðist þegar á leið,“ sagði Ein-
ar. Hann var sammála því að ís-
lenska liðið hefði leyst vel úr því
þegar Portúgal ákvað að taka Ólaf
Stefánsson úr umferð. „Það er ekki
markmiðið að Ólafur sé mikið að
skora þegar hann er tekin úr um-
ferð. Við eigum að skapa okkur tíma
og rými fimm á móti fimm. Ef ég
nota „handnattleiksfræðina“ þá er
það í raun gjöf að geta spilað gegn
fimm manna vörn. Ég get tekið und-
ir það að lékum ekki vel þegar við
vorum með yfirhöndina, þá lukum
við sóknum okkar of snemma. Menn
urðu of æstir og gráðugir, en þetta
hafðist – með naumindum þó. Þegar
við gerðum það sem við ætluðum
okkur að gera í leiknum skoruðum
við mark eða fengum dauðafæri,“
sagði Einar Örn en varaði menn við
að fara á flug fyrir leikinn gegn Kat-
ar. „Við erum ekki vitleysingar og
höfum lært af reynslunni.“ Við mæt-
um í næsta leik, einbeittir sem fyrr
og slökum hvergi á.
Handbolti er einföld íþrótt
Patrekur Jóhannesson hefur oft
verið meira áberandi í sóknarleik ís-
lenska liðsins en hann stóð vaktina í
vörninni að venju og stóð sig vel.
Patrekur sagði að það hefði ekki
komið honum á óvart að liðið hefði
ekki misst dampinn þrátt fyrir að 13
leikmenn hefðu komið við sögu í
leiknum.
„Þetta er íslenska landsliðið og
við treystum hver á annan. Allir
hafa sín hlutverk og leysa þau af
hendi. Við lærðum af reynslunni í
Svíþjóð á EM að þreyta gerir vart
við sig undir lok keppninnar. Núna
eru fleiri að taka af skarið og það er
okkar styrkur.“ Patrekur játti því
að liðið hefði látið slakt dómarapar
fara í taugarnar á sér og þá sér-
staklega í fyrri hálfleik. „Dómararn-
ir voru einfaldlega lélegir en and-
rúmsloftið var hreinsað hvað þá
varðar í hálfleik. Eftir það náðum
við að stilla okkur þrátt fyrir að þeir
dæmdu illa. Það er vel hægt að
segja að þetta hafi verið fyrsti al-
vöru leikurinn í mótinu, og ég get
ekki annað en verið ánægður með að
sigra Portúgal með einu marki á úti-
velli, þar sem við lékum í raun ekki
neitt sérlega vel þegar á heildina er
litið. Við erum búnir að leika gegn
ýmsum varnarafbrigðum í gegnum
tíðina og í raun á ekkert eftir að
koma okkur á óvart í framhaldinu.
Handbolti er einföld íþrótt,“ sagði
Patrekur Jóhannesson í léttum tón.
Mikil gleði í herbúðum Íslendinga á HM í Portúgal
Vorum vel
undirbúnir
GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði með ýmsum hætti að þessu
sinni og m.a. úr langskoti. Essen-leikmaðurinn sagði að Guð-
mundur Guðmundsson þjálfari liðsins hefði lagt áherslu á að æfa
það vel þegar mótherjarnir taka Ólaf Stefánsson úr umferð. „Það
hefði verið lélegt af okkur að standa okkur ekki á því sviði,“ sagði
Guðjón Valur við Morgunblaðið eftir leikinn og bætti við að aðstæð-
urnar gegn heimamönnum hefðu verið ólíkar öllu sem þeir hefðu
upplifað í keppninni fram að þessu.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar frá
Viseu
Morgunblaðið/Günter Schröder
Einar Örn Jónsson sýndi hvers hann er megnugur í leiknum gegn Portúgal í gærkvöldi í Viseu –
hér skorar hann eitt af sjö mörkum sínum í leiknum.
AP
Íslendingar fagna sætum
sigri á Portúgölum í gær.
Fremstir eru Guðjón Valur
Sigurðsson og Patrekur Jó-
hannesson ásamt Roland
Eradze markverði.
Patrekur rauf 100 marka múrinn
A. *: =A. *: =
/,
/
&'
5
#
(
>?
?@
><
/A
/A
/#
/
&(
5
#
(
><
?@
?.
'
;
@
.
?
;
"'
!*'
!--A!-
,
,'
::
<
?
: