Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 49
KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 49
Jackass: The Movie er kvikmynda-
útgáfan af samnefndum þáttum,
sem sýndir hafa verið á MTV-
stöðinni og á SkjáEinum.
ÞAÐ er árið 2002 og hafa yfirvöld
fangelsismála í Kaliforníu nýlega
enduropnað eitt alræmdasta fang-
elsi sögunnar, Alcatraz, sem nú er
búið öllum hugsanlegum örygg-
isbúnaði til að koma í veg fyrir
strok fanga. Í þessum tilgangi hef-
ur m.a. verið grædd í hvern og
einn fanga sérstök örflaga svo að
hægt sé að fylgjast með hreyf-
ingum þeirra og staðsetningu auk
þess sem fangelsið státar nú af
glænýjum aftökuklefa, sem áætlað
er að vígja við aftöku hins kunna
afbrotamanns Lesters, sem
dæmdur hefur verið til dauða fyrir
að hafa rænt brynvörðum bíl með
gulli innanborðs að verðmæti 200
milljónir dollara.
Morris Chestnut fer með hlut-
verk hins illræmda Donnys, sem
safnar saman sérsveitarhópi, sem
hefur það hlutverk á sínum herð-
um að laumast inn fyrir fangelsis-
múra þessa rammgerða há-
tæknivirkis. Þegar inn fyrir
múrana er komið, eiga þeir að
hafa upp á Lester á dauðadeild-
inni og neyða upp úr honum allan
sannleikann um hvar allt gullið sé
að finna.
Tukthúslimurinn Nick Frazier,
sem leikinn er af Ja Rule, sér sér
þann kost vænstan að leggja FBI
leynilöggunni Sascha Petrosevitch
lið með því að sameina fanga á
móti innrásarliðinu til að koma í
veg fyrir morð á forseta Hæsta-
réttar, sem nú er kominn í fang-
elsið til að vera viðstaddur yfirvof-
andi aftöku, en hann var sá sem
dæmdi Lester til dauða á sínum
tíma.
Leikstjóri og handritshöfundur
þessarar spennumyndar er Don
Michael Paul, sem hóf feril sinn
sem leikari, en fann svo köllun
sína við handritasmíð og leikstjórn
upp úr 1980.
Upp á líf og dauða í
rammgerðu fangelsi
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó
Akureyri frumsýna Half Past Dead.
Leikarar: Steven Seagal, Morris Chest-
nut, Ja Rule, Nia Peeples, Claudia
Christian, Tony Plana, Alexandra Kamp-
Groeneveld, Bruce Weitz, Linda Thor-
son, Matt Battaglia, Art Camacho og
Kurupt.
Þeir eru fangar í alræmdasta fangelsi sögunnar, Alcatraz. Í þá hefur verið
grædd sérstök örflaga til að fylgjast með hreyfingum þeirra og staðsetningu.
TVÆR miðaldra Hollywood-
stjörnur, Goldie Hawn og Susan
Sarandon, sem báðar státa af Ósk-
arsverðlaunum, fara með aðal-
hlutverkin í gamandramanu The
Banger Sisters, sem frumsýnd
verður í dag. Þær leika gamlar vin-
konur, sem ekki
hafa hist í tuttugu
ár eða síðan þær
voru óðfúsar og
örlátar fylg-
ismeyjar fjöl-
margra hljóm-
sveitargæja.
Önnur þeirra,
Suzette, sem leik-
in er af Goldie
Hawn, er ennþá
villt og föst í sama
gamla farinu, en
hin, Lavinia, sem
leikin er af Susan
Sarandon, er orð-
in ráðsett hús-
móðir, gift lög-
fræðingi og er
meira að segja
orðin dálítið
snobbuð með sig.
Hún vill líka fyrir
alla muni reyna að afmá þessi villtu
ár í huga sínum, en þegar Suzette
ákveður að leita á náðir gömlu vin-
konunnar, mætast tveir ólíkir heim-
ar. Þegar þær svo loks hittast,
byrjar sú villta á því að rifja upp
gömlu góðu dagana þegar þær voru
rokkgrúppíur með heldur ófyr-
irséðum afleiðingum, en sameig-
inlega lærist þeim gildi þess að
upplifa augnablikið. Óskars-
verðlaunahafinn Geoffrey Rush fer
svo með eftirminnilegt hlutverk
sérviturs rithöfundar, sem aldrei
hefur slegið í gegn, en lendir svo í
slagtogi með þeim stöllum.
Leikstjóri og handritshöfundur
myndarinnar Bob Dolman er að
þreyta frumraun sína sem leik-
stjóri, en hann hefur m.a. skrifað
kvikmyndahandrit að bíómynd-
unum Far and Away og Willow.
Hann segir að hugmyndin að baki
Banger Sisters hafi blundað með
sér í fjölmörg ár áður en hann fann
út úr því hvernig æskilegast væri
að raða „plottinu“ endanlega sam-
an. Andagiftin um Suzette og Lav-
inia hafi að hluta til komið úr söng-
texta Jim Morrisons heitins,
Stoned Immaculate, þar sem fjallað
er um frelsið annars vegar og
ábyrgðina hinsvegar sem allar
manneskjur dreymir um einhvern
tímann á lífsleiðinni.
Gömul kynni
gleymast ei
Regnboginn og Smárabíó frumsýna
Banger Sisters.
Leikarar: Goldie Hawn, Susan Sar-
andon, Geoffrey Rush, Erika Christen-
sen, Robin Thomas, Eva Amurri,
Matthew Carey og Andre Ware.
Tvær miðaldra Hollywood-stjörnur, Goldie Hawn og
Susan Sarandon, sem báðar státa af Óskars-
verðlaunum, fara með aðalhlutverkin í gamandram-
anu The Banger Sisters.
BRESKA bíómyndin Once Upon a
Time In the Midlands er þriðja
mynd eins allra efnilegasta leik-
stjóra Breta af yngri kynslóðinni
Shane Meadows, sem skrifaði jafn-
framt handritið ásamt aul Fraser.
Myndin, sem skartar eftirlætisleik-
urum margra, hefur að geyma létta
og þægilega þjóðfélagsádeilu og er
eins konar breskur nútímavestri,
en myndin var tekin upp á sjö vik-
um haustið 2001 í og í nágrenni
Nottingham.
Tveir vinsælustu leikarar Bret-
landseyja, þeir Robert Carlyle og
Rhys Ifans, fara með aðal-
hlutverkin í þessari bresku gam-
anmynd, sem Háskólabíó frumsýnir
í dag. Carlyle leikur smákrimmann
Jimmy, sem ákeður að snúa á ný
til heimabæjar síns eftir að hafa yf-
irgefið eiginkonuna Shirley og dótt-
urina Marlene tíu árum áður og
hafa þær mæðgur ekkert heyrt frá
fyrrum heimilisföðurnum allan
þennan tíma.
Fljótlega eftir að Jimmy hvarf á
braut kynntist Shirley háttprúðum
og traustum manni, Dek að nafni,
sem flutti inn til mæðgnanna enda
hefur Shirley litið svo á að hann
einn sé maður drauma sinna. En
þegar Dek tekur upp á því allt í
einu að biðja um hönd Shirley fyrir
framan alþjóð í beinni útsendingu
án þess að ráðfæra sig við hana áð-
ur er Shirley ekki skemmt og hún
ákveður að hafna bónorðinu. Eins
og svo margir aðrir verður Jimmy
vitni að þessari uppákomu og sann-
færist um það sem aldrei fyrr að
nú eigi hann sér glæsta endurkomu
inn í líf fyrrum eiginkonu og dótt-
ur.
Nútíma-
vestri
um hylli
konu
Háskólabíó frumsýnir Once Upon a
Time in the Midlands.
Leikarar: Robert Carlyle, Rhys Ifans,
Kathy Burke, Shirley Henderson, Ricky
Tomlinson og Finn Atkins.
Myndin er létt þjóðfélagsádeila og
er einskonar breskur nútímavestri.
Tveir vinsælustu leikarar Bret-
landseyja, þeir Robert Carlyle og
Rhys Ifans, fara með aðal-
hlutverkin.