Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 53
Kvikmyndir.is
HL MBL
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
Sýnd kl. 5 Ísl. tal./Sýnd kl. 8 enskt tal.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI
ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAV.
ÓHT Rás 2
Hún var flottasta pían í bænum
1/2 Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5 og 7. / Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12. B. i. 14. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14.
Sýnd kl. 4 ísl. tal. / Sýnd kl. 4 ísl. tal. / Sýnd kl. l. 6 ísl. tal.
.
Langbesti leikmaður
NBA deildarinnar fær ævilangt bann frá
deildinni og dettur það „snjallræði“ í hug að dulbúa sig
og keppa í kvennadeildinni. Bráðskemmtileg gamanmynd!
Inni
held
ur e
fni s
em
þú h
efði
r ald
rei
feng
ið a
ð sj
á í
sjón
varp
i.
Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó.
Frumsýning
/
LEIKKONAN Angelina Jolie segir
áhugaleysi Billy Bob Thorntons á
ættleiddum syni þeirra hafa orsakað
skilnað þeirra.
Jolie hefur nú í
fyrsta sinn rætt
opinberlega um
skilnaðinn og
staðfest sögu-
sagnir um að
áhugaleysi fyrr-
um eiginmanns
hennar á syninum
Maddox hafi,
ásamt óheiðarleika hans, leitt til
skilnaðar þeirra. „Mér varð ljóst að
hann hefði farið á bak við mig og gert
hluti sem ég gat ekki sætt mig við. Ég
held að flestir viti að ég er mjög opin
og umburðarlynd, en það er ekki allt
réttlætanlegt og ég get ekki búið með
einhverjum sem virðir ekki skuld-
bindingar sínar,“ segir hún. Þá segist
hún fljótlega hafa gert sér grein fyrir
því að Billy Bob væri ekki reiðubúinn
til að axla ábyrgð á uppeldi Maddox
og að hann hafi með því sýnt henni
fram á að hann væri ekki sá maður
sem hún hafi talið hann vera.
…
Tennisstjarnan Anna Kournikova
hefur slitið sambandi sínu við söngv-
arann Enrique Iglesias.
Kournikova er sögð hafa sagt söngv-
aranum upp skömmu fyrir jól, þar
sem hún hafi fengið sig fullsadda af
kvensemi hans. Samband stjarnanna,
sem hafði staðið í
u.þ.b. eitt ár, hafði
alltaf verið
stormasamt, en
það mun hafa tek-
ið steininn úr er
Iglesias sást láta
vel að hinni
bresku Emmu
Jones eftir af-
hendingu evrópsku MTV-verð-
launanna í Barcelona í nóvember.
FÓLK Ífréttum
Hafið
Með Hafinu er komið fram verk sem ber
þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð
fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega
tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.)
Háskólabíó.
Lord of the Rings:
The Twin Towers
(Hringadróttinssaga:
Tveggja turna tal)
Millikafli stórvirkis Tolkiens og Jacksons
gnæfir yfir aðrar myndir ársins, mikil-
fengleg sagnagáfa þeirra skapar eitt magn-
aðasta ævintýri kvikmyndasögunnar. Ósvikin
epík um hugrekki, vináttu og drenglyndi.
(S.V.) Laugarásbíó, Smárabíó, Kringlubíó, Borgar-
bíó Akureyri.
Harry Potter og leyniklefinn
Harry og félagar eru komnir aftur í mynd fullri
af frábærum karakterum, ótrúlegum að-
stæðum, spennu og
hryllingi. Gaman, gaman! (H.L.) Sambíóin.
8 Mile (8 mílur)
Þegar á heildina er litið er það hversu einföld
meginfléttan er, en hún snýst í raun um þátt-
töku rapparans í einni keppni, bæði helsti
kostur og galli myndarinnar. Þannig tekst að
halda sögunni á raunsæislegu sviði en á
sama tíma er sigursagan teygð dálítið á
langinn. (H.J.) Háskólabíó, Sambíóin, Laugarásbíó.
Grill-Point (Kaffivagninn)
Vel leikin og raunsæisleg þýsk mynd um
tvenn hjón sem neyðast til að endurskoða líf
sitt þegar framhjáhald kemur upp. Skemmti-
leg og áhrifarík mynd sem kemur á óvart.
(H.L.) Háskólabíó.
Gullplánetan
Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj-
uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í
spennandi og dramtískri leit að gulli. Fyrir
alla fjölskylduna. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó
Die Another Day
(Deyðu annan dag)
Fulllöng Bond-mynd þar sem hasarinn ræð-
ur ríkjum og húmorinn er komin í hring.
Ágætasta afþreying fyrir fólk í góðu
skapi og með smekk fyrir fallegu fólki.
(H.L.) ½
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri.
Analyze That
(Aftur í meðferð)
Framhaldsmyndin á sína spretti, og er
það iðulega vegna þess hversu vel að-
alleikurunum tekst að fylla upp í tóm-
legt handritið. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó.
Juwanna Mann
(Ingiríður Eygló)
Körfuboltakappi klæðist kvenfötum og held-
ur áfram í kvennaliði þegar hann er rekinn úr
NBA. Mun skárra en það hljómar. (S.V.) Sambíóin.
The Transporter
(Flutningsmaðurinn)
Sólskinið í Suður-Frakklandi, vel skipulögð
átakatriði og eltingaleikir eru ljósu punktarnir
í annars myrkri meðalmennsku. (S.V.) Regnboginn, Smárabíó.
The Hot Chick (Aðalpæjan)
Hér glímir Roy Schneider við enn eina ónátt-
úruna, síðast var hann dýr í mannslíkama,
nú unglingsstúlka í líkama loðins og ófrýni-
legs karlmanns. Groddahúmorinn veður hér
uppi, en hittir sjaldan í mark. (H.J.) ½
Sambíóin.
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
„Einföld meginfléttan er … bæði helsti
kostur og galli myndarinnar,“ segir m.a.
um 8 Mile Eminems.